Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 41
þjóðanna, UNEP, er með átak í gangi við að mennta starfsmenn tollstjóra- embætta og sérfræðinga sem af- greiða ósoneyðandi efni í þeim til- gangi að sporna við ólöglegri verslun með slík efni. UNEP hefur haldið og styrkt vel á annan tug námskeiða út um allan heim um ólöglega verslun ósoneyðandi efna á árinu 2001. Þessi námskeið hafa einnig reynst gagnleg starfsmönnum tollstjóraembætta í eftirliti með öðrum alþjóðasamning- um svo sem Baselsamningnum um eftirlit með flutningi spilliefna milli landa og förgun þeirra og CITES samningnum um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Eftirlit á Íslandi Hollustuvernd ríkisins hefur eftir- lit með innflutningi ósoneyðandi efna til Íslands. Eftirlitið felst í því að inn- flytjendur fá úthlutað ákveðnum kvóta í ODP-tonnum, sem er magn efnisins í tonnum margfaldað með ósoneyðingarmætti þess. Áður en varan fæst tollafgreidd áritar starfs- maður stofnunarinnar vörureikning- inn, og heimilar innflutning efnisins. Innflytjendurnir senda Hollustu- vernd ríkisins, fyrir 1. mars ár hvert, skýrslur um innflutning ársins á und- an og stofnunin sendir þær upplýs- ingar áfram til UNEP. Innflutnings- tölurnar birtast í árlegri skýrslu UNEP um ósonmálefni. Á næstunni er væntanleg ný reglu- gerð um ósoneyðandi efni sem tak- markar innflutning og verslun óson- eyðandi efna enn frekar. Reiknað er með að innflutningskvóti Íslands minnki verulega. Það er því allra hag- ur, innflytjenda sem og notenda, að fara vel með ósoneyðandi efni á tækjabúnaði sem er í notkun. Spá, sem gerir ráð fyrir að ósonlagið nái að jafna sig á næstu 50 árum, byggir á því að Montrealbókunin og breyting- ar við hana haldi og ríki heims fylgi þeim eftir. Höfundur er sérfræðingur á meng- unarvarnasviði Hollustuverndar rík- isins. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 41 MEISTARAMÓT Skákskóla Ís- lands var haldið í ellefta sinn helgina 31. maí–2. júní. Að venju var mótið afar sterkt og mættu margir af okkar efnilegustu skák- mönnum til leiks. Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum en fyrir þrjú efstu sætin voru veittar utanlandsferðir á vegum Flug- leiða. Fyrir fram var Stefán Kristjánsson talinn sigurstrang- legastur. Innbyrðis viðureign hans og Davíðs Kjartansson- ar lauk þó með sigri hins síðarnefnda og hleypti það mikilli spennu í mótið. Fyrir lokadaginn var Dav- íð Kjartansson með eins vinnings forskot á Stefán, sem var þá einn í öðru sæti. Sú forysta dugði Davíð til að halda efsta sætinu og lauk hann keppni með 6 vinninga af 7 mögu- legum. Í öðru sæti varð svo Stefán Kristjánsson með 5½ vinning, þriðji varð Sigurður Páll Stein- dórsson með 5 vinninga og fjórða til sjötta sæti deildu þeir Dagur Arngrímsson, Guðmundur Kjart- ansson og Birkir Örn Hreinsson. Í flokki 14 ára og yngri voru Atli Freyr Kristjánsson, Gylfi Davíðs- son, Ásgeir Mogensen og Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir hlutskörpust, en Atli og Hallgerð- ur fengu einnig verðlaun fyrir bestan árangur í flokki 10 ára og yngri. Auk þess fékk Hallgerður verðlaun fyrir bestan árangur stúlkna á mótinu. Elsa María Þor- finnsdóttir fékk önnur verðlaun í flokki stúlkna. Kasparov keppir um sigur við 15 ára undrabarn Þau óvæntu tíðindi hafa gerst á Heimsbikarmóti FIDE í Moskvu að úrslitarimman