Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 21

Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 21 GULBUDDIN Hekmatyar, fyrrver- andi forsætisráðherra í Afganistan, hefur gengið til liðs við talibana og bardagamenn al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna í Afganistan. Þetta fullyrti talsmaður afgönsku bráðabirgðastjórnarinnar í gær en í næstu viku kemur hið afganska þjóð- þing, Loya Jirga, saman til að velja nýja ríkisstjórn og huga að framtíð- arskipan mála í landinu. Valdabarátta hefur verið í landinu að undanförnu og sagði Omar Sam- ad, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins, vísbendingar um að hætta gæti steðjað að fulltrúunum fimmtán hundruð. Tengdi hann það m.a. meintu samkrulli Hekmatyars, talib- ana og al-Qaeda. Hekmatyar var á sínum tíma and- stæðingur talibanastjórnarinnar en hefur verið afar ósáttur við íhlutun Bandaríkjamanna og ítök í Afganist- an. Hefur Bandaríkjaher gefið til kynna að hernaðaraðgerðir í landinu miðist nú m.a. við það að ráða nið- urlögum hans. Er t.d. talið að banda- ríska leyniþjónustan hafi reynt að ráða Hekmatyar, sem er leiðtogi bókstafstrúarsamtakanna Hezb-e- Islami, af dögum í Kunar-héraði í A- Afganistan í síðasta mánuði. Hekmatyar til liðs við talibana? Kabúl. AFP. Reuters Gulbuddin Hekmatyar, fyrrverandi forsætisráðherra Afganistans, ræð- ir við fréttamann Reuters í Teheran fyrr á árinu.ÁSTRALAR, sem eru helsti kolaútflytjandi heims, munu ekki fullgilda Kyoto-bókunina sem miðar að því að dregið verði úr losun gróðurhússloft- tegunda, að því er John How- ard, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá í gær. Japanar full- giltu bókunina á þriðjudag og hvöttu ríki á borð við Rússa og Bandaríkjamenn til að gera slíkt hið sama. Fram til þessa hefur ríkis- stjórn Ástralíu verið óákveðin varðandi það hvort hún skipi sér á lista með um 50 ríkjum sem hafa fullgilt þennan sátt- mála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1997. „Hagsmunum Ástralíu er ekki borgið með fullgildingu Kyoto-bókunarinnar,“ sagði Howard. Hann sagði að störf myndu tapast og iðnaður lands- ins bíða tjón af. Þess vegna muni ríkisstjórnin halda áfram að mótmæla bókuninni. Sterk staða hægrimanna FORSKOT hægriflokkanna í Frakklandi á vinstrimenn stækkar enn ef marka má skoð- anakönnun IPSOS sem birt var í gær. Fyrri umferð þingkosn- inga verður í landinu á sunnu- dag og viku síðar verður kosið milli tveggja efstu frambjóð- enda í hverju kjördæmi. Milli 35 og 44% aðspurðra sögðust myndu kjósa flokka sem styddu Jacques Chirac forseta en milli 30,5 og 38,5% sögðust myndu velja frambjóðanda sósíalista eða bandamanna þeirra. Munurinn á fylkingunum tveim var 1,5% meiri en í síð- ustu könnun fyrir tveim vikum. 13% sögðust myndu kjósa flokk þjóðernisöfgamannsins Jean- Marie Le Pens á sunnudag. Brixtofte rekinn úr Venstre PETER Brixtofte, fyrrverandi borgarstjóri Farum á Sjálandi, var í gær rekinn úr stjórnar- flokknum Venstre í Danmörku. Fjárhagur Farum er á heljar- þröm eftir valdatíð Brixtofte sem sakaður er um að hafa blekkt borgarana og flokks- menn en einnig hefur komið í ljós að hann notaði sér risnu- heimildir með miklum ákafa. Breska popp- ið á niðurleið vestra BRETAR eru ósáttir við að popptónist þeirra nýtur ekki sömu hylli og fyrr á vinsælda- listum í Bandaríkjunum en þar er stærsti markaðurinn fyrir framleiðsluna. Í fyrsta skipti frá 1963 er ekki ein einasta smáskífa frá Bretlandi meðal 100 efstu á listanum. Fyrir tutt- ugu árum áttu þeir um 40 af 100 efstu. Nú leggur bresk tónlist- arstofnun til að útgáfufyrirtæk- in stofni músík-sendiráð í New York í samvinnu við menning- armálaráðuneytið og reyni þannig að snúa taflinu við. STUTT Staðfesta ekki Kyoto- bókun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.