Morgunblaðið - 25.04.2002, Blaðsíða 24
VEFURINN neytandi.is er nýr vettvangur fyrir neyt-
endur þar sem hægt er að koma á framfæri ábend-
ingum, hrósi, kvörtun eða fyrirspurn til fyrirtækja og
stofnana sér að kostnaðarlausu, segir Jón Grétar
Ólafsson umsjónarmaður. Innleggi notenda er komið á
framfæri við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun og við-
bragða leitað til birtingar á vefsvæðinu, segir hann
jafnframt. Auk þess er boðið upp á fría lögfræðiaðstoð
í neytendamálum fyrir gesti vefsvæðisins.
„Markmiðið með vefsvæðinu neytandi.is er að skapa
aðgengilegan vettvang fyrir neytendur með sín mál-
efni og að reyna að brúa bilið á milli neytenda og fyr-
irtækja.
Á vefsvæðinu eru jafnframt upplýsingar um hvert
fólk eigi helst að leita ef fyrirspurnir þess rúmast ekki
innan þeirrar þjónustu sem neytandi.is býður upp á,
segir hann ennfremur.
„Á vefnum eru birtar greinar og pistlar er varða
neytendamál og eru gestir síðunnar hvattir til að taka
þátt í umræðunni hvort sem það er með greinaskrifum
eða á spjallsvæði.
Fyrirtækjum er einnig gefinn kostur á að kynna sig
og sína neytenda- og markaðsstefnu og þar með nálg-
ast neytendur á annan hátt en hægt er með hefð-
bundum auglýsingum,“ segir Jón Grétar Ólafsson að
síðustu.
Nýr vefur um
neytendamál
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
eykur orku, þrek og
vellíðan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
6
1
3
4
/s
ia
.i
s
Angelica
www.sagamedica.com
Angelica fæst í apótekum,
heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
Jakobína Björnsdóttir, Hafnarfirði:
„Ég fór að taka Angelicu vegna þess
að ég hafði lengi verið slæm í maga.
Magaóþægindin minnkuðu og því til
viðbótar varð ég bæði kraftmeiri og
mér líður mun betur.“
BÓNUS
Gildir frá 25.–28. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Heimilisbrauð, 700 g ............................. 129 169 184 kg
Bónus ís ............................................... 99 189 99 ltr
Bónus pizza, 450 g ................................ 189 279 420 kg
Núðlur, 85 gr í pk. .................................. 25 29 294 kg
Frosið kjötfars ....................................... 299 449 299 kg
Gold kaffi, 500 g ................................... 179 nýtt 358 kg
Frosið nautahakk ................................... 575 863 575 kg
SS pylsupartí ........................................ 899 nýtt 899 kg
Ali beikon ............................................. 909 1.169 909 kg
Andrex wc pappír, 9 rúllur....................... 599 nýtt 66 st.
ESSÓ-stöðvarnar
Gildir til 30. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Bounty, 57 g ......................................... 59 75 1.040 kg
Mars King Size, 85 g.............................. 85 105 1.000 kg
Snickers King Size, 100 g....................... 85 105 850 kg
Kexsmiðjan kanilsnúðar, 400 g ............... 199 289 500 kg
Kexsmiðjan sælusnúðar, 400 g............... 199 289 500 kg
Skyr.is 3 teg., 170 g .............................. 79 80 470 kg
11-11-búðirnar og KJARVAL
Gildir 24. apríl–1. maí nú kr. áður kr. mælie.
Gourmet lambalæri kryddað ................... 1.096 1.461 1.096 kg
Perur .................................................... 149 269 149 kg
Bluecare color þvottaefni ....................... 349 398 349 kg
Bluecare ultra þvottaefni ........................ 349 398 349 kg
Bluecare uppþvottalögur ........................ 169 198 338 ltr
Sunnudagskakan: sjónvarpskaka............ 260 519 604 kg
HAGKAUP
Gildir 24.–28. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Kjarnafæði rauðvínslegið lambalæri ........ 899 1.389 899 kg
Nestlé Monster Multipack, 300 g ............ 339 449 1.100 kg
Nestlé Lion Bar ís, 4 st., 221 g ............... 349 498 1.500 kg
Nestlé Mini Mickey multipack, 270 g....... 299 399 1.100 kg
McCain Gourmet eplakaka, 500 g........... 499 659 998 kg
McCain Gourmet bláberjakaka, 500 g ..... 499 659 998 kg
McCain Gourmet kirsuberjakaka, 500 g... 499 659 998 kg
KÁ-verslanir
Gildir 24. apríl–1. maí nú kr. áður kr. mælie.
