Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Tjaldur, Queen T. og Hjalteyrin koma í dag. Helga R, Cec Copen- hagen og Goðafoss fara í dag. Barði kom í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Siku, Brúarfoss, Prizv- anie, Ýmir, Pólar Siglir og Karelia fóru í gær. Fréttir Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opinn alla miðvikud. kl. 14–17, flóamarkaður, fataút- hlutun og fatamóttaka sími 552 5277 eru opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað í síma Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040 kl. 15–17, mið- vikudaga. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó fellur niður föstudaginn 26.apríl. Leikhópurinn á senunn- inn, undir stjórn Felix Bergssonar flytur leik- og söngskemmtunina. Ég bíð þér dús mín elskulega þjóð. Til að heiðra minningu Hall- dórs Kiljans Laxness. Að Aflagranda 40 kl. 14.30. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag pútt í Bæjarútgerð kl 10–11.30 Glerskurður kl 13. Á morgun föstudag myndlist og brids kl. 13.30. Morgungangan hefst á laugardag 27. apríl, farið frá Hraun- seli kl 10. Félag eldri borgara Kópavogi, bingó spilað í Gullsmára 13, föstudag- inn 26. apríl kl 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og mat- ur í hádegi. Fimmtu- dagur: Brids kl. 13. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyr- ir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Söguslóðir á Snæfells- nesi og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull 3 daga ferð 6.–8. maí gisting á Snjófelli á Arnarstapa, farið verður á Snæfells- jökul, leiðsögn Valgarð Runólfsson. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Baldvin Tryggvason verður til viðtals mið- vikud. 8. maí nk. um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. FEB óskar öllum eldri borg- um gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun opnar Hugi Jóhannesson myndlist- arsýningu kl. 16, m.a. syngur Gerðubergs- kórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar, allir velkomnir. Óskum öllum þátttak- endum og samstarfs- fólki gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Hvassaleiti 56–58. Sunnudaginn 5. maí verður farið í Borg- arleikhúsið að sjá Kryddlegin hjörtu. Sýn- ingin hefst kl. 20. Vin- samlegast látið skrá ykkur á skrifstofunni og í s. 588 9335. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Vorbasarinn verður 4. og 5. maí. Tekið á móti bas- armunum frá 29. apríl til 3. maí. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Upp- skerudagar, handa- vinnusýning í dag frá kl. 15–19. Kvenfélag Slysavarna- félagsins í Reykjavík. Afmælisfundur deild- arinnar, hattafundur, verður haldinn í Höllu- búð föstudaginn 26. apr- íl, kl. 20 Fjölbreytt skemmtiatriði. Veit- ingar, smáréttir. Konur beðnar um að mæta með hatta. Vesturgata 7. Fulltrúar R-listans koma í heim- sókn á morgun kl. 15, ásamt Jónu Ein- arsdóttur sem tekur lagið á harmónikku. Kaffiveitingar. Rúta fer frá Vesturgötu 7 kl. 12.15 á miðvikudögum í Bónus í Holtagörðum. Sjálfsbjörg. Aðalfundur Sjálfsbjargar félags fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu verður hald- inn laugardaginn 27. apríl kl. 14 í félagsheim- ilinu, Hátúni 12. Venju- leg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Sambandið ver ágóðanum af þessu til boðunar- og hjálp- arverkefna í Eþíópíu og Kenýu. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Aðalfundur fé- lagsins. verðu haldinn fimmtudaginn 2. maí í safnaðarsal kl. 20. Svarfdælingar í Reykjavík og nágrenni vorkaffi samtaka Svarf- dælinga verður í safn- aðarheimili Háteigs- kirkju sunnud. 28. apríl kl.15. Kór Svarfdæla sunnan heiða tekur lag- ið. Mætum öll Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Á vegum nefndarinnar verða farnar tvær ferðir á þessu sumri að Kirkju- bæjarklaustri 13.–15. júní, í Skagafjörð 22.– 24. ágúst. Hvíldar- og hressingardvöl á Laug- arvatni 24.–30. júní. Þær konur sem ekki hafa notið orlofs síðast- liðin 2–3 ár ganga fyrir um rými. Innr. í s. 554 0388 Ólöf , s. 554 2199 Birna frá 18. apríl–10. maí. Minningarkort FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552 4440 frá kl. 13–17. Eftir kl. 17 s. 698 4426 Jón, 552 2862 Óskar eða 563 5304 Nína. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562-5715. Í dag er fimmtudagur 25. apríl, 115. dagur ársins 2002. Sumardag- urinn fyrsti. Orð dagsins: Sá sem byrgir eyrun fyrir kveini hins fá- tæka, hann mun sjálfur kalla og eigi fá bænheyrslu. (Orðskv. 21, 13.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 flatt, 4 í vondu skapi, 7 holduga, 8 fim, 9 ill- menni, 11 ósaði, 13 góð- gæti, 14 aðgangsfrekur, 15 í fjósi, 17 áflog, 20 bókstafur, 22 öflug, 23 alkóhólistar, 24 koma í veg fyrir, 25 týni. LÓÐRÉTT: 1 róar, 2 snjókomunni, 3 sárabindi, 4 datt, 5 hljóð- færi, 6 úrkomu, 10 guð, 12 húsdýr, 13 rösk, 15 streyma, 16 daunn, 18 refsa, 19 lagvopn, 20 skortur, 21 nöldur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 geldingur, 8 ofnar, 9 tunga, 10 kút, 11 fiðla, 13 aurar, 15 svaðs, 18 Samar, 21 kát, 22 Engey, 23 akrar, 24 hildingur. Lóðrétt: 2 ennið, 3 dýrka, 4 nátta, 5 unnur, 6 golf, 7 saur, 12 lið, 14 una, 15 slen, 16 angri, 17 skyld, 18 stafn, 19 myrtu, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... ÞEGAR mótorhjól fara að sjást ágötunum á vorin verður Vík- verja alltaf hugsað til sumarsins 1989 þegar hann var kominn með mótor- hjólapróf upp á vasann og ætlaði að kaupa sér hjól. Hann fann ágætis grip fyrir tiltölulega lítinn pening en upp- götvaði að sumarkaupið myndi samt ekki duga fyrir kaupunum. Þetta voru talsverð vonbrigði fyrir Víkverja. Til að lina þjáningarnar ákvað hann að halda seljandanum heitum í nokkrar vikur með því að koma reglulega í heimsókn og fá að fara í „reynsluakst- ur“ þótt ljóst væri frá upphafi að hann gæti aldrei eignast blessað hjólið. Þetta kænskubragð heppnaðist furðuvel og Víkverja tókst með þessu að aka úr sér mótorhjólafiðringinn. Aldrei grunaði seljandann að Víkverji væri bara að gefa sér tíma til að vakna blíðlega upp af mótorhjóladraumn- um. Hafa mótorhjól aldrei vitjað Vík- verja í draumi síðan. Hins vegar finnst honum alltaf gaman að skoða flott hjól sem eru ófá á götum höf- uðborgarsvæðisins. Víkverji minnist þess einnig þegar hann fékk á unglingsárunum lánað 600 cc hjól hjá vini sínum. Gefið var hressilega í og hvergi slegið af fyrr en allt var í óefni komið og ökumaðurinn floginn af hjólinu. Meiðslin urðu lítil sem betur fer, en hjólið skemmdist talsvert. x x x BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldis-ins, Sniglarnir, hafa reglulega staðið fyrir umferðarátökum eftir at- huganir á orsökum mótorhjólaslysa og meðal þess sem hefur uppgötvast er m.a að mörg slys verða þegar öku- menn aka lánshjólum. Farið var í nokkrar herferðir á síðasta áratug þar sem eigendur mótorhjóla voru í einni herferðinni, árið 1997, m.a. hvattir til að lána ekki hjólin sín. Áróðurinn hef- ur skilaði sér í fækkun mótorhjóla- slysa. Sem dæmi fækkaði slysum um 15% eftir fyrstu herferð Sniglanna 1992 og fyrir vikið uppskáru þeir við- urkenningu Umferðarráðs, Umferðar- ljósið. Eru Sniglarnir vel að því komn- ir að mati Víkverja og hann veit að Sniglarnir eru hvergi hættir baráttu sinni fyrir auknu öryggi í umferðinni, baráttu sem varðar alla vegfarendur. x x x VÍKVERJI er klár á því að fyr-irbyggja hefði mátt vitleysis- ganginn í sér og vini sínum þarna um árið ef áróðurinn um lánshjólin hefði verið rekinn nokkrum árum fyrr. Ekki gátu þeir sagt sér þessa hluti sjálfir a.m.k. Nú er komin fram vitneskja um að mótorhjólaslysum er að fækka þrátt fyrir fjölgun akstursdaga. Það er góð þróun svo ekki sé meira sagt. Stærstu hjólin á götunum eru a.m.k. 1500 cc og sum með allt að sex strokka vél og á hátt á annað hundrað hestöfl. Þegar Víkverji var að læra á mótorhjól var ökuleyfið með þeim hætti að 18 ára unglingur mátti strax aka stærstu hjólunum eftir að hafa lokið prófi á 250 cc. Nú mun þetta heyra sögunni til og ökuleyfi á stóru hjólin er háð strangari skilyrðum, enda var hitt tóm vitleysa. Víkverji óskar öllum vegfarendum gæfu og gengis í umferðinni. Fátækt í Reykjavík ÞAÐ eru margir sem hafa lent í gildru fátæktar und- anfarin ár. Góðærisveislan