Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 64

Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANN er snúinn aftur, óvin- ur númer eitt, martröð allra foreldra, hvíti rapparinn sem óhætt er að segja að hafi hrist meira upp í bandarísku samfélagi en nokkur annar tónlist- armaður síðan Elvis kynnti saklaus úthverfaungmenni fyrir lostanum. The Eminem Show er þriðja plata kauðans hvíthærða og staðfesta fyrstu viðbrögð ótrúlegar vinsældir hans. Í Bandaríkjunum kom platan út 26. maí og þurfti einungis tveggja daga sölu, sem hljóð- aði upp á tæp 285 þúsund eintök, til að ná toppsæti Billboard breiðskífulistans sem birtur var 29. maí. Þetta er í fyrsta sinn í sögu listans sem plata nær toppnum á innan við viku. Plat- an var áfram sú söluhæsta í þessari viku og fór jafnframt beint á topp breska listans. Sýningin er hafin! Í ELDHÚSPARTÍUM útvarpsstöðv- arinnar er kannski ekki gengið svo langt að spila á potta og pönnur en því sem næst. Dæmið gengur nefnilega út á að fá vinsælustu dægurlaga- sveitir landsins til að taka úr sambandi og sýna á sér lífrænu hliðina, hvað þær kunna fyr- ir sér án aðstoðar frá straumlínusambandinu. Og rétt eins og Sálin hans Jóns míns sannaði á 12. ágúst 1999 þá geta slíkir stælar þegar best lætur hleypt lífi og fjöri í margtuggna slag- ara sem maður hélt sig jafnvel hafa heyrt einu skiptinu of oft. Dæmi um þetta eru „Enda- lausar nætur“ Buttercup, „Hvar er ég?“ með Írafári, „Nakinn“ með Í svörtum fötum, „Sól, ég hef sögu að segja þér“ með Sálinni og síðast en ekki síst „Íslenskir karlmenn“ Stuðmanna. Potturinn og pannan! RONAN Keating var svo greinilega sá hæfi- leikaríki í Boyzone að pín- legt var að horfa upp á bústna félagana í skugga hans rembast við að muna sporið og láta var- irnar fylgja bakröddunum af bandinu. Það kom manni því lítið á óvart að Keating hafi gefist upp á þessum vafasama fé- lagsskap og lagt af stað í leiðangur einn síns liðs. Áningarstaðurinn er þó enn ókunnur en á leið sinni hefur Keating tekið upp hina og þessa hjálparkokka, eins og Bryan Adams, Barry Gibb og bandaríska lagahöfundinn Gregg Alexander, sem sjálfur söng og gerði allt vit- laust með laginu „You Get What You Give“ und- ir merkjum The New Radicals, en þeir félagar semja saman flest lögin á annarri plötu Keat- ings, Destination. Ferðalangur! LOKSINS eru þau engin, krakkarnir í múm. Hvað sem þau nú meina með því þá er líklegt að hinir fjölmörgu sem þegar hafa fallið fyrir annarri breiðskífu þeirra séu hjartanlega ósammála og finnist þau þvert á móti vera fullt. Þau hafa allavega alveg fullt fram að færa, eru leitandi, skapandi og alveg sér á báti í íslensku tónlistarlífi. En kannski eru þau að vísa til tónlistarlegra markmiða, að naumhyggjan, minna-er-meira- heimspekin, hafi loksins náð fullkomnum. En það er kannski tómt bull og sönnun þess hve auðveldlega er hægt að renna á rassinn þegar reynt er um of að túlka plötutitla. Kannski er þessi bara út í loftið? Kannski er merkingin engin? Loksins fullt!                       ! " #   $  %   &"  '( &  ) ""  ' * +  ,,,  -      '. /     #      +  *         #" '    % /    &  0  1 2     ("  3 '456 /   - 0 78  &     * % 9 '   0 78 :6     ! +  -  $  # ;  ; ; % / / &<= > &   ?     '   ,,,  -      @A +*  . '       "  = !     + / 0  *  '  +    /   #  ! ' $ . /  * " 0 78 C" D @ E @F A D @@ : :E @G 5 @G @ D @ :4 D F E D: :@ : D@ 5D @ E F 5A @6 5 " H    0 78   H    0 78 H    '2  " "   #      ' " " $  * H      H    '2    H    " "    H    0 78    @ 3 : 5 D A F :E @5 @F @G @6 3 @: 3 @@ @D :A 4 :G @4 :6 66 @@F 3 :: :D D5 D6 DE                            I /J    "K   L   M ?  