Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 59 FIMMTUDAGSTILBOÐ BARNASANDALAR Kangaroo Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð nú 995 Teg. EUR14372 Litur: Svartur Stærðir: 25-35 Verð áður: 4.995 Verð nú 1.995 Teg. EUR11242 Litur: Svartur Stærðir: 28-32 Verð áður: 4.995 Tilboðið gildir einnig í öðrum verslunum Steinars Waage FLEST rök hníga nú að því að jarð- göng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar þurfi að taka í notkun áður en framkvæmdir geta hafist við Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem þurfa lengri um- þóttunartíma. Fyrirrennari þinn Halldór Blöndal lýsti því yfir í út- varpsviðtali 11. janúar sl. að hann sæi það fyrir sér að farið yrði að keyra í gegnum fyrirhuguð jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í maí eða júní árið 2004. Þarna gaf Halldór Blöndal í skyn að fram- kvæmdir við Austfjarðagöng gætu tekið um eitt og hálft ár þegar hann talaði um að þessar framkvæmdir myndu hefjast í næsta haust. Fram kemur í skýrslu Vegagerðarinnar ákveðin óvissa um hversu mikil arð- semi sé í raun af þeirri umferð sem reiknað er með að bætist við núver- andi umferð með bættu vegasam- bandi. Við núverandi aðstæður er enginn leið að koma nauðsynlegum tækjabúnaði inn í Héðinsfjörð, þar sem ekkert rafmagn er til staðar, án þess að náttúruspjöll hljótist af. Þótt aðstæður til jarðgangagerðar hafi nokkuð verið kannaðar er langt í land með að undirbúningur sé kominn á lokastig. Heppilegra er að fram- kvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefj- ist ekki fyrr en árið 2004 eða 2005 eft- ir að umferð hefur verið hleypt í gegnum göngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Við Héðinsfjarð- argöng geta framkvæmdir tekið 5–6 ár ef lengd ganganna yrði ekki undir 12–13 km. Heildarverktími við jarð- göngin milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar er áætlaður rúm tvö ár. Af þessum sökum er óhjákvæmilegt að Austfjarðagöngin verði sett í for- gangsröð samkvæmt gildandi heið- ursmannasamkomulagi sem Vestfirð- ingar og Austfirðingar gerðu án þátttöku Norðlendinga. Á síðari árum hafa þingmenn Norðurlands eystra og vestra þrætt fyrir að slíkt sam- komulag hafi verið gert sem Vestfirð- ingar hafa alltaf kannast við. Áður en þú komst í samgönguráðuneytið lýstu Vestfirðingar því yfir að Austurland ætti að vera í forgangsröð vegna stór- iðjuframkvæmda á Reyðarfirði og virkjunarframkvæmda á Kára- hnjúkasvæðinu þótt fyrirrennari þinn hafi í sinni ráðherratíð verið á allt öðru máli. Allir þingmenn Norður- lands eystra og vestra nema Stefán Guðmundsson, Valgerður Sverris- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon lögðust gegn því fyrir síðustu kosn- ingar að Austfjarðagöng yrðu sett í forgangsröð þegar þeir börðust fyrir því að Héðinsfjarðargöng gengju fyr- ir undir því yfirskini að ekkert svig- rúm væri fyrir jarðgangagerð á Aust- urlandi. Kjörnir þingmenn Austurlands svöruðu illu til og vísuðu þessum ummælum til föðurhúsanna þegar harðar deilur hófust milli Norð- lendinga og Austfirðinga. Kostnaður við jarðgöngin fyrir norðan og austan er áætlaður 9–10 milljarðar króna, við Héðinsfjarðargöng 5,6 milljarðar kr. og Austfjarðagöng um 3,4 milljarðar kr. Við Héðinsfjarðargöng getur kostnaðurinn farið vel yfir 7 milljarða króna eins og margir Norðlendingar óttast. Andstæðingar Héðinsfjarðar- ganga fyrir norðan sem telja þetta alltof dýrt hafa sagt mér að vonlaust verði að fjármagna þessi göng með vegtolli þótt eldsneytisverð í landinu stórhækki í kjölfarið ef allar tilraunir til að selja Landsímann renna út í sandinn. Heyrt hef ég að sveitar- stjórnarmenn að austan og þingmenn kjördæmisins hafi átt fund með þér um ófullnægjandi hlut Austurlands í tillögu Vegagerðarinnar. Frétt hef ég að á þessum fundi hafi verið bent á að Austurland hafi verið svelt á sama tíma og 8 milljörðum króna hefur ver- ið varið til jarðgangamála á Vestfjörð- um og Norðurlandi síðastliðin 20. ár. Nú hefði stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað komist í öruggara vegasamband við Egilsstaðaflugvöll ef þessum 8 milljörðum króna hefði verið