um efsta sætið á mótinu verður á milli stigahæsta skákmanns heims, Garry Kasparov, og 15 ára landa hans, Tei- mor Radjabov. Kasparov sigraði Khalifman 2½-1½ í undanúrslitunum, en Radjabov lagði Alex- ander Beliavsky að velli 3-2. Önnur sigurskák Hannesar frá Kúbu Í síðasta skákþætti sáum við skák frá minningarmótinu um Capablanca á Kúbu þar sem Hannes Hlífar Stefánsson lagði kúb- verska stórmeistarann Walther Arencibia. Ísraelski stórmeistar- inn Arthur Kogan varð einnig að lúta í lægra haldi gegn Hannesi á mótinu. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Arthur Kogan Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 Rc6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Dc7 5.Rc3 e6 6.Be2 a6 7.0–0 Rf6 8.Be3 d6 9.f4 Bd7 10.De1 b5 11.a3 Be7 Önnur leið er 11…Hb8, t.d. 12.Dg3 Rxd4 13.Bxd4 b4 14.axb4 Hxb4 15.Bxf6 gxf6 16.Hxa6 Hxb2 17.Ha8+ Hb8 18.Hfa1 Be7 19.Kh1 Bd8 20.f5 Hxa8 21.Hxa8 Kf8 22.De3 Hg8 23.Ha7 Dc8 24.Ba6 og svartur gafst upp (Handoko–Iv- anovic, Zagreb 1985). 12.Dg3 h5!? Djarfur leikur, sem ekki hefur sést áður í þesssari stöðu. Eðlileg- ast er að leika 12…0–0 og þá á hvítur um ýmsar leiðir að velja, 13.Had1, 13.Kh1, 13.Bd3, 13.Rf3 og 13.e5!? Síðasttaldi leikurinn leiðir til skemmtilegrar baráttu: 13.e5!? dxe5 14.fxe5 Rxe5 15.Had1 Re8 (15...Bd6 16.Hxf6 Rd3 17.Dg4 h5 18.Dxh5 Rxb2 19.Hf3 Dxc3 20.Hh3!) 16.Bf4 f6 17.Kh1 Db6 (17…Dc8 18. Bxe5 fxe5 19.Rf3!?) 18.Rf3 Hd8 19.Rxe5 fxe5 20.Bxe5 Bc8 21.Hxd8 Bxd8 22.Bd3 Bf6 23.Dh3 og svartur gafst upp (Kry- lov–Bouaziz, ólympíuskákmótinu í Jerevan 1996). 13.Bf3 Eftir 13.Dxg7 verður skákin jafntefli: 13...Hg8 14.Dh6 Hg6 15.Dh8+ Hg8 16.Dh6 Hg6 o.s.frv. 13...Rg4 Það borgar sig ekki að valda peðið með 13...Hh7, t.d. 14.Rxc6 Bxc6 15.e5 h4 16.Df2 Rd7 17.exd6 Bxd6 18.Re4 Be7 19.Had1 Hd8 20.Hfe1 Hh8 21.c3 h3 22.g3 e5 23.f5 Hg8 24.Bh1 Hh8 25.Bf3 Db7 26.Df3 Hc8 27.Dg4 Hh7 og svartur getur lítið annað gert en að bíða þess sem verða vill. 14.Bxg4 hxg4 15.Dxg4 Bf6 16.Rf3 Ra5 17.Bd4 Bxd4+ 18.Rxd4 Dc5 19.Rce2 Rc4 Önnur leið er 19...Hh7 20.b4 Da7 21.bxa5 e5 22.Df3 exd4 23.Dd3 Dc7 24.Rxd4 og hvítur á yfirburðastöðu. Eftir 19...e5 20.Dxg7 Hf8 21.b4 Dc7 22.bxa5 exd4 23.Rxd4 Dxa5 24.Df6 Dc7 25.Hfe1 Dc5 26.Kh1 Hb8 27.Had1 Dxa3 28.e5 d5 29.f5 De7 30.Dh6 Kd8 31.Rc6+ Bxc6 32.Dxc6 Dc7 33.Hxd5+ Kc8 34.Dxa6+ vinnur hvítur létt. 20.Dxg7 0–0–0 21.b4 Db6 22.Hf2 e5 23.fxe5 dxe5 Leikurinn 23...Rxe5 kemur til greina, en hefði líklega litlu breytt, t.d. 24.Dg3 Hdg8 25.Dc3+ Kb8 26.a4 bxa4 27.Rf4 Da7 28.Rd5 Hc8 29.Dd2 Rg4 30.Df4 Rxf2 31.Dxd6+ Hc7 32.Rxc7 Dxc7 33.Dxc7+ Kxc7 34.Kxf2 Hxh2 35.Rf3 o.s.frv. 24.Rb3 24...Hxh2 Eða 24...Hdg8 25.Df6 Dxf6 26.Hxf6 Re3 27.Hf2 Be6 28.Rc5 Rg4 29.Hf3 Bc4 (29...Rxh2 30.Hc3 Bc4 31.Rg3 Hg6 32.a4) 30.Rg3 Hxh2 31.Rxa6 Hgh8 32.Rc5 H8h7 33.Hc3 Kc7 34.a4 og hvítur á mun betra tafl. 25.Rc5 Hdh8 Eftir 25...Hh4 26.Dxf7 Dh6 27.Rg3 Rb6 28.Df6 Hh8 29.Dxh6 H4xh6 30.Haf1 Rc4 31.Hf8+ Be8 32.Rxa6 á hvítur yfirburðastöðu. 26.Hxf7 Dd8 27.Rg3 Hannes sér enga ástæðu til að fara út í flækjurnar: 27.Hxd7 Hh1+ 28.Kf2 Df8+ 29.Df7 Dxf7+ 30.Hxf7 Hxa1 31.Rc3 Hc1 32.Rd5, þótt ekki verði séð, að svartur geti varist sókn hvíta hróksins og ridd- aranna, t.d. 32…Hxc2+ 33.Kf3 Rd2+ 34.Kg4 Hxc5 35.bxc5 Rxe4 36.c6 og hvítur á vinningsstöðu. 