Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Stutt í miðbæinn, sund, matsölustaði og alla þjónustu.
Sjö vel útbúin herbergi í fallegu húsi með frábæru útsýni.
Kannaðu málið, við tökum vel á móti þér.
gisting / staðsetning
Brekkugötu 27A, Akureyri,
s. 462 1285, gsm 692 7278
Góð Góð
www. .is
ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ
KÍKTU
Á NETIÐ
ÞAÐ ríkti sannkölluð baðstrand-
arstemmning við Leirutjörn á
Akureyri í gærmorgun þegar um
200 nemendur í 1.–4. bekk í
Brekkuskóla sjósettu jafnmörg skip
sem þau höfðu smíðað í skólanum
undanfarna daga. Atburðurinn
tengdist þemaverkefni skólans, þar
sem Fjaran var þemað sem unnið
var með.
Verkefnið var fjórskipt og sneri
að fuglum, myndlist, tónlist og
skipasmíði og smíðuðu börnin skip-
in samhliða öðrum verkefnum.
Börnin voru hin ánægðustu með
afraksturinn og nefndu skipin sín
„Flotann ósigrandi.“
Morgunblaðið/Kristján
„Flotinn ósigr-
andi“ sjósettur
AKUREYRARBÆR hefur í Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra verið
dæmdur til að greiða tveimur leik-
skólakennurum um 80 þúsund krón-
ur hvorum auk dráttarvaxta.
Málið er sprottið í kjölfar þess að
leikskólakennararnir sem þá voru
aðstoðarleikskólastjórar fóru í níu
mánaða launað námsleyfi veturinn
2000 til 2001. Deilan snérist um
hvort Akureyrarbæ bæri að greiða
þeim fasta 13,5 yfirvinnutíma á
mánuði í fjóra mánuði námsleyfis-
ins.Yfirvinnugreiðslurnar færðust
inn í dagvinnulaun þeirra um ára-
mót.
Héraðsdómur Norðurlands
eystra komst að þeirri niðurstöðu að
Akureyrarbæ bæri að greiða aðstoð-
arleikskólastjórunum yfirvinnu-
stundirnar þar sem föst yfirvinna
væri hluti af föstum launum.
Þá var bærinn einnig dæmdur til
að greiða málskostnað, 334 þúsund
krónur samtals.
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Yfirvinnan
hluti af föst-
um launum
SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð-
inga heldur aðalfund sinn í kvöld,
fimmtudagskvöldið 6. júní, í gróðrar-
stöðinni í Kjarna og hefst hann kl. 20.
Að loknum venjulegum aðalfund-
arstörfum verður farið í stutta
gönguferð um gróðrarstöðina og
framkvæmdir skoðaðar, m.a. ný-
bygging gróðurhúsa og aðstaða til að
auka plöntuframleiðslu á vegum fé-
lagsins. Boðið verður upp á kaffiveit-
ingar og eru félagsmenn hvattir til að
mæta á fundinn.
Skógræktarfélag
Eyfirðinga
Aðalfundur
í kvöld
ALLS hafa 19 svæðaleiðsögumenn
verið útskrifaðir úr námi sem Sí-
menntunarmiðstöð Eyjafjarðar og
Sérleyfisbílar Akureyrar – Norður-
leið stóðu fyrir á síðasta vetri ásamt
kennurum og leiðsögumönnunum
Stellu Gústafsdóttur og Jónasi
Helgasyni.
Þátttakendur voru á aldrinum 21
árs til 65 ára, en námið þótti heppn-
ast vel og voru þátttakendur ánægð-
ir með það. Þetta er í fjórða sinn sem
boðið er upp á þetta nám, en Sí-
menntunarmiðstöðin tók þátt í
fyrsta sinn nú. Í upphafi var farið af
stað með námið þar sem skortur var
á leiðsögumönnum, en nú hafa um 80
manns í allt verið útskrifaðir sem
svæðaleiðsögumenn. Námið tekur
192 klukkustundir og fer það fram
samkvæmt námskrá Leiðsöguskóla
Íslands. Bæði er um að ræða bóklegt
og verklegt nám, en markmið þess er
að búa menn undir að fylgja ferða-
mönnum um tiltekin svæði og staði í
styttri og lengri ferðum á Norður-
landi eystra og Skagafirði.
