Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 33
SKÁLDVERK ítalska rithöfund-
arins Italos Calvino einkenndust
lengi vel af prakkaralegri framúr-
stefnu þar sem efniviður eða þemu
voru gjarnan sótt til þjóðsagna, sbr.
Baróninn í trjánum (Il barone ramp-
ante, 1957), en þar tekur titilpersón-
an þá róttæku ákvörðun á unga aldri
að flytja upp í trén á óðalssetri sínu
og stíga ekki fæti framar á jörðina.
Sagan lýsir síðan þeim frumlegu og
úthugsuðu aðferðum sem beitt er til
að svo megi verða. Í þessari bók og
öðrum líkt og Klofna greifanum (Il
visconte dimezzato, 1952) byggir höf-
undur að grunninum til á fjarstæðu-
kenndum ævintýrum sem þó, þegar
nánar er að gáð, reynast hafa sam-
tímalegar skírskotanir. Síðustu
skáldsögu Calvinos, Herra Palomar
(1983), skyldi þó heldur flokka með
verkum á borð við Marcovaldo (1963)
og Alheimssögum (Le cosmicomiche,
1965) þar sem uppspretta frásagnar-
innar er fundin í áþreifanlegum eig-
inleikum raunheimsins, en sú síðar-
nefnda lýsir til að mynda sögu
heimsins allt frá fyrsta hvelli frá sjón-
arhorni stærðfræðijöfnu.
Herra Palomar er næmur athug-
andi umhverfis og náttúru en líkt og
borgarbúinn Marcovaldo, sem í sam-
nefndri bók átti sér draum um að
upplifa „náttúruna“ innan borgar-
markanna án nútímalegs áreitis, nær
hann þó aldrei að uppfylla þær kröfur
sem hann gerir til eigin skynjunar og
reynslu. Í Herra Palomar kynnast
lesendur manni sem um margt líkist
stjörnusjónaukanum sem hann er
skírður eftir, að því leyti sem Palom-
ar reynist holdgervingur hins rann-
sakandi sjónmáls – en sá galli er á
gjöf Njarðar að sjónmálið, og vitund-
in sem rekur það áfram, rekst í sífellu
á þann þekkingarfræðilega vegg sem
afmarkar skynjun og skilning manns-
ins á umhverfi sínu. Leiðarstef í bók-
inni er svo meðvitund Palomars um
takmarkanir sínar, enda er hann bú-
inn ríkulegri sjálfsgagnrýni, þannig
að átakasvið bókarinnar reynist vera
innra með söguhetjunni.
Í raun er skáldsagan um herra Pal-
omar afskaplega frumlegt skáldverk
þótt það láti kannski lítið yfir sér; lýs-
ingar á umhverfi og náttúru eru látn-
ar fleyta sögunni áfram og gegna þær
þar ekki ósvipuðu táknrænu hlut-
verki og í rómantískum skáldskap
nítjándu aldar, þ.e. lýsingunum er
ætlað að bregða birtu á einhvern
samhangandi sannleika sem leynist
handan skynjunar og verður aðeins
fundinn með djúpu innsæi. Ólíkt róm-
antísku skáldunum virðist þó Calvino
efast um hæfileika mannsins til að
horfa svo djúpt, jafnvel þótt Palomar
njóti aðstoðar vísindahugsunar sam-
tímans: „Þegar Palomar gerði sér
grein fyrir hve ónákvæm og höll und-
ir villur viðmið heimsins eru, þar sem
hann hafði haldið að hann mundi
finna nákvæmni og algildar reglur“
hélt samband hans og hlutanna óhjá-
kvæmilega áfram „að vera slitrótt og
óstöðugt“. Enda reynast misheppn-
aðar tilraunir Palomars til að henda
reiður á umhverfi sínu uppspretta
kímninnar í verkinu, samhliða því
sem höfundi tekst að skapa vef smá-
atriða og nákvæmra lýsinga sem ger-
ir lesanda á stundum kleift að sjá
lengra og skynja meira en seinhepp-
inni söguhetjunni reynist mögulegt.