varið í undirbúningsrannsóknir á jarðgangagerð undir Fjarðarheiði auk annarra ganga úr Fannardal í Norðfirði inn í botn Eskifjarðar og úr Seyðisfirði og Norðfirði inn í Mjóa- fjörð. Fyrr verður Fjarðabyggð aldr- ei að einu atvinnusvæði til þess að fasteignaverð í litlum sjávarplássum á Austurlandi geti hækkað. Til eru hugmyndir í langtímaáætlun Vega- gerðarinnar um tvenn jarðgöng inn í Stöðvarfjörð milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar og neðansjávargöng undir Berufjörð. Með 10% halla hafa Norðmenn byggt neðansjávargöng þar sem umferð er lítil og náð þannig styttri gangalengd. Undirbúnings- rannsóknir á jarðgangagerð undir Hellisheiði og Almannaskarð hefðu átt að vera byrjaðar fyrir löngu. Heyrt hef ég að til standi að hætta öllu póstflugi milli Vopnafjarðar og Akureyrar. Án jarðganga undir Hellisheiði er vonlaust að leggja niður póstflugið milli Akureyrar og Vopna- fjarðar. Þá spyr ég: Hvernig gætu íbúar Þórshafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar fengið póstinn sinn þeg- ar vonlaust er að hreinsa snjó á Mý- vatns- og Möðrudalsöræfum og út með ströndinni alla leið til Vopna- fjarðar? GUÐMUNDUR KARL JÓNSSON, Stangarholti 7, 105 Reykjavík. Opið bréf til samgönguráðherra Frá Guðmundi Karli Jónssyni far- andverkamanni: KÆRU foreldrar barna á grunn- skólaaldri í Hafnarfirði. Nú eru bráðum tvö ár sem ég hef verið að berjast fyrir því að fá skóla- gjöld sonar míns í Tjarnarskóla greidd að fullu. Málið snýst ekki um hvað ég er búin að hafa í laun síðustu tvö ár sem ég hef verið í skóla eða stöðu mína í þjóðfélaginu, heldur að skólinn gat ekki sinnt þörfum drengs- ins. Mannréttindi voru fótum troðin og traðkað á tilfinningum hans. Ég tók hann út úr sínum hverfisskóla fyr- ir tæpum tveimur árum þegar hann hafði klárað 7. bekk vegna eineltis sem hann hafði þurft að búa við í þau þrjú ár sem hann var í þessum skóla og fékk hann samþykkta skólavist í Tjarnarskóla, sem er einkarekinn. Að fenginni reynslu, þegar kemur að því að sækja rétt barnsins míns innan bæjarkerfisins sem við höfum búið við síðustu ár í Hafnarfirði, lang- ar mig til að gefa ykkur ráð. Þetta eru nokkur mikilvæg atriði sem hafa ber í huga varðandi „baktryggingar“ sem ég kýs að kalla, ef á þarf að halda síð- ar og snerta börnin ykkar. Þau ykkar sem eruð að setja börnin ykkar í skóla í fyrsta sinn ættuð að hafa þetta strax í huga en þið ykkar sem eigið eldri börn, hafið þetta í huga frá og með deginum í dag. Það eru nefnilega ekki allir svo heppnir að eiga börn sem fylgja „norminu“ sem allt miðast við og það er ekki gefið að börnin greinist strax, hvort sem um er að ræða að barnið verður fyrir einelti í skólanum eða hvort það á við námserfiðleika eða hegðunarvandamál að glíma (ég þekki þetta allt). Það sorglega er að þegar við förum að hafa grun um að það sé eitthvað að barninu okkar, eða hjá því, er eins gott að hafa bein í nef- inu, æðruleysi til að sætta sig við það sem við getum ekki breytt, kjark til að breyta því sem við getum breytt og vit til að greina þar á milli, vegna þess að í svona málum stöndum við ein og þurfum að treysta á okkur sjálf fyrst og fremst. Okkar grunur, okkar til- finning gagnvart barninu okkar, er yfirleitt rétt. Þess vegna er svo mik- ilvægt ef eitthvað kemur upp á eftir einhvern ákveðinn tíma, eitthvað sem þú hefur haft grun um að sé ekki í lagi og það hefur ekki verið neitt gert í málinu hingað til eða mark tekið á því sem þér finnst, að hafa eftirfarandi í bakhendinni til þess að geta flett upp á og vitnað í (trúðu mér, þetta er mín reynsla). Sú þrautaganga þar sem hver vísar á annan þegar kemur að því að bera ábyrgð er ólýsanleg og allt snýst þetta um peninga og þá eru heilbrigði og hamingja fljót að gleym- ast. Ef þú lesandi góður ert í þeirri stöðu sem ég er að lýsa á einn eða annan hátt máttu ekki gefast upp, það er bannað. Ráðleggingar:  Skrifaðu dagbók og færðu inn allt sem kemur upp á, jafnt inni í skól- anum sem utan hans. Skrifaðu fullt nafn viðmælanda þíns og klukkan hvað þú talaðir við viðkomandi. Skráðu allar þínar hringingar í skól- ann, við umsjónarkennarann, um hvað var talað, þínar grunsemdir og tilfinningar, gott og vont. Skráðu nið- ur allt bekkjarstarf og hvort barnið þitt tekur þátt í því og að hvaða leyti. Skráðu hjá þér hvaða bekkjarfélögum barnið tengist. Spurðu barnið þitt á hverjum degi hvernig hafi verið í skól- anum í dag og hvort eitthvað sérstakt hafi komið upp á. Skráðu hjá þér svar- ið.  