Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BÓKIN – NÆRING ANDANS ELDHÚSDAGUR Á ALÞINGI Á undanförnum vikum hefur gættvaxandi bjartsýni meðal stjórn-arandstæðinga um að hallaði undan fæti hjá ríkisstjórninni vegna ýmissa vandamála, sem upp hafa komið á þessum vetri og skoðanamunar á milli stjórnarflokkanna um afstöðuna til ESB. Eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi í gærkvöldi báru þess hins vegar engin merki að svo væri. Þvert á móti má segja, að bæði Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra, og Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi flutt mjög sterkar ræður, sem bentu síður en svo til þess, að samstarf stjórnarflokkanna hefði veikzt á einn eða annan veg. Fjármálaráðherra boðaði aukinn kraft í efnahagslífi þjóðarinnar á næsta ári og fullyrti að kaupmáttur mundi aukast á þessu ári áttunda árið í röð. Sú áherzla, sem hann lagði á meiri jöfnuð í lífskjörum hér en annars staðar og mik- ilvægi þess mun ylja mörgum stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins um hjartarætur, sem haft hafa áhyggjur af vaxandi efnamun í okkar litla samfélagi. Viðskiptaráðherra setti þróun efna- hags- og viðskiptalífs í skýrara sam- hengi en hún hefur nokkru sinni gert áður. Þótt talsmenn stjórnarflokkanna hafi sýnt athyglisverðan styrk í þessum um- ræðum í ljósi umróts síðustu mánaða fór ekki á milli mála, að talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu ýmis- legt að segja. Stóraukin áherzla Sam- fylkingarinnar á íbúalýðræði, sem m.a. kom fram í upphafsræðu Bryndísar Hlöðversdóttur, formanns þingflokks Samfylkingarinnar, á áreiðanlega eftir að styrkja flokk hennar mjög. Morgun- blaðið hefur fjallað mikið um þetta mál undanfarin fimm ár og hvatt stjórn- málaflokkana til þess að taka það upp. Blaðið fagnar því, að þetta mál er að komast á dagskrá í stjórnmálaumræð- um hér. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, á langa þingsögu að baki. Í því ljósi er umhugsunarverð sú skoðun hans, að framkvæmdavaldið seilist í auknum mæli inn á valdsvið lög- gjafarvaldsins. Þar er einnig um að ræða málefni, sem Morgunblaðið hefur fjallað töluvert um á undanförnum ára- tugum og ekki sízt á sl. einum og hálfum áratug. Blaðið hefur verið þeirrar skoð- unar, að í forsetatíð Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, Ólafs G. Einarssonar og Halldórs Blöndals á Alþingi hafi þró- unin verið á hinn veginn, þ.e. að löggjaf- arvaldið hafi náð til sín auknum áhrifum frá framkvæmdavaldinu a.m.k. miðað við það, sem tíðkaðist á Viðreisnarár- unum. En auðvitað er þetta matsatriði en jafnframt málefni, sem stöðugt þarf að vera til umræðu. Athyglisverð var sú skoðun Þuríðar Backman, þingmanns Vinstri grænna, að sú þróun á flestum sviðum atvinnu- lífsins að smærri einingar renni saman í stærri vegna meintrar hagkvæmni gengi gegn nýjustu straumum samtím- ans. Þetta sjónarmið er umræðuvert og ekki fráleitt að það eigi einhvern rétt á sér. Er t.d. hugsanlegt að hraðskreiðir litlir fiskibátar með fámennri áhöfn séu að verða hagkvæmara veiðitæki en risa- stórir frystitogarar, sem kosta óhemju fé? Er hugsanlegt að auknar kröfur neytenda um lífræna