Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 29 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval MYNDLIST Gerðarsafn, listasafn Kópavogs Sýningu lokið. INNSETNING MAGNÚS PÁLSSON Stór- borgin Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Kristinn Frá sýningu Magnúsar, Strunz. GESTIR á sýningu Magnúsar Pálssonar í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs, komast í áþreifanlega snertingu við ys og þys stórborgar með tilheyrandi umhverfishljóðum. Sýningin er margslungin og viða- mikil en bæði er um að ræða hluti og upptökur úr raunveruleikanum og sértilbúna hluti, „listhluti“, sem saman mynda heildræna innsetn- ingu. Sýningin heitir Strunz og helst er hægt að skilja það sem strunz fólks í borginni, fram og aftur, daginn út og inn. Strax og komið er inn í Gerð- arsafn verður maður var við verk Magnúsar, hljóðið í myndbands- verkunum þremur sem sýnd eru er mjög hátt stillt sem eykur á áhrifagildið. Við komuna í sýning- arsalinn sjálfan blasa síðan við manni nokkrar stæður af reiðhjól- um sem öll sitja á hnakknum með hjólin upp í loft, og allt í kring eru myndböndin sýnd á veggjum með myndbandsvörpum. Ástæða þess að hjólin eru öll á hvolfi er ekki al- veg ljós en helst gæti verið að listamaðurinn sé að gera tilraun til að snúa veruleikanum á hvolf. Fyrsta myndbandsverkið er tek- ið í nágrenni flugvallar og sýnir flugvélar að fara á loft. Annað myndbandsverkið er tekið úti á götu, líklega í London þar sem Magnús er búsettur, og er þar í aðalhlutverki maður að dreifa ein- hverskonar dreifibréfi, en framhjá honum streymir fólk á göngu. Í þriðja lagi er myndband af hrað- braut og bílum að keyra á henni. Í salnum eru jafnframt höggmyndir úr blikki á víð og dreif. Þetta eru stórir þumlar sem standa á gólfinu og gætu í sinni einföldu mynd táknað hið alkunna „Thumbs up“, sem þýðir þá: „Allt í stakasta lagi“. Auka sýningarsal er skeytt við sýningarrýmið utan frá sem er harla óvenjulegt. Þar er um að ræða gám fullan af reiðhjólum sem í stað þess að standa á haus standa nú á dekkjunum. Einnig eru í gámnum blikkputtar og heyrnartól þar sem hægt er að hlýða á Magn- ús sjálfan fara með leikrænan texta. Þessi sýning er um hreyfanleika, stórborgarlíf, ys og þys. Hún er krefjandi og þeir sem leggja sig fram gætu hugsanlega komist að djúpum sannleika en hinir geta notið þess að upplifa sjónarspil sem er nátengt tíma og rúmi hversdagsins. Stúdíó sex er spennusaga eftir Lizu Marklund í þýðingu Önnu Ragnhild- ar Ingólfsdóttur. Ung stúlka finnst myrt að morgni dags í kirkjugarði í miðborg Stokk- hólms – á heimleið úr Stúdíó sex, kynlífsklúbbnum þar sem hún var að vinna um nóttina. Grunur fellur á ráðherra í ríkisstjórninni. Getur ver- ið að hann hafi framið glæpinn? Það eru fáeinar vikur til kosninga og atburðurinn svo sannarlega vatn á myllu andstæðinganna. Annika Bengtzon er lausráðinn blaðamaður á Kvöldblaðinu þetta sumar. Ef hún stendur sig í starfi eygir hún von um að verða fastráð- in. Hún fer að rýna í málið, en lausnin liggur ekki í augum uppi og gátan verður flóknari með hverjum degi. Liza Marklund er vinsælasti spennusagnahöfundur Svía um þessar mundir. Ein af sögum henn- ar um Anniku Bengtzon, Sprengi- vargurinn, hefur komið út á ís- lensku. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 427 bls., prentuð í Dan- mörku. Margrét E. Laxness hannaði kápu. Verð: 1.799 kr. Spenna sem báturinnheitir eftir. Dag nokkurn í júní í fyrra kom þangað fjölskylda til sumardvalar, fað- ir og fjögur börn hans. Ekkert þeirra hafði kom- ið til Saltkráku áður enda voru þau afar eftirvæntingarfull. Sumarið sem beið þeirra reyndist ólíkt öllu sem þau höfðu áður kynnst; þrátt fyrir margs konar óvænt slys og skakkaföll hafði þeim aldrei á ævi sinni liðið eins vel. Bókin kom fyrst út árið 1979 og var síðar lesin í útvarpi. Útgefandi er Mál og menning, prentuð í Odda hf. Kápa: Næst. Verð: 1.990. Börn Á Saltkráku eftir Astrid Lindgren í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur er endurútgefin. Á slaginu tíu leggur litli, hvíti skerjagarðsbáturinn Saltkrákan I upp í áætlunarsiglingu frá Strand- götubryggju í Stokkhólmi. Ferðinni er heitið til eyjanna við ystu sjón- arrönd. Þar liggur Saltkráka, eyjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.