Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 35
Frumkvöðlar Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur verið frumkvöðull á nokkrum sviðum í háskólastarfi. „Við vorum fyrsti há- skólinn til að bjóða upp á vefbundið fjarnám, við vorum í fararbroddi há- skóla í Evrópu hvað varðar fartölvu- væðingu, þráðlaus net og innleiðingu upplýsingatækninnar í nám og kennslu, þar erum við enn í fremstu röð,“ segir hann. „Við höfum með stofnun lögfræðideildarinnar brotið blað í lagakennslu hérlendis, bæði hvað varðar samkeppni í lögfræði- kennslu sem og innleiðingu nýjustu kennsluaðferða og kennslutækni í laganám.“ Sönnun þess að verið sé að gera rétta hluti, er að mati Runólfs, sú að samkeppnisaðilar fylgi í kjölfar þeirra, t.d. bæði hvað varðar far- tölvuvæðingu og lögfræðinám. „Okk- ur þykir hins vegar stundum spaugi- legt að þá virðast menn stundum telja sjálfum sér og jafnvel öðrum trú um að þeir séu að finna upp hjólið.“ Framhaldsnám Kraftar starfsfólks á Bifröst hafa undanfarin misseri farið í uppbygg- ingu grunnnáms. Nú er því ferli að ljúka a.m.k. í bili. Næstu skref eru uppbygging á mastersnámi við báðar deildir háskólans og efling rann- sókna. Við viðskiptadeild stendur nú yfir þróun á MBA-námi sem áformað er að hefja að ári. Þar horfa menn eink- um til þess að bjóða upp á 11 mánaða lotubundið staðnám í miklum tengslum við erlenda háskóla. Slíkt fyrirkomulag hefur reynst vel er- lendis og mun verða góður valkostur við það hlutanám með vinnu sem aðr- ir háskólar bjóða upp á á þessu sviði. Við lögfræðideild er áformað sem fyrr sagði að hefja tveggja ára mast- ersnám haustið 2004. „Í rannsóknum viljum við gera stórátak,“ segir Runólfur. „Skólinn vill bjóða fræðimönnum og háskóla- kennurum frábæra aðstöðu til kennslu og rannsókna. Þegar er hafin vinna við slíkt og munum við síðar í sumar kynna stór rannsóknarverk- efni sem kennarar og fræðimenn inn- an hans munu vinna að næstu árin. Hvað varðar fjáröflun til slíkra verka væntum við þess að ríkið geri rann- sóknarsamning við okkur á svipuðum nótum og við HÍ, auk þess sem við gerum ráð fyrir að ná til okkar veru- legu erlendu fjármagni til þessara verka. Þá skulu menn ekki vanmeta getu og vilja atvinnulífsins til að stykja háskólarannsóknir.“ Starf rektors auglýst Starf rektors Viðskiptaháskólans verður auglýst í sumar og ræður há- skólastjórn rektor til fjögurra ára í senn. Rektor má mest gegna því starfi í 8 ár samfellt. „Nú er fyrstu þremur árum af mínu 4 ára tímabili lokið. Samkvæmt reglum skólans verður starfið auglýst í sumarlok, en gengið frá ráðningu síðla hausts,“ segir Runólfur og að starfið sé það skemmtilegasta og mest gefandi sem hann hafi sinnt um ævina. „Það er hins vegar fjandanum erf- iðara og krefst þess að sá sem því gegnir gefi sig allan í það og e.t.v. meira til. Ég fór af stað með skil- greinda áætlun og stór markmið. Þetta hefur gengið frábærlega en þegar hafa verið sett ný markmið í framhaldi af hinum fyrri og nýjum verkefnum hrundið af stað sem tengjast þeim sem þegar er unnið að. Þar má nefna þróun mastersnáms, áform um sumarháskóla fyrir fólk í atvinnulífinu, uppbyggingu rann- sókna og aukna áherslu á alþjóðleika í skólastarfinu.“ Framtíð skólans byggist á því hversu vel tekst til næstu misserin. Famtíðarsýn Runólfs fyrir Við- skiptaháskólann er sú að innan 5 ára verði á Bifröst um 800 manna há- skólabær, þar sem saman fara kennsla og rannsóknir í alþjóðlegu háskólaumhverfi. „Ég geri mér grein fyrir því að enginn er ómissandi. Mig langar hins vegar til að ljúka því starfi sem ég hóf og geri því ráð fyrir að gefa kost á mér til áframhaldandi starfa, fái ég til þess stuðning innan skólans og hjá háskólastjórn,“ segir hann að lokum. MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 35 MATUR og menning eru helstu ein- kenni frönskunámskeiðs sem haldið verður 25. júní til 1. júlí, og aftur 1. júlí til 7. júlí næstkomandi. Þetta eru íslensk námskeið í frönsku í Frakk- landi fyrir Íslendinga á öllum aldri. ,,Nemendur þurfa aðeins að vera léttir í lund og hafa ánægju af sam- veru við annað fólk,“ segir Inga Karlsdóttir íslenskukennari. Inga, Valfríður Gísladóttir frönskukennari og Ragnar Wessman matreiðslu- meistari eru með námskeiðið. Námskeiðin eru haldin á eyjunni Île d’Oléron við vesturströnd Frakk- lands. ,,Þetta er yndislegur staður og umhverfið eins franskt og hugs- ast getur,“ segir Inga, ,,kaffihús, litl- ar götur, markaðir, sandur og sjór og matarhefðir í hávegum hafðar.“ Námskeiðshaldarar ætla að standa fyrir tveimur námskeiðum í sumar og er áhersla lögð á virka þátttöku hvers og eins. Námið fer að mestu leyti fram á vettvangi og farið er í námstengdar skoð- unarferðir. Námið verður að teljast góð tilbreyting frá hinu hefðbundna námi með bókina á borðinu. „Frönskunámið á að tengja nem- endur við hina sterku, frönsku mat- armenningu þannig að hér ætti áhugafólk um mat líka að finna eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir Inga. Nem- endur æfast mjög mikið í talmáli og eftir viku eiga byrjendur að geta bjargað sér við daglegar aðstæður ferðamannsins. Frönskunám í Frakklandi Valfríður Gísladóttir, Ragnar Wessman matreiðslumeistari og Inga Karlsdóttir eru með frönskunámskeiðið. TENGLAR ..................................................... ik@ismennt.is melsel5@centrum.is guhe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.