Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FREYJA Sigurðardóttir og Guðni Freyr Sigurðsson, sem bæði hafa verið sett í tveggja ára keppnisbann í hreysti (fitness) eftir að nið- urstöður lyfjaprófa sem tekin voru á Íslandsmeistaramótinu í fitness um páskana reyndust jákvæðar, segjast ekki hafa vitað að þau væru að taka inn ólögleg efni. Þau hafi bæði keypt töflur á svörtum mark- aði af líkamsræktarfólki. Freyja segist hafa staðið í þeirri trú að hún væri að taka inn skjaldkirtilslyf sem ekki ætti að greinast í lyfjaprófi og segist Guðni Freyr ekki hafa vitað að hann væri að taka inn stera. Hann hafi beðið um eitthvað til að auka brennsluna og hann hafi ekki vitað að leitað yrði eftir efedríni. Freyja, þrefaldur Íslandsmeistari í fitness, lenti í fyrsta sæti á mótinu í kvennaflokki og hefur þurft að af- sala sér titlinum auk keppnisbanns- ins. Í sýni hennar greindist efnið stanozolol sem er steraefni. Guðni Freyr hafnaði í öðru sæti í karla- flokki, en í sýni hans fannst örvandi efnið efedrín, sterarnir nandrolon og stanzolon auk þess sem hann reyndist vera með of hátt hlutfall testosterons. Hann hefur einnig verið sviptur titlinum. Kristján Samúelsson, sem varð í fyrsta sæti í karlaflokki og féll einnig á lyfja- prófi, vildi ekki ræða við Morg- unblaðið. Í sýni hans fannst efedrín og hefur hann verið settur í þriggja mánaða keppnisbann auk þess sem hann var sviptur Íslandsmeist- aratitlinum. Freyja segir að vaxtarrækt- arfólk, sem selur lyf á svörtum markaði, hafi bent henni á að taka skjaldkirtilstöflur sem gætu aukið brennsluna, þau hafi sagt að það gæti ekki komið fram á lyfjaprófi. „Þau redduðu þessu fyrir mig og ég taldi mig vera að taka inn þetta lyf sem þau sögðu mér frá. Efnið í lyf- inu er til í líkamanum og átti að örva brennsluna hjá mér. Ég vissi fullkomlega að fyrstu þrjú sætin færu í lyfjapróf, ég hef farið í lyfja- próf áður og hef unnið öll þau mót sem ég hef keppt í á Íslandi þannig að ég stefndi á toppinn allan tím- ann. Ég hefði aldrei, fimm vikum fyrir mót, tekið inn steralyf sem getur verið í líkamanum í allt að eitt ár,“ segir Freyja. Aðspurð segist hún þó hafa verið tilbúin til að taka inn skjaldkirtilslyf því hún hafi kynnt sér það og vissi að hún ætti ekki að geta fallið á því á lyfjaprófi. Hún segir að efnið sé ekki á bann- lista ÍSÍ. Hún telur að hún hafi feng- ið rangar töflur hjá fólkinu sem seldi henni þær. „Maður getur fengið þetta efni uppáskrifað hjá lækni, en ég er ekk- ert veik í skjaldkirtlinum og hefði því ekki getað fengið það þar. Ég hefði átt að fara með þetta til lyfja- fræðings og láta hann greina það. Maður er alltaf rosalega vitur eftir á. Ég var búin að fara vel yfir þetta, þetta er reynt fólk og ég treysti því, það er málið. Þetta fólk er búið að vera lengi í þessum bransa og ég taldi það vera að gera rétt.“ Freyja segir að hún hafi byrjað að taka töflurnar fjórum og hálfri viku fyrir mótið og hún hafi hætt því tveimur vikum fyrir mót, þá hafi hún ekki þorað það lengur. Aðspurð segist hún ekki búin að gera upp við sig hvað hún geri nú, en hún hefur verið sett í tveggja ára keppn- isbann. „Það er ekki alveg ljóst hvað ég geri, en ég er ekki búin að gefast upp,“ segir hún. Algengt að fólk kaupi ólöglegar töflur á svörtum markaði Hún segir mjög marga sem stunda líkamsrækt kaupa ólöglegar töflur á svörtum markaði, hún viti um mörg dæmi. „Ég er einkaþjálf- ari og margir spyrja mann út í Ripped Fuel eða eitthvað með efedríni í. Maður mælir ekki með svona töflum því þær geta verið vanabindandi, haft fráhvarfs- einkenni og maður veit ekkert hvað þetta getur haft í för með sér.