Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 61

Morgunblaðið - 25.04.2002, Side 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 61 Sími 525 3700 • www.husa.is í Vesturbænum Eins árs afmæli Nú er ár síðan við opnuðum í Vesturbænum, af því tilefni bjóðum við þér að koma og þiggja veitingar á sumardaginn fyrsta. Spennandi afmælistilboð á gasgrillum, borvélum og fleiru. Opið sumardaginn fyrsta frá 11-18. ÞAÐ ER ástæða til að vekja athygli á aft- urhaldstilburðum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í lagasetningu um kosningar til sveitarstjórna nú þeg- ar sveitarstjórnakosn- ingar fara í hönd. Norðurlandabúar réttlægri hér Nú í apríl varð að lögum frumvarp til laga um sveitar- stjórnakosningar og var þar aukinn réttur útlendinga til að taka þátt í þeim kosningum hér á landi. Alls staðar á Norðurlöndum – nema á Íslandi – er réttur annarra Norðurlandabúa jafn, þeir öðlast kosningarétt um leið og þeir hafa öðlast lögheimili í landinu. Í um- ræðum um málið á Alþingi kom fram að félagsmálaráðherra hafi verið hlynntur sambærilegri breytingu hér, þ.e. að hafa sama rétt fyrir Norðurlandabúa hér á landi og við höfum í löndum þeirra, en Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn því. Vegna þessarar afstöðu flokksins var breytingartil- laga stjórnarandstöðunnar um sama rétt felld. Því er það svo að Ísland, eitt Norðurlanda, krefst þriggja ára búsetu Norðurlandabúa hér áður en kosningarétt- ur til sveitarstjórnar fæst. Íslendingar fá réttinn á Norðurlönd- um um leið og þeir flytja þangað. Sam- ræmdar reglur um þetta hafa verið bar- áttumál á vettvangi Norðurlandaráðs og hafa sjálfstæðismenn tekið þátt í ákvörðun- um á þeim vettvangi, en það virðist gleymt þegar til kastanna kemur. Rafrænar kosningar ekki leyfðar Í umfjöllun um breytingu á lög- unum var ekki kveðið á um heim- ild til rafrænna kosninga eða að heimila rafræna kjörskrá. Rafræn- ar kosningar hafa gefist vel, t.d. í prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokki en ekki máttu þingmenn flokksins heyra það nefnt að setja slíkt heimildarákvæði í lögin. Felldu þingmenn flokksins tillögu Sam- fylkingarinnar þar um og komu þannig í veg fyrir að þessi nýja tækni, sem gefist hefur vel, verði notuð í sveitarstjórnakosningun- um. Andstaða Sjálfstæðisflokksins við rafrænar kosningar og kjör- skrá, svo og sambærilegan kosn- ingarétt hér og annars staðar á Norðurlöndum, er talandi dæmi um hvílíkt afturhald er þar á ferð, þó að fulltrúar flokksins tali fjálg- lega um nýtingu tækninnar á há- tíðarstundum. Meira að segja fyrr- verandi menntamálaráðherra, sem stærir sig af sérstökum áhuga á stuðningi við tækniframfarir og nýtingu tækninnar, lét ekki til sín taka þegar á reyndi í þessu máli. Frændi hans Blöndal ítrekaði aft- ur á móti vilja flokksins og taldi að alltaf ætti að kjósa upp á gamla mátann og helst með blýanti, þótt sjálfur stjórni hann öllum stundum rafrænum kosningum á Alþingi. Flokkur gegn framþróun Ásta R. Jóhannesdóttir Kosningar Andstaða Sjálfstæðis- flokksins við rafrænar kosningar og kjörskrá, svo og sambærilegan kosningarétt hér og á Norðurlöndum, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, er talandi dæmi um hvílíkt aft- urhald er þar á ferð. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.