Svæðaleið-
sögumenn
útskrifaðir
RÚMLEGA 4 af 10 félögum í Ein-
ingu-Iðju eru sáttir við síðustu
kjarasamninga að því er fram
kemur í viðhorfskönnun sem gerð
var meðal félagsmanna. Könnunin
var gerð í febrúar síðastliðnum,
hún var skrifleg og fengu 950 fé-
lagsmenn á aldrinum 18 til 75 ára
sendan spurningalista og svöruðu
311. Spurt var um viðhorf fé-
lagsmanna til félagsins og ýmissa
þátt í starfseminni, þjónustu á að-
al- og svæðisskrifstofum og einnig
var viðhorf félagsmanna til ýmissa
þátt í eigin starfi kannað.
Fram kom í könnuninni að 28%
þeirra sem svöruðu voru ósátt við
síðustu kjarasamninga, 43% sátt
og 29% hvorki sátt né ósátt. Eldri
félagsmenn voru sáttari en þeir
yngri, en mest var ánægjan meðal
þeirra starfsmenna sem eru í op-
inberu deild Einingar-Iðju. Fleiri
félagsmenn í tækja-, flutninga- og
byggingadeild voru óánægðir en
þeir sem tilheyra öðrum deildum.
Um helmingur þeirra sem svör-
uðu sagði félagið standa sig vel í
kjarabaráttu, eða 51%, 19% töldu
það standa sig illa og 30% hvorki
vel né illa.
Karlar hlynntari
verkföllum
Þá kom fram í könnuninni að
41% þeirra sem svöruðu er andvígt
verkföllum, jafnmargir hlynntir og
18% svöruðu hvorki né þegar þessi
spurning var borin upp. Fleiri
konur en karlar eru andvígar
verkföllum og þá kom fram að
yngra fólkið var í meira mæli en
það eldra hlynnt því að grípa til
verkfallsvopnsins.
Almennt voru niðurstöður við-
horfskönnunarinnar jákvæðar fyr-
ir félagið og má nefna að 83%
svarenda voru ánægð með störf
þeirrar skrifstofu sem sótt hafði
verið þjónusta til og nær 8 af
hverjum 10 voru jákvæðir í garð
félagsins.
Viðhorfskönnun hjá Einingu-Iðju
43% félaga sátt við
kjarasamninga
ÁTJÁN umsóknir bárust um
stöðu framkvæmdastjóra Öldr-
unarstofnunar Akureyrarbæj-
ar. Framkvæmdastjóri Öldrun-
arstofnunar sér um rekstur
hjúkrunar- og dvalarheimila
hjá bænum en velta þeirra er
um 600 milljónir króna á ári og
stöðugildi um 135. Í rekstri eru
180 hjúkrunar- og dvalarrými á
þrem mismunandi stöðum á Ak-
ureyri.
Umsóknarfrestur um stöð-
una rann út um helgina en hann
hafði þá verið framlengdur frá
27. maí, þar sem mjög fáar um-
sóknir höfðu borist og lítið verið
um fyrirspurnir. Ekki var þó
búið að leggja mat á þær um-
sóknir sem höfðu borist þegar
umsóknarfresturinn var fram-
lengdur.
