Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN STJÓRN Ísraels bíður nú eftir því að Bandaríkjastjórn veiti „þegjandi samþykki“ fyrir því að Ísraelar komi Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, frá völdum, að sögn hátt setts embættismanns í Ísrael eftir mann- skætt sprengjutilræði Palestínu- manns í norðurhluta landsins í gær. Embættismaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hygðist færa George W. Bush Banda- ríkjaforseta þessi skilaboð á fundi þeirra í Washington á mánudaginn kemur. Bandarísk stjórnvöld hafa verið andvíg því að Arafat verði steypt vegna óvissunnar um hver tæki við af honum sem leiðtogi Palestínumanna en ísraelski embættismaðurinn sagði að stjórnin í Washington væri nú „á báðum áttum“ í málinu. „Ég get sagt ykkur að svo fram- arlega sem Arafat er við völd næst enginn árangur,“ sagði embættis- maðurinn. „Þetta er það sem hann vill, hann lítur svo á að hann standi sig bærilega – hryðjuverk eru framin og samt koma allir til hans, erlendir leið- togar heimsækja hann, hann virðist ekki finna neina hvöt hjá sér til að bæta ráð sitt.“ Embættismaðurinn bætti við að Arafat hefði látið hjá líða að leysa upp öfgahreyfingar Palestínumanna sem gert hafa fimm blóðugar sprengju- árásir á einum mánuði, að tilræðinu í gær meðtöldu. „Við teljum að Arafat sé ánægður með þetta vegna þess að hann kemst bókstaflega upp með morð.“ Ágreiningur innan Bandaríkjastjórnar „Sharon ætlar að segja Bush að Arafat þurfi að víkja, annars verði engar breytingar,“ bætti embættis- maðurinn við. „Bandaríkjamenn eru á báðum áttum, margir í bandarísku stjórninni eru sammála okkur nú þeg- ar.“ Embættismaðurinn sagði að bandaríska stjórnin væri klofin í mál- inu. Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra og Dick Cheney varaforseti tækju undir sjónarmið Ísraela en Col- in Powell utanríkisráðherra tæki sveigjanlegri afstöðu til Arafats. „Ísr- aelsstjórn bíður eftir einhvers konar þegjandi samþykki, grænu ljósi. Ara- fat þarf að víkja,“ sagði embættis- maðurinn án þess að útskýra áform Ísraelsstjórnar frekar. Hann sagði að ráðamenn í araba- ríkjunum myndu fagna því að lokum ef Arafat yrði komið frá völdum. „Þeir hræðast Arafat vegna þess að hann æsir upp almenning í arabaríkjunum. Fyrst verður mikill gauragangur en síðan næst skjótur árangur.“ Sharon hefur rætt fimm sinnum við Bush í Washington og reynt að sann- færa hann um að nauðsynlegt sé að koma Arafat frá völdum en banda- ríski forsetinn hefur verið andvígur því til þessa. Tilræðið Sharon til framdráttar Stjórnmálaskýrendur sögðu að sprengjutilræðið í gær væri vatn á myllu Sharons og stuðningsmanna hans en veikti stöðu Arafats. „Þetta færir Sharon mjög mikilvæga rök- semd fyrir fundinn með Bush,“ sagði ísraelski stjórnmálaskýrandinn Dav- id Kimche. Hann bætti við að tilræðið hefði aukið mjög líkurnar á því að Ísr- aelsstjórn ræki Arafat í útlegð, en bætti við að fyrst þyrftu Sharon og hægrimennirnir í stjórninni að sigr- ast á andstöðunni innan Bandaríkja- stjórnar og Verkamannaflokksins í Ísrael, sem á aðild að stjórn Sharons. Spáir nýrri hrinu áhlaupa „Frá sjónarhóli Palestínumanna er þetta það versta sem gat gerst nú þegar Bandaríkjamenn og þjóðir heims eru að móta nýja stefnu í mál- efnum Mið-Austurlanda,“ sagði Kimche. Palestínski stjórnmálaskýrandinn Ali al-Jerbawi sagði að róttækar hreyfingar Palestínumanna væru staðráðnar í að koma í veg fyrir að pólitísk lausn fyndist á deilum Ísraela og Palestínumanna. „Þetta fólk hefur það að markmiði að spilla fyrir póli- tískum friðarumleitunum. Því er sama um afleiðingarnar fyrir Arafat og Palestínumenn.