Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávarafurða helst nær óbreytt á milli fiskveiðiára en samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla á næsta fisk- veiðiári, sem kynnt var í gær, eykst heildarkvótinn um 2,4%. Ráðherrann fór að mestu að til- lögum Hafrannsóknastofnunar sem kynntar voru um síðustu helgi. Þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verður 179 þúsund tonn sam- kvæmt aflareglu og tillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar, 11 þús- und tonnum minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir þó allt benda til þess að þorskstofninn hafi nú náð botn- inum og samkvæmt spá Hafrann- sóknastofnunarinnar verði stofninn árið 2004 orðinn stærri en hann hafi verið frá árinu 1989. Þrátt fyr- ir að stofninn hafi verið ofmetinn á undanförnum árum hafi það ekki leitt til efnahagslegrar dýfu og út- gerðin ekki orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna ofmatsins. Ýsukvóti næsta fiskveiðiárs verður aukinn um 14 þúsund tonn á milli fiskveiðiára. Ákvörðunin um leyfilegan heildarafla á næsta fisk- veiðiári felur í sér liðlega 2,4% aukningu aflamagns í þorskígildum talið frá yfirstandandi fiskveiðiári og er þá miðað við upphafsúthlut- un í rækju bæði árin. Á síðasta ári var upphafsúthlutun rækju 17 þús- und tonn. Sé gert ráð fyrir að heildarafli rækju verði sá sami á komandi fiskveiðiári og á yfir- standandi ári lætur nærri, miðað við áætlað útflutningsverðmæti í dag, að útflutningsverðmæti þeirra tegunda sem ákvörðunin nær til verði óbreytt á milli fiskveiðiár- anna 2001/2002 og 2002/2003. Sé litið til tillagna Hafrann- sóknastofnunarinnar verða veittar veiðiheimildir umfram tillögur í ufsa, skarkola og steinbít. Því verður heimilt að veiða 37.000 tonn af ufsa í stað 35.000 tonna og 5.000 tonn af skarkola í stað 4.000 tonna. Þá verður heildaraflamark í stein- bít það sama og á yfirstandandi fiskveiðiári eða 16.000 tonn í stað 15.000 tonna samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar. Heildarafli eykst um 2,4% á milli fiskveiðiára samkvæmt ákvörðun ráðherra Útflutningsverðmæti sjávarafurða nær óbreytt  Að mestu farið/36 ÁRNI Johnsen, fyrrverandi alþing- ismaður, segist hafa tekið við 650.000 krónum frá Gísla Hafliða Guðmundssyni, sem þá var einn fyr- irsvarsmanna Þjóðleikhúskjallar- ans. Árni segir að þetta hafi verið peningagjöf en þvertekur fyrir að greiðslurnar hafi verið mútur. Þetta var meðal þess sem kom fram í gær við upphaf aðalmeðferðar máls ákæruvaldsins gegn Árna og fjórum öðrum mönnum. Árni sagði aðdragandann að gjöf- inni þann, að Gísli hugðist í árslok 2000 ganga frá reikningum vegna ýmissa framkvæmda sem Þjóðleik- húskjallarinn hefði greitt fyrir, en áttu með réttu að greiðast af bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins, samtals um 3,2 milljónir. Árni sagðist hafa sagt í glettni að það væri réttast fyrir Gísla að rukka um leið vegna vangoldinna launa til sín. Þetta kynni Gísli að hafa misskilið. Björn Leifsson og Gísli Hafliði eru báðir ákærðir fyrir að hafa mút- að Árna en þeir neita báðir sök. Björn sagði fyrir dómi í gær að hann hefði aldrei átt nein samskipti við Árna og hefði á sínum tíma ekki vitað að Gísli greiddi Árna þessa upphæð. Fram kom að um það leyti sem greiðslan var innt af hendi gaf fyrirtæki Björns út tékka fyrir svip- aðri upphæð sem stílaður var á konu Gísla. Björn sagði að tékkinn væri vegna uppgjörs við Gísla og hann hefði ekki vitað að féð myndi renna til Árna. Framburður Gísla var á nokkuð annan veg en þeirra Árna og Björns. Hann sagði að Árni hefði beðið