N ?O /J       0* -  #"     .   J"K   ?   '  . ?? M     ?      P !J  + Q !J Q $  "Q '(M  '  M ' JQ M   Q &    M L  Q   'L R     !/                                  ÞEIR sem enn líta á rapp- tónlist og -menningu sem ein- hverja vitleysu, þar sem skopp- arar í „kúkabuxum“ stunda það sem „ekki er hægt að kalla tón- list“ ættu að verða sér úti um þennan disk. Það er ekki bara að þetta sé fullgilt tónlistarform (eins og það þurfi að taka það fram), heldur er sýnt að eftir að menn fóru að rappa á íslensku, þá er þetta frjóasti farvegurinn sem í gangi er nú fyrir ungt, leitandi og listrænt fólk til að tjá sig um lífið og tilveruna. Flæði íslenskunnar í rappi er í eðli sínu stirt, en í faglegum meðförum þá verður það bara einn flöturinn enn á sívaxandi alþjóðaflóru rappformsins. Danir rappa, Svíar rappa, Frakkar rappa, af hverju ættu Íslendingar ekki að rappa líka? Dæmisögur er glimrandi dæmi um þetta þar sem rapp- arnir flytja hiklaust íslensk „nútímaljóð“ – í breyttri merk- ingu þeirrar skilgreiningar. Textarnir eru því í forgrunni hér og er umfjöllunarefnið vítt, einfaldir ástartextar, vanga- veltur um almættið, þakklæti til móður (Í laginu „Ég er þér þakklátur“ má finna þessar lín- ur: „Það ert þú sem þekkir mig – mamma – best/Og þú varst hjá mér, stappaðir í mig stálinu, þegar amma lést) og skemmti- legar athugasemdir hinna ráð- andi fjarskiptatíma („Hættu að hringja í mig/Hættu að senda mér SMS!). Offar, dónaskapur og hneykslunarvinklar eru hvíldir hér sem er fínasta til- breyting. Tek þó fram að ég hef ekkert á móti slíku; Rottweiler- hundarnir eru sannarlega snill- ingar á sínu sviði. Tónlistin er haglega saman sett, rík og full; brakandi vín- ylhljóð í bakgrunni, oft sótt í gamla sálartónlist og greinilegt að sumir hafa verið að róta svo- lítið í Kolaportinu. Rokkið er sett til hliðar og undirleikurinn er mjúkur og flæðandi. Ef Quarashi eru seinni tíma Cypress Hill og Rottweiler- hundar Wu-Tang, þá eiga af- kvæmin mest skylt með „alvar- legum“ röppurum eins og Mos Def og Talib Kweli og, þó í ögn minna mæli, með sértækum (e. abstract) hipphoppsveitum eins og Anti Pop Consortium og cLOUDDEAD. Dæmisögur er metnaðarfull skífa, eiginlega furðulega þroskað verk. Eftir- tektarvert, og sannarlega mik- ilvægt, kennileiti hins íslenska rappvors. Tónlist Tæmt úr orðabelgnum Afkvæmi guðanna Dæmisögur Afkvæmi guðanna gefa sjálfir út Dæmisögur, fyrsta geislaplata rapp/hipphoppsveitarinnar Af- kvæmi guðanna. Sveitina skipa þeir Elvar Gunnarsson, Hjörtur Már Reynisson, Kristján Þór Matthíasson og Páll Þor- steinsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Elvar og Kristján bregða á leik með eina af táknmyndum bandarískrar rappmenningar. Arnar Eggert Thoroddsen  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur öll sunnudags- kvöld kl. 20 til 23.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi.  BÚÐARKLETTUR, Borg- arnesi: Dj Finnur Jónsson föstudagskvöld. Þotuliðið laug- ardagskvöld.  BÆJARBARINN ÓLAFS- VÍK: Diskórokktekið & plötu- snúðurinn Dj Skugga-Baldur laugardagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: Penta spilar föstudags- og laugardagskvöld langt fram á morgun.  CAFÉ RIIS, Hólmavík: KK með tónleika föstudagskvöld.  CHAMPIONS CAFÉ, Stór- höfða 17: Hljómsveitin Léttir sprettir skemmta föstudags- kvöld. Kvennakvöld Létt 96,7 laugardagskvöld. Hljómsveitin Léttir sprettir skemmtir.  