Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 28

Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur frestað því aftur að birta tillögur sínar um breytingar á sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu sambandsins vegna and- stöðu franskra og spænskra stjórn- valda, að því er fram kom á fréttavefnum fis.com í gær. Upphaflega hugðist fram- kvæmdastjórnin birta tillögurnar í vikunni sem leið en því var frestað. Þegar þær áttu að koma út í gær var tilkynnt að því hefði verið frestað aftur þar til eftir síðari umferð for- setakosninganna í Frakklandi 5. maí. Norska dagblaðið Dagens Nær- ingsliv sagði að framkvæmdastjórn- in hefði orðið fyrir miklum þrýstingi vegna málsins frá Jacques Chirac Frakklandsforseta og José Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar. Aznar hefði hringt í Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnarinnar, um helgina og krafist þess að útgáf- unni yrði frestað. Fréttavefurinn eu- observer.com sagði að talsmaður Prodis hefði staðfest að þeir hefðu rætt málið. Fiskiskipum fækki um 40% Tillögur framkvæmdastjórnarinn- ar eru mjög umdeildar í Frakklandi og á Spáni. Framkvæmdastjórnin vill að fiskiskipum verði fækkað um 40% og það gæti orðið til þess að 30.000 sjómenn misstu vinnuna. Ennfremur er ráðgert að lækka styrki til sjávarútvegsins, sem námu tæpum þremur milljörðum evra, andvirði 260 milljarða króna, á ár- unum 1994–99, en þar af komu tveir þriðju fjárhæðarinnar frá Evrópu- sambandinu. Spánverjar fengu helming styrkjanna, að sögn fis.com. Útgáfu sjávarútvegs- tillagna ESB frestað ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lýsti því í gær yfir að hann hefði engin tengsl haft við vinstri sinnaða skæruliða í Kólombíu (FARC). Yf- irlýsingin kom nokkrum klukku- stundum áður en þingnefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hóf yfirheyrslur vegna meintra tengsla IRA og FARC. Þrír Írar voru handteknir í Kól- ombíu í ágúst sl. og voru þeir sakaðir um að hafa um nokkurt skeið þjálfað Kólombíumennina í skæruhernaði. Grunur lék strax á að Írarnir væru liðsmenn IRA en herinn hafnaði þeim fullyrðingum í gær og sagðist enga menn hafa sent til Kólombíu í því skyni að eiga samstarf við þar- lenda skæruliða. „IRA hefur ekki hlutast til um kólombísk innanríkis- mál að neinu leyti og hefur engin áform um að gera slíkt,“ sagði í yf- irlýsingu IRA. IRA sagður tengjast alþjóð- legum hryðjuverkahópum Áður hafði Bandaríkjaþing gert opinbera skýrslu þar sem staðhæft er að IRA tengdist starfsemi alþjóð- legra hryðjuverkahópa, sem aðsetur hefðu í Kólombíu. Sagði í skýrslunni að vegna umsvifa IRA í Kólombíu hefði lífum bandarískra ríkisborgara verið stefnt í voða og sömuleiðis lýð- ræði í bæði Bandaríkjunum og Kól- ombíu. Í skýrslunni kom ennfremur fram, skv. fréttasíðu BBC, að stjórnvöld í Kólombíu teldu að ekki aðeins hefðu erindrekar IRA þjálfað liðsmenn FARC heldur hefðu þeir átt sam- starf við íranska og kúbanska hryðjuverkahópa í því tilliti, og að öllum líkindum einnig Aðskilnaðar- samtök Baska (ETA). Farið hafði verið fram á að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA, bæri vitni fyrir þing- nefndinni bandarísku en hann hafn- aði beiðni Bandaríkjaþings fyrr í vikunni. Sagðist hann ekki telja að Sinn Féin tengdist málinu að neinu leyti. Sagði hann að verið væri að nota málefni Íranna þriggja, sem hand- teknir hefðu verið í Kólombíu, til að valda friðarferlinu á Norður-Írlandi skaða. „Öryggishagsmunum Bandaríkj- anna í Kólombíu stafar engin ógn af írskum lýðveldissinnum,“ sagði Adams. IRA sver af sér tengsl við skæruliða Belfast. AFP. KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Danmörku neitaði því í gær að það hefði hafnað umsókn danska ásatrúarfélagsins Forn Sidr um að það yrði skráð sem trúfélag. Ráðu- neytið sagði að ráðgjafarnefnd um starfsemi trúfélaga í landinu hefði lagt til að ásatrúarfélagið yrði ekki viðurkennt sem trúfélag en ráðuneytið hefði ekki enn tekið ákvörðun í málinu, að því er fram kom á fréttavef danska dagblaðs- ins Berlingske Tidende. Ásatrúarfélög eru viðurkennd sem trúfélög á Íslandi og í Noregi, en fimm manna ráðgjafarnefnd kirkjumálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að ásatrú ætti ekki að fá sömu stöðu í Dan- mörku. Ráðuneytið sagði þó í gær að ákvörðun yrði ekki tekin í mál- inu fyrr en Forn Sidr fengi tæki- færi til að svara greinargerð nefndarinnar. Félagar í Forn Sidr í Danmörku eru 170. Enn von fyrir ása- trúna í Danmörku ÁSTRÖLSK kona, Maggie Park, strýkur gæludýrinu sínu, Lucy, 200 kg gyltu, á heimili sínu í Gisborne, 50 km norðan við Melbourne. Park og eiginmaður hennar eru með þrjú gælusvín á heimili sínu og ástralsk- ur dómstóll hefur úrskurðað að þau þurfi ekki sérstakt leyfi til þess eft- ir að nágrannar þeirra kvörtuðu yf- ir hávaða og fnyk frá dýrunum. Reuters Mega halda gæludýrunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.