Formgerð bókarinnar er útskýrð í
stuttum eftirmála við frásögnina og
kemur þar í ljós að „upplifunum“ og
vangaveltum Palomars hefur verið
vandlega skipað niður í merkingar-
bæra röð. Köflum er skipt í þrjá ólíka
efnisflokka sem höfundur aðgreinir
og lýsir. Sá fyrsti svarar til sjónrænn-
ar reynslu sem beinist að formum í
náttúrunni. Annar snýr að mann-
fræðilegum fyrirbærum, menningar-
legum í víðum skilningi, og sá síðasti
lýsir óljósri reynslu sem tengist vídd-
um hugans, sambandi milli sjálfsins
og alheimsins. Það er í raun afar
hjálplegt að kynna sér þetta skipulag
bókarinnar því eins og áður segir
felst drifkrafturinn í lýsingum frem-
ur en viðburðaríku „plotti“, og með-
vitund um þá heildarmynd sem höf-
undur leitast við að skapa í verkinu
getur gert lesturinn markvissari. Án
þess að fullyrða um það minnir mig
einmitt að þetta skipulagsskema sé
t.d. í byrjun ensku þýðingarinnar, en
ekki í lokin eins og hér. En hvort sem
stuðst er við skipulagsskema höfund-
ar (en það myndi Palomar einmitt
gera) mega þeir lesendur sem gefa
sig á vald sérstæðrar skynjunar aðal-
persónunnar eiga von á ferðalagi um
lendur mannshugans og nánum
kynnum við einhverja skemmtileg-
ustu skáldsögulegu birtingarmynd
ævarandi viðleitni mannsins til að
skilja og skilgreina veröldina um-
hverfis.
Átök við
umhverfið
BÆKUR
Þýdd skáldsaga
eftir Italo Calvino. Guðbjörn Sigurmunds-
son íslenskaði. Bjartur, Reykjavík 2002.
134 bls.
HERRA PALOMAR
Björn Þór Vilhjálmsson
SAGNABÁLKUR metsöluhöf-
undarins Anne Rice, „The Vamp-
ire Chronicles“ er mörgum kunn-
ur, bæði þeim sem lesið hafa
bækurnar, sem einkennast af
snjallri og vel skrifaðri úrvinnslu á
vampírumýtunni, og hinum sem
sáu kvikmynd Neil Jordan, Int-
erview with the Vampire, sem
byggð er á fyrstu bókinni í ofan-
greindum sagnabálki. Í bálkinum
er sagt frá ævafornum vampírum,
m.a. vampírunni Lestat og skapara
hennar Mariusi, sem glíma við
bölvun ódauðleika og heims-
hryggðar samhliða því sem þær
ásækja þrýstna hálsa að nætur-
lagi.
Kvikmyndin Queen of the
Damned tekur upp þráðinn þar
sem Interview with the Vampire
sleppti, nema hvað hér er um
nokkuð óvandaðra kvikmynda-
verkefni að ræða. Myndin er nefnd
eftir þriðju bókinni í sagnabálk-
inum, þó svo handritið sé spunnið
úr annarri og þriðju bók. Aðalper-
sónan er áfram hinn myndarlegi
Lestat, sem sér ástæðu til að fara
á stjá á ný þegar hann skynjar
krafta dægurmenningar ofan-
verðrar 20. aldar. Í myndinni er
unnið með hina áhugaverðu úr-
vinnslu Anne Rice á tengslum al-
þýðumýta og dægurmenningar og
undirliggjandi strauma kynferðis,
nautna og holdleika sem þar eru
fóstraðir.
Sagt er frá ákvörðun Lestat um
að gerast poppstjarna í myrkari
kantinum, sem notfærir sér tákn-
heim vampírunnar í „ímyndamót-
un“ sinni (og hefur fyrir vikið nóg
af grúppíublóði til að nærast á).
Það er þessi hluti sögunnar sem
hvað best tekst að vinna með í
kvikmyndinni, og er poppstjarnan
Lestat sannfærandi. Sá hluti sem
lýtur að heimshryggð, forsögu og
húmanískum akkillesarhæl Lestat
tekst hins vegar ekki eins vel, og
verður einfeldningslegur á stund-
um. Hin ofurilla og blóðþyrsta
drottning hinna bannfærðu skipar
þar ákveðinn miðpunkt sem er
fremur tæpur í túlkun söngkon-
unnar Aaliyuh, sem lést sviplega í
flugslysi á síðasta ári, og gefur
myndinni fyrir vikið örlítið meira
gildi.
Í heild er myndin þó langt frá
því að vera afleit, þar koma fyrir
margir skemmtilegir fletir og er
handritið nægilega þétt til að
halda athygli áhorfandans til enda.
