Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 61

Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 61 DAGBÓK Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval Dragtir frá 5.900 • Blússur frá 2.900 Bolir • Buxur 20%afsláttur HELGARTILBOÐ fimmtud., föstud., laugard. og sunnud. Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Firði, Hf. sími 555 4420 af öllum dömuskóm Guðrún Rósa Sigurðardóttir sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum hefur opnað stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6. Tímapantanir í síma 535 7700, alla virka daga frá kl. 9—17 ÓMAR Olgeirsson spilaði út laufáttunni og Þröstur Ingi- marsson í sæti sagnhafa hreyfði hvorki legg né lið í langan tíma á meðan hann lagði á ráðin. Samningurinn var sex hjörtu og þetta var viðfangsefni Þrastar: Austur gefur; AV á hættu: Norður ♠ – ♥ K1054 ♦ ÁKDG ♣ÁD964 Suður ♠ ÁG10873 ♥ Á972 ♦ 3 ♣107 Spilið er frá landsliðsæf- ingu um helgina og slemma var óhjákvæmileg eftir að Þröstur vakti létt á einum spaða í suður. Í norður var Bjarni Einarsson, en AV Ómar og Ísak Örn Sigurðs- son: Vestur Norður Austur Suður Ómar Bjarni Ísak Þröstur – – Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Allir pass Hvernig myndi lesandinn spila í sporum Þrastar? Með öðru útspili, til dæm- is tígli, væri hin eðlilega spilamennska að henda laufi niður í tígul og reyna svo að trompa niður laufkónginn annan eða þriðja. Slemman er þá í húsi ef trompið er 3-2 og laufið fríast. En laufáttan er óþægilegt útspil og breytir reiknings- dæminu. Þröstur ákvað að taka áttuna trúanlega sem topp af tvíspili eða einspil. Hann tók með laufás, spilaði tígli tvisvar og henti lauftíu heima. Fór svo af stað með laufdrottningu. Það kom honum á óvart þegar Ísak fylgdi með smáspili, en Þröstur hélt sínu striki og henti spaða: Norður ♠ – ♥ K1054 ♦ ÁKDG ♣ÁD964 Vestur Austur ♠ 954 ♠ KD62 ♥ D63 ♥ G8 ♦ 10654 ♦ 9872 ♣K82 ♣G53 Suður ♠ ÁG10873 ♥ Á972 ♦ 3 ♣107 Ómar fékk slaginn á lauf- kóng og „borðleggjandi“ slemman var komin niður. Útspil Ómars var snjallt og heppnaðist fullkomlega. Vissulega er ekki óþekkt að menn spili frá styrk í gegn- um hliðarlit blinds í þeim til- gangi að neyða sagnhafa til að taka svíningarákvörðun snemma. En laufhundarnir eru þess eðlis að Þröstur gat þrætt slemmuna heim ef vestur átti staka laufáttu og þrílit í trompi og hann ákvað að spila upp á það. Þá má byggja upp aukaslag á lauf með tvívíningu og henda einu niður í spaðaás. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla LJÓÐABROT STÖKUR Hvernig fæ ég þakkað þér það, sem varð til bjargar? Þú hefur, góða, gefið mér gleðistundir margar. Í framtíð mun ég sólskin sjá og sumargeisla bjarta, þeir mér skulu löngum ljá ljós og von í hjarta. Misjafnt auði út er býtt, ýmsa nauðir fanga. Yfir hauður, hart og grýtt, hlýt ég snauður ganga. Hjalti Jónsson 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. Rf3 d6 4. d4 g6 5. c4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Be2 Bg4 9. exd6 exd6 10. h3 Bxf3 11. Bxf3 Rc6 12. b3 f5 13. Re2 g5 14. g4 f4 15. Bc1 Df6 16. Bb2 Hae8 17. O-O Rc8 18. Bc3 Dh6 19. Kh2 R8e7 20. Dd3 Rg6 21. Rg1 Bf6 22. Hae1 Rh4 23. Bxc6 bxc6 24. Rf3 Dg6 25. Dxg6+ hxg6 26. Rxh4 gxh4 27. Hxe8 Hxe8 28. g5 Bd8 29. He1 Hxe1 30. Bxe1 f3 31. Bd2 d5 32. a4 Kf7 33. a5 a6 34. Kg1 Ke6 35. Bf4 Kf5 36. Be5 dxc4 37. bxc4 Kxg5 38. Kf1 Kf5 39. Ke1 Ke4 40. Kd2 Bg5+ 41. Kc3 Staðan kom upp í úrvals- flokki III á minningar- móti Capa- blanca sem lauk fyrir skömmu í Ha- vana. Pablo Zarnicki (2499) hafði svart gegn Jóni Viktori Gunnarssyni (2396). 