Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vilt þú ekki bara skreppa í Bláa lónið, Dóri minn, á með- an við Davíð ræðum landsins gagn og nauðsynjar? Um samkynhneigð – trú og siðfræði Einn þáttur í litrófi lífsins SAMTÖK foreldra ogaðstandenda sam-kynhneigðra gang- ast fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni „Um samkynhneigð – trú og siðfræði“ 27. apríl næst- komandi. Harpa Njáls er í forsvari fyrir samtökin. Segðu okkur aðeins frá umræddum Samtökum foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, hvenær voru þau stofnuð, hversu fjölmenn eru þau o.s.frv. „Hópur foreldra og að- standenda hefur starfað á vettvangi Samtakanna ’78 frá árinu 1987 með nokkrum hléum. Árið 2000 fékk starfið fastara skipulag og er unnið markvisst frá þeim tíma. Í vetur var fundað tvisvar í mán- uði 2. og 4. hvern miðvikudag klukkan 20.30 í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, Laugavegi 3.“ Á hvaða vettvangi starfa þessi samtök og hvert er hlutverk þeirra? „Samtök foreldra og aðstand- enda starfa á vettvangi Samtak- anna ’78. Við leggjum áherslu á samvinnu því við vinnum öll að sama hagsmunamáli. Hlutverk okkar og markmið er tvíþætt: Að styðja foreldra og aðstandendur samkynhneigðra og einnig sam- kynhneigð börn okkar og ástvini. Einnig vinnum við að fræðslu með opnum fundum. Markmiðið er að efla umræðu og þekkingu á samkynhneigð sem er fjölskyldu- mál. Þetta er tíundi fræðslufund- urinn sem við höldum.“ Hvernig standa samkyn- hneigðir í dag gagnvart þjóð- félaginu? „Staða samkynhneigðra hefur batnað mikið á síðustu árum. Lagaleg staða þeirra hefur eflst og með aukinni fræðslu og um- ræðu hefur skilningur aukist. Þar hafa Samtökin ’78 unnið öt- ullega. Þó er ljóst að vinna þarf stöðugt að aukinni þekkingu til að eyða fordómum. E.t.v. er þögnin hættulegasta vopnið sem beitt er gegn fólki.“ Þið eruð með fræðslufund. Hvar og hvenær? „Fræðslufundurinn hefur yfir- skriftina: Um samkynhneigð – trú og siðfræði. Hann verður í safnaðarheimili Grensárkirkju laugardaginn 27. apríl og hefst klukkan 15. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málefn- inu.“ Hverjar verða helstu áhersl- urnar á fundinum? „Flutt verða fjögur erindi: Sigrún Sveinbjörnsdóttir sál- fræðingur flytur erindi, „Er barnið þitt samkynhneigt eða hefur þú grun um að svo sé?“ Hún verður bæði á fræðilegum nótum og almennum og veltir því upp af hverju það skipti ung- linginn máli að eiga vísann skilning og stuðning foreldra sinna og ástvina. Einnig hitt hvers vegna foreldrar þurfa e.t.v. að fara áður ótroðnar slóðir og leita leiða til að eyða eigin for- dómum og hins vegar til að efla persónulegan styrk bæði tilfinn- ingalega og siðferðilega. Helga Sigurðardóttir foreldri flytur hugleiðingu sem hún nefn- ir: „Hefur afstaða mín sem for- eldri til trúar og kirkju breyst?“ Hún kemur m.a. inná hve þögn kirkjunnar á þessu sviði hefur snert marga trúaða foreldra. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir talar um „Samkynhneigð og kristin siðfræði“. Hún mun í erindi sínu fjalla um hvaða viðhorf megi finna í kristinni siðfræði samtím- ans varðandi samkynhneigð og erindi sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur nefnist „Afstaða trúaðra til samkynhneigðar og samkynhneigðra“. Þá munu Bergþór Pálsson og Douglas A. Brotchie flytja okkur tónlist. Eftir erindin verða um- ræðuhópar og getur fólk rætt málefnin frekar. Að lokum verða niðurstöður hópanna kynntar.“ Hvað sjáið þið að helst breyt- ist og/eða gerist í málefnum samkynhneigðra í nánustu fram- tíð? „Við teljum mikilvægt að sam- félagið átti sig á því hvað sam- kynhneigð snertir marga. Sl. haust héldum við opinn fræðslu- fund m.a. um mikilvægi sýnileik- ans. Sá fundur var mjög vel sótt- ur. Þar kom fram að raunsætt er að áætla að samkynhneigðir séu 5% þjóðarinnar. Ef við gerum ráð fyrir að 15% samkyn- hneigðra eigi eitt barn, tvo for- eldra, eitt systkin og einn afa eða ömmu erum við að tala um 25% þjóðarinnar sem samkyn- hneigð snertir mjög náið. For- eldrar og aðstandendur eru sterkur hlekkur milli samkyn- hneigðra og samfélagsins, því er mikilvægt að við vinnum að þessum málum. Vestræn sam- félög eru um margt mótuð af kristnum gildum og í ljósi þess teljum við tímabært og þarft að fjalla um samkynhneigð – trú og siðfræði. Við erum þátttakendur í að end- urmeta og móta viðhorf og gild- ismat samfélagsins á nýrri öld og höfum mikilvægan málstað að vinna fyrir. Við erum sannfærð um að í náinni framtíð muni samfélagið allt viðurkenna sam- kynhneigð sem einn þátt í litrófi lífsins. Það er okkar framtíðar- sýn.“ Harpa Njáls  Harpa Njáls er fædd á Suður- eyri 1946. BA próf í félagsfræði frá HÍ 1998 og MA próf í febrúar sl. Ein af stofnendur Búseta hsf á höfuðborgarsv. og sat í stjórn og varastjórn í áratug. Hóf störf hjá fyrirtækinu 1988 og var frkv.stjóri félags- og rekstr- arsviðs til 1992 er hún fór í nám. Í tilraunaverkefni á vegum kirkj- unnar 1998–99 og fastráðinn starfsmaður Borgarfræðaseturs HÍ og Reykjavíkurborgar frá síð- ustu áramótum. Harpa á tvö börn, Körlu Dögg og Sigurdísi og þrjá dóttursyni. Samkyn- hneigð snertir 25% þjóð- arinnar náið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.