Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GALLUP könnun, sem gerð var meðal lækna varðandi frumlyf og hermilyf og fjallað var um í Rík- isútvarpinu í vetur og í maíhefti Læknablaðsins, er fyrir margra hluta sakir athygliverð og hefur orðið greinarhöfundi tilefni til vangaveltna. Niðurstöður eru meðal annars þær að 83% lækna segjast hafa breytt lyfjagjöf í kjölfar þess að sjúklingi fannst hermilyf ekki virka eins vel og frumlyf. Sama hlutfall lækna, 83%, segir einnig að lítill munur sé milli hermilyfja og frum- lyfja, þrátt fyrir ofangreinda reynslu sína. Þessi þverstæða er merkileg en kannski ekki óskiljan- leg. Í heimi þar sem mótsögn ríkir er oft eins og menn séu staddir í æv- intýrinu „Nýju fötin keisarans“. Menn horfa gjarnan framhjá sann- leikanum. Ég sé ekki það sem ég sé. Ég sé það sem mér ber að sjá. Skemmri skírn Þrátt fyrir reynslu manna sem horfa upp á að hermilyfin valda kvörtunum að því marki að þeir verða að breyta lyfjaávísunum, forðast þeir þau ekki, enda er þrýstingur frá yfirvöldum um að nota ekki R-merkingar á lyfjum (R- merking á lyfi þýðir að læknir heimilar ekki lyfjafræðingi að láta hermilyf koma í stað frumlyfs). Leiðbeiningar, sem áður voru á lyfseðlum varðandi R-merkingar, eru nú ekki prentaðar á þá, enda sjá yfirvöld sér engan hag í að hvetja til R-merkinga. Yfirvöld, og ekki síst Lyfjastofnun, ættu þó að vera vel meðvituð um þá skemmri skírn sem hermilyf hljóta. Hermilyf þurfa ekki að undirgangast klínísk- Nýju fötin keisarans Lyf Hver yrði ávinning- urinn, spyr Davíð Ingason, ef beitt væri meira af góðum nýjum lyfjum við meðhöndlun sjúkdóma á Íslandi? Í HJARTA mínu býr þunglyndið. Það er til- finning sem tróð sér óboðin inn í líf mitt og hirti ekki um þá al- mennu kurteisi að fal- ast eftir leyfi til inn- göngu. Líkt og heimilið er minn griðastaður, ætti líkaminn að vera það fyrir sálina. Það getur þó komið fyrir að óboðnir gestir ráðist inn á heimilið og steli mínum veraldlegu verðmætum. Líkt er með þunglyndið er það ræðst inn í líkama minn og rænir öllum mínum andlegu gersemum. Það stelur frá mér gleðinni, ástinni, væntumþykj- unni, sjálfstraustinu og þannig mætti lengi telja. En ólíkt öðrum ótíndum þjófum sest þunglyndið að á ránsstaðnum, slekkur ljósið í sálinni og felur ránsfeng sinn í myrkrinu, djúpt í sálarkytrunni. Með tímanum verður það svo heimakært í hús- bóndastólnum að það fæst ekki með nokkru móti til að hypja sig burt. Til er hústökufólk sem sest að í yf- irgefnum, ónýtum húsum sem á að fara að rífa og fæst ekki til að flytja út, en þunglyndið settist að í mínu húsi sem ég var að byggja upp og innrétta til framtíðar og lagði það í rúst. Einu gestirnir sem boðið er í heimsókn eru „svörtu systurnar“: reiðin, sorgin og depurðin. Svo er haldin veisla þar sem þunglyndið og systurnar skemmta sér saman á minn kostnað og sál mín fær alla timburmennina. Það er skrýtið að fara í göngutúra og sjá garða í blóma, krakka hlæja og leika sér, heyra fuglasöng eða gelt í hundi. Já, ég sé og heyri, en skynja ekkert nema tómleika hjarta míns. Lífið er í svart/hvítu. En er þetta svo? Eins og ég minntist á hér að framan þá eru allar mínar góðu tilfinningar enn til staðar, en það þarf að kveikja ljósið aftur í sálinni, finna felustaðinn