Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 31
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Suðurlandsbraut 54, 108 Rvík.
Sími 568 2444, fax 568 2446. Netfang asbyrgi@asbyrgi.is
193,8 fm raðhús Á TVEIMUR HÆÐUM með innbyggðum 21,5 fm bílskúr eða alls
215,3 fm. Stofur, eldhús, herbergi, gesta wc og bílskúr á efri hæð. 3 svefnherbergi,
bað, sjónvarpshol og geymsla á neðri hæð. Afhendist fullfrágengið að utan með
steiningu á útveggjum, að innan eru útveggir tilb. til sandspörslunar, en að öðru leyti
eru húsin í fokheldu ástandi. Lóð verður grófjöfnuð. Verð 16,5 - 16,9 millj. tilv 2323
Jónsgeisli - Raðhús
Sölusýning í dag frá kl. 16-19
UNDANFARIN ár hefur skapast
sú hefð hjá Bandalagi íslenskra leik-
félaga að halda leiklistarhátíðir helg-
aðar einþáttungum og örverkum í
tengslum við aðalfund sinn á nokk-
urra ára fresti. Fjórða reglulega há-
tíðin af þessu tagi var haldin dagana
9. og 10. maí síðastliðna á Hallorms-
stað, þar sem áhugaleikfélög lands-
ins komu saman til aðalfundar hinn
11. og 12 að hátíðinni aflokinni.
Einþáttungahátíðir eru kjörið
tækifæri fyrir félögin til að sýna
hvert öðru afrakstur vinnu sinnar án
þess að miklu sé kostað til, enda
smáverk eins og þau sem einkenna
hátíðirnar einatt auðveld í flutningi
úr einu rými í annað.
Það er líka gott fyrir félögin að fá
tækifæri til að gera tilraunir og
spreyta sig á annarskonar viðfangs-
efnum en „fullgildum“ leikritum.
Þeim hefur farið fjölgandi sem
spreyta sig á að skrifa slík verk, og
langoftast er leikstjórn í höndum
heimamanna. Hátíðin var að þessu
sinni engin undantekning, alls voru
sýnd 12 verk, þar af sjö heimasmíðuð
og flest þeirra frumflutt við þetta
tækifæri. Leikstjórar voru í öllum
tilvikum heimamenn, og athygli vek-
ur að flestir þeirra hafa sótt nám-
skeið í leikstjórn í Leiklistarskóla
þeim sem Bandalagið starfrækir að
Húsabakka í Svarfaðardal við góðan
orðstír.
Hér á eftir mun ég reyna að gera
hverjum þætti lítilleg skil.
Hátíðin byrjaði á fimmtudags-
kvöldi á tveimur óvenjulegum sýn-
ingum. Nemendur 7.–10. bekkjar
Hallormsstaðarskóla sýndu Nú skal
mála, nokkurskonar revíu um ferm-
ingu og fermingarundirbúning eftir
Jón Guðmundsson og í leikstjórn
höfundar auk Jóns G. Axelssonar og
Sigurlaugar Gunnarsdóttur. Þetta
var ágætlega gerð árshátíðarsýning,
en athyglisverðast við hana var þó að
heyra að í þessum skóla er þátttaka í
slíkum sýningum skylda eins og hver
önnur námsgrein, sem verður að
teljast til mikillar fyrirmyndar.
Að fermingunni afstaðinni sýndi
Þorsteinn Sigurbergsson frá Horna-
firði listljósasýningu sína, Sólarhing.
Þeirri sýningu hafa áður verið gerð
skil á þessum vettvangi, og endur-
nýjuð kynni við hana staðfestu fyrri
skoðanir: skemmtileg tilraun sem
líður nokkuð fyrir ómarkvissa notk-
un á tónlist og ef til vill fullmikla
sundurgerð í stílbrögðum.
Af sýningum föstudagsins ber
fyrst að geta uppfærslu leikfélagsins
Grímnis í Stykkishólmi á gaman-
þættinum Meindýr eftir Bjarna Guð-
marsson. Þátturinn segir frá mein-
dýraeyði sem á í nokkrum erfið-
leikum með að sinna starfsskyldum
sínum vegna væntumþykju gagnvart
viðfangsefnum sínum.
