Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN Mezzoforte kem- ur við í mörgum köflum íslenskrar tónlistarsögu, enda spannar líf- aldur sveitarinnar um 25 ár. Síð- ustu vikur hafa þeir félagar alið manninn á tónleikaferðalagi um ná- grannalöndin Danmörk og Noreg vegna fjölda áskorana og er nú röð- in komin að Íslandi, en hér hafa þeir ekki spilað í fimm ár. Tilefni tón- leikanna, segir Eyþór Gunnarsson, liðsmaður Mezzoforte, einfalt: „Tilefnið er í raun og veru bara það að þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og fáum alltaf frá- hvarfseinkenni ef við látum líða of langt á milli.“ Eyþór segir þá félaga ætla að flytja brot af því besta sem þeir hafa samið og flutt í gegnum tíðina. „Við erum samt að hugsa okkur til hreyfings í þessum efnum og er- um jafnvel að hugsa um að gefa út nýja plötu, seinna á þessu ári eða snemma á því næsta. Fyrst tekur þó við tónleikaferðalag um Þýskaland, og kannski fleiri lönd í leiðinni, í nóvember,“ segir Eyþór. Tónleikar Mezzoforte fara fram á Nasa við Austurvöll og hefjast kl. 21. Miðaverð er 1.900 krónur og hægt er að nálgast miðana í versl- uninni Japis á Laugavegi. Mezzoforte spila hér á landi eftir fimm ára hlé Morgunblaðið/Jim Smart Og svo urðu þeir þrír: Þessa dagana er Mezzoforte skipuð þeim Jóhanni Ásmundssyni, Gunnlaugi Briem og Eyþóri Gunnarssyni. Brot af því besta HLJÓMSVEITINA Botnleðju þarf vart að kynna. Hins vegar gæti verið annað uppi á teningnum þegar kem- ur að hljómsveitinni Silt. Hljómsveit- irnar tvær eiga þó furðu mikið sam- eiginlegt ef að er gáð. Sú fyrrnefnda hefur sungið og trallað fyrir lands- menn síðan hún bar sigur úr býtum á Músíktilraunum Tónabæjar árið 1995. Hin síðarnefnda hefur einbeitt sér meira að spilun á erlendri grundu og er þessa stundina í tónleikaferða- lagi með bandarísku hljómsveitinni Spörtu, sem skipuð er fyrrverandi meðlimum At the Drive-In. Þeir Heiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson og Haraldur Freyr Gíslason skipa hljómsveitirnar báð- ar, sem eru jú í raun ein og sú sama. Silt hefur að undanförnu verið að reyna fyrir sér í útlandinu eins og áð- ur sagði og hefur einkum lagt áherslu á að reyna að heilla Bretann. Á dögunum hóf lag þeirra, „In Line“, að hljóma á öldum ljósvakans þar í landi, en það er ensk útgáfa af laginu „Í röð“ sem náði þónokkrum vin- sældum hérlendis á sínum tíma. Morgunblaðið setti sig í samband við liðsmenn Silt til að forvitnast um gengi þeirra ytra, tilurð samstarfsins við Spörtu og hvað framtíðin bæri í skauti sér. Sparta með fæturna á jörðinni – Hvernig hefur „In Line“ verið tekið þar ytra? „Því hefur bara verið tekið vel. Lagið er á spilunarlista á nokkrum útvarpsstöðvum í Bretlandi og hefur verið spilað í nokkrum þáttum á sjón- varpsstöðinni BBC,“ segir Haraldur. – Hvernig stóð á samstarfi ykkar við Spörtu? „Þeir sáu okkur spila á Airwav- es-hátíðinni í október og urðu sér úti um eintak af disknum okkar, Dou- glas Dakota,“ upplýsir Heiðar. „Þeg- ar við svo sáum að Jim söngvari Spörtu valdi plötuna sem eina af fimm uppáhaldsplötunum sínum ákváðum við að hafa samband við hann og spyrja hvort við mættum hita upp fyrir sveitina á næsta Evr- óputúr.“ – Hvernig hefur samstarfið geng- ið? „Það hefur gengið mjög vel. Við gætum ekki fundið betri hljómsveit til að túra með,“ segir Haraldur. „Þetta eru skemmtilegir strákar sem vinna mikið og eru með fæturna á jörðinni. Við náum vel saman, bæði tónlistarlega og sem vinir. Það er frá- bært að fá tækifæri til að spila á 15 tónleikum á 17 dögum í 6 löndum.