41...Be3! 42. Bxc7 42. fxe3 gekk ekki upp vegna 42...f2 og svarta peðið rennur upp í borð. 42...Bxd4+ og hvítur gafst upp. Lokastaða flokks- ins varð þessi: 1. Irisberto Herrera (2474) 7½ vinning- ur af 11 mögulegum. 2. Pablo Zarnicki (2499) 7 v. 3. Neuris Delgado (2506) 6½ v. 4. Frank la Paz (2427) 5.-7. Omar Almeida (2484), Arn- aud Hauchard (2518) og Reinaldo Roi (2404) 5½ v. 8.-9. Herminio Herraiz (2456) og Maikel Gongora (2408) 5 v. 10. Felix Gomez (2406) 4 ½ v. 11.-12. Renier Vazquez (2442) og Jón Vikt- or Gunnarsson (2396) 4 v. 3. umferð stigamóts taflfélags- ins Hellis fer fram kl. 19.30 í kvöld, 6. júní. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugsjónamanneskja og listamaður og þarft að tjá eitthvað í öllu sem þú gerir. Þú nálgast viðfangsefni þitt af mikilli ástríðu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt búast við að það kast- ist í kekki milli þín og þeirra sem þú umgengst daglega. Það er einhver sem getur ekki séð þig í friði með grundvallaraf- stöðu þína til ákveðinna hluta sem þú vilt láta sem séu ekki til. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu að eigum þínum og pen- ingum í dag. Þú skalt forðast staði þar sem mikið er um glæpi og þér finnst þú ekki finna til öryggis. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er hætt við að það komi til sambandsslita. Annar aðilinn mun vilja fá hreint borð svo hann geti stofnað til nýs sam- bands. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tölvuvandræði, vélarbilun eða galli í tækjabúnaði getur valdið töfum í vinnunni í dag. Gagn- gerra viðgerða er þörf, þá þýðir ekkert hálfkák. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Forðastu óeirðarseggi í dag. Þú skalt fara varlega ef þú þarft að hafa afskipti af hópi fólks sem þér kann að stafa hætta af. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir lent í valdabaráttu við háttsett fólk í dag. Þó svo að þér finnist þú verða að standa á rétti þínum skaltu vera þér meðvitandi um að slíkt getur leitt til frekari átaka. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú skalt forðast að lenda í ágreiningi við þá sem tilheyra öðrum menningarhópi eða bak- grunni en þú. Allir vilja vera hamingjusamir og komast hjá þjáningum, sem þýðir að við eigum meira sameiginlegt en það sem sundrar okkur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er líklegt að þú farir að ríf- ast við einhvern um peninga og eignir í dag. Ágreiningurinn gæti snúist um það hver á stærri hlut í einhverju. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Miklar líkur eru á vandkvæð- um í samskiptum við maka í dag. Reyndu að komast hjá rifrildi því þetta er ekki góður dagur til slíks. Seinna geturðu sagt það sem þér liggur á hjarta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ágreiningur á vinnustað dreg- ur úr þér þrótt í dag. Þú skalt neita að rífast við nokkurn því að í dag er það bara ekki þess virði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þó svo að það sé freistandi að