Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 49

Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 49
ar rannsóknir þar sem tugir þúsunda manna taka lyfin undir nákvæmu eft- irliti árum saman. Auðvelt er að sann- færa menn, sem þjálfaðir eru í rök- réttri hugsun, um að X milligröm af til- teknu efnasambandi í efnablöndu, t.d. í töflu, séu sami hlutur og X milligrömm af efnasambandinu í annars konar efna- blöndu í annari töflu frá öðru fyrirtæki. En er það svo? Er tafla alltaf sama og tafla? Ef framleiðslulyfjafræð- ingar eru spurðir þessarar spurn- ingar munu þeir svara afdráttar- laust neitandi. Gæfumunur Hegðar virka efnið í hermilyfinu alveg eins og í frumlyfinu ef það er framleitt með mismunandi aðferð? Hvað um efni sem fylgja með? Hvað um mismunandi ísómera? Eru gerðar sömu kröfur til að hlut- fall mismunandi ísómera í hermilyf- inu sé hið sama og í frumlyfinu, ekki síst þegar þeir hafa mismun- andi virkni eða eiturverkun? Hver man ekki eftir thalidomid og þeim skelfingum sem það lyf olli? Ef annar ísómerinn er hreins- aður burt er thalidomid ágætis lyf. Það er þessi fínstilling sem gerir gæfumuninn. Hin umfangsmikla sam- safnaða þekking eftir margra ára rannsóknir frumlyfjafyrirtækis á lyfjunum sínum er ekki fyrir hendi hjá hermi- lyfjafyrirtæki. Vísindalegir yfirburð- ir og drifkraftur öflugra alþjóðlegra lyfjafyrir- tækja sem veldur því að ný afburðalyf eru fundin upp, er hinn sami og sá sem gerir gæfumuninn milli frum- og hermilyfs. Sumir láta sem þessi gæfumunur sé ekki fyrir hendi. Hagur neytenda? Hver er krafan til hermilyfja hvað varðar sönnun jafngildis (bio- equivalence)? Gerð er aðgengisprófun með ör- fáum einstaklingum sem á að sanna að A sé sama og B. Hvernig er með tölfræðilega marktækni í svo litlum rannsóknum? Hvernig er með stöð- ugleikaprófanir á hermilyfjum? Getum við alltaf treyst þeim? Virka þau eins og áður eftir að hafa verið geymd í lyfjaskáp notandans? Hvert er hlutverk hermilyfjafyr- irtækja. Sjálf segjast þau gjarnan bera hag neytenda fyrir brjósti með því að lækka lyfjaverð. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna svo lítill munur sé á verði frumlyfja og hermilyfja, í ljósi þess að hermi- lyfjaframleiðendur bera ekki margra áratuga kostnað vegna rannsókna frumlyfjaframleiðenda. Ný lyf lækka útgjöld Athygliverðar eru einnig fullyrð- ingar ýmissa preláta um að ný lyf séu í flestum tilvikum engin framför miðað við gömul lyf á markaðnum. Í tímaritinu Health Affairs sept/okt 2001, kemst Frank R. Lichtenberg að athygliverðri niðurstöðu í grein sem heitir „Er ávinningur nýrri lyfja kostnaðarins virði?“ „Við komumst að því, að í lok könnunarinnar voru marktækt minni líkur á dauða fólks sem neytir nýrri lyfja og það voru marktækt minni líkur á að það væri frá vinnu en þeir sem neyta eldri lyfja. Mark- verðustu niðurstöður okkar voru samt sem áður þær, að notkun nýrri lyfja virðist lækka allar teg- undir ólyfjatengdra heilbrigðisút- gjalda. Sú lækkun leiðir aftur til verulegrar nettólækkunar á heild- arkostnaði við meðferð á viðkom- andi ástandi.“ Í ljósi þessa hlýtur sú spurning að vakna hver ávinningurinn yrði ef beitt væri meira af góðum nýjum lyfjum við meðhöndlun sjúkdóma á Íslandi. Hversu mikið myndi beinn og óbeinn kostnaður vegna sjúk- dóma lækka? Hver ber ábyrgð á heildarhagsmunum samfélagsins? Davíð Ingason Höfundur er lyfjafræðingur. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 49 ann til hagræðingar með því að auka skattlagningu á hagnað. Að óbreyttu kerfi mun því sjávarút- vegur eflaust verða sama byrði á ís- lensku þjóðinni og landbúnaður er nú. Meðan íslenska þjóðin hefur stjórnarskrá sem tryggir þegnun- um jafnan rétt, er aðeins ein leið til hagræðingar – sama leið og aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa farið við úthlutun á takmörkuðum auð- lindum – veiðiheimildirnar verður að bjóða öllum landsmönnum á markaði, t.d. eins og lagt er til í fyrningarleið. Þá munu markaðs- lögmálin leiða til hagræðingar í sjávarútvegi eins og þau hafa gert í öðrum atvinnugreinum. Höfundur er verkfræðingur. Sjávarútvegur Hagkvæmt væri að leggja fyrirtækin niður, segir Guðmundur Örn Jónsson, og selja eða leigja kvótann. www. lyf ja . i s Sólardagar Sumarið er komið og loksins getum við notið þess á ný að láta sólina skína á okkur. Á Sólardögum í Lyfju kynnum við glæsilegt úrval af sólarvörum frá helstu framleiðendum þeirra í heiminum. Komdu og kynntu þér úrvalið. Sumartilboð og kaupaukar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.