Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur náttúrlega lengistaðið til að hefja Fuglinntil flugs á geislaplötu enekkert orðið úr fyrr en núna. Núna er tíminn,“ sagði Valgeir Guðjónsson í samtali við Morg- unblaðið. „Maður er búinn að halda sig til hlés í allmörg ár en þegar ég varð fimmtugur fyrr á árinu fannst mér viðeigandi að horfa reiður um öxl. Þá rifjaðist upp fyrir mér þessi ófáanlega plata sem og annað efni, sem ég mun jafnvel búa til endur- útgáfu seinna.“ Valgeir segist ekki ætla að láta þar við sitja heldur ætli hann að fara á fullt í haust, halda röð tónleika og gefa út eldra efni sitt: „Ég hef kosið að kalla þetta verkefni „Smellir og skellir“ sem helgast af því að þar verða ekki bara lög sem náðu óskor- aðri athygli heldur einnig önnur sem lentu milli stafs og hurðar á sínum tíma, en gjarnan eru það einmitt lög- in sem standa upp úr í minningunni og manni finnst eiga mesta erindið við hlustendur.“ Fugl dagsins, sem Penninn gaf upphaflega út en Edda – miðlun og útgáfa gefur nú út á geislaplötu, hef- ur verið með öllu ófáanleg í lengri tíma en á henni er að finna nokkur lög sem flestir landsmenn ættu að þekkja; lög á borð við „Uppboð (Viltu í nefið?)“, „Vögguvísa í húsi far- manns“ og „Systir mín góða í dali“, sem Diddú syngur. Auk Valgeirs og Diddúar syngur Ævar Kjartansson, betur þekktur sem útvarpsmaður, en hljóðfæraleikarar ásamt Valgeiri voru Ásgeir Óskarsson, Skúli Sverr- isson, Stefán Stefánsson, Rúnar Georgsson og Jakob Frímann Magn- ússon. Tímalaus kveðskapur Lögin við ljóð Jóhannesar úr Kötl- um samdi Valgeir veturna 1978–81 er hann var við nám í Þrándheimi í Noregi. Segir hann að sú mikla vísnasöngvahefð sem ríkir í Noregi hafi hvatt sig til að spreyta sig á forminu og greip hann einfaldlega eina af bókunum sem hann hafði tek- ið með sér út, sem reyndist vera kvæðasafn Jóhannesar úr Kötlum: „Ég hóf lesturinn með gítar í fanginu og rakst bara á mörg ljóð sem mér fannst henta þessu vísnasöngva- formi.“ Valgeir segist eiga fullt af efni sem varð til á þessum tíma en aldrei notað sökum þess að vísna- tónlistin hefur aldrei náð að festa al- mennilega rætur hér á landi, nokkuð sem hann segist vona að eigi eftir að breytast. „Það er bara partítónlistin sem er gefin út og þótt ég hafi alveg tekið þátt í að gera hana er hún ekki að mínu skapi lengur. Vísnatónlistin og tónlist þar sem brýn málefni eru sett í listrænan búning, – það er eitt- hvað sem höfðar til mín.“ Flest ljóðin sem Valgeir valdi að semja lög við orti Jóhannes um og í kringum miðja öldina en Valgeir seg- ir þau samt alveg tímalaus: „Það er ekki rangt orð í neinu þeirra. Þess vegna þykir mér svona vænt um plöt- una, kvæðin eru mér svo hugleikin og mega ekki gleymast, frekar en annar kveðskapur Jóhannesar úr Kötlum.“ Flottur karl Valgeir telur boðskapinn í ljóðum Jóhannesar enn eiga fullt erindi nú þegar heimurinn sé á enn einum vendipunktinum og óvæntir hlutir að gerast, pólskipti eigi sér stað í póli- tísku litrófi, fylkingar hafi stokkast upp og ný deilumál séu komin til skjalanna eins og umhverfismálin. „Jóhannes var ætíð málsvari sinna hugsjóna. Hann var mikill Íslend- ingur, honum var sagan hjartfólgin og landið. Síðan var hann pólitískur og virkur sem slíkur, t.d. í andstöðu sinni við hernámsliðið. Ég hitti Jó- hannes aldrei en held að hann hafi verið mjög flottur karl.“ Jóhannes á að mati Valgeirs sér- stakt erindi við ungt fólk: „Hann var nefnilega málsvari viðhorfa sem einhverra hluta vegna fylgja fólki einungis í ákveðinn árafjölda. Er ekki alltaf sagt að allir séu róttækir þegar þeir eru ungir? Svo eru þeir taldir eitt- hvað skrítnir sem halda því áfram. En ég er á því að maður sem gerir það eigi erindi við ungt fólk.