var ekki ætluð fyrir lág- launafólk, öryrkja og aðra þá sem minnst hafa. En þetta fólk hefur samt feng- ið að taka þátt í að borga brúsann. Fátæktina er að finna víða en hún virðist vera hvað mest hér í Reykjavík. Það er hræði- legt fyrir fólk að standa frammi fyrir því um hver mánaðamót að þurfa að ákveða hvaða reikninga skuli borga og hverja þurfi að semja um. Þetta verður fólk að gera svo það eigi eitthvað eftir fyrir mat. Sjálfsbjargarviðleitnin er mjög sterk hjá þessu fólki og fólk leitar sér ekki hjálp- ar, t.d. hjá félagsþjónustu, fyrr en allt er komið í þrot. Sumir eru það stoltir að þeir leita aldrei þangað. Það þarf líka að bíða eftir því að fá tíma og því væri nauðsynlegt að félagsþjón- ustan hefði neyðarvakt fyr- ir fólk sem er á barmi ör- væntingar. Því miður er auðséð að félagsþjónust- unni er þröngt sniðinn stakkur og hún getur ekki hjálpað öllum sem skyldi. Oft er fólki bent á að leita til hjálparstofnana, sumum er bent á að leita til fjár- málaráðgjafa, stundum finnst lausn með slíku en oftast hefur þetta fólk það lág laun að það er spurning hvað það á að spara til að ná endum saman. Það þarf kannski að hætta að kaupa dagblöð, láta loka símanum og hætta að vera með sjón- varp. Þetta eru ekki góðir kostir. Fólk einangrast, bæði menningarlega og fé- lagslega við slíkt. Oft er sjónvarpið eina afþreying þessa fólk og síminn örygg- istæki og eina sambandið við umheiminn. Það þarf að hækka skattleysismörkin upp í 100 þúsund. Það mundi koma sér best fyrir þetta fólk. Við búum í einu ríkasta landi heims þar sem enginn ætti að þurfa að vera fátækur. Sigrún Ármanns Reynisdóttir. Þakkir til VÍS VIÐ viljum þakka Vá- tryggingafélagi Íslands hf. fyrir hve ágætlega félagið hefur staðið við trygginga- samninga og látið endur- byggja glæsilega sólhýsi okkar sem gjöreyðilagðist í fárviðri. Það fer ekki milli mála að hjá VÍS snúast tryggingar um fólk, það höfum við sannreynt. Við viljum einnig þakka Eð- varði F. Benediktssyni, sem sá um framkvæmdina, smiðunum Henning og Sig- urbjarti Þorvaldssonum, Eiríki Þór Magnússyni, málarameistara og Friðjóni Marinóssyni málara. Við sendum hlutaðeigendum bestu sumarkveðjur. AÞ og HH. Kom á óvart JÓHANNES hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hann hafa fengið ávísað lyfi við magasári. Benti læknirinn honum á að athuga verð lyfsins í apótekum því þetta væri dýrt lyf. Sagðist hann hafa gert það og kom það honum á óvart að lyfið reyndist dýrast hjá stóru apóteka- keðjunum en ódýrast í apó- teki í einkaeign. Dýrahald Hvít kisa á flækingi í Bústaðahverfi HVÍT kisa með svarta stóra flekki, rauða ól og merki, hefur undanfarið flækst milli Bústaðavegar, Hólmgarðs og Réttarholts- vegar. Þeir sem kannast við kisu gætu athugað þessa staði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is STUNDUM er sagt að fólk sé fúsara til að kvarta heldur en að þakka það sem vel er gerts. Sé svo skal hér verða breyting á. Við hjónin fórum til Portú- gals nýlega, nánar til- tekið til Albufeira á suð- urströnd landsins og bjuggum á nýju og stór- kostlega fínu hóteli, Paraisó de Albufeira. Það sem þó er ríkast í minni er sú frábæra fyr- irgreiðsla sem farar- stjóri ferðaskrifstof- unnar Terra Nova Sól veitti okkur og öðrum í ferðinni. Fararstjórinn heitir María Júlía og er aldeilis frábær, óþreyt- andi við að leiðbeina fólki og hjálpa á alla lund. Þar sem við vorum snemma á ferðinni mátti gera ráð fyrir ýmiss konar veðri, sem rættist fyrri vikuna, en þá síðari var sannkölluð „bongo“- blíða og hefir svo verið síðan eftir því sem netið upplýsir. Þá daga sem ekki gaf til að liggja eða ganga og njóta sólar var gott að geta farið í inni- sundlaugina sem er upp- hituð og á kvöldin var skroppið í nýjan næt- urklúbb í kjallara hót- elsins sem var opnaður meðan á dvöl okkar stóð, Club Glam, þar sem góðir listamenn komu fram og gleðin sat við völd. Semsagt, miklar og góða kveðjur og þakkir til Maríu Júlíu og Hrundar, sem einnig var hópnum til mikillar að- stoðar og ánægju. María og Sveinn. Frábær fyrirgreiðsla í Albufeira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.