Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil RC Hús Sóltún 3, 105 Reykjavík Sími: 511 5550 Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is Vegna nýrra samninga á efni og hönnun tilkynnum við nú allt að 1,5 millj. króna VERÐLÆKKUN á sumarhúsum, frá og með 13. maí 2002. Höfum yfir 60 teikningar af sumarhúsum og á annað hundrað teikningar af íbúðarhúsum. VERÐLÆKKUN! Þetta hús lækkar um kr. 1,500,000.- ÞAÐ var í janúar að afloknum jólum. Ég sat við eldhúsbekkinn og klippti niður umslögin utan af jólakortunum. Ekki svo að skilja að ég sé svo saman saumuð og nísk, heldur vegna þess að mér finnst það einfaldlega blasa við. Margir miðar fást úr einu umslagi sem svo fá það hlutverk að auka okkur á heimilinu skipulagningu og minni. Frímerkin nota ég líka, ýmist til föndurs fyrir sjálfa mig ellegar þá í kennsluverkefni fyrir nemendur mína. Jólafrímerkið 2001 var vel til fundið, vetrarmynd af Brautarholtskirkju á Kjalarnesi. Í Brautarholti ólst Ólafur landlæknir upp, sá hinn sami og nú er í forsvari fyrir aldraða á AÐAL svæðinu, þar sem smjörið lekur af hverju strái. Gott er að vita af mönnum eins og Ólafi berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og vona ég sannarlega að hann láti til sín taka við að leiðrétta þá smánarlegu hanteringu á öldruðum sem við yngra fólkið erum sek um. Við fjölskyldan fáum mikið af jóla- kortum. Stundum koma kort frá að- ilum sem við höfum ekki fengið frá áður og stundum hætta að koma kort frá öðrum. Okkur þykir vænt um kortin og geymum þau, þar sem þau hrúgast upp á háaloftinu í glærum pokum merktum ártalinu. Meðal korta sem eru hætt að koma eru kort frá móðursystrum mínum. Ég átti margar móðursystur og sumar voru svo góðar við mig að þær voru eins- konar ömmur. Þær eru nú allar burt- sofnaðar nema tvær sem eru orðnar svo hrumar að þær senda mér núna huglæg jólakort. Svoleiðis jólakort eru líka góð að minnsta kosti ef send- endurnir eru jafn góðir og gömlu frænkurnar. Elsta móðursystirin sofnaði burtu fyrir fáum árum. Hún ól mestan sinn aldur vestur í Dýra- firði eða allt þar til hún fór á elliheim- ili, fyrst í Hveragerði, síðan í Ólafsfirði. Hún var afskaplega þakklát fyrir að fá að dvelja á þessum heimilum síð- ustu árin. Kistan henn- ar var loks flutt vestur til heimahaganna þar sem hún hlaut leg í moldinni, þaðan sem hún upprunalega kom. Ég man hins vegar hvað mér þótti þetta sérkennilegt og sem ég var að klippa niður um- slögin fór ég að velta því fyrir mér hvort ég, Ey- firðingurinn, ætti eftir að enda á elliheimili hugsanlega á Höfn í Hornafirði eða í Vestmannaeyjum. Ja hver veit nema það væri hagræðing í því. Við Akur- eyringarnir verðum brátt ofboðslega frægir fyrir flott íþróttamannvirki og verslunarhallir. Svo erum við líka frægir fyrir skólana, þeir eru víst hvergi betri. Það er ekki hægt að ætl- ast til að við séum með allt. Það hefur til dæmis gengið vel að keyra kind- urnar austur á Húsavík og kýrnar til Hvammstanga eftir að kaupfélagið hagræddi hjá sér. Hvað væri þá að því að keyra gamla fólkið líka, aðra leiðina. Það geta ekki allir verið að kássast í því sama. Við sem erum vel menntuð og hugsum faglega sjáum strax að það er lítil hagræðing í því. Lífið verður að skila hagnaði og alger skortur á fagmennsku að vera með einhverja löngu úrelta tilfinninga- semi og gamlar kerlingabækur um að virða val einstaklinganna til búsetu og lífsstíls. Það verður að kenna lýðn- um að ganga í takt. Menn geta ekki bara haft það eins og þeim sýnist og hokrað í einhverjum krummaskuðum sem er bullandi þjóðhagslega óarð- bært. Það verður að hafa vit fyrir lið- inu. Er ég handlék umslögin frá Hrís- ey rifjaðist það upp fyrir mér, að þegar ég bjó þar hélt ég að fiskurinn væri veiddur af heimamönnum á heimabátum og unninn af heimafólk- inu. Þetta væri svona lítið og sjálf- bært