Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 7
Framtíð ráðstefnuhalds á Íslandi var íbrennidepli á fjölmennum fundi sem Ráðstefnuskrifstofa Íslands boðaði til í til- efni af tíu ára afmæli skrifstofunnar þann 8. maí sl. Þar fluttu erindi þau Sturla Böðvars- son samgönguráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ingjaldur Hanni- balsson, prófessor við Háskóla Íslands. Þau beindu sjónum sínum að ýmsum þáttum ráðstefnuhalds hér á landi í nútíð og framtíð og sátu fyrir svörum í líflegum umræðum. Meginhlutverk Ráðstefnuskrifstofunnar hefur frá upphafi verið að markaðssetja Ís- land á alþjóðamarkaði sem ákjósanlegan áfangastað til ráðstefnuhalds og hvata- ferða. Auk þess ber skrifstofunni að vekja áhuga Íslendinga í alþjóðasamskiptum á að halda ráðstefnur og fundi sinna fagfé- laga hér á landi. Að baki skrifstofunni standa Ferðamála- ráð Íslands, Reykjavíkurborg, Flugleiðir, flest leiðandi hótel á sviði ráðstefnuhalds og hvataferða auk annarra fyrirtækja, s.s. afþreyingarfyrirtækja, veitingahúsa og fleiri sem eiga hagsmuna að gæta af ráðstefnu- haldi og hvataferðum. Ferðamálaráð hefur frá haustinu 1997 hýst starfsemi Ráðstefnuskrifstofunnar og séð um rekstur hennar, samkvæmt samkomulagi við stjórn skrifstofunnar. Markmið þeirrar endurskipulagningar var að draga úr rekstrarkostnaði skrifstof- unnar og nýta stærstan hluta ráðstöfunar- tekna hennar til markaðsaðgerða. Þessu markmiði hefur nú verið náð. Radisson SAS Saga www.radissonsas.com Radisson SAS Island Hotel www.radissonsas.com Flugleiðahótel v/Hótel Esja www.icehotel.is Flugleiðahótel v/Loftleiðir www.icehotel.is Grand Hotel Reykjavik www.grand.is Hótel Selfoss www.ka.is Ferðaskrifstofa Íslands www.icelandtravel.is Ráðstefnur og fundir www.iii.is Destination Iceland www.dice.is Íslenskar ævintýraferðir www.aevintyraferdir.is Íslandsfundir www.meetingiceland.com Congress Reykjavik www.congress.is Hópbílar ehf www.hopbilar.is Bláa lónið www.bluelagoon.is Nýherji www.nyherji.is Perlan www.perlan.is Veitingahúsið Naust www.naustid.is Kannanir Ferðamálaráðs Íslands gefa vísbendingu um að árlega komi tæplega 40.000 manns hingað til lands til að sækja ráðstefnur og fundi. Talið er að ráðstefnugestir skili allt að 3,7 milljörðum króna í gjaldeyris- tekjur á ári, miðað við árið 2000. Þetta eru allt að 15% af heildargjaldeyris- tekjum þjóðarinnar af ferðaþjónustu. Áætlað er að ráðstefnuhald um heim allan hafi velt um 300 milljörðum bandaríkjadala árið 2000. Ráðstefnan heim er heitið á handbók sem Ráðstefnuskrifstof-an hefur gefið út. Útgáfan er liður í átaki skrifstofunnar að vekja áhuga Íslendinga, sem eru í alþjóðlegum samskiptum, á því að halda ráðstefnur hér á landi. Ráðstefnuskrifstofan að- stoðar þá sem hafa hug á slíku á margan hátt og er þjónustan veitt endurgjaldslaust. „Við viljum með þessum hætti auðvelda væntanlegum ráð- stefnugestgjöfum þá framkvæmd og skipulagningu sem til þarf þegar boðað er til ráðstefnu,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, verk- efnastjóri Ráðstefnuskrifstofunnar, og hvetur þá sem íhuga að halda ráðstefnur til að nýta sér þá þjónustu og þekkingu sem fyrir hendi er hjá fagaðilum hér á landi. F r a m t í ð r á ð s t e f n u h a l d s á Í s l a n d i R á ð s t e f n u s k r i f s t o f a Í s l a n d s 1 0 á r a Ráðstefnan heim – ný handbók fyrir ráðstefnugestgjafa S tjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslandsfagnar þeim áfanga að undirritað