og hleypa þeim út. Kannski eyði ég of miklum tíma í að hugsa „afhverju“. Ég ætti frekar að hugsa um „hvernig“. Þ.e.a.s. hvað get ég sjálfur gert til að ná aftur hús- bóndasætinu. Það er engin lausn að játa sig sigraðan fyrir þung- lyndinu og taka líf sitt. Því þetta virkar líkt og vírus. Þó að ég losni undan svartnættinu, þá um leið smita ég annan eða aðra með sömu veiki. Það er eigingirni af hæstu gráðu að stytta sér leið, en skilja svo aðra eftir sem bera þess aldrei bæt- ur. En þunglyndið er útsmogið og neytir allra bragða til að hafa yfirráð yfir hug og hjarta. Þegar maður ger- ir sér grein fyrir því, þá er fyrsti múrinn brotinn. Þá er að leita sér að- stoðar og fá hjálp hjá þeim er til þekkja. Að vera virkur Ég er búinn að skoða og kynnast af eigin raun flestum þeim úrræðum sem sjúkrastofnanir hafa uppá að bjóða þegar ég hef verið útskrifaður af geðdeildum. Eins og gengur hefur sumt gagnast og annað ekki, en ég hef hvergi fundið mig almennilega í kerfinu, en með tíð og tíma verður maður sjálfur hluti af því. En yfir- leitt leynist ljóstíra einhvers staðar í myrkrinu. Nú tel ég mig vera búinn að finna þá tíru sem ég vona að verði að því leiðarljósi sem kemur til með að ná að lýsa sál mína upp aftur. Ég er að tala um Klúbbinn Geysi. Þar eru verkin látin tala og loksins er ég ekki sjúklingur eða hluti af kerfinu heldur félagi. Og það sem mest er um vert er það traust og sú vænt- umþykja sem ég finn frá starfsfólki og öðrum félögum. Einnig er það góð tilfinning að ef ég er langt niðri og geti ekki mætt í Klúbbinn að fólkið þar muni eftir mér, hringi og fylgist með hvernig gangi. Það er mín heit- asta ósk núna að geta orðið aftur virkur félagi og taka fullan þátt í daglegri starfsemi Klúbbsins Geysis. Þar er samvinnan höfð að leiðarljósi og ég vinn þann tíma og á þeim hraða sem mér hentar. Ég veit að það tek- ur tíma að festa rætur á nýjum stað og losna við þá hugsun að mér sé ofaukið hvar sem ég kem, en ég á eft- ir að losna við þá hugsunarvillu með hjálp minna félaga í Klúbbnum. Ég hef ávallt litið svo á að vinnustað- urinn sé manns annað heimili og ef gagnkvæm virðing og traust ríkir á milli allra þá ganga flestir hlutir upp. Klúbburinn Geysir Að lokum vil ég segja þetta. Ef Geysir í Haukadal byggi yfir helm- ingi þeirrar orku, athafnasemi og þeirri óbilandi bjartsýni sem býr í nafna hans, Klúbbnum Geysi, gæti hann stoltur borið þann titil að vera þekktasti hver í heimi. Við þurfum ekki sápu eða önnur hjálparmeðul til að gjósa svo að eftir verði tekið. Orka okkar kemur innanfrá og því fjöl- mennari sem Klúbburinn verður, því tignarlegra verður gosið. Ekkert verk er svo lítilfjörlegt eða tröllvaxið að við ráðum ekki við það. Orðið „uppgjöf“ fyrirfinnst ekki í orðabók Klúbbsins Geysis. Óboðnir gestir Óðinn Einisson Geðheilbrigði Ekkert verk er svo lítil- fjörlegt eða tröllvaxið, segir Óðinn Einisson, að við ráðum ekki við það. Höfundur er félagi í Klúbbnum Geysi. „ORÐHÁKURINN frá Dalvík“, Kristján Þór Júlíusson, sem nú hefur fengið framsókn- armenn til liðs við sig til að tryggja sér bæjar- stjórastólinn á Akureyri næstu fjögur árin, sendi mér tóninn í Mogganum um helgina. Um er að ræða einskonar svar við fyrri grein minni, þar sem ég gagnrýndi þau vinnubrögð