samfélag þar sem allt gengi eins og í góðu klukkuverki og hvert ein- asta tannhjól, stórt eða lítið, væri jafn mikilvægt. Hvílík heimóttarhugsun og menntunarskortur, svoleiðis dæmi voru löngu úrelt. Það var löngu búið að breyta þessu. Nú var það stóri bróðir sem var svo góður og fór og veiddi fiskinn einhversstaðar í ball- arhafi, landaði honum á Hellissandi, ók honum síðan til Dalvíkur og ferjaði hann yfir til Hríseyjar til þess að Hríseyingarnir, sem hann hélt að væru neyddir til að búa þar, hefðu eitthvað að gera. Svona var nú stóri- bróðir góður enda kunni hann að hag- ræða og var langskólagenginn fag- maður. Hann er að vísu hættur þessu núna af því að tölvan sem hann notaði var svo mikill gallagripur, varð strax úrelt og gaf rangar hagræðingartöl- ur. Í sama mund og ég var að klippa niður umslögin frá Húsavík kom Mogginn inn um lúguna. Á baksíðu hans gat að líta mikla grein um sorp þeirra Þingeyinga sem orðið er svo mikið að vöxtum að þeir treysta sér ekki til að farga því sjálfir. Hafa víst legið yfir því lengi að leita hagræð- ingar með ruslið. Ekki man ég eftir öðrum sýslum landmeiri en Þingeyj- arsýslunum, einir 18000 km² saman- lagt, fyrir nú utan það, að allir gáf- uðustu og fyndnustu menn þjóðarinnar eru komnir af Þingeying- um. Mér var allri lokið. Þeir ætla að pressa loftið úr sorpinu og flytja það suður á Kjalarnes til urðunar. Það er ekki nóg með að landslýðurinn flykk- ist suður, heldur hefur þeim allra snjöllustu tekist að reikna það út að það borgaði sig að senda ruslið þang- að líka. Þetta er hrein snilld og mun þurfa mikla yfirlegu verulegra snjallra fagmanna til að toppa þetta. Og fyrir þá sem hafa gaman af hlut- fallstölum þá er Kjósarsýslan, þar sem næstum öll þjóðin býr, ríflega tuttugu sinnum minna landsvæði en Þingeyjarsýslurnar. Er lífið hagræðing? Svanhildur Daníelsdóttir Hugleiðing Lífið, segir Svanhildur Daníelsdóttir, verður að skila hagnaði. Höfundur er barnakennari og býr á Akureyri. TÖLUVERT hefur verið fjallað um að svokölluð menningar- tengd ferðaþjónusta annars vegar og heilsutengd ferðaþjón- usta hins vegar verði næstu vaxtarbroddar í íslenskri ferðaþjón- ustu. Undanfarið hef- ur mesta aukningin verið í ævintýraferð- unum svokölluðu, þ.e. vélsleðaferðum, hestaferðum, jeppa- ferðum, fossaklifri o.s.frv. Sú spurning vaknar hver verður framtíð hinna hefð- bundnu skoðunarferða í hópbílum. Ef til vill mun menningartengda ferðaþjónustan hleypa nýju lífi í þá starfsemi þegar ekið verður milli nýrra menningarsafna vítt og breitt um landið. Allar sérgreinar í ferðaþjónustu kalla á sérmenntun eftir því hvort unnið er við gestamóttöku, veiting- ar, ferðaskipulagningu, fargjalda- útreikning, upplýsingagjöf á upp- lýsingamiðstöðvum, vélsleðaakstur, leiðsögumennsku, safnakynningu eða annað. Löng hefð er hér fyrir menntun í ákveðnum greinum ferðaþjónustu, en fyrsti skólinn sem bauð almennt ferðamálanám hér á landi var Menntaskólinn í Kópavogi. Það var árið 1987 og þótti mikil nýlunda þá. Nú býður Ferðamálaskólinn í MK fjölbreytt ferðamálanám s.s. ferðafræði, markaðsfræði, fargjaldaútreikning o.fl. Víða um land eru einnig kennd- ir ákveðnir þættir ferðamálanáms. Sérhæfð kennsla hefur farið fram í Leiðsöguskóla Íslands um langt skeið (ekki sama og Ferðamálaskól- inn). Skipulögð leiðsögukennsla hófst hér á landi árið 1960 og var nokkru síðar bundin í lög. Fyrst fór kennslan fram í Háskóla Íslands, en sl. 15 ár í Menntaskólanum í Kópavogi. Markmið leiðsögu- kennslu er að sérmennta nemendur markvisst í að fræða ferðamenn á faglegan hátt um náttúru landsins, sögu, menningu, mannlíf o.fl.. Inn- tökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærileg menntun og lágmarks- aldur er 21 ár. Við kennsluna hefur verið tekið mið af alþjóðlegum reglum í leiðsögukennslu og kenn- arar hafa verið íslenskir sérfræð- ingar