fæðu muni draga úr þeirri þróun að landbúnaðurinn renni saman í færri og stærri einingar? En í stórum dráttum verður ekki sagt, að eldhúsdagsumræðurnar hafi gefið til kynna, að einhver þáttaskil séu framundan í íslenzkum stjórnmálum eins og sumir hafa talið hugsanlegt. Við erum það sem við borðum, segjanæringarfræðingar, og vel getur það verið rétt hvað varðar ytra hylkið. En þegar kemur að innra hylkinu hygg ég að við séum það sem við lesum. Hvernig í ósköpunum væri líf okkar og heimsmynd ef við hefðum aldrei lesið neitt?“ Þannig hljóðar upphaf ávarps dags bókarinnar 2002, sem Guðrún Helgadóttir rithöfundur samdi að beiðni Bókasambands Íslands og birt var hér í blaðinu sl. þriðjudag, á degi bókarinnar. Hann var nú haldinn í sjöunda sinn víða um heim og hér á landi er einkar skemmtileg tilviljun að daginn skuli bera upp á afmælisdag Halldórs Laxness, að þessu sinni þann hundraðasta. Undan- farin ár hefur heil vika verið helguð bók- inni hér á landi og að þessu sinni er yf- irskrift bókavikunnar Börn og bækur. Með tilliti til þess að bókavikan er nú tileinkuð börnunum er samlíking Guð- rúnar Helgadóttur vel til fundin. Flestir foreldrar leggja áherzlu á að börnin þeirra fái hollan og fjölbreyttan mat. Við viljum að þau fái þau næringarefni, sem nauðsynleg eru fyrir kroppinn til að tryggja líkamlega hreysti og góða heilsu. Við gerum ekki ráð fyrir að þau kunni strax að næra sig sjálf, heldur hjálpum við þeim þangað til þau eru fullfær um það upp á eigin spýtur. Við viljum gjarn- an reyna að vinna á móti einhæfu fæði og fjöldaframleiddum skyndibitum en leit- ast við að gefa börnunum okkar mat, sem hefur verið nostrað við og svolítil sál lögð í eldamennskuna. Við reynum að kynna þeim matargerð ólíkra heimshorna og þótt við ætlumst ekki til að þau yngstu borði allt það, sem fullorðna fólkið borð- ar, leyfum við þeim að smakka á fram- andlegri fæðu, sem smátt og smátt verð- ur þeim aðgengilegri. Sama á við um bækurnar, sem gegna því hlutverki að næra okkar innri mann. Við göngum kannski ekki eins langt og hann Guðmundur á Mýrum í kvæði Þór- arins Eldjárns í bókinni Óðflugu, sem mörg börn þekkja. Hann borðaði bara bækur – „það byrjaði upp á grín, en varð svo kækur“. En við reynum að vanda val- ið á bókum handa börnunum okkar, við lesum fyrir þau til að kynna þeim heim bókanna, þangað til þau eru sjálf orðin læs og geta farið að gleypa í sig bækur. Við leitumst við að efla þroska þeirra með því að halda að þeim bókum, sem krefjast þess að þau leggi sig dálítið fram og útvíkki skilning sinn á heiminum. Við gerum börnunum okkar stóran greiða með því að lesa fyrir þau og halda að þeim bókum. Bækurnar opna þeim veröld ævintýra, þekkingar og skilnings, sem enginn miðill annar getur keppt við, ekki einu sinni tölvur og sjónvarp. Við stuðlum sömuleiðis að því að þau kynnist eigin menningu og tungu, en bókin er undirstaða hvors tveggja. Kannski ættum við að velta því fyrir okkur í dag hvort bók væri ekki tilvalin sumargjöf handa litlu barni. Í stað þess að fjölskyldan fái sér skyndibita í tilefni sumarkomu gætum við jafnvel tekið und- ir með Guðmundi á Mýrum og sagt: „Þó er best að borða ljóð, en bara reyndar þau sem eru góð.