Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KA fyrst til að sigra á Ásvöllum í vetur / B2 Jón Arnór og Alda Leif leikmenn ársins í körfuknattleik / B1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Langvarandi hjálp án skil- yrða“ frá SOS- barnaþorpinu. Blaðinu verður dreift um allt land. 16 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Sund & sum- arfrí“ frá Speedo. Blaðinu verður dreift um allt land.  Seldum Bretum þorsk ... / C1  Nauðsynlegt að móta ... / C2  Konur og kvótinn / C6  Upplýsingatæknin er lykilatriði / C8  Afköstin yfir 100 tonn af laxi / C12  Verðbólgumarkmið nást ... / C16 Blaðinu í dag fylgir 12 síðna blaðauki um skógrækt. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Opinn skógur Hve bjart er veður, og blómið glatt er morgundöggin seður. Ó græna lífsins land! Ó lífsins Grænaland, ó lands míns gróður, leyf mér að elska þig og vera góður. Hve margt sem gleður. Í gljúpri lækjarseyru smáfugl veður. Ó dýra lífsins land! Ó lífsins Dýraland, ó land míns bróður, hvers lítils fugls, og draumur vorrar móður. Vorvísa Halldór Laxness TVEIR starfsmenn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa, sem eru sérfræðingar í umhverfismálum, komu til landsins í gærmorgun til viðræðna við fulltrúa Fjárfestingarstofu, Landsvirkjunar, við- ræðunefndar stjórnvalda og sveitarfélaga á Aust- urlandi vegna áhuga Alcoa á að reisa álver á Reyð- arfirði. Að sögn Finns Ingólfssonar, formanns viðræðunefndar stjórnvalda í stóriðjumálum, verður rætt við fulltrúa fleiri álfyrirtækja á næst- unni en þær viðræður fara fram með öðrum hætti en við Alcoa. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var undirrituð aðgerðaáætlun í síðustu heimsókn Al- coa til landsins þar sem fyrirtækið heitir því að hafa lokið hagkvæmniathugun sinni fyrir 24. maí næstkomandi Að loknum fundahöldum í Reykjavík í gær, þar sem einkum var fjallað um umhverfismál og mats- skýrslur Skipulagsstofnunar um virkjun og álver kynntar, héldu starfsmenn Alcoa austur á land í gærkvöldi. Í dag munu þeir eiga fund með for- ráðamönnum sveitarfélaga á Austurlandi, kynna sér virkjanastæði Kárahnjúkavirkjunar, ef veður leyfir, og skoða álverslóðina við Reyðarfjörð. Þeir munu svo fara af landi brott á morgun, að loknum frekari fundahöldum í Reykjavík. Finnur Ingólfsson var meðal þeirra sem hittu fulltrúa Alcoa í gær. Hann sagði þessa heimsókn þeirra fyrst og fremst vera til að kanna aðstæður nánar og komast á vettvang virkjunar og álvers fyrir austan. „Við höfum komið okkur saman um vinnuáætl- un sem er ekki skuldbindandi. Hér á næstunni munu margir fulltrúar Alcoa koma til landsins til að kynna sér verkefnið og ganga úr skugga um með hvaða hætti þetta samstarf gæti hugsanlega orðið,“ sagði Finnur. Aðspurður hvort rætt yrði við fleiri álfyrirtæki sagði Finnur að fleiri fjárfestar og álfyrirtæki hefðu sýnt áhuga á verkefninu fyrir austan. Rætt yrði við þá á næstu vikum en það yrði ekki með sama hætti og þær viðræður sem ættu sér nú stað við talsmenn Alcoa. Finnur vildi á þessu stigi ekki upplýsa um hvaða fyrirtæki væri að ræða. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarða- byggðar og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, mun hitta starfsmenn Alcoa í dag og sýna þeim aðstæður á svæðinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að Austfirðingar tækju að sjálfsögðu virkan þátt í því að kynna þá mögu- leika sem Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðar- firði væru, fyrir þeim aðilum sem sýndu verkefn- inu áhuga. Smári hitti einnig þá háttsettu stjórnendur Alcoa, sem voru hér á landi í síðustu viku. Alcoa átti frumkvæðið Fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag að Al- coa hafði frumkvæði að því að setja sig í samband við Fjárfestingarstofuna, eftir að þau tíðindi bár- ust að Norsk Hydro gæti ekki staðið við tímaáætl- anir í Noral-verkefninu. Fjárfestingarstofan starfar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins, Landsvirkjunar og Útflutningsráðs Íslands og forveri hennar er markaðsskrifstofa iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar. Rætt verður við fleiri álfyrirtæki á næstunni ÞESSAR fínu ballerínur virðast