sig að útbúa aukareikn- ing vegna starfa sem hann hefði unnið fyrir Þjóðleikhúskjallarann. Þetta hefði hann rætt við Björn og niðurstaðan orðið sú að neita Árna um þetta. Árni hefði síðar hringt í sig og tilkynnt sér að reikningarnir hefðu verið greiddir. Gísli sagði að sér hefði fundist augljóst að Árni vildi fá greiðslu og hann hefði metið það svo að það væri best að láta hann fá peninga. Kvaðst hann ekki vilja „eiga neitt útistandandi við hann“ en gaf ekki aðrar skýringar. Mismunandi framburð- ur um meintar mútur  Játar 12 atriði/12 RÚMLEGA tvítugur karlmaður lést er fólksbifreið og jeppi skullu saman um eittleytið í gær á veg- inum á milli Strákaganga og Siglu- fjarðar, rétt norðan við Selgil. Maðurinn, sem lést, var einn í fólksbifreiðinni og var hann fluttur með sjúkraflugi á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, en hann lést á leiðinni. Tveir menn voru í jeppanum. Hlutu þeir lítilsháttar meiðsl og voru fluttir á Sjúkrahúsið á Siglu- firði. Mennirnir þrír voru í reynsluakstri á sýningarbílum frá Bílheimum. Lítið farsímasamband er þar sem slysið varð og þurftu ökumaður og farþegi í jeppanum að hlaupa nokkurn spöl áður en þeir gátu látið vita um atburðinn. Veginum var lokað í um klukku- tíma. Ekki er unnt að segja frá nafni hins látna að svo stöddu. Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórs Ungur maður lést í árekstri VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur sent Theodóri Bjarnasyni, forstjóra Byggðastofn- unar á Sauðárkróki, bréf í níu tölu- settum liðum þar sem gerðar eru að- finnslur við starf forstjórans og embættisfærslur hjá stofnuninni. Bréfið barst Theodóri í hendur fyrir röskum tveimur vikum þar sem óskað er eftir skýringum á ákveðnum þáttum er lúta að emb- ættisstörfum hans. Theodór hefur þegar sent ráðherra ítarlegt svar- bréf og bíður frekari viðbragða frá ráðuneytinu. Valgerður sagðist að- spurð í gærkvöldi ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið sem hún sendi, né bréfið sem Theodór sendi ráðu- neytinu. Biður um skýringar „Ég bið um skýringar á ákveðnum hlutum sem ég taldi rétt að gera og sem varða hans stjórnsýslu,“ segir hún. Hún segir ekki ljóst að svo stöddu hvort svör forstjórans séu fullnægjandi eða hvort óskað verði eftir frekari skýringum. Theodór sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að um aðför gegn sér væri að ræða. Valgerður segir ósanngjarnt af forstjóranum að halda því fram. „Það er auðvitað mjög ósann- gjarnt að halda því fram því það er skylda mín sem ráðherra, sem ber ábyrgð á þessari stofnun, að óska eftir skýringum hvað varðar ákveðna þætti sem lúta að hans stjórnun,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gærkvöldi. „Aðför til að bjarga Kristni H. Gunnarssyni“ Theodór vill ekki tjá sig efnislega um bréfið sem hann fékk frá ráð- herra né svarbréf sitt til ráðuneyt- isins. „Ég er furðu lostinn yfir þessu. Það sem er að gerast þarna er klár aðför til þess að bjarga Kristni H. Gunnarssyni,“ segir Theodór. Gerir aðfinnsl- ur við störf forstjórans Viðskiptaráðherra sendir for- stjóra Byggðastofnunar bréf UM 600 umsækjendur um sum- arvinnu eru enn á lista Vinnu- miðlunar skólafólks í Reykja- vík, að sögn Selmu Árnadóttur, verkefnisstjóra vinnumiðlunar- innar. Segir Selma ástandið mun verra en síðasta sumar, þegar allir sem vildu vinnu hafi fengið vinnu. „Ástandið hefur ekki verið svona slæmt í fjölda ára. Það stoppar ekki síminn frá áhyggjufullum foreldrum,“ segir hún. Vinnumiðlun skólafólks 600 bíða eftir vinnu  Mikill fjöldi/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.