Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 60
DAGBÓK 60 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Marschen- land koma í dag. Ás- grímur Halldórsson, Arnarfell, Goðafoss og Hákon fara í dag. Hjalt- eyrin kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Axios kom í gær. Ljósa- foss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Púttvöllurinn er opinn alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Ekið um borgina þriðjudaginn 11. júní og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golf- skála Reykjavíkur í Grafarholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568-5052 fyrir kl. 12, mánudaginn 10. júní. Allir velkomnir. Farið verður á Hólmavík fimmtud. 20. júní kl. 8. Sr. Sigríður Óladóttur tekur á móti okkur í Hólmavíkurkirkju. Sýn- ingin Galdrar á Strönd- um og Sauðfé í sögu þjóðar skoðaðar. Kaffi og meðlæti í Sævangi. Kvöldverður í Hreða- vatnsskála. Leið- sögumaður: Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir. Skráning í síma 568 5052 Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handavinnu- stofan opin, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Bingó kl. 13.30 Á morgun brids kl. 13.30 og pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Dagsferð að Skógum miðvikud. 19. júní, lagt af stað frá Hraunseli kl. 10. Súpa og brauð á Hvolseli, síðan ekið að Skógum og umhverfið skoðað. Kaffi drukkið í Fossbúanum. Ekið til baka um Fljótshlíð og merkir staðir skoðaðir. Allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Vest- mannaeyjaferð 2. til 4. júlí Greiða skal farmið- ana í ferðina 10., 11. eða 12. júní nk. kl. 13 í Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Dags- ferð í Krísuvík, Þorláks- höfn, Eyrarbakka og Stokkseyri í dag. Brott- för frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Fimmtudagur: Brids kl. 13.Vestmannaeyjar 11.– 13. júní 3 dagar, þátt- takendur eru beðnir að sækja farmiðann fyrir helgi. Söguferð í Dali 25. júní, dagsferð, leið- sögumaður Sigurður Kristinsson, skráning hafin. Silfurlínan er op- in á mánu- og miðviku- dögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og tóm- stundastarf eldri borg- ara fara í sameiginlega óvissuferð. Dagsferð verður farin miðviku- daginn 19. júní, farið verður frá SBK kl. 9.30, komið við í Hornbjargi, Hvammi, Hlévangi og Seli. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. júní. Ferða- nefndin. Farin verður 4 daga ferð á Vestfirði, Suðurfirðina, 22., 23., 24. og 25. júlí, nánar auglýst í Suðurnesja- fréttum og dagbók Morgunblaðsins. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. Veitingar í Kaffi Bergi. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 20–21 gömlu dans- arnir, kl. 21–22 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, hádegismatur alla virka daga, heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Handavinnustofan er opin kl. 9.15–16 á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 13–16 og fimmtudögum kl. 9.15–16. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Mið- vikudaginn 10. júlí verð- ur ekið um Kaldadal upp á Geitlandsjökul á Langjökli þar sem snæddur er hádeg- isverður, á heimleið verður ekið um Húsafell – Skorradal – Svínadal og Hvalfjörð. Upplýs- ingar og skráning í síma: 587-2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmunanámskeið. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia. Heilsdagsferð verður farin 19. júní, Byggðasafnið á Skógum skoðað o.fl. Léttur há- degisverður. Kvöldverð- ur, dans. Nánar auglýst síðar. Upplýsingar í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 13 brids. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. ITC félagar: Farið verður í ferð í Freyju- lundinn í Heiðmörk fimmtud. 6. júní kl. 18. Hlúð verður að gróðri. Félagar beðnir um að taka fjölskylduna með. Upplýsingar veitir Guð- ríður Hannibalsdóttir, s. 566 6500. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru þrír hópar sem rað- ast þannig: 10.–14. júní, 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og heilsu, versl- unarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar 500 kr. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, s. 520-1300 og í blóma- búðinni Holtablóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkj- unni. Í dag er fimmtudagur 7. júní, 158. dagur ársins 2002. Fardagar. Orð dagsins: En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs. (Rómv. 8, 27.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 gribba, 4 stubbur, 7 lundaunginn, 8 fim, 9 svar, 11 skökk, 13 makar feiti á, 14 það sem veldur, 15 hrossahópur, 17 fisk- ar, 20 hryggur, 22 víkka, 23 bárum, 24 mál, 25 týna. LÓÐRÉTT: 1 vesældarbúskapur, 2 skottið, 3 fífls, 4 elds, 5 oft, 6 huglausir, 10 nirf- ilsháttur, 12 guð, 13 tása, 15 fugl, 16 trylltan, 18 metta, 19 beiskt bragð, 20 stamp, 21 stöð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 borubrött, 8 kunni, 9 fulla, 10 nes, 11 mærin, 13 aginn, 15 nafns, 18 safna, 21 kot, 22 grafa, 23 ógnar, 24 skuldlaus. Lóðrétt: 2 ofnar, 3 urinn, 4 refsa, 5 telji, 6 skúm, 7 fann, 12 iðn, 13 góa, 15 naga, 16 flakk, 17 skafl, 18 stóll, 19 fundu, 20 arra. William L. Goodwin – ættingja leitað HAFT var samband við Velvakanda og beðið um aðstoð við að hafa uppi á ættingjum Williams L. Goodwin frá Los Angeles í Kaliforníu en talið er að þeir séu búsettir á Ís- landi. Þeir sem gætu gefið upplýsingar eru vinsam- lega beðnir að hafa sam- band í síma 569 1318. Bönnuð innan 10 ára? ÉG sá nýlega á barnasíðu Mbl. að auglýstur var leikurinn Spiderman og taldi að leikurinn væri ætlaður eldri en 10 ára því myndin er bönnuð innan 10 ára. Barnið mitt tæki því ekki þátt. Síðan eru birt nöfn vinningshafa sem fá miða á myndina og eru það alls 7 börn undir 10 ára (3–8 ára) sem fá miða á myndina. Er myndin bönnuð inn- an 10 ára eða ekki? Svar óskast! Barnaafmæli með bönnuðum myndböndum eru líka farin að verða al- geng. Á mínu heimili gilda þær reglur að myndir á RÚV sem mertar eru gulu merki RÚV séu ætl- aðar 12 ára og eldri, rauðu séu fyrir 16 ára og eldri og við það er staðið. Sl. vetur hefur barnið mitt farið tvisvar í afmæli þar sem foreldrar hafa verið að kaupa sér frið fyrir börn- unum og í bæði skiptin verið leyft að horfa á bannaðar myndir innan 16 ára merktar rauðu á bakhlið. Ég man ekki hver fyrri myndin var en sú seinni var Scream. Sá stutti var voða spenntur en svaf síðan ekki vel næstu tvær næt- ur enda 8 ára gamall og myndin ætluð 16 ára og eldri. Foreldrar afmælis- barnsins voru mjög hissa á að ég skyldi hafa sam- band við þá vegna þessa afmælisboðs. Foreldrar, látum í okk- ur heyra og stöndum vörð um æsku landsins. Björk. „Mexíkóar“ ÞEGAR Þorsteinn Gunn- arsson og Atli Eðvaldsson voru að lýsa leik Mexíkó og Króatíu þá kölluðu þeir Mexíkanana Mexíkóa og virðist það gjaldgengt á Sýn. Eftir því sem ég best veit kallast þeir Mexíkan- ar. Helga Guðmundsdóttir. Góð þjónusta ÉG er viðskiptavinur hjá VÍS, er þar með bifreiða- tryggingar, og vegna þeirra þurfti ég að leita aðstoðar 7. maí sl. hjá þjónustufulltrúa fyrir- tækisins, Ástu S. Leifs- dóttur. Vil ég koma á framfæri kærum þökkum til hennar fyrir frábæra þjónustu og alúðlegt við- mót. 101156-3389. Sjónvarpsþátturinn Mæðgurnar NÝLEGA hóf RÚV út- sendingar á þættinum Mæðgurnar (Gilmore Girls) í stað Leiðarljóss. Mér finnst þetta frábært, tími til kominn á breyt- ingar og vonast til að RÚV haldi áfram að sýna þessa skemmtilegu þætti. Ásgeir. Niðjar Hans og Katrínar ÆTTARMÓT niðja Hans Jónatans og Katrínar Antoníusardóttur verður haldið á Djúpavogi og Stöðvarfirði 15. og 16. júní. Ættingjar eru hvattir til að kíkja á heimasíðuna www.freewebz.com/hans- jonatan Dýrahald Páfagaukur í óskilum FUNDIST hefur gul- grænn páfagaukur í Skip- holti í Reykjavík. Upplýs- ingar í síma 568 2690. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI bindur miklar vonirvið ferðaþættina Hvernig sem viðrar, sem á að sýna á RÚV í sumar. Umsjónarmennirnir, þau Rósa Björk og Vilhelm Anton, taka sig ágætlega út á skjánum en Víkverji vonar inni- lega að ferðaþættirnir snúist þó ekki upp í að verða einhver allsherjaryf- irreið um landið þar sem kynnarnir staldra við á þessum eða hinum staðnum til að auglýsa ferðaþjónustu heimamanna. Vonandi verða sjálf- stæð og frumleg efnistök allsráðandi. Upplýst hefur verið að Ferðamálaráð styrki þættina og má vera að umsjón- armenn þurfi að rækja einhverjar skyldur gagnvart Ferðamálaráði en hví ætti það að skerða frelsi þeirra? Víkverji gerir í sjálfu sér engar kröfur um að alltaf verði farið á áður óþekkta staði í þáttunum. Það þarf ekki að uppgötva hjólið til að búa til gott sjónvarpsefni. Víkverji vill sjá ferðamennsku og hvernig er tekist á við vandamál í ferðalögum. Sem dæmi má nefna tilraun til að tjalda í hávaðaroki og rigningu. Einnig óvæntar uppákomur á borð við bál- reiðan landeigenda sem stendur ferðafólk að því að kveikja varðeld á bannsvæði, gleðskap með gítar úti í guðsgrænni náttúrunni sem tekur óvænta stefnu þegar Nicole Kidman, sem kom til landsins með leynd, kem- ur við. Einnig mætti nefna hestaferð þar sem hrossin sleppa frá reiðmönn- um og taka strikið heim á bæ, fjall- gönguferð á Herðubreið sem reynist svo erfið að fararstjórinn þarf að taka skjólstæðinga sína á sálfræðinni svo hópurinn sundrist ekki. Síðan mætti mynda andlitssvipinn á fólki þegar það fetar sig niður Illakamb við Jök- ulsá í Lóni o.s.frv. Víkverji vill sjá átök, svita og tár. Að sjálfsögðu líka góða ferðastemningu og hlátur og fliss. Það vill nú þannig til að ferðalög eru oft svona og það gengur á ýmsu. Víkverji telur að um þetta megi biðja án þess að fara fram á að mynduð séu einhver glæfraatriði með tilheyrandi slysahættu. x x x EF VÍKVERJI væri ferðaþjón-ustuaðili myndi hann að sjálf- sögðu reyna að komast í svona þátt og fá að segja frá sér og sinni starf- semi. Ætli margir hafi haft samband við umsjónarmennina í þessu skyni og hvernig ætli sé tekið á beiðnunum? Fá allir að koma fram eða eru menn valdir úr og þá með hvaða hætti? Vík- verji er bara að velta þessu fyrir sér. x x x VÍKVERJI vill líka biðja um um-fjöllun um „ferðadót vikunnar“ s.s. ferðahnífaparasett, sjálfupp- blásnar tjalddýnur og höfuðljós af nýjustu gerð. Einnig eru til frábær- lega skemmtilegar espresso-ferða- kaffivélar og dúnfylltir tjaldsokkar og eyrnatappar sem eru nauðsynlegir í tjaldi í roki. Víkverji vill að lokum leyfa sér að fara fram á það við umsjónarmennina að þeir láti vera að jáa og jæja hvor framan í annan eins og oft er gert í sjónvarpi með hörmulegum afleiðing- um. Svona daður er vandræðalegt, en þeim hefur víst aldrei verið bent á það, blessuðum fréttaþulunum, sem stunda þetta í hvað mestum mæli þegar þeir eru að enda fréttatímana og snúa sér með spurnirnar til íþróttafréttamannsins í myndverinu. ATHYGLISVERÐ umfjöll- un um lífeyrissjóðina í Mbl. í dag, 30. maí. Vakti hjá manni hugmynd af hverju ríkið láti ekki B- deild Lífeyrissjóðs op- inberra starfsmanna hafa 15% af hlutafé í Landssím- anum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum til að grynnka á skuldbind- ingum sínum við deildina. Slíkt myndi jafnframt þýða að ríkið væri ekki lengur eini stóri hluthafi Landssímans og að ekki væri dembt yfir mark- aðinn allt of stórum hluta hlutabréfa í bönkunum, sem gæti þýtt verðfall þeirra. Ríkið hyggst hvort sem er nota hluta af sölu- verði umræddra fyrir- tækja til að lækka skuld- bindinguna við LSR. Jón Sigurðsson. Athyglisverð umfjöllun 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.