Salatblanda Frissé................................. 229 325 1.145 kg
Úrvalssalatblanda.................................. 229 325 1.145 kg
Klettasalatblanda.................................. 229 378 2.290 kg
Bökunarkartöflur í lausu ......................... 139 195 139 kg
Bernaissósa, 270 ml, Úrvals................... 169 229 625 ltr
Piparsósa, Úrvals, 270 ml ...................... 159 219 588 ltr
Salatdressing fitulaus, Úrvals.................. 139 198 278 ltr
Chocolate Chip, súkkulaðibitakex ............ 113 225 502 kg
KRÓNAN
Gildir 24. apríl–1. maí nú kr. áður kr. mælie.
Hunt́s BBQ grill svínakóttilettur................ 1.166 1.458 1.166 kg
Hunt́s BBQ grill lambalærisneiðar ........... 1.367 1.709 1.367 kg
Egg, Flúða............................................. 244 348 244 kg
Egg, Grímstaðir...................................... 244 348 244 kg
Epli konfekt 1,36 kg .............................. 159 198 116 kg
Hvítkál íslenskt...................................... 99 138 99 kg
Kartöflur í lausu ..................................... 49 79 49 kg
SAMKAUP/ÚRVAL
Gildir 24.–29. apríl nú kr. áður kr. mælie.
Nescafe Cappuccino, 125 g ................... 231 289 1.848 kg
Hatting hvítlauksbr. 2 st., 300 g .............. 255 319 850 kg
Hatting ostabrauð 2 st., 300 g ................ 246 289 820 kg
River Rice, 2 lbs. ................................... 207 244 228 kg
Findus wok-grænmeti, 500 g .................. 323 404 646 kg
Findus wok-grænm. fínsk., 450 g............ 280 329 622 kg
Findus kanelsnúðar, 420 g..................... 343 429 816 kg
Findus vínarbrauð.................................. 343 429 816 kg
Kit Kat 3 stykkja .................................... 178 209 60 kg
Lion bar 4 stykkja .................................. 263 309 38 kg
Lambaskrokkar í 1/2 grillsagaðir ............ 499 596 499 kg
SPARVERSLUN, Bæjarlind
Gildir til 26. apríl–5. maí nú kr. áður mælie.
Lambalæri niðursneitt ............................ 789 1.099 789 kg
Lambaframpartur niðursn. ...................... 398 659 398 kg
Lambafile ............................................. 1.839 2.299 1.839 kg
Lambahryggur ....................................... 879 1.099 879 kg
Lambakótilettur ..................................... 1.038 1.298 1.038 kg
Lambalærisneiðar, 1 fl. .......................... 1.095 1.369 1.095 kg
Lambalæri heilt ..................................... 847 1.059 847 kg
UPPGRIP-verslanir OLÍS
Apríl tilboð nú kr áður kr. mælie.
Freyju lakkrísdraumur stór ...................... 89 110
Rolo kex ............................................... 199 nýtt
Toffy Crisp ............................................. 85 99
Fresca ½ ltr plast .................................. 109 140
ÞÍN VERSLUN
Gildir 25. apríl–1. maí nú kr. áður kr. mælie
4 hamborgarar m/brauði ....................... 311 389 311 pk.
1944 lasagne ....................................... 327 409 327 pk.
1944 stroganoff .................................... 327 409 327 pk.
Tilda basmati hrísgrjón ........................... 329 367 329 kg
Tilda Royal Korma sósa, 350 ml ............. 289 353 809 kg
McCain Superfries franskar .................... 299 358 299 kg
Kraft salatdressing, 250 ml .................... 139 187 556 kg
Fíla karamellur, 200 g............................ 229 279 1.145 kg
Helgartilboð
Verðupplýsingar sendar frá verslunum
Grænmeti víða á tilboðsverði
SPARVERSLUN í Bæjarlind
verður með útsölu á lamba-
kjöti frá Fjallalambi frá 26.
apríl til 5. maí, samkvæmt til-
kynningu frá versluninni. Gef-
inn verður 20% afsláttur af
öllu lambakjöti, segir ennfrem-
ur.
Rúnar Marvinsson kokkur
kemur í verslunina frá veit-
ingastaðnum Við Tjörnina,
kynnir lambakjöt og gefur góð
ráð. Verður hann á staðnum
frá klukkan 16 föstudag og
laugardag, segir loks.