ekki vera með neinn sviðsskrekk þar sem þær bíða þess að stíga á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu til að sýna foreldrum sínum hvað þær lærðu í vetur. Á annað hundrað nemendur í Ballettskóla Guð- bjargar Björgvins sýndu listir sín- ar á skólasýningu í Borgarleikhús- inu á þriðjudagskvöld fyrir fullum sal. Þessar ungu stúlkur eru á aldr- inum 4–6 ára og hver veit nema þarna fari ballerínur framtíð- arinnar. Aðeins einn herra kom fram á sýningunni að þessu sinni og var það fimm ára ballettdans- ari. Morgunblaðið/Kristinn Ballerínur framtíðarinnar VERÐ á hlutabréfum í de- CODE Genetics, móðurfyrir- tæki Íslenskrar erfðagreining- ar, lækkaði um 10% á Nasdaq-markaðnum í New York í gær. Við opnun markaða í gær var gengi bréfanna 6 doll- arar á hlut en lokagengi þeirra í gær var 5,4 dollarar á hlut. Í viðskiptum gærdagsins fór gengið lægst niður í 4,94 dollara á hlut og hefur aldrei farið jafn- lágt frá því að félagið var skráð á markað. Á undanförnum tólf mánuðum hefur lokagengi bréfa deCODE lægst farið í 5,28 doll- ara á hlut. Hæst hefur gengið farið í 15,15 dollara á hlut. DeCODE lækkaði um 10% VALGERÐUR Sverrisdóttur, iðnað- arráðherra, sagði við eldhúsdagsum- ræður á Alþingi í gærkvöldi að sá áhugi sem stærsta álfyrirtæki á Vest- urlöndum, Alcoa, sýndi byggingu ál- vers á Austurlandi væri uppörvandi. „Allt bendir til þess að af verkinu verði, sem er mikilvægt bæði fyrir þjóðarbúið sem heild og alveg sér- staklega mikilvægt fyrir Austurland.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að sú háskalega staðreynd yfirgnæfði allt annað að framkvæmdavaldið væri í þann veginn að hramsa til sín öll völd í landinu. „Alþingi er orðin undirgefin afgreiðslustofnun framkvæmdavalds- ins þar sem þingmenn stjórnarflokk- anna beygja sig í duftið fyrir hinum stjórnlyndu valdamönnum í einu og öllu,“ sagði Sverrir. Þuríður Backman, þingmaður VG, sagði að hagkvæmni stærðarinnar virtist vera lausnarorðið bæði hjá rík- isstjórnarflokkunum og víðar úti í þjóðfélaginu og nefndi sem dæmi áformin um risaálver á Austurlandi og frumvarp um stjórn fiskveiða sem myndi leiða til enn frekari samþjöpp- unar og fækkunar útgerðarfyrir- tækja í landinu. „Hagkvæmni stærð- arinnar er í því máli sem öðrum leiðarljósið sem bliknar ekki þó að skuggi byggðaröskunar og atvinnu- leysis falli á þessa pólitísku sýn. Hinir sterku verða sterkari og hagsmunum fólksins sem býr í hinum dreifðu sjáv- arbyggðum er fórnað,“ sagði Þuríður. Geir Haarde. fjármálaráðherra, sagði að allt benti til þess að eftir stutt tímabil samdráttar í efnahagslífinu tæki við kröftugur hagvöxtur strax á næsta ári. Í ár væri spáð að kaup- máttur launa mundi aukast áttunda árið í röð. „Slíkur árangur er mjög sjaldgæfur hvert svo sem litið er. En það sem meira er, honum er jafnar skipt hérlendis en annars staðar þekkist,“ sagði Geir. Hann sagði að ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram á braut skattalækkana bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum.Hann kom einnig í ræðu sinni inn á ríkis- ábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar og benti á að ríkið ábyrgðist skuld- bindingar Landsvirkjunar í tengslum við stórvirkjanir og ekki væri óeðli- legt að slíkt kæmi til álita þegar að því kæmi að virkja mannauðinn á Íslandi. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði að við gætum ekki leyft okkur að úti- loka möguleikana sem kynnu að felast í aðild að Evrópusambandinu fyrir- fram. „Okkur ber að skoða með opn- um huga hvað fælist í upptöku til dæmis sameiginlegs gjaldmiðils, en samkvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar er áætlað að við upptöku evru myndi raunvaxtastig lækka um 1,5–2% sem myndi á ársgrundvelli valda lækkun vaxtagreiðslna um 15 milljarða.“ Hún kom einnig inn á íbúalýðræði í ræðu sinni og sagði að Samfylkingin gengi víða til sveitar- stjórnarkosninga undir kjörorðinu íbúalýðræði, en það fælist í kröfunni um aukið samráð við íbúa á sem flest- um sviðum og því að fjölskyldan og þarfir hennar yrðu settar í öndvegi. Iðnaðarráðherra um álver við eldhúsdagsumræður á Alþingi Allt bendir til að af verkinu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.