hver á sínu sviði s.s. í jarð- fræði, listum, bókmenntum, sagnfræði, þjóðlífi o.s.frv. Leiðsögukennsla skiptist í mörg svið og eitt sviðið er allt landið. Leiðsögunemar á því sviði eru bún- ir undir að fylgja ferðamönnum um allt land og fræða þá á tungumáli farþeganna um hin margvíslegustu efni, t.d. flekakenninguna, þekkja fuglana og plönturnar sem þeir sjá, kynna fyrir þeim Íslendingasögurn- ar og núlifandi listamenn. Oft þurfa leiðsögumenn að draga upp mynd með orðum í huga gestanna og er þá oftast um eitthvert menningar- tengt efni að ræða sem ekki er sýnilegt. Vonandi mun hin nýja menningartengda ferðaþjónusta bæta hér úr. Annað svið leiðsögukennslunnar er hin svæðistengda leiðsögukennsla sem fram hefur farið í öll- um landshlutum undir umsjón Leiðsöguskóla Íslands, en kennslan sjálf hefur farið fram í viðkomandi landshluta hverju sinni. Segja má að öll þessi kennsla hafi miðast að því að geta þjónað þeim ferðamönnum sem kaupa það sem nú er kallað „menningar- tengd ferðaþjónusta“. Svæðistengd leiðsögu- kennsla þjálfar ein- staklinga í hinum ýmsu landshlutum til að fræða ferðamenn um allt það sem þeirra svæði hefur að bjóða. Í svæðis- kennslunni hefur t.d. verið komið inn á flest það sem einkennir við- komandi landshluta í jarðfræði, dýralífi, plöntulífi, skógrækt, land- græðslu, sögu, bókmenntum, list- um, atvinnulífi, menningu og mann- lífi. Á Norðurlandi er áhersla lögð á kennslu um ofangreinda málaflokka á því landsvæði, þekkta norðlenska einstaklinga og skoðunarstaði. Hvert landsvæði fjallar um sitt svæði, sitt fólk og sín sérkenni. Flestir þeir sem lokið hafa svæð- istengdu leiðsöguprófi hafa sagt að þeir sæju heimabyggðina með allt öðrum og jákvæðari augum en áð- ur. Oft hafa aldursforsetar meðal nemenda miðlað hinum af sínu grúski og fróðleik um sitt eigið heimasvæði og þeir yngri hafa fyllst áhuga og allt í einu uppgötvað að þeirra heimabyggð á eitthvað sem aðrir eiga ekki og hefur því eitthvað merkilegt fram að færa. „Grúskararnir“ segjast hafa fengið uppreisn æru því að fram að þessu hafi þeir verið álitnir skrítnir sér- vitringar og þess vegna hafi þeim aldrei dottið í hug að grúskið þeirra gæti einhvern tíma orðið gagnlegt öðrum, hvað þá að þeir gætu hugs- anlega haft atvinnu af að miðla þeim fróðleik til annarra. Leiðsögumenn hafa að mínu mati afar mikilvægu hlutverki að gegna í íslenskri ferðaþjónustu með miðlun þjóðlegs fróðleiks ekki eingöngu til samsveitunga heldur ekki síður til gesta frá öðrum landsvæðum og öðrum löndum. Starf svæðisleið- sögumanna gæti (ef rétt er á hald- ið) bæði orðið til að auka starfs- möguleika í heimahéraði og um leið orðið mikilvægt innlegg í að auka skilning milli landshluta, varðveita og miðla til næstu kynslóðar þjóð- legum menningararfi okkar. Þetta kallast víst þjóðremba hjá þeim háskólamenntuðu menningar- fræðingum sem nýlega hafa fullyrt í fjölmiðlum að „varðveisla íslenskr- ar tungu“ hafi lítinn tilgang á tím- um alþjóðasamskipta og hnatt- væðingar og að „þjóðlegur menn- ingararfur“ sé tímaskekkja í þeirri alþjóðavæðingu sem nú sé fram undan. Það er ekki uppörvandi fyr- ir íslenska ferðaþjónustu að ekki sé minnst á „menningartengda ferða- þjónustu“. Erlendir ferðamenn leggja einmitt leið sína alla leið til Íslands til að sjá hvað hér er öðru- vísi en í þeirra heimalandi og öðru- vísi en það sem þeir sjá í öðrum löndum. Full ástæða er til og löngu kominn tími til að Leiðsöguskóli Ís- lands verði efldur og opinberlega viðurkenndur sem sjálfstæður fag(há)skóli. Menntun leið- sögumanna og hlutverk þeirra í ferðaþjónustu Birna G. Bjarnleifsdóttir Höfundur hefur leiðsögupróf og hef- ur starfað við leiðsögukennslu í 26 ár. Ferðaþjónusta Allar sérgreinar í ferða- þjónustu, segir Birna G. Bjarnleifsdóttir, kalla á sérmenntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.