Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 51 SUMARDAGINN fyrsta verður samkoma í Dómkirkjunni kl. 20.30 þar sem tónlistarfólkið Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving verða ásamt sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni dómkirkjupresti að fagna sumri og minna á gjafir Guðs. Þorvald Halldórsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum svo vin- sæll sem hann hefur verið fyrir söng sinn síðan á sjöunda áratugn- um. Nú seinni árin hefur áherslan hjá honum verið á að lofa Guð í söng og hljóðfæraleik og á hann auðvelt með að hrífa fólk með sér. Margrét Scheving hefur staðið honum við hlið í gegnum árin, sungið og samið tónlist. Hún hefur einnig starfað sem sálgæsluþjónn í Laugarneskirkju seinni árin. Sr. Jakob Ágúst er heimamaður í Dómkirkjunni og hefur lagt áherslu á bjóða upp á margvísleg sam- komuform í fjölmenningarlegri samtíð. Á þessari samkomu er gleðin í fyrirrúmi, gleði vorsins og uppris- unnar tjáð í orðum og tónum. Allir eru velkomnir á þessa sam- komu sem gleðjast vilja yfir undr- um Guðs og syngja honum lof. Kvöldstund í Digraneskirkju Á MORGUN, föstudaginn 26. apríl, kl. 20.30 verður kvöldstund með Þorvaldi Halldórssyni í Digra- neskirkju í Kópavogi. Þar mun Þor- valdur Halldórsson leiða lofgjörð. Hann mun frumflytja nýtt lag og ljóð eftir sjálfan sig. Prestur kvöldsins er sr. Magnús Björn Björnsson, en hann mun hafa hugleiðingu og leiða fyrirbæna- þjónustu. Stundin endar með heil- agri kvöldmáltíð. Þessi kvöld hafa verið vel sótt og fólk notið þessarar tilbreytingar í helgihaldi og til- beiðslu safnaðarins. Næstu kyrrðardagar í Skálholti KYRRÐARDAGAR með helgigöng- um nú um helgina, 26.–28. apríl. Kyrrðardagar hjóna 9.–12. maí. Upplýsingar og skráning í Skál- holtsskóla í síma 486-8870, netfang: skoli@skalholt.is. Ferming í Langholtskirkju sum- ardaginn fyrsta, 25. apríl, kl. 11. Prestur Guðný Hallgrímsdóttir. Fermd verða: Bjarki Erlingsson, Hvannarima 22, R. Gauti Árnason, Skeggjagötu 12, R. Gauti Ásgeirsson, Klukkurima 63, R. Guðjón Gísli Kristinsson, Dofraborgum 42, R. Guðrún Marta Örvar, Hólahjalla 9, K. Helga Línberg Ásgeirsdóttir, Stekkjabergi 6, H. Helga Sigríður Jónsdóttir Hjallavegi 3, N. Helgi Magnússon, Fjallalind 131, R. Íris Ósk Sigurðardóttir, Stakkhömrum 16, R. Sigurður Bragi Stefánsson, Flúðaseli 61, R. Stefán Páll Skarphéðinsson, Bjargartanga 3, M. Morgunblaðið/Jim Smart Sumri heilsað í léttri sveiflu í Dómkirkjunni Langholtskirkja. Foreldramorgunn fellur niður vegna sumardagsins fyrsta. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund í hádegi fellur niður. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag- inn 27. apríl kl. 14. Farið verður á Lax- nesshátíð í Mosfellsbæ. Á undan verður borinn fram léttur málsverður í safnaðar- heimilinu. Þeir sem ætla að neyta mat- arins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511-1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Hjallakirkja. Alfanámskeið kl. 20. Víðistaðakirkja. Blómamessa á sumar- daginn fyrsta kl. 14. Kirkjukórinn og Barna- og unglingakórinn syngja. Kórstjórar Úlrik Ólason og Áslaug Bergsteinsdóttir. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Guðsþjónusta á HSS kl. 10.15. Skátaguðsþjónusta kl. 11 árd. Prestur Sigfús Baldvin Ingvason. Skátar aðstoða og lesa ritningarlestra. Kór Kefla- víkurkirkju leiðir söng. Organisti og söng- stjóri Hákon Leifsson. Meðhjálpari Laufey Kristjánsdóttir. Sjá sumaráætlun í Vefriti Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is. – Fundur um áfallahjálp kl. 20.30. Að njóta foreldrahlutverksins. Fræðslunámskeið fyrir nýbakaða foreldra sem eiga barn á fyrsta ári, kl. 19.30–22 í minni sal Kirkju- lundar. Takmarkaður fjöldi. Hafið sam- band við Herthu W. Jónsdóttur, barnahjúkr- unarfræðing og hjúkrunarkennara, í síma 565-9777, fars. 860-5966. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Skátamessa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Skátar aðstoða í messunni. Safnaðarstarf VÉLAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Gorma I N N B I N D I Vefsíða: www.oba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.