Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 9

Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 9 Laugavegi 56, sími 552 2201 Ný sending Meiri háttar gallabuxur og gallapils Gleðilegt sumar! Kringlunni - sími 581 2300 MARGAR GERÐIR STÆRÐIR M - 4XL SUMARJAKKAR Símar: 515 1735 og 515 1731 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin. Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.00 – 15.30. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík kvenfataverslun Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Nýir skartgripir Mikið af nýjum sumarfatnaði FYRRUM kúabóndinn Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti við Hvítárbrú brá á leik um daginn og bauð um 50 manns á fund til sín í Félagsbæ í Borgarnesi. Enginn vissi hvert tilefnið var fyrr en komið var á fundinn og Þor- kell hóf framsögu sína. Greina mátti óróa hjá sumum fundarmanna vegna þess að þeir töldu að Þorkell væri jafnvel að kynna nýjan fram- boðslista til komandi sveitarstjórn- arkosninga. En svo reyndist alls ekki vera heldur var Þorkell að kynna nýja afurð úr sveitinni, nokk- urs konar heimabrugg. Áfengt var sullið þó ekki og lík- lega alveg gjörsamlega ódrekkandi og er beinlínis varað við að smakk- að sé á því en lyktin leynir sér ekki og hún er sterk. Þarna er loksins búið að finna upp aðferð við að tappa fjósalykt á flöskur. Búið var að líma sérstakan heimagerðan miða á flöskurnar sem tilgreindi innihaldið og hella í þær mismiklu af glundri sem lyktaði af missterkri fjósalykt. Kvaðst Þorkell að svo komnu máli ekki ætla að leggja út í mikla markaðssetningu heldur láta reyna á hvort áhugasamir aðilar um fjósa- lykt á flöskum hefðu ekki bara sam- band við sig í Ferjukoti. Fjósalykt á flöskum Morgunblaðið/Theodór Sindri bóndi í Bakkakoti og Guðmundur Finnsson frá Varmalandi eru greinilega vanari betri lykt en gaus upp úr flösku frá Ferjukoti. Borgarnesi. Morgunblaðið. FLUGMANNI Cessna 182 flugvélar tókst að lenda á Keflavíkurflugvelli kl. 20.30 í gærkvöld, eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum eldsneytis- skorti skammt vestur af flugvellin- um. Flugmaðurinn tilkynnti um klukkan 19.30 að hann ætti í vand- ræðum vegna eldsneytisskorts og mikillar ísingar. Rétt fyrir klukkan 20 fór TF-FMS flugvél Flugmálastjórnar í loftið og skömmu síðar TF-SIF þyrla Land- helgisgæslunnar og fylgdu vélinni til Keflavíkur þar sem hún lenti fyrir eigin vélarafli. Um klukkan 20.18 kom flugvél Flugmálastjórnar að Cessna flugvélinni og örfáum mín- útum síðar drapst á hreyfli þeirrar síðarnefndu. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar kom að um svipað leyti. Þegar drapst á hreyflinum var flugvélin í 1.800 feta hæð en hreyfillinn fór síð- an aftur í gang. Flugmaðurinn lagði af stað frá Narsarssuak í Grænlandi kl. 15.13 og var ferðinni heitið til Keflavíkur. Vélin er ný fjögurra sæta, eins hreyfils vél. Lenti í Keflavík á síðustu bens- índropunum SVEITARSTJÓRNIR Austur-Hér- aðs og Fellahrepps hafa ákveðið að hefja undirbúning fyrir sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að kosið verði um sameininguna þann 25. maí næstkomandi samhliða sveit- arstjórnarkosningum. Við samein- inguna rynnu Egilsstaðir og Fella- bær saman í eitt og við það yrði til nýtt sveitarfélag með tæplega 2500 íbúa. Í fréttatilkynningu frá sveitar- félögunum segir að á nýafstöðnum fundi sveitarstjórnanna hafi verið skipuð nefnd með þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi til að undirbúa kosninguna. Segir að sveitarstjórn- irnar hafi haft málið til skoðunar í skamman tíma en þær viðræður hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Verður fyrsti fundur nefndarinnar haldinn á föstudag þar sem farið verður yfir þau verkefni sem leysa þarf af hendi áður en kosning getur farið fram. Við sameininguna yrði til annað fjölmennasta sveitarfélagið á Austur- landi og segir í tilkynningunni að for- ráðamenn sveitarfélaganna sjái ýmis sóknarfæri við sameininguna. „Svæðið í heild yrði sterkara út á við og betur í stakk búið til að veita þjón- ustu og takast á við þann fjölda verk- efna sem sveitarfélög þurfa að inna af hendi.