Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Í dag býðst þér og þínum að skoða þetta fallega 117 fm ein- býli sem er á einni hæð. Húsið er í botnlanga. Óbyggt svæði er við húsið. Húsið skiptist m.a. í 3 herbergi, tvær stofur, eldhús og bað. Byggingarréttur er við hús- ið. Húsið stendur á 746 fm lóð. Verð 16,9 millj. Sigurjón og Hrafn- hildur taka vel á móti ykkur. Vorum að fá í sölu gott atvinnuhúsn., 546 fm á þremur hæðum, í bakhúsi við miðbæinn. Húsnæðið skiptist að mestu í stóra sali en jafnframt eru skrifstofur og geymslur. Skemmtilegir franskir glugg- ar eru að mestu í húsinu. Húsnæðið hefur verið notað undir sýn- ingar og hentar því mjög vel fyrir listamenn og listastarfsemi enda nátengt Nýlistasafninu. Þetta er eign sem gefur mikla möguleika fyrir hugmyndaríkan aðila. Verð 34,5 millj. Erum með til sölu eða leigu þetta fjölnota hús. Húsið gæti hentað fyrir t.d. verslun, iðnað eða heildverslun. Eignin er 2.130 fm og er til afhendingar strax. Húsið er að mestu á einni hæð. Mikil góð lofthæð er í húsinu. Næg bílastæði. Hægt er að leigja eignina í heilu lagi eða smærri einingum. Allar nánari upplýs- ingar veitir Ásmundur á Höfða í s. 533 6050. Hótel Askja Eskifirði til sölu eða leigu Fossaleynir – til sölu eða leigu Einarsnes 33 KÓPAVOGUR er ungt bæjarfélag en eldri borgurum fjölgar engu að síður, fólkinu sem byggði bæinn. Bæjarfélagið hefur skyldum að gegna við þetta fólk, ekki síst þeim sem heilsuveilir eru. Því miður hefur þjónustu við aldraða farið aftur á síðari ár- um. Við skulum skoða þetta nánar. Ill stefna fyrir aldraða Á seinni hluta 20. aldar fór í æ ríkara mæli að bera á forræðishyggju í garð aldraða, bæði hér á landi og víða erlendis. Eldra fólk var skikkað til starfsloka miðað við aldur en ekki getu; fólki var ýtt inn á stofnanir þegar það gat ekki séð að fullu fyrir sínum þörfum og við hönnun þjón- ustuhúsnæðis var nær alltaf hannað með þarfir þjónustunnar í huga en ekki notendanna. Það er hins vegar alveg ljóst að eldri borgarar 21. ald- arinnar munu ekki sætta sig við að ráðamenn eða ættingjar taki fyrir þá þær ákvarðanir „sem þeim eru fyrir bestu“, heldur munu þeir krefj- ast fullrar þátttöku í öllum ákvörð- unum er þá varða. Hugmyndafræðin um að gamall maður verði eins og barn (og þurfi því aðstoð við að hugsa fyrir sínum þörfum) mun líða undir lok. Hvað gerðist í Kópavogi? Á áttunda áratug síðustu aldar hófst í Kópavogi þróttmikið starf sem miðaði að því að bjóða eldri Kópavogsbúum upp á afþreyingu og og spennandi verkefni þegar starfs- ævi lyki. Þetta starf varð um margt fyrirmynd annarra bæjarfélaga og er enn. Bærinn studdi dyggilega við þetta starf og hafði þannig að mörgu leyti mótandi áhrif á hvern- ig bæjarfélög geta búið að heilbrigðum eldri borgurum. Um svipað leyti tóku einstaklingar og félagasamtök í bæn- um að vinna að því að koma á fót hjúkrunar- heimili fyrir þá eldri bæjarbúa sem ekki nutu góðrar heilsu til líkama eða sálar og þurftu af þeim sökum stofnanavistun. Bær- inn hinsvegar tók þá stefnu um svipað leyti að koma á fót sambýli fyrir aldraða. Þar er þjónustustigið lægra, en á móti kemur að nokkur hluti af „heimilisbrag“ helst. Þegar heilsa íbúanna bilar frekar þurfa þeir aftur á móti oft að leita eftir þjónustu hjúkrunarheimila. Sunnuhlíð Í dag er í Kópavogi starfrækt hjúkrunarheimili Sunnuhlíðarsam- takanna, hér eru tvö sambýli fyrir aldraða auk heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Þá er einnig boðið upp á dagvist fyrir aldraða í Sunnu- hlíð. Af þessum þáttum eru sambýl- in á hendi bæjarins með rekstrar- styrk frá ríkinu í formi daggjalda og einnig heimaþjónustan (áður kölluð heimilishjálp). Bærinn kemur ekki með neinum hætti að rekstri Sunnu- hlíðar, og heimahjúkrun er á hendi heilsugæslunnar, greidd af ríkinu. Að sjálfsögðu er einnig mikið starf er snýr að félagsstarfi aldraðra bæði á vegum bæjarins og í samvinnu við félagasamtök eldri borgara. En hvernig eigum við að búa að eldri íbúum bæjarfélagsins, þannig að þeim líki og við getum