Útsala á
lambakjöti
hjá Spar-
verslun
HEILDVERSLUNIN Karl K.
Karlsson hf. hefur byrjað inn-
flutning á ýmsum nýjungum í
ítalskri matargerð, sem meðal
annars voru kynntar á Mat 2002,
segir Eygló B. Ólafsdóttir mark-
aðsstjóri. Fyrst ber að nefna
þurrkaða ítalska kóngasveppi
frá Merlini. Um er að ræða tvo
gæðaflokka í tvenns konar um-
búðum, það er í pokum og á
bakka. Í pokum eru miðlungs-
góðir kóngasveppir og sveppir í
hæsta gæðaflokki í bökkum.
Þurrkaða kóngasveppi á að láta
liggja í ísköldu vatni í að
minnsta kosti 20 mínútur áður
en þeir eru matreiddir, að henn-
ar sögn.
Drogheria & Alimentari er
ítalskt fyrirtæki frá 1880, stað-
sett í Toscana, og sérhæfir sig í
kryddum og kryddolíum. „Hér
eru á ferðinni úrvals kryddjurtir
í glerkrukkum sem allar bera
innbyggða kvörn sem viðhalda
ferskleika. Kryddolíurnar eru
eingöngu náttúrulega bragð-
bættar úr kryddjurtum sem
liggja í blöndu af vínberja-
kjarnaolíu og ólífuolíu. Um er að
ræða blöndu fyrir kjöt og fisk
auk chilli-, basil-, trufflu-, og
hvítlauksolíu,“ segir hún.
Ítalski matvöruframleiðandinn
Saclá kynnti fjölmargar nýj-
ungar á sýningunni, segir Eygló
ennfremur. Sem dæmi má nefna
nýja línu af pastasósum þar sem
tómatar eru uppistaðan. „Um er
að ræða þrjár tegundir, það er
með kirsuberjatómötum, ólífum
og hvítlauk og ristuðum papr-
ikum. Ný lína af Saclá pestó var
einnig kynnt í fyrsta skipti á
Mat 2002, það er pestó úr svört-
um ólífum, grilluðu eggaldini og
grilluðum paprikum. Einnig var
kynnt lína af grilluðu grænmeti,
það er kúrbít, eggaldini og
papriku. Þá var kynnt ný lína af
pastasósum fyrir stóreldhús frá
Saclá,“ segir hún.
Þá má nefna nýja gerð af
völdum túnfiski frá Callippo,
sem er ítalskt fyrirtæki frá
Calabriu á Suður-Ítalíu. Um er
að ræða túnfisksteikur í gler-
krukkum sem geymdar eru í
ólífuolíu til þess að tryggja há-
marksbragðgæði.
Eygló segir að fyrrgreindar
nýjungar muni skila sér í hillur
verslana á næstu vikum en þær
fást nú þegar í Fjarðarkaupum,
Nýkaupum, Melabúðinni, Osta-
búðinni við Skólavörðustíg og
Hjá Jóa Fel.
Ítalskur kóngasveppur.
Túnfisksteikur
í krukkum.
Krydd og kryddolíur
af ýmsu tagi.
Sósur úr tómötum, ólífum, eggaldini,
grillað grænmeti og fleira.
Ítalskur kóngasveppur
og túnfisksteikur í krukkum
Ýmsar nýjungar í ítölskum mat-
vörum voru kynntar á Mat 2002
Morgunblaðið/Emilía
Endurnýjun
hjá Bern-
harði Laxdal
VERSLUNIN Bernharð Laxdal,
Laugavegi 63, ein elsta kvenfata-
verslun landsins, hefur gert gagn-
gerar breytingar á innréttingum í
verslun sinni en þær hafa verið
óbreyttar í 18 ár.
„Bernharð Laxdal klæðskeri
stofnaði verslun sína á Akureyri 15.
nóvember árið 1938, þar sem hún var
rekin fram á 8. áratuginn. Í desem-
ber 1959 var opnuð verslun í Reykja-
vík undir sama nafni í Kjörgarði við
Laugaveg, þar sem þá var opnuð
fyrsta verslunarmiðstöðin á Íslandi.
Þar var hún í mörg ár með umfangs-
mikinn rekstur og voru oft sjö af-
greiðslukonur að störfum í einu,“
segir Guðrún Axelsdóttir.
Verslun Bernharðs Laxdals flutti í
núverandi húsnæði árið 1984 og hef-
ur í seinni tíð selt dragtir og annan
kvenfatnað frá Gerry Weber, sem og
kápur frá Maura að hennar sögn.