fara í valdabaráttu við ungt fólk í dag, kannski börnin þín, þá skaltu ekki gera það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tækjabilanir á heimilinu gera þér gramt í geði. Líttu á þetta sem tækifæri til að þroska með sér þolinmæði og gera aðra glaða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 7. júní, verður áttræð Gróa Jóhanna Salvarsdóttir, Flókagötu 12, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Félags- heimili starfsmanna Orku- veitu Reykjavíkur, Raf- stöðvarvegi við Elliðaár, milli kl. 16–19. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 6. júní, er sjötug María Auður Guðnadóttir, Lækjarsmára 8, Kópavogi. María Auður heldur afmælisdaginn hátíð- legan með fjölskyldu sinni á æskuslóðum sínum í Botni í Súgandafirði. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 6. júní, er fimmtug Kolbrún Guðjónsdóttir, Reykja- byggð 22, Mosfellsbæ. Eig- inmaður hennar er Jón Sæv- ar Jónsson. Þau eru stödd á Spáni.            VIGOR ehf., dótturfyrirtæki Tölvu- Mynda hf., býður viðskiptavinum og öðrum áhugasömum á kynningu á nýrri útgáfu Vigor-viðskiptalausna í dag, fimmtudaginn 6. júní kl. 15 í námskeiðs- og ráðstefnuaðstöðu TölvuMynda á 8. hæð Holtasmára 1. Kópavogi. „Af nýjungum má t.d. nefna val- myndastiku í fjárhagskerfi, greiðslu- jöfnun, trjásýnd á vöruflokka, fram- leiðslunúmer og safnnúmer í vöru- kerfi, afritun og bakfærsla sölu- reikninga o.fl. Hjálpartexti fyrir grunnskrár, fjárhagskerfi og að- gangsstýringar hefur verið endur- skrifaður frá grunni og er afhentur með þessari útgáfu. Einnig býr nýja útgáfan yfir nýju kerfi sem heitir innheimtukerfi sem sér um alla út- gáfu innheimtugagna, eftirlit og eft- irfylgni með kröfum, sem og sam- skipti við fjármálastofnanir,“ segir í fréttatilkynningu. Ný útgáfa Vigor-við- skiptalausna FRÉTTIR SIGMAR Karl Stefánsson flytur fyr- irlestur um verkefni sitt til meistara- prófs í rafmagns- og tölvuverkfræði, föstudaginn 7. júní kl. 5.30 í fyrir- lestrarsal Íslenskrar erfðagreining- ar, Sturlugötu 8. Verkefnið heitir Raðgreining próteina með massa- greiningu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Leiðbeinendur Sigmars Karls eru: Jón Atli Benediktsson við Háskóla Íslands, sem jafnframt er aðalleið- beinandi, Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsinga- tæknisviðs Íslenskrar erfðagrein- ingar og Jóhannes R. Sveinsson, dósent við Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir á fyrirlestur- inn. Fyrirlestur um greiningu próteina MÁLÞING verður haldið á vegum Fornleifastofnunar Íslands í Skál- holtsskóla, laugardaginn 8. júní kl. 13–17. Málþingið ber yfirskriftina „Skálholtsrannsóknir fyrr og nú“. Fjallað verður um yfirstandandi fornleifarannsóknir í Skálholti og rannsóknir þær sem gerðar voru á árunum 1954–58. Einnig fjalla tveir fræðimenn um sögu Skálholtsstaðar út frá ritheim- ildum. Fyrirlesarar eru Orri Vé- steinsson, Sveinn Einarsson, Mjöll Snæsdóttir, Gunnar Karlsson og Guðrún Ása Grímsdóttir. Mjöll Snæsdóttir mun leiðbeina málþings- gestum um uppgraftarsvæðið sunn- an við Skálholtskirkju. Í skólanum verður sett upp kaffihlaðborð að hætti Valgerðar biskupsfrúar í kaffihléinu, segir í fréttatilkynn- ingu. Málþing um Skálholts- rannsóknir GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.