Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA var sprengd niður gamla brúin yfir Illagil í Mýrdal. Brúin var orðin mjög léleg, en hún var byggð árið 1934 þegar þjóðvegurinn austur frá Vík lá yf- ir Höfðabrekkuheiði. Núna er búið að setja ræsi í gilið og verður síð- an há vegfylling yfir. Með þessum vegabótum batnar aðstaða fyrir ferðamenn að sjá þær nátt- úruperlur, sem Mýrdalurinn býður upp á. Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Gamla brúin yfir Illagil sprengd ALLAR líkur eru á að Hagstofa Ís- lands flytji starfsemi sína í hús- næði við Borgartún innan skamms en ríkisstjórnin samþykkti á sein- asta fundi sínum heimild til að gengið verði til samninga um leigu á framtíðarhúsnæði fyrir Hagstof- una að Borgartúni 21a. Umtalsverðar breytingar verða á starfsemi Hagstofunnar við þá end- urskipulagningu verkefna á sviði efnahagsmála og hagskýrslugerðar sem ákveðin hefur verið, þar sem hluti verkefna Þjóðhagsstofnunar verður fluttur til Hagstofunnar. Einnig er fyrirhugað að rekstur þjóðskrár og fyrirtækjaskráa fær- ist frá Hagstofu til embættis Rík- isskattstjóra. Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri segir Hagstofuna vera í dag í mjög óhentugu húsnæði í Skugga- sundi, á fjórum hæðum, auk þess sem hluti starfseminnar er á tveim- ur hæðum í öðru húsi. ,,Við fengum heimild til þess að huga að nýju húsnæði. Ríkiskaup könnuðu fyrir okkur framboð á skrifstofuhúsnæði til langtímaleigu og að því loknu fengum við heimild frá ráðherra og ríkisstjórn til þess að leita samninga við álitlega aðila. Fjármálaráðuneytið annast það fyrir Hagstofuna. Það hafa verið athugaðir þeir kostir sem komu helst til greina og var einn valinn úr sem er Borgartún 21a. Þar sjá menn að er samningsgrundvöllur fyrir hendi og núna höfum við fengið heimild til aðfjármálaráðu- neytið semji fyrir okkar hönd,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms mun starfs- mönnum Hagstofunnar fjölga fyrst um sinn þegar stofnunin tekur við verkefnum frá Þjóðhagsstofnun en hann segir að starfsmönnum muni svo fækka á nýjan leik þegar þjóð- skrá og félagaskrár flytjast til Rík- isskattstjóraembættisins, sem gera má ráð fyrir að verði einhvern tíma á næsta ári. Hentugt að vera í næsta nágrenni við ASÍ og SA Að undanförnu hafa ýmis samtök og stofnanir verið að koma sér fyr- ir í húsnæði við Borgartún. hafa m.a. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins flutt höfuð- stöðvar sínar þangað. Hallgrímur segir hentugt fyrir Hagstofuna að vera í nágrenni við samtök vinnu- markaðarins þar sem Hagstofan eigi töluvert samstarf við þessi samtök auk stofnana sem þarna eru, þ. á m. embætti ríkissátta- semjara, Fasteignamat ríkisins og fleiri. Stefnt að flutningi Hag- stofunnar í Borgartún REKSTRARFÉLAG Kringlunnar hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem rekstrarfélag- inu er gert að setja aftur upp rúllu- stiga í Kringlunni innan 30 daga frá því að dómur fellur. Að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, vill rekstrarfélagið fá úr því skorið hvert verksvið stjórnar Kringlunnar er í kjölfar þessa dóms. Í dómi Héraðsdóms var fallist á þá kröfu gegn rekstrarfélaginu að ákvörðun byggingafulltrúans í Reykjavík um að veita leyfi til þess að fjarlægja rúllustigana yrði felld úr gildi. Þá féllst dómurinn á kröfu stefnanda um að leggja fyrir bygg- ingarnefnd Reykjavíkur að hlutast til um að rúllustigarnir verði settir upp aftur innan þess frests sem gefinn var. Hæstaréttarlögmennirnir Sigur- björn Magnússon og Björn Ólafur Hallgrímsson fluttu málið fyrir hönd verslunareigendanna og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Rúllustigadómi áfrýj- að til Hæstaréttar TEKIST hefur samkomulag um meirihlutamyndun Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks í Kópa- vogi. Samkvæmt samkomulagi verð- ur Sigurður Geirdal, B-lista, áfram bæjarstjóri til næstu 3 ára en þá tek- ur Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálf- stæðisflokks, við embættinu. Sigurð- ur tekur þá jafnframt við embætti formanns bæjarráðs af Gunnari. Gengið var frá samkomulaginu í fulltrúaráðum beggja flokka í fyrra- kvöld þar sem málefnasamningur var staðfestur. Jafnframt greiddu sjálfstæðismenn atkvæði um ákvörð- un bæjarfulltrúa um að Gunnar tæki við bæjarstjórastöðunni að þremur árum liðnum. Málefnasamningurinn verður lagður fram á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudag í næstu viku. Aðspurður segist Gunnar vera sáttur við samkomulagið. Aðspurður hvort seta á Alþingi og bæjarstjóra- staða fari saman segir hann að sam- komulagið sé gert fyrir hans orð. „Ef ég er ekki þar yrði einhver annar úr flokknum þar.“ Kosið verður í nefnd- ir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag, að sögn Gunnars. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í eitt ár Kópavogur ELDUR kom upp í klæðningu utan- dyra á húsi við Suðurlandsbraut 32 um hádegið í gær. Samkvæmt upp- lýsingum hjá slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins gekk slökkvistarf greiðlega. Hins vegar er talið að reykur hafi komist inn í bygg- inguna og því hafi þurft að reyk- ræsta á jarðhæð. Töluverðar skemmdir urðu á klæðningunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldur í klæðningu UNG stúlka axlarbrotnaði þegar ekið var á hana á gangbraut á Bústaðavegi við Grímsbæ síðdegis í gær. Að sögn lögreglu hlaut hún ekki önnur meiðsli en var flutt á Landspítala –háskóla- sjúkrahús í Fossvogi til aðhlynningar. Orsakir slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni. Lögregla segir að ekki sé vitað hvort bílstjórinn hafi ekki séð rauða ljósið eða hvort stúlk- an hafi farið út á gangstéttina áður en ljósið varð virkt. Ung stúlka axlarbrotnaði ♦ ♦ ♦ ETHAN Alexander Naschitz, ræð- ismaður Íslands í Ísrael, segir að Hrafnkell Brynjarsson, sem er í haldi lögreglunnar þar í landi, sé tilbúinn að fara úr landi. Tvær kon- ur, bresk og bandarísk, sem voru teknar höndum á sama tíma og Hrafnkell í Balata-flóttamannabúð- unum á Vesturbakkanum, eru hins vegar í mótmælasvelti. Á mánudag var hópnum birtur úr- skurður um brottvísun að þremur dögum liðnum. Naschitz kveðst hafa útskýrt þá möguleika sem Hrafnkell hefði og bent honum á að litlar líkur væru til þess að innanríkisráðherra landsins mundi ógilda úrskurð um brottvísun. Ræðismaðurinn segir að Hrafnkatli líði ágætlega og hafi ekki yfir neinu að kvarta í fangelsinu, sem er með lágmarksgæslu og er skammt frá Tel Aviv. Hann væri með sérherbergi og hafi sagt að fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af sér. Hrafnkell reiðubúinn að fara úr landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.