Grímnismenn völdu ákaflega
groddalegan leikstíl sem kaffærði að
mestu skop þáttarins, og náði eig-
inlega hvorugt að njóta sín, fínlegt
spaug höfundar eða hamagangur
leikenda. Þátturinn leið fyrir skort á
leikstjórn, en þátttakendurnir tveir
hefðu svo sannarlega grætt á þriðja
auganu sér til leiðbeiningar.
Sama má í raun segja um annað
tveggja framlaga Leikfélags Fljóts-
dalshéraðs, þáttinn Ástin í viðjum
efnafræðinnar eftir Jón Gunnar Ax-
elsson. Tveir ungir leikarar í félag-
inu ákváðu að sviðsetja þáttinn upp á
eigin spýtur en náðu lítt að blása lífi í
textann, sem var aukinheldur næsta
óleikræn heimspekileg samræða um
eðli ástarinnar, krydduð með bók-
menntatilvitnunum og neðanþind-
argríni til helminga.
Meira var spunnið í hitt framlag
Egilsstaðamanna. Vígþór Sjafnar
Zophoníasson fór af krafti og öryggi
með hástemmt eintal unnið upp úr
upphafskafla Barns náttúrunnar.
Sýningin fór fram utandyra og var
vel af hendi leyst hjá leikaranum og
leikstjóra hans, Halldóru Malen Pét-
ursdóttur.
Annað Austfjarðafélag, Leikhóp-
urinn Vera á Fáskrúðsfirði, sýndi
upphafsatriði leikritsins Gegnsætt
fólk eftir Benóný Ægisson. Leik-
stjórinn Valdimar Másson og hans
ungi leikhópur skilaði af fágun og ná-
kvæmni þessu dálítið banala atriði af
ætt fáránleikaleikhússins og sýndu
enn og aftur hvað gott starf er unnið
með börnum og unglingum í þessu
litla félagi.
Öllu umsvifameira er Freyvangs-
leikhúsið í Eyjafirði og þaðan komu
tveir þættir. Annar þeirra, Niður-
talningin eftir Alan Ayckborn, er
frábær smámynd af kulnuðu hjóna-
bandi, túlkuðu af fjórum leikurum,
þar sem tveir túlka hjónin og aðrir
tveir hugsanir þeirra sem einatt eru
á skjön við atferlið.
Guðrún Halla Jónsdóttir, leik-
stjóri, og hennar fólk skiluðu þessu
samspili firnavel. Sérstaklega voru
Stefán Guðlaugsson og Hjördís
Pálmadóttir dásamlega hlægileg og
sönn í hlutverkum hjónanna.
Húð og hár kölluðu Freyvangs-
menn hitt framlag sitt, frumsamið
skop um samskipti leikfélags og leik-
stjóra, nokkurskonar áramótaskaup
áhugaleikfélags. Vitaskuld gerði
þátturinn stormandi lukku í þessu
samhengi, þó ekki stæðist hann
margar listrænar kröfur, varla þær
lágmarkskröfur að texti og lög væru
að fullu lærð, hvað þá að sviðsferð
væri áhrifarík eða nákvæm. En per-
sónusköpun var skýr og þátturinn
náði tilætluðum árangri svo það þýð-
ir ekki að kvarta, allavega ekki há-
stöfum.
Leikfélag Mosfellssveitar flutti
einleikinn Samtal fyrir einn eftir
Dario Fo.
Þátturinn túlkar kynferðislega
sjálfstæðisbaráttu ungrar konu.
Leikstjórinn, Bjarney Lúðvíksdótt-
ir, kýs að víkja að tvennu leyti frá
ætlun höfundar og verður annað til
góðs en hitt ekki. Að láta þáttinn
fjalla um karlmann gengur algerlega
upp, en að ljá honum gúmmídúkku
sem mótleikara eyðileggur áhrifin af
að sjá leikara skapa persónu mót-
leikarans með látbragi sínu. Með því
að raungera elskhugann á þennan
hátt verður hann óraunverulegur og
söguhetjan fyrir vikið ótrúverðug.
Leikarinn, Hjalti Kristjánsson, stóð
sig hins vegar með ágætum og væri
gaman að sjá hann glíma við þáttinn
án hjálpartækja ástarlífsins.
