Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 53 ✝ Guðlaug GuðrúnGuðlaugsdóttir fæddist í Hafnarfirði 31. maí 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- laugur Jónsson verkamaður, frá Efstadal í Laugardal, f. 1871, d. 1969, og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, d. 1938. Systkini Guðlaugar voru þrjú, Ragnar, Sigurjón og Jóna Vigdís. Þau eru öll látin. Guðlaug giftist árið 1929 Gunnari Vil- hjálmssyni vélstjóra, f. á Bíldudal 14. júní 1905, d. 15. júlí 1974. Guð- laug og Gunnar eignuðust sex börn: Guðlaugur Gunnar við- skiptafræðingur, f. 29. ágúst, 1931, var kvæntur Margot Gunn- arsson, þau skildu, Ragnar mat- reiðslumaður, f. 8. desember 1933, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur, Gyða skrifstofu- maður, f. 12. nóvember 1936, gift Gunnari Júlíussyni, Villa húsmóðir, f. 17. júlí 1940, gift Hall- dóri Friðrikssyni, Gréta fulltrúi, f. 27. febrúar 1945, gift Bjarna Jósef Frið- finnssyni, og Hildur féhirðir, f. 17. júní 1948, gift Sævari Erni Guðmundssyni. Barnabörnin eru fimmtán, barna- börnin tuttugu og fjögur og langalang- ömmubörn eru tvö. Guðlaug og Gunn- ar bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap, fyrst í Grjótagötu, síðan á Laugavegi 118 en lengst af bjuggu þau í Hátúni 35 sem þau byggðu kringum 1940. Þegar Gunnar lést 1974 bjó Guðlaug í Hátúni þar til 1976 að hún flutti í Efstaland 10 og bjó þar þangað til hún fluttist á Hrafnistu í Reykja- vík 14. maí 2001. Úför Guðlaugar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar nokkrum orðum. Hún dó 30. maí, daginn fyrir afmælisdag- inn sinn, þá hefði hún náð 94 ára aldri. Amma var tilbúin að deyja, henni fannst þetta orðið ágætt eins og hún orðaði það sjálf en öll söknum við hennar þegar hún er farin. Amma var einstaklega hlý kona, alltaf já- kvæð og hafði afskaplega gaman af fólki og kunni alltaf vel við sig í góð- um félagsskap. Sem barn þótti mér alltaf afskaplega gott að koma til ömmu og afa í Hátúnið, sem var eins og höll með skemmtilegum krókum og kimum. Seinna eftir að afi dó var gott að koma í Efstaland. Ávallt var tekið vel á móti manni með faðmlagi og einhverju góðgæti úr eldhúsinu. Alltaf sýndi hún manni mikinn áhuga, því sem maður var að gera þá stundina, hvað væri að frétta af vin- um mínum og þegar ég var sjálf komin með fjölskyldu sýndi hún mín- um börnum og eiginmanni hlýju og væntumþykju og fylgdist alltaf vel með okkur eftir því sem árin liðu. Mér þótti alla tíð alveg stórmerki- legt hvað henni tókst að muna öll nöfn þeirra sem tengdust manni. Amma sem átti þessa stóru fjöl- skyldu, hún var alltaf með allt á hreinu hvað allir væru að gera, fólki þótti það alveg með ólíkindum hvað hún var glögg. Aðrar kærar æskuminningar mín- ar eru þegar mamma og pabbi fóru í frí til útlanda og amma gætti okkar systkinanna. Við skemmtum okkur alltaf vel með ömmu og hún fékk „hlátursköst“ alveg eins og við krakkarnir og það þótti mér mjög merkilegt og sérlega skemmtilegt. Amma var nefnilega einstaklega lífs- glöð kona, hún hafði svo mikinn áhuga á fólki og naut sín best í góðra vina hópi. Fyrir nokkru fór amma að missa sjónina smátt og smátt, sótti hún þá félagsskap hjá Blindrafélag- inu og hafði gaman af því að hitta nýtt