Ímynd-
armótuð
vampíra
KVIKMYNDIR
Sambíóin Kringlunni, Álfabakka
Leikstjóri: Michael Rymer. Handrit: Scott
Abbott og Michael Petroni. Byggt á
sagnaröð Anna Rice. Kvikmyndataka:
Ian Baker. Tónlist: Jonathan H. Davis,
Richard Gibbs. Aðalhlutverk: Stuart
Townsend, Marguerite Morueau, Aaliyah
og Vincent Perez. Sýningartími: 90 mín.
Bandaríkin. Warner Bros., 2002.
QUEEN OF THE DAMNED (DROTTNING
HINNA BANNFÆRÐU) Heiða Jóhannsdóttir
arstjóri er Hjálmar Ragnarsson.
Leikstjóri er Guðjón Pedersen.
Þess má geta að óperan hefur
verið flutt við ýmis tækifæri hér
heima og á listahátíðum víða erlend-
is allt frá fyrstu frumsýningu árið
1992, síðast á Íslandsdeginum á
EXPÓ í Lissabon 1998.
Hátíðin í Borgarleikhúsinu hefst
kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og
öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Í BORGARLEIKHÚSINU verður
efnt til veglegrar lokahátíðar í
kvöld, fimmtudag, í tilefni loka leik-
árs. Kortagestir og aðrir velunn-
arar leikhússins eru sérstaklega
boðnir.
Á dagskrá hátíðarinnar er m.a.
dansverkið Elsa eftir Láru Stef-
ánsdóttur, sem þau Hlín Diego og
Guðmundur Elías Knudsen dansa.
Leikarar og baksviðsfólk kemur
fram í óvæntum gervum og bregður
á leik og brestur í söng. Hljóðfæra-
sláttur mun óma úr hverjum kima.
Óperan Rhodymenia Palmata eft-
ir Hjálmar Ragnarsson við kvæða-
syrpu Halldórs Laxness verður flutt
af söngvurunum Eddu Heiðrúnu
Backman, Jóhanni Sigurðarsyni og
Sverri Guðjónssyni ásamt kór, sem
samanstendur af öllum leikurum
Leikfélags Reykjavíkur. Hljómsveit-
Lokahátíð í Borgarleikhúsinu
Morgunblaðið/Arnaldur
EMIL Þór Sigurðsson sýnir nú ljós-
myndir sínar í Galleríi Fold. Um er
að ræða loftmyndir, flestar teknar
á síðasta ári og eru þær til sölu.
Emil Þór er lærður ljósmyndari.
Hann starfaði áður sem blaða-
ljósmyndari en hefur rekið eigið
fyrirtæki í átján ár, Ljósmynda-
stofu Reykjavíkur. Emil hefur mik-
ið unnið við myndatökur úr lofti.
Sýningunni lýkur 9. júní.
Loftmyndir
í Fold
Emil Þór Sigurðsson: Land míns
föður…Langisjór.
Listasafn Íslands Í tengslum við
rússnesku sýninguna Hin nýja sýn
flytur Elísa Björg Þorsteinsdóttir
listfræðingur fyrirlesturinn Menn
með mönnum. Fjallar hún um þátt
kvenna í rússneskri myndlist um og
eftir aldamótin 1900. Fyrirlesturinn
hefst kl. 20 og er öllum opinn.
Á sýningunni í Listasafninu eru verk
eftir sjö rússneskar konur (en eftir
45 karla) og mun Elísa fjalla um þær
en einnig aðrar listakonur Rússa á
þessu tímabili.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
BÓKAFORLAG í Ungverjalandi,
Europa Konyvkiado, hefur keypt út-
gáfuréttinn á leikriti Árna Ibsens,
Himnaríki. Leikritið verður gefið út í
safni norrænna leikrita í ungversk-
um þýðingum nú í haust, en verkið
var sýnt í Ungverjalandi á seinasta
ári og önnur uppfærsla þess í land-
inu er í bígerð. Þýðandi er Gábor
Szappanos. Ritstjóri safnritsins er
Cecilia Ölveczky, dramatúrg við
norska þjóðleikhúsið, en hún er af
ungverskum ættum.