CLUB 22: Snatan Metal- kvöld fimmtudagskvöld kl. 21, aldurstakmark 18 ár. Skilríki skilyrði. Doddi litli heldur uppi stemmningu föstudagskvöld. Barði úr Bang Gang sér um stuðið laugardagskvöld.  DEIGLAN, Akureyri: Rokkslæðan spilar fyrir dansi laugardagskvöld kl. 23.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Stúkan opin föstudagskvöld til kl. 3. Tónleikar með Tabula Raza frá 22–24. Miðaverð 1.000 kr. Stúkan opin laugar- dagskvöld til kl. 3.  FÉLAGSHEIMILIÐ BALD- UR, Drangsnesi: KK með tón- leika laugardagskvöld.  FÉLAGSHEIMILIÐ BÍLDUDAL: Hljómsveitin Stuðbandalagið frá Borgar- nesi leikur fyrir dansi laugar- dagskvöld kl. 23.  FJÖRUKRÁIN: Jón Möller spilar fyrir matargesti, föstu- dags-og laugardagskvöld. Fjörugarðurinn: Færeyska hljómsveitin Taxi spilar föstu- dags- og laugardagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: U2- tónleikar fimmtudagskvöld kl. 21–1. Biggi Níelsen úr Landi og sonum hefur sett saman band sem kemur saman til að spila það besta frá U2. Sóldögg föstudagskvöld. Elektrolux #4, Breeder aka Rowan Bla- des laugardagskvöld. Stefnu- mót Undirtóna þriðjudags- kvöld. Geir Ólafsson miðvikudagskvöld.  GULLÖLDIN: Svensen og Hallfunkel spila föstudags- kvöld til kl. 3. Stórsveit Ás- geirs Páls spilar laugardags- kvöld til kl. 3.  GUNNUKAFFI, Hvamms- tanga: Diskórokktekið & plötusnúðurinn dj Skugga- Baldur föstudagskvöld.  HÓPIÐ, Tálknafirði: Smack sér um stuðið föstudags- og laugardagskvöld.  HÖLLIN, Vestmannaeyj- um: Geir Ólafsson með tón- leika laugardagskvöld kl. 22.  INGHÓLL, Selfossi: Í svört- um fötum laugardagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Pap- ar föstudags- og laugardags- kvöld.  KAFFI-STRÆTÓ, Mjódd: Djamm-session föstudags- og laugardagskvöld. Öllum vel- komið að taka lagið.  KÁNTRÝBÆR, Skagafirði: KK með tónleika fimmtudags- kvöld.  KRINGLUKRÁIN: Snæfell- ingahelgi föstudags- og laug- ardagskvöld. Hljómsveitin Klakabandið frá Ólafsvík leik- ur fyrir dansi.  N1-BAR, Reykjanesbæ: Buttercup spila laugardags- kvöld.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Mezzoforte fimmtudagskvöld.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Hjómsveitin Mogadon spilar fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. James Hick- man sunnudagskvöld.  ODD-VITINN, Akureyri: Skemmtikvöld Partí/Karoake föstudagskvöld. Hljómsveitin BSG skemmtir laugardags- kvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi: Hunang föstudags- og laugardagskvöld.  RÁIN, Reykjanesbæ: Sín spilar föstudags- og laugar- dagskvöld.  SPOTLIGHT: Grímuball, dj Cesar í búrinu föstudagskvöld kl. 17 til 6. Þeir sem mæta í grímubúning fá glaðning, 20 ára aldurstakmark. Dj Cesar verður í búrinu laugardags- kvöld kl. 17 til 6, 20 ára aldurs- takmark.  STAPINN, Reykjanesbæ: Hljómsveitin Meir spilar laug- ardagskvöld. M.a. sálartónlist í bland við rokk- og popptónlist. Hljómsveitina skipa: Margrét Eir, Karl Olgersson, Guð- mundur Jónsson, Friðrik Sturlusson og Jóhann Hjör- leifsson.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljómsveitin Einn&sjötíu skemmtir föstudags- og laug- ardagskvöld.  VÍDALÍN VIÐ INGÓLFS- TORG: Hljómsveitin Vítamín spilar fimmtudags- og föstu- dagskvöld. Gullfoss og Geysir laugardagskvöld. Örkuml spil- ar kántrítónlist sunnudags- kvöld.  ÝDALIR, Aðaldal: Í svört- um fötum föstudagskvöld. FráAtilÖ Þotuliðið mætir í Búðaklett Borgarnesi á laugardag.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.