verið stolt af ? Það er augljóst að upphafið að svarinu hlýtur að vera fólgið í því að spyrja eldri bæjarbúa sjálfa hvernig þeir vilja hafa þjónustuna. Mér vit- anlega hefur ekki verið gerð slík könnun hér í Kópavogi, en slíkar kannanir hafa verið gerðar víða er- lendis. Það sem oftast stendur upp úr er að eldri borgarar vilja halda sjálf- stæði sínu og sjálfsákvörðunarrétti. Þeir vilja hafa aðgang að góðri heil- brigðisþjónustu og gera sig ekki ánægða með að bíða á biðlistum ár- um saman. Fólk vill sjálft fá að ákveða starfslok eða hvenær það byrjar að minnka við sig vinnu. Aldraðir vilja að jafnaði ekki fara inn á stofnanir, heldur fremur fá þá þjónustu sem þeir þurfa heim til sín eða sækja hana sjálfir út fyrir heim- ilið. Eldri borgarar vilja hafa val um búsetu og geta valið á milli þess að minnka við sig eða búa áfram á sama stað. Hvernig stendur Kópavogur sig í þessum málum? Því miður virðist margt vera að færast til verri vegar. Biðlistar eftir þjónustu eru óviðunandi. Heima- þjónustan er undirmönnuð og illa launuð. Heimahjúkrun nær ekki að sinna þeim verkefnum sem hún er beðin um. Dagvist aldraðra hefur langa biðlista og pláss á sambýlum fást seint eftir langa bið. Hjúkrunar- heimilispláss eru einnig af skornum skammti, þrátt fyrir nýlega stækkun Erfitt að eldast í Kópavogi? Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Eldri borgarar, segir Ólafur Þór Gunnars- son, vilja halda sjálf- stæði sínu og sjálfs- ákvörðunarrétti. TÆKNIN býður upp á stórkostlegustu framfarir í lýðræð- isþróun veraldarinnar frá því almenningur fékk almennan rétt til að kjósa sér fulltrúa til þjóðþinganna. Hún býður upp á milliliða- laust lýðræði og opnar því á stóraukið íbúa- lýðræði. Þessir mögu- leikar hljóta að verða beislaðir fyrr en seinna. Á næstu árum munum við efalítið sjá milliliðalaust lýðræði þróast gegnum raf- rænar kosningar og netkosningar. Víða um heiminn eru æ fleiri farnir að fikra sig áfram við þróun rafræns lýðræðis og tækninni í þeim efnum fleygir stöð- ugt fram. Frakkar í fararbroddi Framsýnt fólk hefur á undan- förnum árum verið að fikra sig áfram við þróun rafræns lýðræðis. Flugvallarkosning borgarstjórnar Reykjavíkur var í senn merkileg tilraun í milliliðalausu lýðræði og rafrænu lýðræði. Þar gafst borg- arbúum kostur á að kjósa um fram- tíð flugvallarins með beinum og rafrænum hætti. Reykjavíkurlistinn tók þar ákveðið frum- kvæði, sem nauðsyn- legt er að skapa póli- tíska samstöðu um að verði þróað áfram á sveitarstjórnarstiginu. Frakkar hafa löngum verið í farar- broddi við þróun lýð- ræðis og mannrétt- inda. Þeir eru nú að brjóta blað í lýðræð- isþróuninni í kosning- unum í vor. Þar er kosið með rafrænum hætti í tveimur sveit- arfélögum og tilraunir gerðar með tvenns konar rafræn kosningakerfi. Frakkar sjá í þessu marga kosti, bæði við framkvæmd, talningu og umfang kosninganna. Það verður spennandi að sjá hvernig Frökkum tekst til í þessari tilraun með raf- rænt lýðræði. Lýðræði á Netinu Bandarískir demókratar fram- kvæmdu vel heppnaða tilraun með lýðræði á Netinu í prófkjöri í Ariz- ona í mars 2000, eins og Karl Blön- dal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðs- ins, ritaði um í merkri grein í Mbl. Þar var í fyrsta sinn gerð tilraun með bindandi kjör í netkosningu í Bandaríkjunum. Ásamt netatkvæð- inu var hægt að kjósa með því að fara á kjörstað eða senda atkvæði í pósti. Tilraunin tókst vel og betur en nokkur þorði að vona. Miklum mun fleiri tóku þátt í próf kjörinu en í fyrri prófkjörum flokksins í því ríki. Þátttaka jókst stórum og til- ganginum var náð. Framkvæmd netkosninganna Við framkvæmd kosninganna var skráðum kjósendum útdeilt kenni- tölu og síðan þurftu þeir að skrá inn upplýsingar af tvenns konar skilríkjum til að geta greitt at- kvæði á Netinu. Atkvæðagreiðslan tók ríflega tvær mínútur og kjós- endur þurftu ekki að ómaka sig á kjörstað frekar en þeir vildu. En þeim sem gátu ekki eða vildu ekki kjósa á Netinu stóð til boða að greiða atkvæði með hefðbundnum