fólk, jafnvel fara í ferðir um landið. Það þótti mér lýsa ömmu vel, hún lagði sig fram um að kynnast fólki þó hún væri farin að tapa bæði sjón og heyrn. Amma hefur líka allt- af verið nútímakona í mínum huga. Hún fylgdist jafnan vel með þjóð- félagsumræðu og maður kom aldrei að tómum kofunum ef maður vildi ræða málin við ömmu, og þá lá hún heldur ekki á skoðunum sínum. Sagt er að öllum sé hollt að eiga sér fyrirmyndir í lífinu, amma mín hefur alltaf verið mér fyrirmynd. Ég bið góðan guð að geyma ömmu mína og flyt henni bæn sem hún las með mér fyrir löngu síðan: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hildur Halldórsdóttir. Það var fastur liður á sunnudags- morgnum hjá okkur frændsystkin- unum þegar við vorum hjá afa og ömmu í Geitlandi að hlaupa yfir í Efstaland. Þar tók langamma vel á móti okkur. Við fengum að skoða fína dótið hennar og var þar gamla tóbaksdósin hans langafa vinsælust. Oft fengum við dálítið gott og svo fylgdum við henni heim til ömmu og afa í mat. Á meðan beðið var eftir matnum tókum við gjarnan í spil, langamma kenndi okkur marías og rommí og á meðan vildi hún fá að heyra hvað væri að frétta af okkur. Langamma hafði líka frá mörgu að segja sjálf, enda lifað langa ævi. Sér- staklega var gaman að heyra sögur frá því þegar hún var barn í Hafn- arfirðinum en Hafnarfjörðurinn var henni alltaf kær. Þetta voru góðir morgnar og gleymast ekki frekar en aðrar minningar um langömmu. Svo liðu árin og við vorum ekki lengur börn. En alltaf var langamma á sínum stað í Efstalandi. Hún tók alltaf hlýlega á móti öllum sem komu í heimsókn og var alltaf jafn áhuga- söm, hún fylgdist vel með hvernig af- komendum sínum gengi í námi, starfi og einkalífi og óskaði okkur öll- um hins besta, alltaf. Svo þegar lík- aminn fór að bila og hún flutti á Hrafnistu var hugurinn alltaf skýr og þannig var það alveg til loka, hún þekkti okkur öll og átti handa okkur þétt handtak og bros. Nú í dag kveð ég langömmu mína en ég mun aldrei gleyma henni. Hún var góð kona sem vildi öllum vel. Hún var líka dugleg sem sást vel á því hve lengi hún gat bjargað sér ein heima þrátt fyrir að sjónin væri að bila og líkaminn að gefa sig. Ég veit að hún mun halda áfram að fylgjast með okkur og óska okkur alls hins besta. Takk fyrir allt, elsku langamma. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir. Í hjarta mínu hefur myndast sár, tómarúm sem verður aldrei fyllt. Það er svo margt sem mig langar að segja en ég á svo erfitt með að koma orðum að því. Augun mín fyllast af tárum og hjarta mitt af söknuði í hvert sinn sem ég hugsa um stund- irnar sem ég átti með Guðlaugu á móti í Efstalandinu. Allt mitt líf hef ég þekkt Guðlaugu og þrátt fyrir að rúmlega 70 ár skildu á milli okkar skipti það aldrei máli. Alltaf kaus ég frekar að sitja í gamla tröppustólnum hjá henni og spila ólsen ólsen eða veiðimann við hana, heldur en að dunda mér við eitthvað sjálf heima. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að laumast yfir til Guðlaugar. Alltaf tók hún mér opnum örmum og við sátum oft lengi saman, bara við tvær, og spiluðum og spjölluðum, eða allt þar til að það uppgötvaðist í íbúðinni á móti að dóttirin væri horfin. Mamma og pabbi vissu alltaf hvar ætti að leita. Það var ávallt bara labbað yfir og ég sótt til Guðlaugar, gegn vilja mínum að sjálfsögðu. Ég fylgdi líka mömmu í hvert skipti sem hún fór yfir í ,,tíu“. Mamma og Guðlaug spjölluðu um líf- ið og tilveruna og á meðan sat ég kyrr í tröppustólnum og sötraði mína tíu dropa sem Guðlaug gaf mér (smá kaffi, mikil mjólk og fullt af sykurmolum) og bruddi kandís af bestu lyst. Kandís var besti molinn og Guðlaug átti alltaf nóg af honum handa okkur systkinunum þegar við komum í heimsókn. Það er svo sárt að kveðja og ég sakna þín svo mikið, elsku Guðlaug mín. Ég vildi að ég gæti spólað til baka og átt með þér smá tíma, næg- an til að taka einn loka ólsen ólsen og drekka síðustu tíu dropana saman. Ég veit að þú ert komin á betri og æðri stað og ég kem til með að geyma mínar bestu minningar um þig í hjarta mínu um ókomna tíð. Fjölskyldu Guðlaugar sendi ég að lokum mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku Guðlaug. Þín Íris Andrésdóttir. Guðlaug föðursystir okkar lifði langan dag. Hún fæddist í litlum torfbæ, sem stóð við Hverfisgötu í Hafnarfirði, en nokkru seinna fluttu foreldrar hennar í hús, sem þau byggðu sér, nr. 7 við sömu götu. Guð- laug hafði alla tíð sterkar taugar til Hafnarfjarðar, þar sem hún ólst upp við lítil efni en gott atlæti. Við systurnar minnumst hennar helst eftir að hún giftist sínum góða manni Gunnari Vilhjálmssyni vél- stjóra. Það er margs að minnast, jólaboðin skemmtilegu á Laugavegi 118, fullt af krökkum. Innangengt var úr íbúðinni inn á verkstæðið hjá Agli Vilhjálmssyni með nýja bíla og málningarlyktina góðu og alltaf var Lauga jafn þægileg við okkur. Seinna tengjast minningarnar Há- túni 35 og ekki var síðra að koma þangað, heimilisandinn var þar til fyrirmyndar. Lauga var þessi frá- bæra góða eiginkona og móðir. Síð- ustu árin átti hún heimili sitt í Efsta- landi 10 og var ótrúlegt hve lengi hún var fær um að sjá um sig sjálf þó háöldruð væri. Það var sama hvar hún bjó, alltaf var jafnsmekklegt hjá henni. Lauga var vel af guði gjörð, fínleg og fríð, kona sem hélt sinni reisn fram á það síðasta. Við minn- umst þess oft hve minnug hún var á nöfn og annað og var ekki laust við að skömmuðumst okkar þegar hún mundi ýmislegt betur en við sem yngri vorum. Við munum sakna þessarar góðu frænku okkar og biðjum henni Guðs friðar. Margrét, Sigurveig og Guðrún Ragnarsdætur. GUÐLAUG GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR     !      !  !    !  ? 3& I 6 !'F  %6#.6       !    !+  ;%'&' 4        ,    #   !(  9.!*'(( #(! !! ( ! ! ?!!13 '(( *3 !! ( ! ! 1 !#J!&!!6)! *.* !! ( ! '(( &)!!  8 ! 8"$! !8"!3 :         -  !(! K  %6#.6 (      ! "   !+ ;%)'' .*!"#!'(( ! !' ! ! !!!"#!'(( 8 ! ! 63I 6 !  !I 6 ! "!"$!3   $     -    ,- ,       !+ !+      !+  !    !  & 9 LI .6 ' 8!8*3 <(  $    !! , == <     ! !      <  !(   ! !  9!+ &! !  .! (.!9!+ '(( !.   ! - 9!+ '(( . !! ! * 1#$69!+ '((  !!  ! &!9!+ ! :+ ( 8 '(( *+!;&! '((   !! ! !!  ! :+ (;# ('(( !  ! 9' !:   '((  .!  '((  (&! !  !8"$!3 =  $   !.   -    ,- ,                ?>L--&? =- ? -8 'FM  %6#.63 <(  $    !  !!             0       !  8. ,+ +  +     +    %!! ! '() ! ! ; ( !!! ! ! . '((  '. ! '((   ! '(( $*.* ! =! %! '(( * !'1 !3 ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.