Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 25 FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉLAR GARÐSLÁTTUVÉLARSLÁTTUORF HEKK KLIPPUR HANDSLÁTTUVÉLAR REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070 ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST Létt og lipur. Fyrir sumar- bústaðinn og heimilið Sú græna góða. 4,75 hp - 6,5 hp Sú mest selda. 3,5 hp - 6 hp Fyrir þá sem vilja „alvöru“ hekkklippur „Bumbubaninn“ sem bregst ekki Hörkuorf fyrir alla sláttumenn OD DI H F I4 79 9 Kæli- og frystiskápar Eldunartæki Þvottavélar og þurrkarar Uppþvottavélar VEITINGAREKSTUR er í fullum gangi í Iðnó þótt Leikfélag Íslands hafi hætt starfsemi, segir Margrét Einarsdóttir framkvæmdastjóri veitingahússins. Leigusamningur Iðnós ehf. gildir fram á mitt næsta ár og segir Margrét matsölu á 2. hæð hússins opna alla daga frá 18– 22. Einnig er starfrækt kaffihús í Iðnó nú í sumar sem opið er frá 12– 18 alla daga. Hluti kaffihússins er utandyra á palli við Tjarnarbakk- ann og segir Margrét að opið verði frameftir á kvöldin þegar vel viðr- ar. „Margir virðast halda að veit- ingarekstur hafi lagst af með enda- lokum Leikfélags Íslands en svo er auðvitað alls ekki. Nú er hópur kvenna til að mynda að æfa leikrit sem frumsýnt verður í lok ágúst eða byrjun september og nefnist Beyglur með öllu. Það verður sýnt fram á vetur. Einnig er aðstaða í húsinu fyrir veisluhöld, hópa og alls konar uppákomur og hugmyndin sú að efna til hádegissýninga. Hér er því allt fullt af lífi, þótt Leikfélag Íslands hafi hætt starfsemi,“ segir Margrét Einarsdóttir að síðustu. Veitingarekstur og kaffihús í Iðnó Morgunblaðið/Kristinn Margrét Einarsdóttir er framkvæmdastjóri veitingahússins í Iðnó. HALDA skal skrá yfir nöfn og kennitölur þeirra einstaklinga sem fá gat í eyrnasnepil, sam- kvæmt leiðbeinandi reglum um húðgötun í eyrnsnepla sem sam- þykktar voru einróma á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Árný Sigurðardóttir, heilbrigð- isfulltrúi hjá Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur, segir að tilgangur þessa sé að hægt verði að rekja smit komi slíkar aðstæður upp. Reglurnar kveða einnig á um að einstaklingar undir 18 ára aldri, sem vilja láta gata eyrna- snepla sína, þurfi skriflegt leyfi forráðamanna. Þeir sem stundi húðgötun skuli sömuleiðis af- henda viðskiptavini upplýs- ingablað frá Landlæknisembætt- inu, sem viðskiptavinur skal kynna sér og samþykkja með undirskrift sinni. Auk þessa skulu þeir sem gata eyru gefa viðskiptavinum bæði munnlegar og skriflegar leiðbeiningar um hvernig skuli meðhöndla gataða svæðið. Skartgripir sem settir eru í eyrnasnepla skulu vera dauðhreinsaðir áður en þeir eru settir í eyrun og mega ekki inni- halda ofnæmisvaka eins og nikk- el og efnasambönd þess. Undirrita skuldbindingu hjá Landlæknisembætti Sérstakt rými skal ætlað fyrir húðgötunina þar sem aðgengi er að handlaug ásamt tilheyrandi útbúnaði og aðstaða til að þrífa áhöld. Þá skulu starfsmenn fylgja almennum leiðbeiningum um hreinlæti og sótthreinsun. Þeir sem starfa við götun í eyrnasnepla skulu sækja um starfsleyfi til viðkomandi heil- brigðiseftirlits og þurfa þeir að undirrita skuldbindingu hjá Landlæknisembættinu um að þeir muni fara í einu og öllu að reglum viðkomandi heilbrigð- iseftirlits varðandi reksturinn. Árný segir að til þessa hafi húðgötun í eyrnarsnepla heyrt undir sömu reglur og húðgötun almennt. Eyrnasneplar séu ekki jafnviðkvæmir og aðrir staðir sem fólk lætur gata, eins og kyn- færi, munnhol og geirvörtur, svo dæmi séu tekin. Önnur vinnu- brögð þurfi við slíkar aðgerðir og því hafi sérstakar reglur verið samdar fyrir götun eyrnasnepla. Skrá einstaklinga með göt í eyrnasneplum Morgunblaðið/Sverrir Undir 18 ára sem vilja göt í eyrnasnepla þurfa skriflegt leyfi forráðamanna, sam- kvæmt nýjum reglum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.