“ Guðni Freyr Sigurðsson, sem einnig var settur í tveggja ára keppnisbann, hefur sömu sögu að segja og Freyja. Hann hafi beðið fólk sem selur ólögleg efni á svört- um markaði að útvega sér eitthvað brennsluaukandi. „Það átti ekki að vera vefaukandi, hefði ég vitað það hefði ég aldrei gert þetta, ég vissi að það yrði lyfjaprófað og vissi ekki að það væru sterar í þessu,“ segir hann. Spurðir þú að því? „Ég bara bjóst við því að þetta væri ekki svoleiðis. Ég bað ekki um neitt svoleiðis.“ Hvað baðstu um? „Bara eitthvað til að auka brennsluna.“ Þú hefur ekki spurt hvort það væru ólögleg efni í því sem myndu koma fram á lyfjaprófi? „Jú, það átti ekki að vera. Þetta átti að vera leyfilegt annars staðar en hér.“ Guðni segir að hann hafi ekki vit- að að það yrði leitað að efedríni, hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að það væri ólöglegt. Hann segir að hann hafi grunað að í brennslu- töflunum væri að finna efedrín, koffín eða eitthvað slíkt. Guðni Freyr vill ekki segja hverjir seldu honum töflurnar, segist hafa tekið þær inn í um mánaðartíma fyrir keppnina, hann hafi ekki vitað að afleiðingarnar yrðu þessar, þá hefði hann aldrei gert þetta. Vissu ekki að efnið innihéldi stera SIGURÐUR Magnússon, formaður Lyfjaráðs Íþrótta- og ólympíuráðs Íslands, segir að stór hluti fæðubót- arefna sem eru ólögleg hér á landi en flutt hingað inn ólöglega og seld, inni- haldi efni sem eru á bannlista Alþjóð- legu Ólympíunefndarinnar, án þess að það komi fram í innihaldslýsing- unni eða umbúðunum. Í fyrra haust hafi nefndin sent út viðvörun þar sem íþróttamönnum var ráðlagt að nota ekki fæðubótarefni þar sem ómögu- legt væri að vita hvað væri að finna í þeim. Hann segir að margir íþrótta- menn hafi brennt sig á því að hafa tekið inn fæðubótarefni sem þeir hafi talið saklaust, en síðan hafi komið í ljós á lyfjaprófi að það hafi innihaldið ólögleg efni. Þrír af sex verðlaunahöfum á Ís- landsmeistaramótinu IFBB í hreysti (fitness) féllu á lyfjaprófi og hafa þeir verið sviptir verðlaunatitlum sínum og settir í keppnisbann. Hjá Freyju Sigurðardóttur, sem var í fyrsta sæti, greindist niðurbrotsefni af stanozolol og sömuleiðis hjá Guðna Frey Sig- urðssyni, sem var í öðru sæti. Í sýni hans fannst einnig nandrolon og efedrín auk þess sem hann reyndist hafa of hátt hlutfall testosterons. Þau voru bæði sett í tveggja ára keppn- isbann. Kristján Samúelsson, sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki, var settur í þriggja mánaða bann en í hans sýni greindist efedrín. Ótímabær dauðsföll rakin til steranotkunar Sigurður segir stanozolol og nandrolon vera tilbúna stera sem eru líkamanum ekki eðlilegir. Hann segir þá tiltölulega algenga í misnotkunar- tilfellum í íþróttum. Mikið hafi borið á nandrolon síðustu misseri, frægir íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi vegna þess eða