“ Jerbawi, sem er prófessor í stjórn- málafræði við Bir-Zeit háskóla, ná- lægt Ramallah, spáði því að Ísraelar myndu hefja „nýja hrinu áhlaupa á allar borgirnar á Vesturbakkanum“ og sagði að hún myndi standa í langan tíma. Jerbawi bætti við að Sharon og Bandaríkjastjórn þyrftu að gera sér grein fyrir því að ofbeldinu myndi ekki linna þótt Arafat yrði rekinn í út- legð. Telja að umbætur á örygg- issveitunum nægi ekki George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, ræddi við Arafat í fyrradag um leiðir til að koma á umbótum á öryggissveitum Palestínumanna sem hafa verið gagn- rýndar fyrir að koma ekki í veg fyrir sjálfsmorðsárásir Palestínumanna á ísraelska borgara. Ísraelar sögðu þó eftir sprengjutilræðið í gær að slíkar umbætur nægðu ekki. „Fræðilega er hægt að koma í veg fyrir frekari árásir með umbótum á öryggissveitunum en á endanum ræðst þetta af pólitískri ákvörðun og Arafat hefur ekki tekið hana,“ sagði Eran Lerman, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Ísraelshers. „Arafat leikur tveim skjöldum“ Róttæk hreyfing Palestínumanna, Íslamskt Jihad, lýsti tilræðinu í gær á hendur sér, en Ísraelar kenndu Ara- fat um blóðsúthellingarnar. „Þetta grimmdarverk er enn ein sönnun þess að palestínska heimastjórnin og Arafat gera sitt ýtrasta til að hvetja hryðjuverkasamtökin til að halda árásunum áfram,“ sagði talsmaður Ísraelsstjórnar, Avi Pazner. Leiðtog- ar Palestínumanna vísuðu þessari ásökun á bug, fordæmdu tilræðið og lögðu áherslu á að það tengdist á eng- an hátt heimastjórn eða öryggissveit- um Palestínumanna. „Arafat leikur tveim skjöldum, for- dæmir hryðjuverkastarfsemi og styð- ur að minnsta kosti eina af hreyfing- unum,“ sagði Lerman og skírskotaði til Al-Aqsa herdeildanna, sem tengj- ast Fatah-hreyfingu Arafats og hafa staðið fyrir tugum árása í Ísrael frá því að uppreisn Palestínumanna hófst í september 2000. „Þar til pólitískar breytingar eiga sér stað ber Ísraelum skylda til að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að stöðva árásir hryðju- verkamanna,“ sagði Lerman. Arafat tilkynnti í vikunni sem leið að hann hygðist endurskipuleggja palestínsku öryggissveitirnar, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja að hafi ekki aðeins látið hjá líða að koma í veg fyrir árásirnar heldur tekið þátt í nokkrum þeirra. Á fundinum með Arafat lagði Tenet til að öryggissveitunum yrði skipt í þrjár deildir, eina til að gæta þjóð- aröryggis, aðra til að halda uppi lög- gæslu og sú þriðja yrði leyniþjónusta. Öryggissveitirnar skiptast nú í tólf deildir og hermt er að Palestínumenn stefni að því að fækka deildunum um helming. Ali Jerbawi, palestínski prófessor- inn, sagði þó að umbætur á örygg- issveitunum væru „tilgangslausar“ ef Ísraelar höfnuðu friðarviðræðum við palestínsku heimastjórnina og hættu ekki hernaðinum á svæðum Palest- ínumanna. Hann lagði áherslu á að Tenet bæri skylda til að „draga úr þrýstingi Ísraela á Palestínumenn“. Palestínskur embættismaður sagði hins vegar að Tenet hefði sagt Arafat fyrir sprengjutilræðið í gær að ef fleiri sjálfsmorðsárásir yrðu gerðar myndi Bandaríkjastjórn ekki skipta sér af viðbrögðum Ísraelsstjórnar og Sharon fengi „frjálsar hendur“. Öryggissveitirnar ófærar um að binda enda á árásirnar? Jerbawi sagði að Arafat hefði ekki getað hindrað árásirnar vegna þess að Ísraelar hefðu „markvisst eyðilagt innviði öryggiskerfis Palestínumanna og jafnvel palestínsku heimastjórnar- innar“. Lerman sagði það hins vegar „al- gjöra þvælu og vitleysu“ að halda því fram að palestínska heimastjórnin gæti ekki haft hemil á palestínsku öfgahreyfingunum vegna árása Ísr- aelshers og umsáturs hans um palest- ínskar borgir. „30.000 vopnaðir menn eru í öryggissveitum heimastjórnar- innar og aðeins nokkrir þeirra féllu,“ sagði hann. „Árásarmennirnir koma frá helstu borgunum, sem eru á valdi palestínsku öryggissveitanna, þannig að umsátur Ísraelshers skiptir ekki máli í þessu sambandi. Staðreyndin er að Arafat hefur einfaldlega ekki sagt mönnum sínum að hindra árás- irnar,“ sagði Lerman. Abdel Aziz al-Rantissi, einn af for- ystumönnum íslömsku hreyfingar- innar Hamas, sagði að enginn gæti stöðvað „andspyrnuna gegn hernámi Ísraela“. „Hvort sem deildum örygg- issveitanna verður fækkað í eina eða fjölgað í tuttugu þá höldum við bar- áttunni áfram vegna þess að við njót- um stuðnings fólksins.