Skráðu hjá þér allar ferðir til lækna og sérfræðinga (kennara, sér- kennara, námsráðgjafa, skólastjóra, presta, geðlækna, talkennara og tal- meinafræðinga, tauga- og/eða sál- fræðinga o.s.frv.), á hvaða sviði sem þeir starfa. Fáðu uppáskrifað mat þeirra og/eða álit.  Ef þér er boðið viðtal við sér- fræðing á vegum skólans eða skóla- skrifstofunnar fáðu þá undirritað af viðkomandi sérfræðingi hvað hann lagði til að gera mætti/þyrfti eða ráð- lagði áður en þú ferð út.  Fylltu alltaf alla pappíra þar sem þú ert að sækja þjónustu eða hjálp samviskusamlega og nákvæmlega út lið fyrir lið, hvað sem hver ráðleggur þér, því að öðruvísi komast ekki allar upplýsingar inn á borð þangað sem þær eiga að fara. Og hversu vel sem þú treystir því fólki sem starfar í þjónustugeira bæjarins og þú þarft að leita úrlausna hjá, stuðnings eða hjálpar, fáðu alltaf undirskrifað af þeim hvað lagt var til að gera eða taka til bragðs.  Taktu ekkert sem sjálfgefið eða sjálfsagt þegar þú þarft á hjálp eða stuðningi að halda, þá verður þú ekki fyrir eins miklum vonbrigðum og sársauka. Ég er að útskrifast sem kennari eftir þriggja ára háskólanám og hef tapað gleðinni yfir skólakerfinu sem ég ætlaði mér að fara að starfa í. Ég get varla hugsað mér að fara að starfa við mitt fag þar sem ég er komin með sérfræðiþekkingu. Og ég spyr mig: „Er þetta ástæðan fyrir því að svona erfiðlega gengur að fá kennara með réttindi inn í skólana, er það málið að þegar við kynnumst innra starfinu, ábyrgðarleysinu og miðstýringunni, þá missum við áhugann á því að starfa undir þessum kringumstæðum?“ Nám okkar miðast allt við það að misjafnar þarfir barnanna séu aðal- atriðið og að komið sé til móts við þær. Mikilvægt sé að muna að hver og einn nemandi hefur sín sérkenni og skoðanir sem ber að virða og þekkja. Ég hef orðið fyrir ólýsanlegum vonbrigðum með kerfið og á enn erfitt með að trúa því að sveitarfélagið ætli ekki að axla ábyrgð á þessu máli með mér! INGIBJÖRG H. BALDURSDÓTTIR, Smyrlahrauni 10, Hafnarfirði. Ólýsanleg vonbrigði með kerfið Frá Ingibjörgu H. Baldursdóttur: KIRKJUSTARF Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðu- bergi kl. 10.30. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur- um í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefn- um má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13– 15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10– 12 vordagar 5–9 ára krakka í Landakirkju. Annar dagur. Hjördís. Kl. 13.45 Óvissu- ferð hjá Litlum lærisveinum. Mæting í safnaðarheimilið í klæðnaði eftir veðri. Guðrún Helga. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádegisverð í Safnaðar- heimili. Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10–12. Safnaðarstarf VORDAGAR eru í Landakirkju 5.–9. júní fyrir fimm til níu ára krakka. Á vordögum er lögð áhersla á leiki úti við og leikræna tjáningu og föndur innandyra, auk samveru í Landakirkju, fjöruferðar og æv- intýra. Miðvikudag, fimmtudag og föstudag verður dagskrá á milli kl. tíu og tólf á morgnanna í umsjá Hjördísar Kristinsdóttur. Á sunnudag verður fjölskyldu- guðsþjónusta í Landakirkju kl. 11.00 og er formið í léttari kant- inum fyrir börn á öllum aldri. Stundin er jafnframt uppskeruhá- tíð vordaganna og sýna krakkarnir þar helgileik og túlka sögur og setningar úr guðspjöllunum. Eftir stutta guðsþjónustu, kunn- uglega barnasálma, bæn og blessun verður grillað á kirkjulóðinni fyrir þátttakendur vordaganna, fjöl- skyldur þeirra og alla aðra kirkju- gesti sem ekki eru að flýta sér heim í steikina. Allir eru hvattir til að mæta og sjá afrakstur krakkanna, en þakka um leið góðum Guði fyrir veð- urblíðu og sólríka vordaga okkar allra í Eyjum. Sr. Kristján Björnsson. Vordagahátíð í Landakirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.