Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 13
húskjallarans þegar reikningurinn var gefinn út. Taldi Stefán að reikn- ingurinn hefði verið gefinn út skv. upplýsingum frá Gísla Hafliða um skuld byggingarnefndar Þjóðleik- hússins við Þjóðleikhúskjallarann. Greiðsla fyrir vinnu Síðasta ákæruatriðið sem Árni tjáði sig um í gær varðar bílskúr við Haukalind 17 í Kópavogi. Er hann ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa látið Ístak annast innréttingar á bílskúrnum og senda byggingarnefnd Þjóðleikhússins reikninginn, en í ákæru segir að bílskúrinn hafi verið byggingarnefndinni algjörlega óvið- komandi. Árni sagði að byggingar- nefndin hefði staðið í skuld við eig- anda bílskúrsins, Ragnar Axelsson ljósmyndara, og með innréttingunum hefði átt að jafna þá skuld. Aðspurður sagði hann að Brattahlíðarnefnd hefði síðan átt að greiða fyrir fram- kvæmdirnar en Ragnar hefði tekið mikið af myndum af framkvæmdum í Grænlandi sem hann hafði ekki rukk- að fyrir. Hann tók fram að endurbæt- urnar hefðu ekki verið gerðar að beiðni Ragnars. Fram kom fyrir dómi að Ragnar var ekki viðstaddur þegar innréttingarnar voru settar upp. Sagðist Ragnar ekki hafa vitað af því að það stæði til og hefði Árni gert þetta að sér forspurðum. Hann hefði fyrst séð að búið var að innrétta bíl- skúrinn eftir að Árni hringdi í hann og sagði honum að líta út í bílskúr. Þegar Ragnar innti Árna eftir því hvernig hann ætti að greiða fyrir verkið sagði Árni honum að þetta myndi jafnast út vegna mynda sem Ragnar tók af framkvæmdum í Bröttuhlíð í Grænlandi. Að sögn Ragnars hefur uppgjör vegna mynd- anna ekki enn farið fram. Aðspurður hvort hann ætti inni einhverjar greiðslur hjá Þjóðleikhúsinu sagðist Ragnar ekki telja svo vera. Hann hefði þó tekið myndir af framkvæmd- um þar á alllöngu tímabili. Aðspurður hvort hann hefði tekið myndir eftir að síðasta greiðsla vegna þeirra var innt af hendi játaði Ragnar því. Sagðist hann ekkert hafa spáð í það, hann væri frekar lélegur rukkari. Tómas Tómasson, yfirverkfræð- ingur og meðákærði í málinu, sagði að Árni hefði haft samband og beðið um að Ístak innréttaði bílskúrinn. Þetta hefði verið rætt stuttlega og sér hefði skilist að með þessu væri verið að greiða fyrir vinnu sem eigandi bíl- skúrsins hefði unnið fyrir Þjóðleik- húsið. Tómas sagðist hafa útvegað smið, en þar með hefði afskiptum hans að mestu lokið. Sá sem annaðist verkið og útbjó reikninga var Kol- beinn Kolbeinsson, verkfræðingur hjá Ístaki. Sagðist hann einnig hafa talið að verkið væri til þess að greiða fyrir vinnu fyrir Þjóðleikhúsið. Treysti Árna fullkomlega Í fjórum af þeim fjárdráttarbrotum sem Árni hefur játað er Tómasi Tóm- assyni, yfirverkfræðingi hjá Ístaki, gefið að sök að hafa aðstoðað Árna við fjárdráttinn. Með beiðnum sem Tóm- as skrifaði undir tók Árni út ýmsar vörur, samtals að upphæð um ein milljón króna, en Ístak krafði síðan byggingarnefnd Þjóðleikhússins um greiðslur. Varðandi þátt Tómasar sagði Árni að þetta hefði ekki verið gert með hans vitund. Það hefði stað- ið til að gera þetta upp en síðan „hefði allt farið úr böndunum“ og vísaði Árni þar til þess þegar fjölmiðlar hófu að fjalla um mál hans síðasta sumar. Þetta hefði verið röng aðferð sem hann notaði til að fá greitt upp í van- goldin laun. Tómas neitaði sök og sagðist hafa staðið í þeirri trú að þessar beiðnir hefðu verið vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið. Sagði hann að Árni hefði komið fram sem fulltrúi verk- kaupa við framkvæmdir í Þjóðleik- húsinu og verið e.k. allsherjarverk- efnisstjóri. Tómas kvaðst hafa treyst Árna fullkomlega og taldi ekki ástæðu til að kanna hvort vörur sem voru keyptar út á beiðnirnar hefðu skilað sér í Þjóðleikhúsið. Stefnt er að því að ljúka aðalmeð- ferð í málinu í dag. Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari mun að því loknu taka málið til dóms, en skv. lög- um um meðferð opinberra mála skal dómur að jafnaði liggja fyrir innan þriggja vikna frá dómtöku. Nýrri auglýsingaherferð er ætl- að að vekja athygli foreldra á því að þeir beri ábyrgð á börn- um sínum frá frumbernsku og fram yfir unglingsárin. TENGSL eru milli margra sam- verustunda fjölskyldunnar og lít- illar neyslu barna og unglinga á áfengi og vímuefnum, en þetta kom fram á fundi sem Saman- hópurinn, samráðsvettvangur samtaka og stofnana sem starfa á einhvern hátt með og fyrir börn og unglinga, hélt í gær. Að sögn Ragnheiðar Jónsdóttur, verkefnisstjóra hjá áfengis- og vímuvarnarráði, er markmið hópsins fyrst og fremst að koma skilaboðum til foreldra um að fylgjast vel með börnum sínum allt frá ungbarnastigi og fram yfir unglingsárin og eiga jákvæð sam- skipti við þau. Sumarið sé tími tækifæranna en þegar skóla sleppi og frítími, skemmtanir og ferða- lög taka völdin geti margt farið úrskeiðis, en unglingar séu þá stundum skildir eftir heima þegar foreldrarnir fara í ferðalög. Ragn- heiður segist telja að flestir for- eldrar geri sér grein fyrir mik- ilvægi samvista við börn sín og unglinga, en góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Hún bendir á að for- eldrar beri ábyrgð á börnum sín- um þar til þau eru 18 ára en í tengslum við fundinn var afhjúpuð ný auglýsing á vegum Saman- hópsins sem ber yfirskriftina „18 ára ábyrgð“. Þá starfrækir hóp- urinn vefinn vimuvarnir.is en þar geta foreldrar leitað sér upplýs- inga um hvert á að leita og hvern- ig á að bregðast við í tengslum við áfengis- og vímuefnaneyslu og einnig hvað varðar önnur atriði, svo sem netnotkun barna og ung- linga. Mikilvægt að tengsl unglinga og fullorðinna rofni ekki Á fundinum kom fram að mörg úrræði séu til fyrir foreldra þegar kemur að uppeldismálum en oft viti fólk ekki af þeim. Hlutverk Saman-hópsins sé að vekja athygli á þessum úrræðum og halda þeim á lofti, meðal annars útivist- arreglum, lögaldri, og stefnu skóla og yfirvalda. Þórunn Steindórsdóttir frá áfengis- og vímuvarnarráði fjallaði um neyslu áfengis og vímuefna meðal barna og ung- menna á Íslandi og þróun síðustu ára, en hún benti á að ungt fólk í dag hafi almennt meira fé milli handanna en áður, sem opni því ný tækifæri. Framboð á afþreyingu virðist endalaust og neysluhyggja einkenni samfélagið. Unglingar standi varnarlausir gagnvart sölu- og markaðstækni samtímans sem gangi hart fram í því að halda að þeim tilteknum neysluvörum. Hún tók auglýsingar á svokölluðu „lét- töli“ sem færst hafa í aukana hér á landi sem dæmi, en erfitt sé að eiga við þetta sökum þess að laga- ramminn sé óskýr. Hera H. Björnsdóttir frá Rann- sóknum og greiningu fjallaði um tengsl samverustunda fjölskyld- unnar og neyslu ungmenna. Í máli hennar kom fram að félagslegt umhverfi unglinga hefur mikil áhrif á það hvernig þeim farnast í lífinu. Þar gegni fjölskyldan, skól- inn og æskulýðsfélög veigamiklu hlutverki. Mikilvægt sé að tengsl milli foreldra og unglinga rofni ekki, en samverustundir fjölskyld- unnar þurfi ekki að fela í sér skipulagða dagskrá, jafnvel hvers- dagslegir hlutir eins og að horfa saman á sjónvarpið geti verið góð vísbending um þann tíma sem fjöl- skyldan ver saman. Foreldrarnir verða að forgangsraða og velja „Hlutverk fjölskyldunnar er stærst, foreldrar verða að for- gangsraða og velja. Stuðningur, hvatning, eftirlit, styttri vinnutími og meiri tími eru lykilorðin þegar börn og unglingar eru annars veg- ar,“ sagði Hera. Saman-hópinn skipa fulltrúar frá áfengis- og vímuvarnarráði, Embætti ríkislögreglustjóra, Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík og fleiri samtökum og stofnunum. Jákvæð samskipti foreldra og unglinga mikilvæg Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Saman-hópsins á blaðamannafundinum í gær. Að hópnum standa 12 samtök og stofnanir, meðal ann- ars Áfengis- og vímuvarnarráð, embætti ríkislögreglustjóra og Félagsþjónustan í Reykjavík og Kópavogi. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 13 FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykja- vík hefur ákveðið, í samvinnu við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands, að veita námsstyrki fyrir skólaárið 2002–2003. Styrkirnir eru ein- göngu veittir karlmönnum sem stefna að löggiltu starfsréttinda- námi í félagsráðgjöf og hafa lokið a.m.k. eins árs námi á háskólastigi. Dr. Sigrún Júlíusdóttir, fé- lagsráðgjafi og prófessor við Há- skóla Íslands, segir að styrkirnir feli í sér svokallaða jákvæða mis- munun, enda sé afar mikilvægt að fá fleiri karlmenn í starf félagsráð- gjafa. „Aðeins einn af hverjum tíu fé- lagsráðgjöfum er karlmaður og það er einkar bagalegt í grein sem fjallar um viðkvæm fjölskyldu- mál,“ segir hún og nefnir til dæmis barnavernd og forsjármál. Sigrún segir að félagsráðgjöf gefi mikla möguleika á störfum sem teljist hefðbundin karlastörf, svo sem stjórnun, skipulag, stefnu- mörkun, mannaforráð, rannsóknir og þróunarverkefni. Átak hefur verið í gangi innan Háskóla Íslands til að kynna greinina sem aðlaðandi kost fyrir bæði karla og konur og jafnrétt- isnefnd háskólans gaf nýlega út bækling sem lagði áherslu á það. Reykjavíkurborg öflugur samstarfsaðili Sigrún segir að Reykjavíkur- borg hafi verið öflugur samstarfs- aðili við félagsráðgjöf háskólans. „Við höfum gert með okkur sam- starfssamning, en samkvæmt hon- um kostar Félagsþjónustan stöðu við Félagsráðgjöf á sviði fé- lagslegrar velferðarþjónustu, m.a. barnaverndar. Í janúar var Frey- dís Jóna Freysteinsdóttir ráðin í þá stöðu. Einnig höfum við gert með okkur samkomulag um starfs- þjálfun nemenda í félagsráðgjöf og rannsóknir, auk samningsins um karlastyrkinn,“ segir Sigrún. Hún segir að Félagsráðgjöf Há- skólans leggi vaxandi áherslu á samstarf við stofnanir. „Til dæmis má nefna að Framkvæmdasjóður aldraðra mun kosta stöðu sem miðast að því að efla fræðslu og rannsóknir á sviði öldrunarþjón- ustu. Það vantar tilfinnanlega fag- fólk til starfa í þessum vaxandi þjónustu- og rannsóknageira,“ segir hún. Einnig var nýlega ráðið í lekt- orsstöðu sem kostuð er af Rauða krossi Íslands. Starf lektors mun beinast að skipulagi og stjórnun stofnana sem reknar eru án hagn- aðarsjónarmiða. Félagsráðgjöf 20 ára Félagsráðgjöf HÍ á 20 ára af- mæli á árinu. Sigrún segir að verði minnst með margvíslegum við- burðum, málþingum og erlendum gestum. „Auk almenns meistaranáms við Háskóla Íslands er starfstengt 45 eininga meistaranám, til MSW gráðu, á þröskuldinum,“ segir hún. Nokkuð á fjórða hundrað fé- lagsráðgjafar hafa nú löggilt starfsréttindi og nokkur hópur hefur sérfræðileyfi. „Rannsóknum í félagsráðgjöf vex stöðugt fiskur um hrygg og í síð- asta mánuði voru stofnuð Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf sem eru systursamtök við norrænu FORSA-samtökin,“ segir Sigrún. Nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Karlmenn verða styrktir sérstaklega SKOÐANAKÖNNUN sýnir að af þeim íbúum sjö sveitarfélaga á norðursvæði Austurlands sem taka afstöðu eru 60% hlynnt sameiningu en 40% and- víg. Í heild eru 49% íbúa hlynnt sameiningu, 32% andvíg en 19% taka ekki afstöðu. Mest fylgi við sameiningu er í Skeggjastaðahreppi, en and- staðan mest í Fljótsdalshreppi. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu. Skoðanakönnunin var gerð samhliða sveitarstjórnarkosn- ingunum 25. maí sl. Viðkom- andi sveitarfélög voru Skeggja- staðahreppur, Vopnafjarðar- hreppur, Norður-Hérað, Fella- hreppur, Fljótsdalshreppur, Austur-Hérað og Seyðisfjarð- arkaupstaður. Alls voru þátt- takendur 2.262, sem er 81,8% þeirra sem kusu í sveitarstjórn- arkosningunum. Norðursvæði Austurlands 60% hlynnt samein- ingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.