hefur verið samkomulag milli Reykja- víkurborgar og ríkisins um byggingu ráðstefnumiðstöðvar og tónlistarhúss við Austurbakka í Reykjavík. Í tengslum við ráðstefnu- og tónlistarhúsið er gert ráð fyrir 250 herbergja fyrsta flokks hóteli. „Bygging ráðstefnu- og tónlistar- húss er mikill akkur fyrir ferðaþjónustu í landinu. Ráðstefnugestir eru kröfu- harðir viðskiptavinir og til að renna styrkum stoðum undir þennan þátt ferðaþjónustunnar þarf aðstaðan að vera fyrsta flokks,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir verkefnastjóri. Samkomulag um byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss: Mikill akkur fyrir ferðaþjónustu í landinu Lækjargötu 3 • 101 Reykjavík Sími 562 6070 • Fax 562 6073 radstefnuskrifstofa@radstefnuskrifstofa.is www.radstefnuskrifstofa.is 1 . t b l . 1 . á r g . j ú n í 2 0 0 2 auglýsing Breytingar á umhverfi ráðstefnuhalds áÍslandi hafa verið miklar á þeim tíu árum sem liðin eru frá stofnun Ráð- stefnuskrifstofunnar. Þar vegur þyngst sá þáttur er snýr að fagleg- um vinnubrögðum og nýst hefur ferðaþjónust- unni í heild,“ segir Magnús Oddsson ferða- málastjóri um þróun mála í þessum þætti ferða- þjónustunnar sl. tíu ár. Magnús bendir á að ráðstefnugestir séu kröfuhörðustu gestir í heimi en jafn- framt afar mikilvægir. Þeir skili miklum tekjum í þjóðarbúið auk þess sem ráð- stefnur séu alla jafna haldnar utan mesta háannatíma í ferðaþjónustunni hér á landi. „Það er ljóst að á þessum markaði snýst samkeppnin ekki endilega um verð. Staðsetning okkar og aðdráttarafl Íslands er okkar styrkleiki. Með því að auka gæði þjónustunnar, sem í boði er, aukum við samkeppnishæfni okkar því samkeppnin um þennan kröfuharða markhóp liggur fyrst og fremst í gæðum þjónustunnar auk þess sem við njótum sérstöðu okkar.“ „Frá stofnun skrifstofunnar hefur sér- hæfing aukist til muna í greininni, t.d. hafa sérstakar ráðstefnudeildir verið settar á stofn innan ferðaskrifstofanna auk þess sem opnaðar hafa verið skrifstofur sem sérhæfa sig í ráðstefnuhaldi. Þetta er afar mikilvæg þróun í þá átt að bjóða þessum gestum eins góða þjónustu og mögulegt er. Segja má að síðustu tíu ár hafi verið tími breyttra vinnubragða og aukins sam- starfs í ferðaþjónustunni,“ segir Magnús. Fagleg vinnubrögð sett í öndvegi Ráðstefnuskrifstofa Íslands sækir þrjár til fjórar fagsýningar árlega til að vekja athygli á Íslandi sem áhugaverðum kosti fyrir viðskipta- og hvataferðir. Hér eru aðildarfélagar RSÍ á sýningunni CONFEX í London í febrúar sl. ásamt Þorsteini Pálssyni sendiherra. Nýr vefur RSÍ Ráðstefnuskrifstofan hefur opnað nýj-an vef, www.radstefnuskrifstofa.is. Þar er að finna greinargóðar upplýsingar um skrifstofuna og félaga innan henn- ar vébanda hér á landi. Allir þeir sem hyggja á ráð- stefnuhald geta fundið þar gagn- legar upplýsingar og þar er einnig daga- tal með ítarlegum upplýsingum um skráðar ráðstefnur og aðstandendur þeirra. Ráðstefnuskrifstofan heldur einnig úti upplýsingavef um ráðstefnuhald á Ís- landi á ensku á slóðinni www.iceland- convention.com. Fróðleiksmolar Kastljósinu beint að framtíð ráðstefnuhalds hér á landi Ingjaldur Hannibalsson prófessor, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Steinn Lárusson, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofunnar. Frá fjölmennum afmælisfundi Ráðstefnuskrifstofunnar í Þjóðmenningarhúsinu 8. maí sl. P R [p je err] Magnús Oddsson ferðamálastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.