“ Eftir að hafa verið með afkasta- meiri tónlistarmönnum í hartnær tvo áratugi dró Valgeir sig í hlé og fór að semja tónlist fyrir innlendar og er- lendar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar með góðum árangri. „Ég hefði getað haldið áfram að búa til Popplög í G-dúr og eflaust segja einhverjir mig vitlausan að hafa hætt því, en ég er óhræddur við að breyta til – líkt og Jóhannes úr Kötlum var reyndar líka.“ Valgeir viðurkennir þó að það hafi ekki svalað hvöt dæg- urtónlistarmannsins, enda jafnist fátt á við lítið lag. Hann hefur ekki haft sig mikið í frammi í þeim efnum en segir endurútgáfuna á Fugli dags- ins marka breytingu þar á: „Eins og áður segir ætla ég að líta um öxl í haust og hreinsa til í skúffunum. Ég hef þó hugsað mér að láta fylgja með gamla efninu eitthvað af nýrri og óútgefnum smíðum. Þótt lítið fari fyrir manni hættir maður aldrei að semja og ég á orðið heilmikið af efni. En ég ætla fyrst að taka til áður en ég hugsa lengra og um útgáfu á nýju efni. Það er nú einu sinni þannig að maður er alltaf hrifnastur af því sem er í smíðum hverju sinni. Það er bensínið á vélina. Lagasmíðar eru ástæðan fyrir því að ég er í tónlist. Það er stóra ögrunin.“ Sumardagsins fyrsta-tónleikar Annað sem Valgeir segir gefa starfi tónlistarmannsins gildi er að fá jákvæðar undirtektir við lifandi flutningi á eigin efni. Hann fær ein- mitt tækifæri til þess í dag þegar hann heldur „huggulega sumardags- ins fyrsta-tónleika“, eins og hann kallar þá, í Kaffileikhúsinu. Með Val- geiri kemur fram á tónleikunum Jón Ólafsson, hinn nýdanski, en Jón verður Valgeiri innan handar við út- færslu „Smella og skella“-verkefnis haustsins. Tónleikarnir í dag eru á heldur óvenjulegum tíma, eða klukk- an 16, og fyrir því segir Valgeir ákveðna ástæðu: „Mér hefur alltaf þótt sumardagurinn fyrsti spennandi dagur, því þegar ég var barn var allt- af farið á skemmtanir sem haldnar voru í bænum yfir daginn, siður sem síðan hefur því miður lagst af. Tón- leikarnir í dag verða mitt framlag til að hann verði tekinn upp á ný.“ Fuglinn hefur sig til flugs – á ný Í dag kemur út í fyrsta sinn á geislaplötu Fugl dagsins, plata með lögum Valgeirs Guð- jónssonar við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, sem upphaflega kom út árið 1986. Skarphéð- inn Guðmundsson ræddi af því tilefni við Valgeir um stórskáldið, smelli og skelli. Morgunblaðið/ÞorkellValgeir Guðjónsson: „Ég hitti Jóhannes aldrei en held að hann hafi verið mjög flottur karl.“ Valgeir Guðjónsson heldur tónleika í tilefni af endurútgáfu Fugls dagsins skarpi@mbl.is NÚ BERAST fréttir af því að Bondgellan í nýjustu myndinni um njósnara hans hátignar muni bera nafnið Jinx eins og nýi diskurinn frá Quarashi og er ég illa svikin ef það boðar ekki gott. Biðin eftir útgáfu disksins erlendis hefur verið æði löng og þeir Quar- ashi-drengir hafa líklega þurft að til- einka sér þolinmæði Sisyfosar síð- ustu mánuði. Bak við nýjasta smellinn í útvarpinu liggur nefnilega yfirleitt margra mánaða hörð mark- aðsvinna og spottatog. En nú er búið að plægja hinn erlenda akur og kom- ið að því að Quarashi fái að skoppa fyrir framan nýja áheyrendur og fá viðbrögð þeirra við tónlist sinni. Tvær gullplötur hefur þeim hlotn- ast hér heima og á þessum nýja diski er að finna 6 lög af síðustu plötu þeirra, Xeneizes, eitt af fyrstu plöt- unni auk smáskífanna „Baseline“ og „Malone Lives“ þannig að íslenskir hlustendur þekkja flest lögin þótt reyndar sé búið að uppfæra þau nokkuð. („Tarfur“ fær sem betur fer að halda íslenska textanum.) Þeir sem koma hinsvegar