“ – Nú hefur verið opnuð heimasíða aðdáendahóps hljómsveitarinnar, vitið þið hverjir standa á bak við hana? „Nei, það er ýmislegt að gerast á Netinu sem við vitum ekkert um,“ segir Ragnar. „Við vitum um eina spjallrás í Bretlandi sem aðdáendur okkar settu í gang. Það eru gaurar sem hittast í tónlistarhópi, svona svipað og leshring, en í staðinn fyrir að lesa hlusta þeir á tónlist saman. Þeir komust einhvern veginn yfir Douglas Dakota og „Í röð“ hefur ver- ið í miklu uppáhaldi hjá þeim. Þegar þeir fréttu að við værum að fara í tón- leikaferðalag um Bretland opnuðu þeir sérstaka spjallrás um okkur.“ – Hvað er svo framundan hjá Botnleðju og Silt? „Við ætlum að spila á 17. júní í Reykjavík og vonandi á fleiri hátíð- um um landið í sumar,“ segir Heiðar og bætir við: „Við erum komnir með efni í nýja plötu og langar að taka upp sem fyrst. Það liggur líka fyrir að fylgja Douglas Dakota áfram eftir í Evr- ópu.“ Silt þarf vonandi ekki að bíða lengi í röð eftir frægð og frama erlendis. birta@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.botnleðja.is www.groups.yahoo.com/group/ siltmusic Botnleðja bíður í röð Silt í tónleikaferðalagi með Spörtu Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Vit 377. Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára Vit 382. Sýnd kl. 8 Sýnd í lúxus kl. 6 og 9. B. i. 16. Vit 380. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i STUART TOWNSEND AALIYAH Frá Anne Rice, höfundi Interview with a Vampire, kemur þessi magnaða hrollvekja með Stuart Townsend og Aaliyah í aðalhlutverki, en þetta var jafn- framt hennar seinasta mynd. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti This time there are no interviews kvikmyndir.is J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd Kl. 3.45, 5,50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára Vit 385. Sýnd kl. 7.30 og 10.15. Bi 16. HK DV HJ Mbl JOHN Q. Sýnd kl. 6. Síðasta sýning Hér er hinn nýkrýndi Óskarsverðlaunahafi Denzel Was- hington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. MULLHOLLAND DRIVE Kvikmyndir.com „Snilld“ HK DV Sýnd kl. 5.45 og 8.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Treystu mér Sýnd kl. 9. B. i. 16. Sýnd kl. 10.30. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX / i i i i Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Costner og Kathy Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnátt- úrulegum trylli í anda THE SIXTH SENSE. ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Ó.H.T Rás2 SK RadioX  SV. MBL . . i SV. BL Menntaskólinn við Sund Gnoðarvogi 43, 104 Reykjavík INNRITUN Á HAUSTÖNN Innritun nýnema á haustönn 2002 fer fram frá kl. 8.30-19.30 dagana 10. og 11. júní nk. Stjórnendur og ráðgjafar verða þá til viðtals. Innritun eldri nemenda er hafin. Skólinn er sérhæfður bóknámsskóli sem hefur eftirfarandi námsbrautir og kjörsvið í boði: Félagsfræðabraut - Félagsfræði - Hagfræði Málabraut - Latína - Hugvísindi Náttúrufræðabraut - Eðlisfræði - Líffræði - Umhverfisfræði Í skólanum er góð aðstaða til náms og kennslu og er mikil áhersla lögð á virkt aðhald og stuðning við nemendur. Félagslíf nemenda er öflugt og gott. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaprófs- skírteini, fylgiseðill menntamálaráðuneytis og passa- mynd. Á heimasíðu skólans; www.msund.is er að finna allar almennar upplýsingar um skólann og viðmiðunarregl- ur um innritun nýrra nemenda. Rektor. Sími 580 7300, bréfasími 580 7301, netfang ms@msund.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.