Umsækjendur um stöðuna
eru: Arnar Már Arnþórsson,
Reykjavík, Björg Erlingsdóttir,
Reykjavík, Björgúlfur Þórðar-
son, Akureyri, Brit Bieltvedt,
Akureyri, Brynhildur Barða-
dóttir, Hafnarfirði, Guðjón
Steindórsson, Akureyri, Har-
aldur A. Haraldsson, Akureyri,
Helga Guðrún Erlingsdóttir,
Akureyri, Íris Jóhannsdóttir,
Akureyri, Jóhanna Harðardótt-
ir, Akureyri, Kristín Thorberg,
Akureyri, Pétur Bolli Jóhann-
esson, Hrísey, Rannveig
Guðnadóttir, Akureyri, Sif
Ólafsdóttir, Borgarnesi, Sigrún
Inga Hansen, Akureyri, Sigurð-
ur Eiríksson, Akureyri, Skúli
Thoroddsen, Keflavík, Stefán
Eyfjörð Stefánsson, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri
Öldrunarstofnunar
Átján um-
sóknir um
stöðuna
„ÉG NENNI ekki að vera neikvæð
og leiðinleg,“ segir Hildur Kristín
Jakobsdóttir listakona á Akureyri,
en hún hefur þjáðst af park-
insonsjúkdómi síðustu ár. Hildur
Kristín varð fyrir miklum áföllum
þegar hún datt, bæði í ágúst og aft-
ur í október á síðasta ári, og brotn-
aði illa á mörgum stöðum. Hefur
heilsu hennar hrakað mjög eftir
þessar byltur en hún lætur þó eng-
an bilbug á sér finna, heldur sínu
striki og sinnir myndlistinni af
krafti.
Verk eftir hana eru nú sýnd í
Safnasafninu á Svalbarðsströnd og
stendur sýningin til 18. júní næst-
komandi. Þá rekur hún gallerí í bíl-
skúrnum heima hjá sér í Borg-
arsíðu 12 á Akureyri þar sem
kennir margra grasa. Meðal þess
sem þar er að finna má nefna peys-
ur og teppi, málaðir steinar og þá
hefur hún málað greinar og skrifað
heilræði á jákvæðum nótum á við-
arbúta, auk útsaums og annarra
muna. Þeir sem hafa hug á að skoða
sig um í galleríinu geta haft sam-
band við þau hjónin í Borgarsíðu,
en það er ekki opið á fyrirfram
ákveðnum tíma.
Hún sagði það í raun hafa komið
sér á óvart hversu mikið hún eigi af
munum. „En ég hef nógan tíma, það
má segja að ég sé alltaf í sumarfríi.
Samt finnst mér sólarhringurinn
ekki nógu langur,“ segir Hildur
Kristín.
Hún og eiginmaður hennar,
Gunnar Valgeir Sigurðsson, bjuggu
lengst af á Hvammstanga, en fluttu
til Akureyrar fyrir tæpum tveimur
árum. Hildur Kristín vildi vera nær
lækni sínum, Gunnari Friðrikssyni,
sem uppgötvaði sjúkdóminn fyrir
nokkrum árum. Talið er að hún hafi
gengið með hann í allt að 13 ár án
þess að hann greindist, en á þeim
tíma hafði hún margoft leitað til
lækna vegna verkja án þess að
nokkuð kæmi út úr þeim heimsókn-
um.
Hildur Kristín segir lífið vissu-
lega harðan skóla, en eftir erfiða
daga voni hún ætíð að sá næsti sem
rennur upp verði sér betri. „Gakktu
glöð út í þennan dag,“ segi ég við
sjálfa mig. Ég skil ekki fólk sem
nennir að eyða orkunni í að vera í
vondu skapi,“ segir Hildur Kristín
og bætir því við að miklu sé hægt að
áorka ef viljinn er fyrir hendi. „Ég
ætla mér að lifa lífinu lifandi, ég á
svo mikið að lifa fyrir,“ segir hún.
Hildur Kristín Jakobsdóttir, listakona á Akureyri, glímir við erfiðan sjúkdóm
„Gakktu glöð út
í þennan dag“
Morgunblaðið/Kristján
Hildur Kristín notaði góða veðrið í gær og vann við listsköpun sína utan-
dyra. Vegna þess hversu Hildur er illa farin m.a. í baki og hálsi sígur
höfuð hennar alveg ofan í bringu og þarf hún því stuðning við höfuðið,
bæði til að létta öndun og auðvelda henni vinnuna. Hér er hún með klút
um ennið, sem bundinn er í kústskaft aftan við stólinn.