27...Re3 28.Hf2 H2h7 29.Df6 Dxf6 30.Hxf6 Hg8 31.Hf3 Rxc2 32.Rxd7 Kxd7 Eða 32...Rxa1 33.Rf6 Hxg3 34.Hxg3 Hh6 35.Hg8+ Kc7 36.Hg7+ Kd6 37.Re8+ Kc6 38.He7 og svarta peðið á e5 fellur, fyrr eða síðar. 33.Hd1+ Ke6 34.Rf5 Rd4 35.Rxd4+ exd4 36.Hxd4 Ke5 37.Hd2 Kxe4 38.Hf6 Ha7 39.He6+ Kf4 40.Hde2 Kg3 41.H2e3+ Kf4 og svartur gafst upp. Lokin hefðu getað orðið: 42.Kf2 Kg4 43.H3e4+ Kg5 44.Kg3 Hf8 45.Hc6 Haa8 46.He5+ Hf5 47.Hee6 Hd5 48.Hg6+ Kf5 49.Hxa6 Hf8 50.Kh4 og hvítur á vinningsstöðu, þótt það taki tíma að innbyrða vinninginn. Útiskákmót í Mjóddinni Hið árlega Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 8. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er þátttaka öllum opin. Ekkert þátttökugjald. Góð verðlaun eru í boði. Tekið er við tilkynningum um þátttöku með tölvupósti (hellir@hellir.is) og í síma 861 9416 (Gunnar). Davíð Kjartansson meist- ari Skákskóla Íslands SKÁK Skákskóli Íslands 31. maí–2. júní 2002 MEISTARAMÓT SKÁKSKÓLA ÍSLANDS Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Davíð Kjartansson UMRÆÐUR um heilbrigðiskerf- ið hér á landi eru oft á neikvæðum nótum og meira talað um það sem miður er en það sem vel er gert. Sama má segja um opinbera um- ræðu um Landsspítalann (LSP). Það sem mest einkennir fréttir það- an eru deilur um laun og starfsfyr- irkomulag, vinnudeilur, lokanir deilda, biðlistar og hallarekstur. LSP er gífurlega stór eining. All- ar stærðir verða því eðlilega mjög stórar. Yfirleitt er talað um millj- arðavanda í fréttum um rekstrar- stöðu spítalans, þrátt fyrir að ein- ungis sé um að ræða brot úr prósenti miðað við heildarrekstur. Mjög góður rekstur Verulegur árangur hefur náðst á undanförnum árum við að styrkja rekstur spítalans þó ekki hafi farið mikið fyrir því í fréttum. Á föstu verðlagi lækkaði rekstrarkostnað- urinn um 0,6% milli 1999 og 2000 og síðan um 1,6% á milli 2000 og 2001. Þrátt fyrir þetta er enn bil á milli fjárframlaga til spítalans og útgjalda hans og syndir fortíðarinn- ar hafa aldrei verið gerðar upp. LSP er að mörgu leyti til fyr- irmyndar hvað rekstur varðar. All- ar helstu stærðir og upplýsingar um rekstur eru birtar mánaðarlega á vef spítalans, sem er nánast eins- dæmi. Þá eru fundargerðir stjórn- arnefndar einnig birtar almenningi. Spítalinn er ódýr miðað við sam- bærilega spítala í nágrannalöndun- um. LSP hefur verið að færa sig inn á svokallað DRG-kerfi þar sem kostnaður við einstakar aðgerðir er metinn. Þar sem þetta hefur verið gert, t.d. á Kvennadeild, hefur þessi samanburður komið vel út gagnvart öðrum löndum. Það er því augljóst, LSP er mjög vel rekinn hvernig sem á það er lit- ið. Ósanngjarnar rekstrarforendur LSP býr við mjög erfiðar að- stæður í rekstri sínum. Ekki ein- ungis er honum gert að skera niður útgjöld frá ári til árs heldur bætast aðrir þættir við sem gera stöðuna erfiða. Þar má nefna þá staðreynd að sameiningu sjúkrahúsanna er ekki enn lokið og sú vinna hefur auðvitað kostað sitt. En það sem skiptir kannski mestu máli í þessu sambandi, og nær aldrei er talað um, eru samfélagslegar breytingar sem verða til þess að rekstur spít- alans verður erfiðari en ella, án þess að gert sé ráð fyrir slíku í fjár- veitingum. Einn af þessum þáttum er svo- kallaður bráðleiki sem snýr að umönnunarþörf sjúklinga. Sjúkling- um er raðað niður í 6 flokka eftir umönnunarþörf. Í flokki 1 er umönnunarþörfin innan við 4 klst. á sólarhring og í flokki 6 yfir 20 klst. Þessar upplýsingar eru síðan