Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 37 æru rann- r. á að ekki naðar við áfoks og öguleikar fja fram- er óskyn- sta fram- sé eftir unum eða og efla veppur rasafræð- gróður í Norðlinga- um freð- gunda og gróður- arðar að era væru ersu sam- æru sums og hversu ir væri að kom að og nokk- n Þjórsár yjarhöfða ingaöldu- stasvæðin meira en um Þjórs- að lækk- í 575 m m rústa- veri og í sínu um jaldgæfar enti á að 0 tegund- nga. Mest fjallanna Arnarfell gar komið árvera og ingaöldu- fjöbreytni g lítið um andsvísu. feni hefðu háplöntur, dir í Sól- eyjarhöfða einum, 90–100 tegundir í Oddkelsveri og yfir 100 tegundir í Þúfuveri. Hörður benti hins vegar á að fundist hefðu nokkrar fléttur og a.m.k. einn sveppur á svæði Norð- lingaöldulóns sem eru mjög sjald- gæfar á landinu, með aðeins einn eða örfáa fundarstaði. Fram kom í máli Harðar að hið samfellda gróðurlendi sem er ein- kennandi fyrir Þjórsárver væri minna og ósamfelldara á 28 fer- kílómetra svæði Norðlingaöldulóns miðað við 575 m en ofar í verunum. Meirihluti flatarmálsins væru mel- ar, votir sandar, og áreyrar eða svæði sem þegar væru þakin vatni. Að sögn Harðar er mestur hluti gróins lands á svæði Norlingaöldu- lóns mosarík gróðursamfélög og mólendi. Samtals þekur gróið land á lónstæðinu neðan 575 m um 7,2 ferkílómetra eða um 8% af gróð- urlendum Þjórsárvera í heild. „Fullgróið land á hálendi Íslands er okkur mikils virði enda leggjum við hart að okkur við að varðveita það og jafnvel endurheimta að nýju það sem horfið er. Því væri mikil eftirsjá að þessu landi. Ef þetta land er kaffært, yrði það í raun mesta umhverfisslys á landi síðan Blöndulón var myndað,“ seg- ir Hörður „En það er kannski enn athygl- isverðara varðandi Norðlingaöldu- lón er að þessum 7,2 ferkílómetr- um af grónu landi á að fórna fyrir stundarhagsmuni. Norðlingaöldu- lóni er ekki með öryggi reiknaðir nema 100 ára lífdagar, eftir það er allt óljóst um framtíð þess sam- kvæmt því sem segir í matsskýrslunni. Þótt það tækist að fram- lengja lífdaga lónsins í allt að 200 ár er það ekki langur tími í gróð- ursögunni,“ segir Hörður Kristins- son. Gerður Steinþórsdóttir, bók- menntafræðingur og áhugamann- eskja um útvist, fjallaði í erindi sínu um gildi Þjórsárvera fyrir út- vist og ferðaþjónustu. Gerður fjallaði um um ferðalög sín inn í Þjórsárver í gegnum tíðina og upp að Arnarfelli hinu mikla. Sagðist Gerður merkja mikinn mun á vatnsmagni Þjórsárvera þá og nú. Gerður gagnrýndi einkum í matsskýrslunni að lítið væri gert úr áhrifum virkjunar á ferðamennsku. Þá gagnrýndi hún einnig að fram- kvæmdaraðlili kæmi að mati á um- hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu, einkum í ljósi þess að hann hefði töluverðra hagsmuna að gæta. Gerður sagði enn fremur: „Norðlingaalda verður próf- steinn á það hvort vegur þyngra krafa um raforku til stóriðju eða verndun náttúru og lífríkis sem er einstakt í heiminum.