Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 34
MENNTUN 34 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Academy of Multimedia Design Kolding - Danmörku Fjölmiðlunarhönnuður • Tveggja ára alhliða nám í: Grafískri hönnun Viðmótshönnun Samskiptarannsóknum Verkefnastjórnun og viðskiptahagfræði • Enskukennsla • Stuðningur við erlenda nemendur: Ráðgjöf Húsnæði og fæði Félagslíf • Staðsett í Kolding sem er miðsvæðis í Danmörku. Þar er ávallt mikið um að vera á sviði menningar og mennta. • Nemendur frá Norðurlöndunum þurfa engin skólagjöld að greiða. Námið heyrir undir hið opinbera danska menntakerfi. • Kennsla hefst í september 2002 Mætið á upplýsingafund í Reykjavík. föstudaginn 14. júní kl. 13.00 á Radisson SAS Saga Hótel, við Hagatorg, 107 Reykjavík, salur D. Tilkynnið þátttöku í e-pósti til jsk@ceukolding.dk. Nánari upplýsingar fást á vefsíðunni www.multimediedesigner.com eða hjá Jens Skov í síma +45 793 20100. Einnig er hægt að senda tölvupóst til jsk@ceukolding.dk Að kunna skil á samskiptum í hinum nýja miðli S ko vv an ge n 28 - 6 00 0 K ol d in g - E -m ai l: ce uk ol d in g@ ce uk ol d in g. d k NÚNA í vor luku 36 nem-endur 1. ári í viðskipta-lögfræði, og álíka margirverða tekn- ir inn í haust, “ segir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskól- ans á Bifröst. „Það er ekki stefnan að fjölga nemendum heldur bjóða upp á nám í litlum hópum þar sem áhersla er lögð á þjálfun hvers nemanda með áherslu á gæði í kennslu.“ Hann segir viðtökur deildarinnar hafa veri afskaplega jákvæðar, en í fyrravor bárust skólanum u.þ.b. 3 um- sóknir um hvert pláss við deildina og þær verða sennilega ekki færri í ár. Námið í viðskiptalögfræði er ein- stakt bæði hvað varðar innihald og kennslufyrirkomulag, að mati Run- ólfs. Markmið námsins er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu í þeim greinum lögfræði og viðskiptafræði sem lúta að fyrirtækja- rekstri. Áherslan í lög- fræðihlutanum er á greinar fjármunarétt- arins, s.s. samninga- og kröfurétt, skattarétt, vinnurétt og skyldar greinar. Í viðskipta- fræðihlutanum er lögð áhersla á fjármála- tengd fög á borð við reikningshald, arðsem- isgreiningu, skattskil fyrirtækja og hagfræði. „Það er ekki nokkur vafi á því að það er eftirspurn eftir fólki með menntun af þessu tagi,“ segir hann. „Reynslan erlendis frá sýnir okkur að starfsvettvangur nemenda okkar getur verið mjög fjölbreyttur. Námið er afskaplega hagnýtur grunnur fyr- ir þá sem vilja reka fyrirtæki og það má gera ráð fyrir að stærri fyrirtæki sækist eftir sérfræðingum af þessu tagi. Hitt skiptir nemendur okkar ekki minna máli að eftir BS gráðu í við- skiptalögfræði munu þeim standa fjölbreyttir framhaldsnámsmögu- leikar opnir,“ segir Runólfur. „Þeir geta hvort heldur sem er haldið nán- ar inn á braut viðskiptafræða eða lög- fræðinnar nú eða haldið áfram í við- skiptalögfræði, sem kennd er til mastersgráðu víða erlendis. Við stefnum að því að bjóða upp á fram- haldsnám í lögfræði og höfum þá í huga þann hóp nemenda okkar sem sækjast eftir lögmannsréttindum en að afloknu mastersprófi gerum við ráð fyrir að okkar lögfræðingar hafi sambærileg réttindi og þeir sem út- skrifast frá HÍ.