um- reiknaðar í stuðul sem er kallaður bráðleiki. Bráðleikinn hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu ár- um í takt við styttri meðallegutíma og flóknari meðferðar- úrræði á spítalanum. Þróunin hefur orðið sú að sjúklingum hef- ur fækkað í léttari flokkunum og fjölgað í þyngri flokkunum, þ.e. bráðleikinn hefur aukist. T.d. hækkaði bráðleikinn að meðal- tali um 2,2% frá 1. ársfjórðungi 2001 til sama tíma 2002. Legutíminn á spítalanum er sífellt að styttast sem þýðir að tekið er af þeim enda legutímans sem léttari er fyrir rekstur spítalans og þyngri endinn eykst hlutfallslega að sama skapi. Allt snýr þetta í þá átt að rekstur spítalans verður sífellt dýr- ari fyrir hvern sjúkling. Til viðbótar þessu er þjóðinni auðvitað sífellt að fjölga. LSP þjónar þjóðinni allri, en fjárveitingar til hans taka ekki mið af því, heldur er honum sífellt gert að draga úr kostnaði. Góður árangur í rekstri kostar sitt Eins og áður segir hefur gengið ótrúlega vel að ná þeim markmið- um sem spítalanum eru settir í rekstri. Rekstrarkostnaður spítal- ans á föstu verðlagi hefur þannig lækkað um 2,2% á síðustu tveimur árum og mér er til efs um að það gildi um mörg önnur íslensk fyr- irtæki. Það hlýtur að gefa auga leið að rekstrarárangur af þessu tagi hefur kostað blóð, svita og tár. Kröfurnar eru margar og stjórnendur spít- alans eru í sífelldri baráttu við lög- in; fjárlögin sem segja til um hve mikið reksturinn má kosta og hins vegar þá lagaskyldu að veita full- nægjandi heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað mjög erfið staða að vera lengi í. Hvenær fer krafa um rekstrarárangur t.d. að bitna á heil- brigði þjóðarinnar? Hversu mikið er hægt að stytta legutíma svo forsvaranlegt sé? Spurningarnar í þessu sambandi eru margar og áleitnar. Síðan koma auðvitað upp stærri spurningar eins og sú hvort heilbrigðiskerfið sjálft spari nokkuð með því að halda Landspít- alanum í sífelldri rekstrarklemmu. Því hefur t.d. oft verið haldið fram að sumar- lokanir hinna ýmsu deilda Landspítalans spari ekkert fyrir kerfið þegar upp er staðið, kostnaðurinn lendi annars staðar í kerfinu. Heildarsýn er nauðsynleg LSP er tvímælalaust flaggskip ís- lenska heilbrigðiskerfisins og þessu skipi er farsællega stýrt nú um stundir þrátt fyrir að sífellt sé uppi krafa um lægri kostnað samtímis bættri og aukinni þjónustu, þ.e. meiri þjónustu fyrir minni peninga. Heilbrigðisyfirvöld þurfa hins vegar að huga mun betur að mál- efnum spítalans en verið hefur. Sí- felld krafa um niðurskurð á spít- alanum á sama tíma og bráðleiki eykst og þjóðinni fjölgar er ekkert annað en ákvörðun um að draga úr mikilvægi spítalans í heilbrigðis- kerfinu. Þarfir um útgjöld til heil- brigðismála minnka ekki, spurning- in snýst einungis um hvar þau lenda. Ég veit ekki hvort það er meðvituð ákvörðun yfirvalda að láta málin þróast með þessum hætti. Ég er hins vegar sannfærður um það að stefna sem miðar að því að láta LSP komast í þrot með því að halda áfram sífelldri kröfu um niðurskurð er langt frá því að vera sú hent- ugasta fyrir framtíð íslenska heil- brigðiskerfisins og velferð þjóðar- innar. Tryggjum Landspítalanum verðugan sess Ari Skúlason Sjúkrahúsin Landspítalinn býr, segir Ari Skúlason, við mjög erfiðar aðstæður. Höfundur er varamaður í stjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.