annarra ólöglegra efna sem mynda sama niðurbrots- efni. Hann segir að sum þeirra sé að finna í fæðubótarefni sem selt er er- lendis, en vitað er að hægt er að kaupa ólögleg fæðubótarefni hér á svörtum markaði. Sterar hafa vefaukandi áhrif á lík- amann, hafa áhrif á vöðvauppbygg- ingu þannig að menn eru fljótari að ná krafti og vöðvastyrk. Sigurður segir mjög óhollt að taka stera. „Ster- ar hafa óheppileg áhrif á blóðfituna, því miður eru alltof mörg dæmi um að íþróttamenn hafi dáið tiltölulega ungir, fengið kransæðastíflu og hjartaáfall vegna þess að þeir hafa verið að fikta við eitthvað svona,“ segir hann. Einnig sé hætta á heila- blóðfalli. Testosteron er hormón sem líkam- inn framleiðir sjálfur, en hlutfall test- osterons er meðal þess sem er skoðað í lyfjaprófi. Hlutfallið er mishátt í mönnum og reynist það í hærri kant- inum er fylgst reglulega með mönn- um til að sjá hvort það sé þeim eðli- legt að hafa hátt hlutfall hormónsins. „Ef hlutfallið er of hátt er það sterk vísbending um að menn hafi tekið inn testosteron. Hlutfallið er yfirleitt í kringum 2, en ef það fer yfir 6 er það rannsakað. Fari það yfir 10 eru nán- ast engar líkur á að það geti verið líf- fræðilegur breytileiki.“ Hann segir hlutfall Guðna Freys hafa verið u.þ.b. tvöföld sú tala þannig að jafnvel án þess að gera greiningu sé nánast hægt að útiloka að um líffræðilegan breytileika sé að ræða. Hann segir að hormónið flýti fyrir skallamyndun auk þess sem það hafi áhrif á blóðfitu eins og allir sterar. Hann segir örvandi efnið efedrín vera mjög vel þekkt sem efni sem er notað til að bæta árangur í íþróttum. Hann segir það algengt í fæðubótar- efnum, eins og Ripped Fuel, sem hafa verið seld á svörtum markaði hér- lendis. Talsvert hafi borið á því í boltaíþróttum, ekki síst körfubolta. Hann segir að í Bandaríkjunum megi selja fæðubótarefni sem inniheldur efedrín og stera. Sigurður segir að- gang íslenskra íþróttamanna að slíku of greiðan, annar hver maður viti hvar hann geti fengið slík efni. Efedrín hefur örvandi áhrif á lík- amann, er skylt amfetamíni, er ekki eins kröftugt, en getur verið hættu- legt sé það notað í miklu magni. Margir sem hafi notað það hafi fundið fyrir hröðum hjartslætti, svitakófi og vanlíðan. Hann segir að í nágranna- löndunum sé hlutfall lyfjaprófa sem reynast jákvæð gjarnan í kringum 1% og segir hann að það eigi einnig við hér. Erfitt sé að segja til um þró- unina þar sem færri lyfjapróf séu framkvæmd hér árlega en í stærri löndum. Í fyrra hafi tveir körfubolta- menn verið dæmdir í keppnisbann fyrir efedrínneyslu, í ár hafi enn ekk- ert tilfelli lyfjamisnotkunar komið upp, en hreysti er ekki keppnisgrein innan ÍSÍ. Síðustu fjögur ár hafa allir verð- launahafar á Íslandsmeistaramótum verið lyfjaprófaðir. IFBB er óform- legur aðili að Alþjóða Ólympíusam- bandinu og starfar því eftir reglum þess varðandi lyfjaeftirlit, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu sem IFBB fitness á Íslandi sendi frá sér þegar niðurstöður úr lyfjaprófun- um lágu fyrir. Sigurður segir ÍSÍ framkvæma lyfjapróf fyrirvaralaust, bæði á æf- ingum og í keppnum. Á vef ÍSÍ, www.isisport.is, er að finna lista yfir þau lyf sem seld eru Íslandi sem eru á bannlista og eru þau fjölmörg. Fimm