hætti, eins og eðlilegt hlýtur að teljast við þróun slíkra kosninga. Framtíðin stöðvuð Nú þegar hafa nokkrar merkar tilraunir verið gerðar við þróun rafræns lýðræðis. Á Alþingi virtist meirihluti fyrir því að gera sveit- arfélögum kleift að ráðast í til- raunakosningar á rafrænu formi. Það var stöðvað af Sjálfstæðis- flokknum, sem freistaði þess þar með að stöðva framtíðina á þessu sviði. Það er sorglegt að Sjálfstæð- isflokkurinn, sem fyrrum var oft umburðarlyndur gagnvart nýjung- um, skuli hafa haft af þjóðinni gull- in tækifæri til að þróa rafræn kosn- ingakerfi. En vonandi sér hann að sér á þessu sviði. Eina leiðin til að koma upp og þróa rafræn kosningakerfi sem dugað geta til að framkvæma meiriháttar kosningar er að þróa þau í almennum kosningum, sam- hliða hefðbundnum kosningum með gamla laginu. Ísland er trúlega eitt af fáum löndum Vestur-Evrópu þar sem ríkisstjórnarflokkur hefur Rafrænt lýðræði Össur Skarphéðinsson Lýðræði Ég hyggst beita mér fyrir framförum og til- raunum, segir Össur Skarphéðinsson, um rafrænar kosningar. SEINNI leiðari Morgunblaðsins 16. apríl sl. ber yfirskrift- ina „Beint lýðræði á stefnuskránni“. Þar er vísað til ályktunar flokksstjórnar Sam- fylkingarinnar um að þátttökulýðræði verði lykilorð í lýðræðisþró- un 21. aldar. Sam- þykkt flokksstjórnar Samfylkingarinnar og leiðari Morgunblaðs- ins bera þess vitni að ólíkar pólitískar skoð- anir þurfa ekki að standa í vegi aukinnar lýðræðisþróunar. Ástæða er til að undirstrika þetta og fagna. Jafnframt þykir ástæða til að benda á að Félag Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi hefur markað sömu stefnu; að efla sem mest beint lýð- ræði í sveitarstjórnarmálum. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð í Kópavogi vill byggja upp þróttmikið samfélag á grunni jafn- aðar og velferðar í sátt við um- hverfi sitt. Í þessu starfi verði lögð rík áhersla á að efla þátttökulýð- ræði með því að virkja bæjarbúa til ábyrgrar hluttöku í stefnumörkun um málefni bæjarins. Í stefnuskrá VG í Kópavogi er minnt á að um- hverfismál hljóti að samtvinnast ýmsum öðrum málaflokkum og því sé mikilvægt að það sé ávallt haft í huga þegar ákvarðanir eru teknar sem með beinum eða óbeinum hætti hafa áhrif á umhverfið. Þeg- ar slíkar ákvarðanir eru í undir- búningi teljum við vinstri-grænir rétt og skylt að íbúum verði gefinn kostur á að hafa áhrif með beinni þátttöku. Við viljum á nýjan leik sjá Kópavog sem þá brjóstvörn fé- lagshyggju sem hann var þekktur fyrir. Við viljum sjá að þátttöku- lýðræði verði gert raunverulegt meðal bæjarbúa, en verði ekki lítt- skiljanlegt og merkingarlaust hug- tak. Þegar þetta er skrifað eru þær fregnir að berast frá Frakklandi að Le Pen hafi unnið stórsigur í fyrri um- ferð forsetakosning- anna og fréttamenn keppast við að lýsa niðurstöðunni sem reiðarslagi fyrir lýð- ræðið. Nú er ekki ætl- unin að fjalla í þessu greinarkorni um frönsk stjórnmál, nema til þess að minna á að svipaðar hneigðir og birtast í kynþáttahyggju Le Pens má sjá víða hér á eyju elds og ísa. Hins vegar er ástæða til að undirstrika að sjálf úrslit þessarar fyrri umferðar kosninganna í Frakklandi eru ekki reiðarslag; af- leiðingar þeirra gætu þó orðið það. Þegar kemur að kynþáttahyggju, kynferðishyggju og almennu um- burðarleysi í garð annars fólks er enginn eyland. Virðing fyrir öllu fólki án tillits til pólitískra skoð- ana, trúarbragða, kynþáttar, efna- legrar stöðu eða kynhneigðar ætti að vera grunnforsenda samfélags- legra viðhorfa; hvort sem er í starfsmannastefnu bæjarfélaga eða fyrirtækja, hvort sem er í Kópa- vogi eða París. Vinstri-grænir í Kópavogi vilja aukið þátttökulýðræði Þorleifur Friðriksson Höfundur er sagnfræðingur og í stjórn Félags vinstri-grænna í Kópavogi. Kópavogur Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Kópa- vogi, segir Þorleifur Friðriksson, vill byggja upp þróttmikið sam- félag á grunni jafnaðar og velferðar í sátt við umhverfi sitt. Begga fína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.