“ Segir að sveitarfélögin starfi nú þegar saman á ýmsum sviðum og mikill samgangur sé milli íbúa sveit- arfélaganna. „Sveitarfélögin eru inn- an sama þjónustu- og markaðssvæðis og þéttbýlið á Egilsstöðum og Fella- bæ tengist á margan hátt. Íbúarnir samnýta ýmis íþróttamannvirki og golfvöll, sveitarfélögin starfa saman í sorpsamlagi Mið-Héraðs og eiga í sameiningu Hitaveitu Egilsstaða og Fella, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í fréttinni. Sameining Austur- Héraðs og Fella- hrepps undirbúin RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað til Hæstaréttar 18 mánaða fangels- isdómi Héraðsdóms Austurlands yf- ir manni fyrir kynferðisbrot gegn ungri stjúpdóttur sinni. Krafist er refsiþyngingar og hækkunar skaðabóta, en í héraði var ákærði dæmdur til að greiða brota- þola eina milljón króna. Dómþoli áfrýjaði ekki dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp 4. apríl sl. Krefst refsiþyng- ingar í kynferð- isbrotamáli HARALDUR Örn Ólafsson Eve- rest-fari er nú að ljúka hæðarað- lögun á Everest og stefnir á þriðju búðir á morgun, föstudag og því næst niður í grunnbúðir á laugar- dag eða sunnudag. Hann gekk hálfa leið upp í þriðju búðir í gær, miðvikudag og er fjallhress að eig- in sögn. Eftir helgina tekur við hvíld í þriðju búðum þar sem leiðangurs- menn undirbúa atlöguna á tindinn. Gengið verður á þremur dögum í fjórðu og síðustu búðir og tindur- inn klifinn á fimmta degi ef veður leyfir. Búist er við að atlagan verði gerð snemma í maí. Ólafur Örn Haraldsson, faðir Haralds, verður aðalaðstoðar- maður sonar síns í seinni hluta leiðang- ursins og fór til Nepal í gær. Mun Ólafur halda til í grunnbúðum og verður hann í stöðuðugu sambandi við Harald of- ar á fjallinu. Að sögn Ólafs lagði Haraldur mikla áherslu á að hann hefði aðstoðarmann í grunnbúðum þegar ofar kæmi í fjallið og sagðist Ólafur taka sumarfrí sitt í Nepal- ferðina nú í upphafi þinghlés. Haraldur Örn að ljúka hæðar- aðlögun á Everest Haraldur Örn Ólafsson EINN maður var fluttur á slysadeild til athugunar eftir að eldur kom upp í íbúð hans við Kleppsveg í gærkvöldi. Samkvæmd upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bárust upplýsingar um reyk úr íbúð- inni og var tilkynningin þess eðlis að menn frá tveimur stöðvum, Tungu- hálsi og Skógarhlíð, voru sendir á staðinn. Þegar þangað kom var frek- ari aðstoð afboðuð. Hafði eldur kviknað út frá eldavél og var slökkvi- lið fljótt að komast fyrir eldinn. Til öryggis var eini íbúi íbúðarinnar sendur á slysadeild til athugunar vegna reyks, að sögn slökkviliðsins. Eldur í íbúð við Kleppsveg BROTIST var inn hjá gullsmið í Vesturbænum í gærkvöldi og þaðan stolið nokkrum tugum gullhringja. Þjófurinn eða þjófarnir brutu rúðu í sýningarglugga í versluninni og við það fór þjófavarnakerfi í gang. Þeim tókst að komast á brott með töluverð verðmæti í gullhringjum áður en lögregla kom á staðinn en at- vikið var tilkynnt til hennar um átta- leytið. Að sögn lögreglu hafa þeir ekki náðst sem þarna voru að verki en unnið er að rannsókn málsins. Brotist inn í skart- gripaverslun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.