“ Viðskiptadeild Nám við viðskiptadeild byggist aftur á móti á 83 ára arfi skólans. „Þar erum við að mennta leiðtoga fyrir atvinnulíf og samfélag og tekur námið mið af því,“ segir Runólfur. Í deildinni er boðið upp á þriggja ára nám til BS gráðu í viðskiptafræði en einnig er hægt að ljúka námi eftir tvö ár með diplómagráðu í rekstrarfræði. Í viðskiptadeild eru öll helstu svið stjórnunar, rekstrar og viðskipta kennd og er námið þannig alhliða við- skiptanám sem ætlað er að búa nem- endur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóð- legu samkeppnisumhverfi. Háskólaþorp Á Bifröst er háskólasamfélag í smíðum, og munu í því búa, nema og starfa tæplega 500 manns strax næsta haust. „Markmið okkar er að bjóða nemendum okkar upp á bestu aðstöðu til náms og þroska sem fyr- irfinnst í íslenskum háskóla,“ segir Runólfur. „Það hefur kostað verulegt átak. Við erum að fjárfesta hér með opinberum aðilum, sveitarfélaginu Borgarbyggð, Vegagerðinni og fleir- um fyrir um 700 milljónir sem er gríðarleg fjárfesting í menntun á landsbyggðinni.“ Framkvæmdirnar eru fyrst og fremst nýtt skólahús sem verður tek- ið í notkun í haust og breytir allri að- stöðu. Einnig hefur fjöldi íbúða fyrir nemendur verið reistar. Stærð leik- skólanum verður tvöfölduð. Nýtt kaffihús er meðal þess sem er í bí- gerð, Café Bifröst, sem hóf reyndar starfsemi fyrir þremur árum og var orðið of lítið. Forsendur þessarar uppbygging- ar eru upplýsingabyltingin, að mati Runólfs. Háskólar eru háðir upplýs- ingum og þekkingu. „Með upplýs- ingabyltingunni erum við ekki lengur einangraður lítill skóli úti á landi, heldur tæknivæddur háskóli sem hef- ur sama aðgang að upplýsingum og ef hann væri í stórborgum heimsins eins og París, Tókýó eða London. Staðsetningin hér í þessu stórkost- lega umhverfi í útjarðri höfuðborg- arinnar er orðin einn af okkar helstu styrkleikum.“ Rekstur Viðskiptaháskólinn er sjálfseign- arstofnun og skipulagsskrá skólans tryggir honum bæði faglegt sjálf- stæði sem öllum háskólum er nauð- synlegt, en jafnframt fjármálalegt og stjórnunarlegt sjálfstæði. Skólinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni, heldur með það samfélagslega markmið að leiðarljósi að færa þekkingu inn í ís- lenskt atvinnulíf og bæta með því arðsemi þess. „Þetta rekstrarform hentar svona starfsemi vel, enda þekkt víða um heim sem rekstrar- form háskóla,“ segir Runólfur. „Við höfum hins vegar kastað fyrir róða þeirri hugmynd að háskóli sé hægfara íhaldssöm stofnun. Við telj- um okkur þvert á móti þekkingarfyr- irtæki í virku samkeppnisumhverfi og okkar nemendur eiga að flytja nýja þekkingu út í fyrirtækin. Þessi hugsun og þetta skipulag veitir okkur færi á að bregðast hraðar við breytt- um aðstæðum en ríkisstofnanir. Slíkt er okkur lífsnauðsyn til að vera áfram leiðandi á okkar sviði.“ Haldgóð þekking í viðskiptum  Nám í viðskiptadeild háskólans byggist á 83 ára gamalli hefð.  Í lögfræðideild hefst kennsla til mastersgráðu haustið 2004. Viðskiptaháskólinn á Bifröst/ Háskólahátíð var haldin í Reykholtskirkju á laugardaginn. Meðal ann- arra luku 36 nemendur fyrsta ári í viðskiptalögfræði. Gunnar Hersveinn átti samtal við rektor Við- skiptaháskólans og spurði um áform á næstu árum. Stefnt er að 800 manna háskólaþorpi. Runólfur Ágústsson  Viðskiptahá- skólinn á Bifröst er eini sérhæfði viðskiptaháskóli landsins. Hlutverk hans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórn- unarstörf í innlendu og al- þjóðlegu samkeppnisumhverfi.  Í viðskiptadeild eru árlega teknir inn 50 nemendur en í lög- fræðideild tæpl. 40. Þannig munu um 140 nemendur stunda nám við viðskiptadeild næsta haust auk fjarnema og tæplega 80 í lögfræðideild, sem hóf starfsemi sl. haust.  Sjá: www.bifrost.is. Senda má skriflegar fyrirspurnir á net- fangið bifrost@bifrost.is eða að heimsækja háskólaþorpið sjálft. Einnig að panta viðtal hjá stjórnendum háskólans í síma 433 3000. Bifröst Tölvumynd af stúdentagörðum við Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.