nýir að hljóm- sveitinni fá í hendur afar skotheldan pakka því lög eins og „Baseline“, „Mr. Jinx“ og „Malone Lives“ hafa ekkert misst af fersk- leikanum og það hljóta að vera dauð- ir menn sem fá ekki vítamínskammt út úr því að heyra ægismellinn „Stick-em Up“. Íslenskir kaupendur geta líka notið þess að fá í hendur nýlæstan (?), óritskoðaðan og auka- efnishlaðinn disk, en á honum er m.a. að finna myndbandið góða við „Stick ’em Up“ og kynningarmynd- band sveitarinnar sem er gott grín. Þessi sterku lög sem hér hafa verið nefnd skyggja nokkuð á nýju lögin sem finna má um miðbik disksins – hin gítardrifnu „Weirdo“ og „Copy- cat“; það fyrrnefnda finnst mér ekki hagnast á endurteknu viðlaginu og hitt skortir grípandi króka og er hálf-þunglamalegt og sama gildir um eldra lag þarna nálægt, „Fuck you Puto“, þannig að dampurinn dettur nokkuð niður. „Transparent Parents“ lofar hins vegar góðu, þar er leikið mjög skemmtilega með hraðskotarím á móti mjúku og mel- ódísku viðlagi. Endaspretturinn kemur líka mjög vel út og sýnir fín- legri hlið á hljómsveitinni, hið ofur viðkvæmnislega „Dive In“ sem Höskuldur syngur eins og engill, og ekki fæ ég leið á hinu stutta en of- ursvala „bigbeat“-lagi „Bless“, þar sem brot úr einhverju spænsku lagi er skotið snilldarlega inn í dans- taktinn og ágengt andrúmsloftið er hlaðið rafmagni. Hérna renna allar markalínur saman, hiphop taktur í bland við þéttan rokkgrunn og þung gít- arstef, óðamála rapp og melód- ískar sönglínur, smávegis af „retro“ innskotum og allt sett saman með lifandi áferð – alveg laust við þann dauðhreinsaða hljóm sem loðir t.d. við bandaríska háskólarokkið. Quarashi virðist einfaldlega hafa ótrúlega gaman af þessu og krafturinn kemst til skila alla leið. Sölvi Blöndal lumar víst á 20– 30 nýjum lögum og þeir eru eflaust sjálfir óþreyju- fullir eftir að prufukeyra nýtt efni en útgáfuáætlan- ir og allt sem þeim fylgir er ekki endilega í sama takti og sköpunargleðin. Þannig að maður veit nú þegar að biðin eftir nýju efni verður of löng. Tónlist Ekkert ólán Quarashi Jinx Time Bomb/Columbia Records Quarashi skipa Sölvi Blöndal, Höskuldur Ólafsson, Ómar Örn Hauksson og Steinar Fjeldsted. Dj Dice sér um rispur og skrám, Smári um gítar auk Hrannars Ingimarssonar, Rogelio Lozano, Péturs Hallgrímssonar og Við- ars Hákons Gíslasonar. Bassi: Gaukur Úlf- arsson, Guðni Finnsson, Viðar Hákon Gíslason. Samúel Jón Samúelsson básúna, Margrét Kristjánsdóttir og Ragnhildur Pétursdóttir, fiðl- ur, Margrét Th. Hjaltested víóla, Ólöf S. Ósk- arsdóttir selló, Kjartan Hákonarson og Birkir Freyr Mattíasson trompet. Upptökur og hljóð- blöndun í höndum Sölva Blöndal, (fyrir utan lag- ið „Stick ’em Up“). Steinunn Haraldsdóttir Steinunn Harald sdótttir segir gr einilegt hvað dre ngirnir í Quaras hi hafa gaman af þv í sem þeir eru að gera. Madonna lögsækir Boy George MADONNA hefur höfðað mál á hendur Boy George fyrir að gera grín að sér í söngleik hans Taboo. Söngleikurinn sem nú er sýndur á West End í Lundúnum sam- anstendur af glefsum úr ævi gömlu Culture Club-drottningarinnar. Í honum snýr George lítillega út úr texta Madonnu-lagsins „Vogue“ með orðunum: „Ginger Rogers, Fred Astair, that Madonna, dyes her hair.“ Vandinn er að Madonnu finnst þetta hreint ekkert fyndið og hefur krafist þess að línurnar verði fjar- lægðar úr söng- leiknum. George hélt fyrst að popp- drottningin væri að grínast þegar hún kvartaði undan laginu og er yfir sig hneykslaður á við- brögðum hennar og segir hana klárlega ger- sneydda öllu skop- skyni. Það er ekki gerandi grín að því að þurfa að lita á sér hárið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.