Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 21 GULBUDDIN Hekmatyar, fyrrver- andi forsætisráðherra í Afganistan, hefur gengið til liðs við talibana og bardagamenn al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna í Afganistan. Þetta fullyrti talsmaður afgönsku bráðabirgðastjórnarinnar í gær en í næstu viku kemur hið afganska þjóð- þing, Loya Jirga, saman til að velja nýja ríkisstjórn og huga að framtíð- arskipan mála í landinu. Valdabarátta hefur verið í landinu að undanförnu og sagði Omar Sam- ad, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins, vísbendingar um að hætta gæti steðjað að fulltrúunum fimmtán hundruð. Tengdi hann það m.a. meintu samkrulli Hekmatyars, talib- ana og al-Qaeda. Hekmatyar var á sínum tíma and- stæðingur talibanastjórnarinnar en hefur verið afar ósáttur við íhlutun Bandaríkjamanna og ítök í Afganist- an. Hefur Bandaríkjaher gefið til kynna að hernaðaraðgerðir í landinu miðist nú m.a. við það að ráða nið- urlögum hans. Er t.d. talið að banda- ríska leyniþjónustan hafi reynt að ráða Hekmatyar, sem er leiðtogi bókstafstrúarsamtakanna Hezb-e- Islami, af dögum í Kunar-héraði í A- Afganistan í síðasta mánuði. Hekmatyar til liðs við talibana? Kabúl. AFP. Reuters Gulbuddin Hekmatyar, fyrrverandi forsætisráðherra Afganistans, ræð- ir við fréttamann Reuters í Teheran fyrr á árinu.ÁSTRALAR, sem eru helsti kolaútflytjandi heims, munu ekki fullgilda Kyoto-bókunina sem miðar að því að dregið verði úr losun gróðurhússloft- tegunda, að því er John How- ard, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá í gær. Japanar full- giltu bókunina á þriðjudag og hvöttu ríki á borð við Rússa og Bandaríkjamenn til að gera slíkt hið sama. Fram til þessa hefur ríkis- stjórn Ástralíu verið óákveðin varðandi það hvort hún skipi sér á lista með um 50 ríkjum sem hafa fullgilt þennan sátt- mála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1997. „Hagsmunum Ástralíu er ekki borgið með fullgildingu Kyoto-bókunarinnar,“ sagði Howard. Hann sagði að störf myndu tapast og iðnaður lands- ins bíða tjón af. Þess vegna muni ríkisstjórnin halda áfram að mótmæla bókuninni. Sterk staða hægrimanna FORSKOT hægriflokkanna í Frakklandi á vinstrimenn stækkar enn ef marka má skoð- anakönnun IPSOS sem birt var í gær. Fyrri umferð þingkosn- inga verður í landinu á sunnu- dag og viku síðar verður kosið milli tveggja efstu frambjóð- enda í hverju kjördæmi. Milli 35 og 44% aðspurðra sögðust myndu kjósa flokka sem styddu Jacques Chirac forseta en milli 30,5 og 38,5% sögðust myndu velja frambjóðanda sósíalista eða bandamanna þeirra. Munurinn á fylkingunum tveim var 1,5% meiri en í síð- ustu könnun fyrir tveim vikum. 13% sögðust myndu kjósa flokk þjóðernisöfgamannsins Jean- Marie Le Pens á sunnudag. Brixtofte rekinn úr Venstre PETER Brixtofte, fyrrverandi borgarstjóri Farum á Sjálandi, var í gær rekinn úr stjórnar- flokknum Venstre í Danmörku. Fjárhagur Farum er á heljar- þröm eftir valdatíð Brixtofte sem sakaður er um að hafa blekkt borgarana og flokks- menn en einnig hefur komið í ljós að hann notaði sér risnu- heimildir með miklum ákafa. Breska popp- ið á niðurleið vestra BRETAR eru ósáttir við að popptónist þeirra nýtur ekki sömu hylli og fyrr á vinsælda- listum í Bandaríkjunum en þar er stærsti markaðurinn fyrir framleiðsluna. Í fyrsta skipti frá 1963 er ekki ein einasta smáskífa frá Bretlandi meðal 100 efstu á listanum. Fyrir tutt- ugu árum áttu þeir um 40 af 100 efstu. Nú leggur bresk tónlist- arstofnun til að útgáfufyrirtæk- in stofni músík-sendiráð í New York í samvinnu við menning- armálaráðuneytið og reyni þannig að snúa taflinu við. STUTT Staðfesta ekki Kyoto- bókun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.