“ Már Haraldsson, Gnúpverja- hrepppi, rakti afstöðu Gnúpverja til virkjunarframkvæmda í Þjórsár- verum frá því umræða um þau mál hófst í byrjun áttunda áratugarins. Már benti á að tekist hafi verið á um þau mál á tímamótafundi í Ár- nesi 1972 þar sem niðurstaðan varð sú að yfirgnæfandi meirihluti Gnúpverja lagðist gegn öllum framkvæmdum á svæðinu. Már benti engu að síður á að Gnúpverj- ar hefðu búið í nábýli við virkjanir frá því fyrir 1970 með tilkomu Búr- fellsvirkjunar og síðar Sultartanga- lóns og Sultartangavirkjunar. Gott samstarf hefði tekist milli heima- manna og Landsvirkjunar í mörg- un efnum og tekið hefði verið tilllit til óska Gnúpverja á mörgum svið- um. Már sagði bein áhrif af fyrirhug- uðu Norðlingaöldulóni augljós en að ekki væri jafnvel haldið á lofti þeirri staðreynd að gróðurlendi í lónsstæðinu væri í mikilli framför sem væri bæði að þakka góðu ár- ferði og því að sauðfjárbeit hefði verið aflögð á svæðinu. Már sagði ýmsa óvissuþætti vegna framkvæmdarinnar. Meðal annars hvaða áhrif setburður myndi hafa og hvort breytingar á grunnvatnsstöðu hefðu áhrif á gróður. Már benti á að mótvægisaðgerðir sem nefndar væru í matsskýrslunni takmörkuðust við legu og sérstöðu svæðisins og erfitt gæti orðið að hafa áhrif á gróðurframvindu vegna þess hve sumrin eru stutt á þessum slóðum. Nauðsynlegt væri að skoða hugmyndir um sáningar og varnargarða betur áður en hægt væri að mæla með þeim. Már ítrekaði afstöðu Gnúpverja sem telja óeðlilegt að rætt sé um framkvæmdir á meðan rammaáætl- un um vatnsfallsvirkjanir er enn í vinnslu. Ennfremur sagði Már að um- ræða um lægri lónshæð breytti ekki þeirri staðreynd að grundvall- aráhrifin yrðu þau sömu þótt um- fangið minnkaði að einhverju marki. Efasemdir um að lónið fyllist á jafnlöngum tíma Í fyrirspurnum að lokinni fram- sögu komu fram efasemdir um að Norðlingaöldulón yrði hálffullt eftir u.þ.b. 100 ár og var í því sambandi vísað til Sultartangalóns sem er svipað að stærð með svipaðri upp- söfnun af auri á ári. Fram kom að á einungis18 ára vinnslutíma Sultar- tangalóns hefði lónið fyllst upp að fjórðungi. Fram kom einnig á fundinum að afstöðu Landverndar til Norðlinga- öldulóns væri að vænta á næstu dögum. Spurt var um áhrif foks á rústir og annan gróður. Fram kom í svari Harðar Kristinssonar að hættan á slíku væri veruleg. Einkum væri mest hætta af grófasta efninu sem fellur til og rífur gróður en minni hætta stafaði af fínni leir. Fram komu efa- semdir um að hagkvæmt væri að reka Norðlingaöldulón í þeirri vatnshæð sem gert er ráð fyrir. Framkvæmdir við 6. áfanga Kvíslarveitu og hækkun lóns væri því óhjákvæmileg á síðari stigum. Spurt var hvort afstöðubreyting- ar gagnvart framkvæmdum við Þjórsárver væri að vænta í ljósi stækkunar á sveitarfélaginu. Sagð- ist Már Haraldsson ekki geta metið það öðruvísi en pólitísk staða væri óbreytt. orðlingaöldulón í Þjórsárverum ið fyll- i tíma talið Morgunblaðið/Sverrir on og Már Haraldsson rýna í kort af fyrirhug- rum, sem voru til sýnis á Grand Hóteli. Mesta um- hverfisslys síð- an Blöndulón HEILDARKVÓTI næstafiskveiðiárs verður 2,4%meiri í þorskígildum tal-ið en á yfirstandandi ári. Þorskkvótinn verður 11 þúsund tonnum minni en 14 þúsund tonna aukning verður á ýsukvóta á milli ára. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra, sem kynnti ákvörðun um leyfilegan heildarafla í gær, tel- ur að þorskstofninn sýni greinilegri batamerki en sést hafi í áraraðir. Árni sagði skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar um ástand fiskstofna og horfur á næstu árum mun jákvæðari en mörg undanfarin ár, sérstaklega með tilliti til þess að niðurstöður síðustu þriggja ára voru að stórum hluta byggðar á röngum forsendum. Sagði hann að vinnubrögð stofnunarinnar hefðu breyst, sem vonandi skilaði áreið- anlegri niðurstöðu. Sagðist hann ánægður með þá vinnu sem lögð hefði verið í að bæta stofnstærðar- matið og úrvinnslu gagna. Þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verður 179 þúsund tonn, samkvæmt aflareglunni svokölluðu og ráðlegg- ingu Hafrannsóknastofnunarinnar. Sagði Árni brýnt að halda aflaregl- una en hins vegar væri ekki útilok- að að endurskoða regluna, einkum ef fram kæmu gallar á henni. Það yrði að gera á kerfisbundinn hátt og sú vinna væri þegar hafin. Sagði Árni að samkvæmt mæl- ingu Hafrannsóknastofnunarinnar yrði þorskstofninn um 756 þúsund tonn næstu áramót og hefði aðeins einu sinni verið stærri á þessum áratug. Þá gerði stofnunin ráð fyrir að þorskstofninn yrði orðinn 941 þúsund tonn árið 2004 og fara þyrfti aftur til ársins 1989 til að finna stærri stofn. „Þrátt fyrir þá dýfu sem við tókum vegna ofmatsins og vegna þess að við höfum beitt sveiflujöfnun á aflareglunni, sjáum við samt sem áður fram á að ná stofninum í betri stöðu en hann hef- ur verið í áratug.“ Sagði Árni að þessi árangur helg- aðist fyrst og fremst af því að á ár- unum 1997 til 2000 hefðu komið góðir árgangar inn í nýliðun þorsk- stofnsins. Lítið væri hins vegar af eldri fiski í stofninum og því skipti verulegu máli hvernig stofninn yrði nýttur á næstu árum. „Það hlýtur því að vera verkefni aflareglunefnd- arinnar að koma fram með tillögu að aflareglu sem hjálpar okkur að nýta þessa árganga inn í framtíð- ina.“ Ýsukvótinn aukinn Ýsukvóti næsta fiskveiðiárs verð- ur 55 þúsund tonn, miðað við 30 þúsund tonna tillögu í fyrra. Sjáv- arútvegsráðherra jók ýsukvótann um 11 þúsund tonn í desember sl. og er ýsuafli á yfirstandandi fisk- veiðiári því áætlaður 41 þúsund tonn. Sagði Árni að þessi aukning ætti ekki að koma á óvart, enda hefði orðið vart við aukna ýsuveiði síðastliðinn vetur. Sagðist Árni binda vonir við að hægt yrði að halda þessum ýsukvóta á næstu ár- um. Sagði hann að batnandi ástand ýsustofnsins væri sérstaklega ánægjulegt þegar skera þyrfti nið- ur þorskaflann. Þá verður ufsakvóti næsta fisk- veiðiárs 37 þúsund tonn, sem er sami kvóti og á yfirstandandi ári, en ufsakvótinn var einnig aukinn í des- ember sl. Kvótinn er þó 2 þúsund tonnum meiri en Hafrannsókna- stofnunin lagði til um síðustu helgi. Verið er að fara betur yfir gögn er varða djúpkarfastofninn annars vegar og gullkarfastofninn hins vegar með það í huga að skipta út- hlutuninni milli þeirra í stað óskiptrar úthlutunar eins og venja hefur verið. Humarkvótinn er aukinn um 100 tonn frá síðasta ári en heildarafla- marki í humri verður ekki skipt eft- ir svæðum að þessu sinni eins og Hafrannsóknastofnunin leggur til. Mun sjávarútvegsráðherra skipa starfshóp sem mun hafa það hlut- verk að fara ítarlegar yfir það mál svo og ýmis önnur mál er varða humarveiðarnar s.s. veiðarfæri, veiðitíma, meðafla og brottkast. Sjávarútvegsráðherra leggur til að skarkolakvótinn verði aukinn um 1.000 tonn frá tillögu Hafrann- sóknastofnunar, eða í 5.000 