Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 47 Úrvalsbændaferðir 2002 (opnar fyrir alla, húsbændur sem og aðra bændur) Sérhæfðir fararstjórar Úrvalsbændaferða, þeir Friðrik G. Friðriksson og Ferenc Utassy, munu leiða ferðalanga um heillandi veröld sem er nánast við bæjardyrn- ar hjá okkur, en þó svo gjörólík því sem við þekkjum. Ykkur gefst tækifæri til að bera saman íslenskan veruleika og þann sem menningarþjóðir Evrópu búa við og á rætur í sumum af mestu átökum sögunnar. Verð ferðanna er mjög hagstætt miðað við allt það sem er innifalið 2. Ferð: Ítalía með viðkomu í Þýskalandi og Austurríki. 2. - 13. júlí (uppselt). Komið verður við m.a. í þýsku og austurrísku Ölpunum, ítölsku Dólómítaölpunum, Feneyjum, Róm, Pompei, Flórens, Pisa og flogið heim frá Mílanó að kvöldi síðasta dags. Verð 119 þúsund (innifaldir allir skattar, 9 kvöldverðir og 1 hádegisverður) 3. Ferð: Þýskaland með viðkomu í Frakklandi 16.-26. júlí (nokkur sæti laus). Í þessari ferð gefst mönnum tækifæri til að kynnast menningu og skemmtun vínhéraða í Þýskalandi og Frakklandi. Þegar hitinn fer að vera of mikill í Suður-Evrópu, þá er hitinn hér þægilegur. Ekkert stress, aðeins gist á tveimur hótelum í ferðinni, veislumatur í 9 kvöld út um allar sveitir. Sigling á Mósel og Bodenseevatni (blómaeyjan Mainau) og kvöldsigling með músík og dansi og margt fleira. Verð kr. 115 þúsund (innifaldir allir skattar og 9 kvöldverðir 4. ferð: Austuríska-ungverska keisaradæmið 4.-13. september (laus sæti) 5. ferð: Austuríska-ungverska keisaradæmið 26. sept.-5. okt. Í þessari ferð verður flog- ið til Frankfurt og ekið samdægurs til Regensborgar. Á næsta degi er ekið inn í Ungverja- land og gist í gömlu herrasetri, áður en haldið er áfram til Búdapest. Þar er farið í Ríkisóper- una og listamannabærinn Szentendre heimsótt- ur. Næst er gist við Balaton vatnið og þaðan farið til Vínar þar sem gist er í miðborginni. Þaðan liggur leiðin inn í „Frankísku Sviss“ á leiðinni til Frankfurtflugvallar. Verð kr 115 þúsund (innifaldir allir skattar, 7 kvöldverðir og 2 hádegisverðir) Fararstjórinn Friðrik G. Friðriksson (Frissi) hefur undanfarin 23 ár áunnið sér vinsæld- ir sem leiðsögumaður víða um heim. Ferenc Utassy, farastjóri um Austuríska-ungverska keisaradæmið. Nánari upplýsingar veita Silja Rún og Helena í síma 585 4140 og taka þær einnig við pöntunum. Ferðaávísun Mastercard gi ldir 5.000 ÚRVAL•ÚTSÝN HINN 17. mars sl. var ég að fræða börnin í Víðistaðakirkju um veganesti út í lífið. Ég notaði samlíkingu við það sem þau þekkja og þau skildu vel muninn á sælgæti og gosi annars vegar og brauði með osti og mjólkurglasi hins vegar. Á sama hátt útskýrði ég fyrir þeim hvernig þau þyrftu að velja „andlega fæðu“ forðast t.d. ofbeldis- myndir í sjónvarpi og vídeói þar sem slíkt getur haft skaðleg áhrif á börn (og fullorðna líka, ef því er að skipta) en velja held- ur það sem gerir þeim gott og byggir þau upp. Í þessu tilfelli var ég að sýna þeim fram á „næringargildi“ bænar- innar, söngsins og samverunnar í kirkjunni. Herdís Egilsdóttir, kenn- ari með meiru, hafði notað þessa samlíkingu varðandi námið hjá nem- endum sínum og greip ég hugmynd- ina fegins hendi. Ég var sjálfboðaliði á námskynn- ingu um andlega fæðu í guðfræði- deild Háskóla Íslands, en þar er ég nemandi. Það vildi svo skemmtilega til að þessi kynning var sama dag og ég var að fræða börnin í kirkjunni um hollt veganesti. Á námskynninguna kom fólk sem er að klára stúdents- próf og einnig þau sem langar að bæta við sig, sum eftir langa fjarveru frá akademísku námi. Ég segi aka- demísku, því alltaf erum við stödd í þessum margumrædda skóla lífsins. Það er mat flestra næringarfræð- inga að hollast sé að fá fæðu úr sem flestum fæðuflokkum. Það er reynsla mín að nám í guðfræðideild bjóði upp fjölbreyttan fróðleik úr ólíkum átt- um, m.a.: siðfræði, heimspeki, trúfræði, trúarbragðafræði, upp- eldisfræði, sögu, fé- lagsfræði, söng, sál- fræði, tungumál, bókmenntum, mann- fræði, kvennafræði o.fl. o.fl. Í raun eigum við öll erindi í guðfræði! Sam- setning nemendahóps- ins er nám út af fyrir sig. En allt erum við leitandi fólk, fólk sem hungrar í fróðleik. Sum okkar hafa lesið Biblí- una, önnur aldrei opnað hana. Það er afskaplega gefandi að vera í námi hvert með öðru, karlar og konur, ung og aldin, trúuð og vantrúuð og allt þar á milli. Því við miðlum hvert öðru, m.a. eftir reynslu okkar, aldri og kyni. Það er gott að vera í guðfræðideild. Þar er tekið vel á móti þér þegar þú hefur nám í deildinni – með kaffi, brauði og kökum. Þar mæta kenn- arar, skrifstofustjóri og nemendur saman. Deildin hefur einnig kaffi- stofu þar sem við skiptumst á skoð- unum og Félag guðfræðinema býður upp á blómlegt félagslíf. Þá er bara þitt að taka þátt. Starf að loknu námi Þú getur viljað starfa innan kirkj- unnar, við fjölmiðla, kennslu, fræði- mennsku, bókmenntarýni, ráðgjöf, liðveislu, starfsmannahald og í raun er menntun í guðfræðideild góð und- irstöðumenntun eða hlekkur í mennt- un fyrir svo margt. „Hvað á ég að verða þegar ég er orðin/n stór“ er stór spurning, og undirliggjandi er alltaf önnur spurn- ing: „Hver er ég núna?“ Erum við ekki alltaf að leita að sjálfsmyndinni? Verðum við einhvern tíma stór? Í Biblíunni stendur að við séum sköpuð í Guðs mynd, hver er Guð? Enn er stórt spurt, en hver veit nema þú get- ir nálgast svarið í námi við guðfræði- deild Háskóla Íslands? Verðum við ein- hvern tíma stór? Jóhanna Magnúsdóttir Höfundur er guðfræðinemi. Guðfræði Í raun, segir Jóhanna Magnúsdóttir, eigum við öll erindi í guðfræði!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.