Í safnritinu eru auk Himnaríkis,
sænsku leikritin Bildmakarna eftir
Per Olof Enquist, Tiden är vårt hem
eftir Lars Norén og Kvartett eftir
Niklas Rådström, einnig Draum am
hausten eftir norska leikskáldið Jon
Fosse og danska leikritið Snart
kommer tiden eftir Line Knutzon.
Bókaforlagið Europa Konyvkiado
hefur áður gefið út tvö hliðstæð safn-
rit með enskum og bandarískum
samtímaleikritum.
Himnaríki
gefið út í
Ungverja-
landi
HANDRITSHÖFUNDARNIR
Zeltser og Bickley hafa greinilega
legið yfir ófáum spennumyndum
byggðum á samsæriskenningum og
réttarhaldsdramatík áður en þeir
settust niður við að semja High
Crimes. Útkoman klisjum hlaðin
meðalafþreying þar sem maður hef-
ur á tilfinningunni að hafa séð nánast
hvert atriði áður og oftast í skárri
myndum. Það sem lyftir High Crim-
es af botninum er gamalkunn natni
og fagmennska New Regency, fyr-
irtækis Arnons Milchan, þar sem
ekkert er til sparað svo útlitið sé
nánast óaðfinnanlegt. Það sem vill
skorta hjá þessu ágæta fyrirtæki er
alþekkt og alþjóðlegt vandamál í
kvikmyndagerð – frumlegt handrit.
Ashley Judd leikur lögfræðinginn
Claire Kubik, eldklára og útundan
sér og á góðri leið með að gerast
meðeigandi í lögmannsstofunni. Bíó-
gestir þekkja mæta vel drauminn
þann. Kubik er hamingjusamlega
gift hinum stóra og stæðilega Tom
(James Caviezel) og í myndarbyrjun
kemur í ljós að þau eiga loksins von á
barni. Eitthvað könnumst við við þá
uppákomu. Þá hellast ósköpin yfir.
Tom er tekinn fastur með slíkum til-
burðum að ætla mætti að talíbani
væri á ferð. Brátt kemur í ljós að
Tom er fangelsaður fyrir stríðsglæpi
sem hann framdi í El Salvador á ár-
um áður og að hann hefur síðan falist
undir dulnefni.
Tom heldur fram sakleysi sínu og
Claire setur allt í gang til að bjarga
bónda sínum úr samsærisplotti hers-
ins. Fær til liðs við sig lögmanninn
Grimes (Morgan Freeman), fyrrum
klókan lagaref, nú fyllibyttu.
Er bóndinn sekur eða saklaus? Út
á það gengur myndin, sem stendur í
hartnær tvo tíma. Höfundarnir
teygja lopann með snyrtilegum en
gamalkunnum hliðarsögum af
drykkjuskap og myrkraverkum her-
mennskunnar en þó fyrst og síðast
vafanum um sekt eða sakleysi. Mikil
flækja í kringum einfalt mál sem
Pentagon hefði auðveldlega leyst
með einni byssukúlu til viðbótar – ef
hugmyndafræði höfundanna réði
ríkjum á þeim slóðum. Nokkrar lið-
tækar aukapersónur, vel leiknar af
Peet, Scott, Gaston og Davison,
hjálpa upp á sakirnar. Samleikur
Judd og Freemans er að verða dálít-
ið hversdagslegur en þau skila sínu
eins vel og handritið leyfir.
Endarnir eru tveir og báðir ámóta
fyrirsjáanlegir. High Crimes hlýtur
að flokkast frekar undir vonbrigði
því við stjórnvölinn stendur Carl
Franklin sem lofaði miklu með
fyrstu mynd sinni, One False Move.
Síðan hefur meðalmennskan verið
allsráðandi en hún skrifast þó að
þessu sinni á þau Zeltser og Bickley.
Leikið tveim skjöldum
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Borg-
arbíó Akureyri
Leikstjóri: Carl Franklin. Handrit: Yuri
Zeltser, Grace Carey Bickley. Kvik-
myndatökustjóri: Theo van den Sande.
Tónlist: Graeme Revell. Aðalleikendur:
Ashley Judd, Morgan Freeman, James
Caviezel, Adam Scott, Amanda Peet,
Juan Carlos Hernandez, Bruce Davison,
Michael Gaston. Sýningartími 115 mín.
New Regency/20th Century Fox. Banda-
ríkin 2002.
HIGH CRIMES
Sæbjörn Valdimarsson