“ Yasser Ara- fat komið frá völdum? Reuters Loftmynd af flaki ísraelskrar rútu sem eyðilagðist í sjálfsmorðsárás Palestínumanns nálægt Megiddo í N-Ísrael í gær. Megiddo er hebreskt nafn Harmagedón, staðarins þar sem hin mikla úrslitaorrusta milli afla góðs og ills við heimsendi mun standa, samkvæmt Opinberunarbókinni. Jerúsalem. AFP. Talið er að sprengjutilræðið í Ísrael í gær auki mjög líkurnar á því að stjórn landsins komi Yasser Arafat Palestínuleiðtoga frá völdum og reki hann í útlegð. ’ Tilræðið talið vatná myllu Sharons fyr- ir fundinn með Bandaríkjaforseta ‘ BANDARÍKJAMENN telja veru- legar líkur á að þeir hafi komist að því hver hafi átt hugmyndina að því að fljúga farþegaþotum á stórbygg- ingar í New York og Washington 11. september, að sögn dagblaðsins The Los Angeles Times. Umræddur mað- ur er frá Kúveit, 37 eða 38 ára gamall og heitir Khalid Shaikh Mohammed og er einn af nánum ráðgjöfum leið- toga al-Qaeda-samtakanna, Sádi- Arabans Osama bin Ladens, þótt hann sé lítt þekktur. Maðurinn var þegar eftirlýstur vegna meintrar aðildar að samsæri árið 1995 sem gekk út á að sprengja nokkrar bandarískar farþegaflugvél- ar yfir Kyrrahafi. Ekki er heldur úti- lokað að hann hafi komið við sögu þegar sendiráð Bandaríkjanna í tveim Afríkuríkjum voru sprengd 1998 með þeim afleiðingum að 224 fórust, flestir Afríkumenn. Heimildamaður hjá þeirri deild al- ríkislögreglunnar FBI er berst gegn hryðjuverkum tjáði blaðinu að lík- lega væri Mohammed nú sá sem mestur fengur væri í að klófesta, hann yrði jafnvel dýrmætari fangi en bin Laden eða helsti aðstoðarmaður bin Ladens, Egyptinn Ayman Al-Za- wahiri. Ástæðan væri sú að Moham- med hefði sennilega átt beinan þátt í mörgum hryðjuverkaárásum. Aðrir embættismenn vildu þó ekki fullyrða mikið um þátt Mohammeds í skipu- lagningu árásanna í september. Ekki er vitað hvar Mohammed er nú en talið að hann sé einhvers staðar í Afganistan eða Pakistan. „Hann virðist satt að segja vera rétti mað- urinn,“ sagði einn af embættismönn- um ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta. Embættismaður- inn vildi ekki láta nafns síns getið en sagði að upplýsingar um aðild Mo- hammeds hefðu fengist í yfir- heyrslum yfir „ýmsu“ fólki, þar á meðal al-Qaeda-mönn- um sem hafa verið handsamaðir. Einkum mun einn af leiðtogum al-Qaeda, Abu Zubeida, hafa veitt mikilvægar upplýsingar um þátt Mohammeds en Zu- beida var handsamaður fyrir skömmu í Pakist- an. The Los Angeles Times segir að Moham- med hafi verið tengilið- ur milli ýmissa hópa innan al-Qaeda annars vegar og bin Ladens hins vegar. Hóparnir hafa að jafnaði ekki beint samband sín í milli og reyna þannig að draga úr hættunni á því að upp um þá komist. Við rann- sóknir á fjármálum al-Qaeda munu hafa komið fram sterkar vísbending- ar um aðild Mohammeds og þegar í desember sl. var að sögn blaðsins The New York Times fjárhæðin sem Bandaríkjamenn settu til höfuðs honum hækk- uð í 25 milljónir dollara, yfir tvo milljarða króna. Áætlunin 1995, sem ekkert varð úr, hefur verið nefnd Manila- samsærið vegna fundar sem samsærismenn áttu í höfuðborg Fil- ippseyja. Allt fór út um þúfur vegna þess að eldur kom upp í hótel- herbergi mannanna í borginni og lögreglan í Manila fann mikið af sprengiefnum og hvell- hettum á staðnum. Einn mannanna var Ramzi Yousef en hann var á sín- um tíma handtekinn fyrir að ráðgera rán á flugvél og var hugmyndin að fljúga henni á húsakynni bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon. Yousef, sem að sögn AFP-fréttastof- unnar er skyldur Mohammed, hlaut lífstíðardóm vestra. Kúveiti sagður höfundur samsærisins 11. september Óvíst hvar Khalid Shaikh Mohamm- ed heldur sig Shaikh Mohammed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.