Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur frestað því aftur að birta tillögur sínar um breytingar á sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu sambandsins vegna and- stöðu franskra og spænskra stjórn- valda, að því er fram kom á fréttavefnum fis.com í gær. Upphaflega hugðist fram- kvæmdastjórnin birta tillögurnar í vikunni sem leið en því var frestað. Þegar þær áttu að koma út í gær var tilkynnt að því hefði verið frestað aftur þar til eftir síðari umferð for- setakosninganna í Frakklandi 5. maí. Norska dagblaðið Dagens Nær- ingsliv sagði að framkvæmdastjórn- in hefði orðið fyrir miklum þrýstingi vegna málsins frá Jacques Chirac Frakklandsforseta og José Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar. Aznar hefði hringt í Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnarinnar, um helgina og krafist þess að útgáf- unni yrði frestað. Fréttavefurinn eu- observer.com sagði að talsmaður Prodis hefði staðfest að þeir hefðu rætt málið. Fiskiskipum fækki um 40% Tillögur framkvæmdastjórnarinn- ar eru mjög umdeildar í Frakklandi og á Spáni. Framkvæmdastjórnin vill að fiskiskipum verði fækkað um 40% og það gæti orðið til þess að 30.000 sjómenn misstu vinnuna. Ennfremur er ráðgert að lækka styrki til sjávarútvegsins, sem námu tæpum þremur milljörðum evra, andvirði 260 milljarða króna, á ár- unum 1994–99, en þar af komu tveir þriðju fjárhæðarinnar frá Evrópu- sambandinu. Spánverjar fengu helming styrkjanna, að sögn fis.com. Útgáfu sjávarútvegs- tillagna ESB frestað ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lýsti því í gær yfir að hann hefði engin tengsl haft við vinstri sinnaða skæruliða í Kólombíu (FARC). Yf- irlýsingin kom nokkrum klukku- stundum áður en þingnefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hóf yfirheyrslur vegna meintra tengsla IRA og FARC. Þrír Írar voru handteknir í Kól- ombíu í ágúst sl. og voru þeir sakaðir um að hafa um nokkurt skeið þjálfað Kólombíumennina í skæruhernaði. Grunur lék strax á að Írarnir væru liðsmenn IRA en herinn hafnaði þeim fullyrðingum í gær og sagðist enga menn hafa sent til Kólombíu í því skyni að eiga samstarf við þar- lenda skæruliða. „IRA hefur ekki hlutast til um kólombísk innanríkis- mál að neinu leyti og hefur engin áform um að gera slíkt,“ sagði í yf- irlýsingu IRA. IRA sagður tengjast alþjóð- legum hryðjuverkahópum Áður hafði Bandaríkjaþing gert opinbera skýrslu þar sem staðhæft er að IRA tengdist starfsemi alþjóð- legra hryðjuverkahópa, sem aðsetur hefðu í Kólombíu. Sagði í skýrslunni að vegna umsvifa IRA í Kólombíu hefði lífum bandarískra ríkisborgara verið stefnt í voða og sömuleiðis lýð- ræði í bæði Bandaríkjunum og Kól- ombíu. Í skýrslunni kom ennfremur fram, skv. fréttasíðu BBC, að stjórnvöld í Kólombíu teldu að ekki aðeins hefðu erindrekar IRA þjálfað liðsmenn FARC heldur hefðu þeir átt sam- starf við íranska og kúbanska hryðjuverkahópa í því tilliti, og að öllum líkindum einnig Aðskilnaðar- samtök Baska (ETA). Farið hafði verið fram á að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA, bæri vitni fyrir þing- nefndinni bandarísku en hann hafn- aði beiðni Bandaríkjaþings fyrr í vikunni. Sagðist hann ekki telja að Sinn Féin tengdist málinu að neinu leyti. Sagði hann að verið væri að nota málefni Íranna þriggja, sem hand- teknir hefðu verið í Kólombíu, til að valda friðarferlinu á Norður-Írlandi skaða. „Öryggishagsmunum Bandaríkj- anna í Kólombíu stafar engin ógn af írskum lýðveldissinnum,“ sagði Adams. IRA sver af sér tengsl við skæruliða Belfast. AFP. KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Danmörku neitaði því í gær að það hefði hafnað umsókn danska ásatrúarfélagsins Forn Sidr um að það yrði skráð sem trúfélag. Ráðu- neytið sagði að ráðgjafarnefnd um starfsemi trúfélaga í landinu hefði lagt til að ásatrúarfélagið yrði ekki viðurkennt sem trúfélag en ráðuneytið hefði ekki enn tekið ákvörðun í málinu, að því er fram kom á fréttavef danska dagblaðs- ins Berlingske Tidende. Ásatrúarfélög eru viðurkennd sem trúfélög á Íslandi og í Noregi, en fimm manna ráðgjafarnefnd kirkjumálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að ásatrú ætti ekki að fá sömu stöðu í Dan- mörku. Ráðuneytið sagði þó í gær að ákvörðun yrði ekki tekin í mál- inu fyrr en Forn Sidr fengi tæki- færi til að svara greinargerð nefndarinnar. Félagar í Forn Sidr í Danmörku eru 170. Enn von fyrir ása- trúna í Danmörku ÁSTRÖLSK kona, Maggie Park, strýkur gæludýrinu sínu, Lucy, 200 kg gyltu, á heimili sínu í Gisborne, 50 km norðan við Melbourne. Park og eiginmaður hennar eru með þrjú gælusvín á heimili sínu og ástralsk- ur dómstóll hefur úrskurðað að þau þurfi ekki sérstakt leyfi til þess eft- ir að nágrannar þeirra kvörtuðu yf- ir hávaða og fnyk frá dýrunum. Reuters Mega halda gæludýrunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.