Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 49
ar rannsóknir þar sem tugir þúsunda manna taka lyfin undir nákvæmu eft- irliti árum saman. Auðvelt er að sann- færa menn, sem þjálfaðir eru í rök- réttri hugsun, um að X milligröm af til- teknu efnasambandi í efnablöndu, t.d. í töflu, séu sami hlutur og X milligrömm af efnasambandinu í annars konar efna- blöndu í annari töflu frá öðru fyrirtæki. En er það svo? Er tafla alltaf sama og tafla? Ef framleiðslulyfjafræð- ingar eru spurðir þessarar spurn- ingar munu þeir svara afdráttar- laust neitandi. Gæfumunur Hegðar virka efnið í hermilyfinu alveg eins og í frumlyfinu ef það er framleitt með mismunandi aðferð? Hvað um efni sem fylgja með? Hvað um mismunandi ísómera? Eru gerðar sömu kröfur til að hlut- fall mismunandi ísómera í hermilyf- inu sé hið sama og í frumlyfinu, ekki síst þegar þeir hafa mismun- andi virkni eða eiturverkun? Hver man ekki eftir thalidomid og þeim skelfingum sem það lyf olli? Ef annar ísómerinn er hreins- aður burt er thalidomid ágætis lyf. Það er þessi fínstilling sem gerir gæfumuninn. Hin umfangsmikla sam- safnaða þekking eftir margra ára rannsóknir frumlyfjafyrirtækis á lyfjunum sínum er ekki fyrir hendi hjá hermi- lyfjafyrirtæki. Vísindalegir yfirburð- ir og drifkraftur öflugra alþjóðlegra lyfjafyrir- tækja sem veldur því að ný afburðalyf eru fundin upp, er hinn sami og sá sem gerir gæfumuninn milli frum- og hermilyfs. Sumir láta sem þessi gæfumunur sé ekki fyrir hendi. Hagur neytenda? Hver er krafan til hermilyfja hvað varðar sönnun jafngildis (bio- equivalence)? Gerð er aðgengisprófun með ör- fáum einstaklingum sem á að sanna að A sé sama og B. Hvernig er með tölfræðilega marktækni í svo litlum rannsóknum? Hvernig er með stöð- ugleikaprófanir á hermilyfjum? Getum við alltaf treyst þeim? Virka þau eins og áður eftir að hafa verið geymd í lyfjaskáp notandans? Hvert er hlutverk hermilyfjafyr- irtækja. Sjálf segjast þau gjarnan bera hag neytenda fyrir brjósti með því að lækka lyfjaverð. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna svo lítill munur sé á verði frumlyfja og hermilyfja, í ljósi þess að hermi- lyfjaframleiðendur bera ekki margra áratuga kostnað vegna rannsókna frumlyfjaframleiðenda. Ný lyf lækka útgjöld Athygliverðar eru einnig fullyrð- ingar ýmissa preláta um að ný lyf séu í flestum tilvikum engin framför miðað við gömul lyf á markaðnum. Í tímaritinu Health Affairs sept/okt 2001, kemst Frank R. Lichtenberg að athygliverðri niðurstöðu í grein sem heitir „Er ávinningur nýrri lyfja kostnaðarins virði?“ „Við komumst að því, að í lok könnunarinnar voru marktækt minni líkur á dauða fólks sem neytir nýrri lyfja og það voru marktækt minni líkur á að það væri frá vinnu en þeir sem neyta eldri lyfja. Mark- verðustu niðurstöður okkar voru samt sem áður þær, að notkun nýrri lyfja virðist lækka allar teg- undir ólyfjatengdra heilbrigðisút- gjalda. Sú lækkun leiðir aftur til verulegrar nettólækkunar á heild- arkostnaði við meðferð á viðkom- andi ástandi.“ Í ljósi þessa hlýtur sú spurning að vakna hver ávinningurinn yrði ef beitt væri meira af góðum nýjum lyfjum við meðhöndlun sjúkdóma á Íslandi. Hversu mikið myndi beinn og óbeinn kostnaður vegna sjúk- dóma lækka? Hver ber ábyrgð á heildarhagsmunum samfélagsins? Davíð Ingason Höfundur er lyfjafræðingur. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 49 ann til hagræðingar með því að auka skattlagningu á hagnað. Að óbreyttu kerfi mun því sjávarút- vegur eflaust verða sama byrði á ís- lensku þjóðinni og landbúnaður er nú. Meðan íslenska þjóðin hefur stjórnarskrá sem tryggir þegnun- um jafnan rétt, er aðeins ein leið til hagræðingar – sama leið og aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa farið við úthlutun á takmörkuðum auð- lindum – veiðiheimildirnar verður að bjóða öllum landsmönnum á markaði, t.d. eins og lagt er til í fyrningarleið. Þá munu markaðs- lögmálin leiða til hagræðingar í sjávarútvegi eins og þau hafa gert í öðrum atvinnugreinum. Höfundur er verkfræðingur. Sjávarútvegur Hagkvæmt væri að leggja fyrirtækin niður, segir Guðmundur Örn Jónsson, og selja eða leigja kvótann. www. lyf ja . i s Sólardagar Sumarið er komið og loksins getum við notið þess á ný að láta sólina skína á okkur. Á Sólardögum í Lyfju kynnum við glæsilegt úrval af sólarvörum frá helstu framleiðendum þeirra í heiminum. Komdu og kynntu þér úrvalið. Sumartilboð og kaupaukar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.