tonn. Hann sagði það vera vegna þess að 4.000 tonna kvótinn byggi til óvenjumikinn brottkastsþrýsting. Með þessari aukningu í skarkola ætti brottkastsafli að minnka. Upphafsúthlutun á heildarafla úthafsrækju nemur 2⁄3 af leyfilegum heildarafla yfirstandandi fiskveiði- árs. Endanleg ákvörðun verður tek- in að fengnum nýjum tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar. Þá munu endanlegar ákvarðanir um heildar- afla á innfjarðarækju einnig liggja fyrir í haust að loknum frekari rannsóknum á einstökum svæðum. Þá verður kvótinn í íslensku sum- argotssíldinni 105 þúsund tonn, en gera má ráð fyrir að um 25 þúsund tonn verði flutt af kvóta yfirstand- andi fiskveiðiárs yfir á næsta fisk- veiðiár. Það þýðir að leyfileg veiði á næsta fiskveiðiári verður um 130 þúsund tonn af síld. Upphafskvóti íslenskra skipa í loðnu verður sá sami og á síðasta ári, 410 þúsund tonn. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir ákvörð- un sjávarútvegsráðherra í raun ekki koma á óvart. Hins vegar sé ljóst að þorskafli næsta fiskveiðiárs verði meiri en 179 þúsund tonn. „Væntanlega fer þorskafli næsta árs yfir 190 þúsund tonn vegna veiða sóknardagabáta. Á síðasta fiskveiðiári voru sóknardagabátum ætluð 1.273 tonn af þorski en aflinn var rúmlega 8 þúsund tonn. Nú hef- ur dagabátunum fjölgað og því má búast við að aflinn verði vel á annan tug þúsunda tonna. Úthlutunin er því í raun langt umfram ráðlegg- ingar Hafrannsóknastofnunarinnar og það mun koma niður á öllum síð- ar meir. Þetta er óábyrg fiskveiði- stjórnun og við mótmælum henni.“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist hafa átt von á því að sjávarútvegs- ráðherra færi að mestu að tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar og því kæmi ákvörðun hans ekki á óvart. Ráðgjöfin í fyrra hefði verið nokkru lægri en vegna sveiflujöfn- unarinnar hefði ráðherrann ákveðið kvótann 190 þúsund tonn. Nú þyrfti ekki að beita sveiflujöfnuninni og því væri farið að aflareglu. „Síðan vonast ég til þess að ef koma fram nýjar upplýsingar á næsta fiskveiði- ári endurmeti sjávarútvegsráð- herra ákvörðun sína. Það gerði hann fyrr á þessu fiskveiðiári og vonandi heldur hann uppteknum hætti ef tilefni gefst til.“ Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist hafa gert sér vonir um meiri þorskkvóta. „Auknar þorskveiðar yrðu frekar til bóta en hitt og ég hef áhyggjur af því að samband fiski- manna og Hafrannsóknastofnunar hafi versnað. Ábendingum sjó- manna á Vestfjörðum og Norður- landi um ástand þorskstofnsins hef- ur verið fálega tekið og það er fiskifræðingum okkar ekki til fram- dráttar.“ Arthúr segir ljóst að upp- byggingarstefna Hafrannsókna- stofnunar og stjórnvalda, sem mörg hagsmunasamtök hafi og stutt, sé í molum. Að mestu farið að tillögum Hafrann- sóknastofnunar                               !  "#     $   $   $  ! %  &  $#  '(# ) *  # ( + ,) * * ( % -   . % -  /  0   1  "#  1  /!  /  %  &                                          2                  ! "# !  $    ! %%&   !  '   ( %     "#%   ' )*   + ,   + -*."  /      0"(             1  1                           Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildarafla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.