Sá þáttur sem mestum tíðindum
sætti og áhrifamestur reyndist var
spunaverkefni Leikfélagsins Sýna
sem kallaðist Hann. Verkefnið var
hugarfóstur Júlíusar Júlíussonar og
byggðist á nokkuð ströngum ramma
og nákvæmum persónulýsingum
sem hann sendi völdum leikurum, án
þess þeir vissu hver af öðrum. Síðan
leiðir hann þá saman og sýningin fer
af stað, með skipulögðu upphafi og
endi, skýrt mótuðum persónum en
að öðru leyti á ábyrgð leikhópsins.
Skemmst er frá því að segja að út-
koman var mögnuð leiksýning, al-
gerlega sönn hvert einasta augna-
blik, bráðhlægileg og átakanleg í
senn. Vakti bæði upp hugrenninga-
tengsl við verk Mike Leigh og
Dogmaskólans, þar sem frelsun leik-
arans er líka lykillinn að skáldlegu
raunsæi. Stórsigur fyrir Júlíus og
hans fólk, og ánægjulegt dæmi um
tilraun sem heppnast.
Tvær sýningar, Hverjir voru hvar
eftir Guðmund L. Þorvaldsson hjá
Leikfélaginu Sýnum og Dagurinn
eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur
frá Hugleik, voru einnig á hátíðinni,
en þar sem undirritaður tók þátt í
þeim báðum verður ekkert um þær
sagt að þessu sinni.
Í heild má segja að einþáttungahá-
tíð Bandalags íslenskra leikfélaga
hafi svarið sig í ætt við þær sem á
undan hafa farið. Sýningarnar ólíkar
að stíl og efnistökum, misjafnlega til
þeirra vandað og listrænn árangur
spannar allan skalann. Það sem lifir í
minningunni verða sigrarnir, eitt-
hvað til að bera sig saman við, áskor-
un um að gera betur næst. Því þessi
hefð er komin til að vera.
LEIKLIST
Einþáttungar
Hallormsstað, 9. og 10. maí 2002.
EINÞÁTTUNGAHÁTÍÐ BANDALAGS
ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA
Gúmmídúkkur
og náttúrubörn
Þorgeir Tryggvason
Úr Niðurtalningunni. Stefán Guðlaugsson og Hjördís Pálmadóttir.
EYSTEINN Þorvalds-
son, prófessor við
Kennaraháskóla Ís-
lands, verður sjötugur
23. júní næstkomandi.
Af því tilefni hafa vinir
hans og samverka-
menn afráðið að gefa
út afmælisrit honum til
heiðurs. Í ritinu eru
greinar, ritgerðir, er-
indi og ritdómar eftir
Eystein um íslenska
ljóðagerð á 20. öld.
Umsjónarmenn útgáf-
unnar eru Baldur Haf-
stað og Þórður Helga-
son.
Í fréttatilkynningu
frá útgefanda segir að Eysteinn
hafi um langt skeið verið í far-
arbroddi þeirra sem fjallað hafa um
ljóðagerð skáldanna sem tóku að
bylta forminu um og
eftir miðja 20. öld.
„Jafnframt hefur hann
fylgst grannt með
þeim ungu skáldum
sem síðar komu fram á
sjónarsviðið undir nýj-
um straumum og
stefnum. Því teljum
við að mikill fengur
verði að Ljóðaþingi
Eysteins, þar sem það
helsta, sem hann hefur
lagt til málanna um
ljóðagerð samtímans,
kemur á einni bók.“
Bókin verður um
380 blaðsíður og mun
kosta kr. 4.400. Þeim
sem vilja skrá sig á heillaóskaskrá,
tabula gratulatoria, er bent á
heimasíðu Bókaútgáfunnar Orms-
tungu, http://www.ormstunga.is.
Eysteinn
Þorvaldsson
Rit til heiðurs
Eysteini Þorvaldssyni
upp þessa sérstæðu sögu með
barnabörnum sínum.
Þegar Brúða, sem er gimbur,
kemur í heiminn gengur yfir vor-
hret mikið. Móðir hennar, forustu-
ærin Flekka, er fjarri heimahögun-
um og ef ekki væri fyrir árvekni og
dugnað bræðranna Nonna og Árna,
er ólíklegt að Flekka hefði náð að
kara lambið sitt og halda í því lífi í
óveðrinu sem gengur yfir. Þeir finna
mæðgurnar og koma þeim heim í
fjárhúsið með kænskubrögðum, því
þótt náttúran kunni að vera óblíð
ungum lömbum, er Flekka ekki á
því að láta teyma sig til byggða.