sjálfstæðis- manna á Akureyri, að sniðganga Odd Hall- dórsson og hans fólk hjá Lista fólksins þegar kom að viðræðum um myndun meiri- hluta í bæjarstjórninni. Þess í stað tóku Kristján og hans menn fram- sóknarþrenninguna upp á arma sína. Ég held því fram, að Oddur og hans fólk hafi staðið uppi sem sigurvegarar að loknum kosningum til bæjar- stjórnar Akureyrar; ekki bara árið 2002, heldur einnig við kosningarnar árið 1998. Engu að síður var Oddur hunsaður þá og aftur nú. Svona gerir maður ekki, segi ég, þettar er dóna- skapur við lista sem greinilega höfðar til fólksins. Kristján Þór og hans fylgifiskar telja sig þó þess umkomna, að hunsa þennan vilja kjósenda og tala heldur niður til Odds Helga. Það er jafnvel alið á gróusögum um meinta veikleika Odds, en ég vona að þeir sem að því grjótkasti standa búi ekki í glerhúsi. Kristján heldur því fram, að það sé vafa undirorpið, að Oddur sé sigur- vegari kosninganna. Hann bendir réttilega á, að Samfylkingin og vinstrigrænir hafi einnig komið að mönnum. Eru þeir þá ekki sigurveg- arar, spyr Kristján. Mikil undur! Veit Kristján ekki, að þessi stjórnmálaöfl störfuðu allt síðasta kjörtímabil í bæjar- stjórn Akureyrar undir nafni Akureyrarlistans. Ég veit meira að segja ekki betur, en að þeir hafi verið í meirihluta- samstarfi með Kristjáni og co.! Er það kosninga- sigur, að fá sinn mann- inn hvor, þegar boðið er fram „klofið“?! Kristján veit jafnvel og ég og aðrir kjósend- ur, að þessi stjórnmála- öfl magalentu í kosning- unum og sleiktu sárin þegar talið hafði verið upp úr kjörkössum. Tals- mönnum þeirra datt ekki einu sinni í hug, að ýja að viðræðum um mundun meirihluta með einum eða neinum. Þetta er því hreinn útúrsnúningur hjá Kristjáni Þór. Ég hef kunnað ágæt- lega að meta hann persónulega og sem bæjarstjóra, en ef hann reiknar stefnuna við stjórnun bæjarins með þessum hætti, þá hygg ég nú farsæl- ast, að taka af honum skipstjórnar- réttindin!! Það er að vísu alveg rétt hjá Krist- jáni, að það er góður meirihluti kjós- enda á bak við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn á Akureyri. Þessir flokkar töpuðu hins vegar fylgi, en Oddur bætti við sig. Það hefði líka verið lýðræðislegur meiri- hluti kjósenda á bak við meirihluta sjálfstæðismanna og Lista fólksins. Af hverju mátti ekki tala við Odd? Af hverju mátti ekki reyna áður en stokkið var í fangið á Framsókn? Var það af ótta við Valgerði Sverrisdóttur og aðra ráðherra Framsóknar? Hefði meirihluti með Odd innanborðs ekki verið þeim þóknanlegur? Hefðu þeir ef til vill ekki viljað veita góðu af rík- isjötunni til okkar Akureyringa, ef við hefðum haft fyrrum framsóknarmann í brúnni. Gæti það verið ástæðan fyrir ákefð Kristjáns Þórs í bólið með framsóknarmaddömunni? Það hefur svo sem gerst áður í sögu bæjarstjórnar Akureyrar, að sigur- vegurum kosninga sé ýtt út í kuldann. Og þá var nú annað hljóð í strokkn- um. Þá lentu nefnilega sjálfstæðis- menn í svipaðri aðstöðu og Oddur nú. Þeir unnu mikinn kosningasigur, ætli það hafi ekki verið í kosningunum 1974. Þá bættu sjálfstæðismenn við sig tveimur fulltrúum, fengu fimm menn kjörna. Það var mikil gleði meðal sjálfstæðismanna á kosninganóttina, en í timburmönnunum daginn eftir vöknuðu þeir upp við vondan