efnaflokkar eru bannaðir; örvandi lyf, deyfi- og verkjalyf, vefaukandi efni (sterar), þvagræsilyf og loks peptíð- hormón, hermiefni og eftirhermur. Mismunandi sé eftir íþróttagrein- um hvaða lyf íþróttamenn freistist til að nota til að bæta færni sína. Fólk í kraftagreinum taki stera til að byggja upp vöðva, örvandi efni séu meira áberandi í greinum þar sem snerpa og úthald skipta máli. Í íþróttagreinum eins og maraþon- hlaupi og skíðagöngu þar sem þarf mikið úthald geti menn verið komnir út í efni sem hækka innihald rauðra blóðkorna í blóði. Rauðu blóðkornin flytja súrefni til vöðvanna og því meira sem er af rauðum blóðkornum í blóðinu því meira súrefni nær blóðið að flytja til vöðvanna. Skíðagöngu- menn á Ólympíuleikunum í Salt Lake City voru t.d. staðnir að því að taka hormón sem hafa þessi áhrif. Sigurð- ur segir að fólk í skotfimi, bogfimi og golfi geti freistast til að taka beta- blokkara, sem hægja á hjartslætti, til að verða handstyrkara. Sigurður segir tvær ástæður fyrir því að þvagræsilyf séu bönnuð. Með þeim geti maður sem hefur tekið inn einhver önnur lyf drukkið mikinn vökva, tekið þvagræsilyf og flýtt því að niðurbrotsefni ólöglega efnisins hreinsist úr líkamanum. Þá geti menn þurrkað upp líkamann til að léttast í íþróttagreinum þar sem þyngdarflokkar skipta máli til að fá léttari andstæðinga. Vilja vernda heilsu íþróttamanna Sigurður segir tvær ástæður fyrir því að Alþjóðlega Ólympíunefndin bannar ákveðin lyf. „Í fyrsta lagi er ástæðan siðferðileg, að einn hafi ekki ávinning umfram annan. Hin ástæð- an er að vernda heilsu íþróttamanns- ins, efnin hafa mörg miklar auka- verkanir og geta leitt til heilsutjóns og jafnvel dauða. Það er óæskilegt að taka lyf við einhverjum sjúkdómum þurfi maður þess ekki. Með því að banna verkja- og deyfi- lyf er dregið úr hættunni á að menn keppi meiddir, íþróttamanni forðað frá því að níðast á líkama sínum þeg- ar hann er meiddur og þyrfti að fá hvíld,“ segir Sigurður. Efni sem eru líkamanum eðlileg en hafa áhrif á færni íþróttamanna eru einnig bönnuð. T.d. vaxtarhormón, insúlín og efni sem örvar myndun rauðra blóðkorna. Sigurður segir að oft sé erfitt að greina hvort þessi efni hafi komið á ólöglegan hátt inn í lík- amann, þessar rannsóknir séu bæði tímafrekar, dýrar og erfiðar. Spurður um aðferðir eins og að taka skjaldkirtilslyf, eins og Freyja ætlaði að gera til að byggja sig upp, segir Sigurður að slík lyf eigi enginn að nota nema í samráði við lækni. Maður fái lyf hjá læknum en ekki vin- um sínum eða kunningjum eigi mað- ur við vandamál í skjaldkirtli að stríða. Þetta sé röng aðferð til að byggja sig upp og aldrei verði hægt að sam- þykkja slíkar skyndilausnir. Sigurður Magnússon, formaður Lyfjaráðs ÍSÍ, segir ólögleg efni geta verið stórhættuleg Ómögulegt að vita hvað fæðubótarefni innihalda Morgunblaðið/Golli Aðgangur íslenskra íþróttamanna að ólög- legum efnum sem ætlað er að bæta færni þeirra er áhyggjuefni að mati formanns Lyfjaráðs ÍSÍ. Notkun slíkra efna getur verið stórhættuleg og virðist sem íslenskir íþróttamenn viti í ákveðnum tilfellum ekki hvað þau efni sem þeir taka innihalda. Um 1% lyfjaprófa sem framkvæmd eru hér á landi er jákvætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.