Þremur vikum síðar er sumarið
komið og mæðgurnar halda út í
frelsið, upp til heiða og fjalla þar
sem ljúffeng grösin bíða þeirra í
heimi ævintýra. En eins og verða
vill í góðum ævintýrum er ekki allt
smjör og rjómi sem mætir söguhetj-
unum. Úti í náttúrunni eru ógnir;
þar takast á blíð öfl og óblíð, hættur
leynast við hvert spor og það tekur
litla gimbur heilt sumar að læra að
þekkja þær og varast og sigrast á
þeim. Hætturnar leynast í veðri og
vindum, spendýrum og fuglum,
klettasyllum og hafstraumum. Þær
eru alls staðar nálægar, allt frá
hreti vorsins til frosthörku vetrar-
ins.
Sagan fylgir Brúðu og segir frá
samskiptum hennar við önnur dýr
og náttúruna. Hún getur
talað við mýs og maðka,
ár og gróður og fyrir
vikið verður öll náttúran
sprelllifandi fyrir augum
lesandans. Um leið er
bókin fjársjóður af upp-
lýsingum um dýr og
gróður, hlutverk þeirra
og tilgang, samskipti og
gagnkvæma virðingu –
án þess að hafa yfir sér
minnsta kennslubók-
arblæ; gott dæmi um
það hvernig hægt er að
fræða og upplýsa á lif-
andi og skemmtilegan
hátt, án þess að efnið verði stagl- og
ítroðslukennt. Málfar sögunnar er
sérlega aðlaðandi; skýrt og vandað
um leið og það er ljóðrænt, með fal-
legri og nákvæmri hrynjandi sem
gerir það að verkum að það er gam-
an að lesa hana upp-
hátt. Sagan er skrifuð í
ævintýrastíl, sem verð-
ur til þess að hún er
eins og ferskur and-
blær inn í barnabóka-
hefð sem að mestu hef-
ur einkennst af
félagslegu raunsæi síð-
ustu áratugina – jafn-
vel þótt hún sé komin
til ára sinna. Það er
ekkert gamalt eða
gamaldags við hana.
Hún er síung.
Myndskreyting
bókarinnar er stíl-
hrein; sums staðar raunsæ, annars
staðar táknræn. Aldrei uppáþrengj-
andi, heldur styður söguna og gefur
henni í senn raunveruleika- og æv-
intýrablæ.
BÆKUR
Barnabók
Höfundur: Sigurður Thorlacius. Mynd-
skreytingar: Erla Sigurðardóttir. Útgef-
andi: Muninn 2001. 102 bls.
SUMARDAGAR
Eitt sumar uppi til fjalla
Súsanna Svavarsdóttir
Sigurður
Thorlacius
EITT sumar í lífi Brúðu og
Flekku er viðfangsefni þessarar
bókar sem nú er endurútgefin hjá
Munin en höfundurinn var fyrsti
skólastjóri Austurbæjarskóla og
þeir sem muna bókina þegar hún
kom fyrst út, flestir orðnir afar og
ömmur. En tíminn breytir ekki góð-
um bókum og víst er að margir
munu eiga góðar stundir við að rifja
Þetta er allt að koma, skáldsaga
eftir Hallgrím Helgason hefur verið
endurútgefin í kilju. Í fréttatilkynn-
ingu segir m.a.: „Þetta er opinská
bók um stormasaman æviferil hinn-
ar dáðu listakonu Ragnheiðar
Birnu, allt frá getnaði til nýjustu
sigra hennar í lífi og list. Af hispurs-
leysi og vandvirkni segir höfundur
frá erfiðri baráttu Ragnheiðar og
leit hennar að hinum hreina tóni.
Lesendur kynnast mörgu af því
góða fólki sem lagði henni lið í
blíðu og stríðu af fádæma ósér-
hlífni. Byggt er á ítarlegum viðtölum
við Ragnheiði sjálfa um ástir henn-
ar og áhugamál auk vitnisburðar
samferðamanna hennar.“
Bókin kom fyrst út árið 1994.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 434 bls., prentuð í Dan-
mörku. Kápu hannaði Erlingur Páll
Ingvarsson. Verð: 1.799 kr.
Skáldsaga