draum. Vinstrimenn höfðu dundað sér við það, á meðan þeir voru að sleikja sár- in, að mynda meirihluta. Þá voru klókir menn á borð við Sigurð Óla Brynjólfsson í brúnni hjá Framsókn. Sjálfstæðismenn urðu að vonum brjálaðir. Af hverju er ekki farið að vilja kjósenda og okkur látið eftir að mynda meirihluta, spurðu þeir. Nú, við erum með meirihluta kjósenda á bak við okkur, svöruðu vinstrimenn. Sömu rök notar Kristján Þór og hirð- in hans nú. Nei, Kristján minn, þau rök sem þú setur fyrir kjósendur á Akureyri í Moggagreininni eru útúrsnúningur. Eftir stendur, að leikreglur heiðar- leikans voru þverbrotnar þegar listi Odds Helga Halldórssonar var hundsaður. Það var ef til vill löglegt en siðlaust. „Orðhákurinn frá Dalvík“ Sverrir Leósson Akureyri Eftir stendur, segir Sverrir Leósson, að leikreglur heiðarleikans voru þverbrotnar. Höfundur er útgerðarmaður. KVÓTAKERFINU var komið á árið 1983, með því að færa út- gerðarmönnum einka- rétt til veiða í þeim til- gangi að stuðla að hagræðingu í útgerð. Undirstaða hagræð- ingarinnar var fram- seljanlegur kvóti, og átti markaður með hann að sjá til þess að hæfustu aðilarnir veld- ust til veiða. Kvóta- kerfið hefur aftur á móti aldrei verið stutt réttlætisrökum, enda er verið að afhenda litlum hluta þjóðar- innar einkarétt sem er verðmætari en t.d. allt atvinnuhúsnæði á Ís- landi. Hvernig hefur svo tekist til við hagræðingu á 20 árum kvótakerfis? Markaðurinn er besti mælikvarð- inn á það. Nokkur útgerðarfyrir- tæki eru á hlutabréfamarkaði og endurspeglar markaðsverð þeirra hversu hagvæm þau eru talin. Markaðsverð þeirra er nú lægra en áætlað upplausnarverð (bókfært verð með kvóta á markaðsverði) (sjá mynd). Það þýðir með öðrum orðum að hagkvæmt væri að leggja fyrirtækin niður, að hluta til eða að öllu leyti, og selja eða leigja kvót- ann. Eina markmið kvótakerfisins virðist því ekki hafa náðst. Af hverju leigja eða selja stóru útgerðirnar þá ekki frá sér kvóta í stórum stíl? Svarið er að finna hjá forstjóra Sam- herja. Hann brást illa við er þingmaður einn lýsti því yfir að Sam- herji leigði frá sér mikið af kvóta. Neit- aði því harðlega eins og verið væri að saka hann um ósiðlegt at- hæfi. Siðferðiskennd forstjórans meinar honum að réttlæta fyrir sjálfum sér leigu eða sölu á réttindum sem hann fékk án end- urgjalds frá ríkinu. Aftur á móti geta að- eins slík viðskipti stuðlað að hagræðingu. Hæstiréttur hefur dæmt kerfið í andstöðu við jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar og ríkisstjórnin hefur reynt að slá á óánægju landsmanna. Það hefur hún gert með því að setja ýmsar reglur sem flestar koma úr íslenskum landbúnaði, mest styrkta landbúnaði á Vesturlöndum, og sem stuðla allar að auknu óhagræði. Ný- liðun, helstu uppsprettu framleiðni- aukningar, hefur verið hindruð með því að gefa þeim sem fyrir eru for- skot í formi kvóta. Fjárfestingar út- lendinga eru óheimilar og er út- gerðum óheimilt að ná hagkvæmri stærð. Alvarlegast er þó að sjálf forsenda hagræðingarinnar, frjálst framsal kvóta, er takmarkað. Ekki eru neinar blikur á lofti sem stuðlað gætu að hagræðingu í útgerð nema síður sé. Nú á enn að minnka hvat- Er útgerðin hagkvæm? Guðmundur Örn Jónsson          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.