“ SIGURGEIR Þorgeirsson,framkvæmdastjóriBændasamtaka Íslands,segir að mistök hafi verið gerð þegar embættismenn ríkisins, sem sitja í framkvæmdanefnd um búvörusamninga, fengu greidd laun fyrir setu í nefndinni og hann segist bera ábyrgð á þeim. Greiðslurnar voru bakfærðar eftir að mistökin uppgötvuðust. Málið fór engu að síður inn á borð Ríkisendurskoðun- ar að beiðni Guðmundar B. Helga- sonar, ráðuneytisstjóra landbúnað- arráðuneytisins. Í framkvæmdanefnd um búvöru- samninga sitja bæði embættismenn í landbúnaðarráðuneyti og fjár- málaráðuneyti og fulltrúar Bænda- samtakanna. Samkvæmt ákvörðun kjaranefndar fá embættismenn sem heyra undir nefndina ekki greiðslur fyrir nefndarstörf, en þóknun er greidd til annarra nefndarmanna. Ríkisendurskoðun telur í áliti til landbúnaðarráðherra 21. mars sl. að Guðmund Sigþórsson, skrifstofu- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu og formann framkvæmdanefndar bú- vörusamnings, og Bændasamtökin hafi skort umboð til að ákveða þókn- un fyrir störf nefndarmanna í fram- kvæmdanefndinni. Telur stofnunin að ákvörðun um nefndarþóknun fyr- ir seinasta ár hafi verið ámælisverð. ,,Því kom aldrei annað til greina en að afturkalla hana og var svo gert í framhaldi af ábendingum ráðuneyt- isstjóra landbúnaðarráðuneytisins um heimildaskort þessara aðila í þessu efni,“ segir í bréfi Ríkisend- urskoðunar. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri landbúnaðarráðuneyt- isins, gerir alvarlegar athugasemdir við starfshætti Guðmundar Sigþórs- sonar í málinu í minnisblaði til Rík- isendurskoðunar. Guðmundur Sig- þórsson vísar því hins vegar með öllu á bug að óeðlilega hafi verið að málum staðið og bendir á í bréfi til Ríkisendurskoðunar að fram- kvæmdanefndinni hafi ekki verið gefið tækifæri til að skýra málið af sinni hálfu og tjá sig um efni þess áður en Ríkisendurskoðun tók sam- an álit sitt. Guðmundur Sigþórsson segir í bréfi vegna álits Ríkisendurskoðun- ar 26. mars sl. að vangaveltur varð- andi samkomulag sem gert var 28. desember um framkvæmd búvöru- samninga, byggist á misskilningi. Hann segir einnig að ekki hafi kom- ið til álita við gerð samkomulagsins að Framkvæmdanefndin tæki að sér að fjalla um þóknun fyrir störf í nefndinni. ,,Hvorki formaður fram- kvæmdanefndar né Bændasamtök- in ákváðu þóknun ríkisfulltrúanna fyrir störf í Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga eins og vikið er að í bréfi Ríkisendurskoðunar, heldur er það ákvörðun ráðuneytisins og því eru fullyrðingar þar að lútandi tilefnislausar,“ segir Guðmundur í bréfinu. Ekki um töku á peningum að ræða, segir ráðherra ,,Öll svona mál eru mjög flókin og maður þarf að taka sér þann tíma sem þarf til þess að fara yfir rétt einstaklinganna. Það vil ég gera því samkvæmt stjórnsýslulögum á að gefa embættismönnum tækifæri til þess að koma sínum sjónarmið- um og andmælum á framfæri,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Hann kveðst hafa rætt málið við Guðmund Sigþórsson sem haldi því fram að hans sjónarmið hafi ekki komist til skila til Ríkisendurskoð- anda. Guðni bendir einnig á að framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna fullyrði að um hans mistök hafi verið að ræða. ,,Það liggur ennfremur fyrir að allir þeir menn sem fengu þessar greiðslur og ekki áttu rétt á þeim, þar sem þeir eru undir kjaranefnd, bakfærðu þær strax af sínum reikn- ingum. Hér er því ekki um neina töku á peningum að ræða. Ég hef því ritað ríkisendurskoðanda bréf þar sem ég fer fram á að hann taki andmæli skrifstofustjórans við áliti Ríkisendurskoðunar til athugunar í samræmi við góða stjórnsýslu- hætti,“ sagði Guðni. Landbúnaðarráðherra segir það liggja í augum uppi að orðið hafi trúnaðarbrestur í ráðuneytinu á milli æðstu embættismannanna. ,,Ég hef um hríð unnið að endur- skipulagningu ráðuneytisins og nú liggur það fyrir að Guðmundur Sig- þórsson mun hverfa til annarra starfa sem fulltrúi landbúnaðar- ráðuneytisins í Brussel í sumar,“ sagði Guðni. ,,Það er trúnaðarbrestur á milli æðstu embættismanna. Það er ófært í litlu ráðuneyti og Guðmund- ur hverfur sáttur til annarra starfa og það í Brussel,“ sagði ráðherrann. Áritaði samþykki sitt á sérstakt yfirlit Atvik málsins eru rakin til sam- komulags sem undirrit- að var 28. desember milli landbúnaðarráðuneytis- ins og Bændasamtak- anna um vinnu við fram- kvæmd á búvörusamn- ingi. Skv. 2. grein samkomulagsins fá Bændasamtökin sérstaka greiðslu fyrir vinnu vegna ársins 2001 skv. sérstöku samkomu- lagi við formann nefndarinnar. Í greinargerð Ríkisendurskoðunar segir að í lok fundar í framkvæmda- nefndinni 12. febrúar, hafi formaður nefndarinnar áritað samþy sérstakt yfirlit um þóknun armanna vegna starfa þeir kvæmdanefnd búvörusam árinu 2001. Á yfirlitinu kemur fram f inga sem þóknun er byggð hæð þóknunar hvers manns. Skv. yfirlitin Aðalsteini Jónssyni 355.884 kr. (300 eining Teitssyni 427.061 kr. (360 e Guðmundi Sigþórssyni 74 (630 einingar), Sveinbirni syni 498.238 kr. (420 eining halli Arasyni 498.238 kr. ingar) og Þórólfi Sveinssyn kr. (300 einingar). Í bréfi R urskoðunar segir að s bændasamtakanna hafi gre unina til nefndarmanna da fundinn eða 13. febrúar. menn hafi svo endurgreitt febrúar s.l. að ósk fram stjóra bændasamtakanna þær um leið bakfærðar. Ráðuneytisstjóri mót samkomulaginu Í minnisblaði sem Guðm Helgason ráðuneytisstjó Ríkisendurskoðun vegna segir hann að Guðmundur son hafi sem starfsmaður r isins ekki haft heimild yfi ráðuneytisins fyrir gerð s lagsins sem gert var 28. d þegar það var undirrita komulagið hafi ekki verið b ir landbúnaðarráðherra fy miðjan janúar. ,,Ráðherra spurði starfs hvort samkomulagið hef borið undir ráðuneytisstjór var ekki. Starfsmaðurinn k skrifstofu ráðuneytisstjóra eintak af samkomulaginu, s hafði með sér er hann fór útum síðar, þá upplýstu ráðuneytisstjóri landbúna Ráðherra segir t á milli æðstu em Guðni Ágústsson landbúnaðarráðh milli æðstu embættismanna í landbún Sigþórsson skrifstofustjóri fer til st Guðmundar segir hann ekki hafa n athugun Ríkisendurskoðunar á nefndarmanna í framkvæmdane Samkvæmt samkomulagi landbúnaðarráðuneytis og Bændasa búvörusamning samtökunum ýmis verkefni s.s Ríkisendurskoðun gagnrýnir nefnd Framkvæmdanefnd um búvörusa Ráðuneytis- stjóri vill láta kanna aðrar greiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.