Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Barmmerki við öll tækifæri Fyrir fundi , ráðstefnur og ættarmót Hægt er að velja á milli þess að hafa hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki bammerkis. Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið. Prentum á barmmerkin, ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali . Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. SÝNINGIN Mynd – Íslensk samtímalist var opnuð í Henie Onstad-safninu í Osló fyrir um ári. Henni hefur nú verið komið fyrir í Hafnarhúsinu og er framlag Lista- safns Reykjavíkur til Listahátíðar 2002. Listrænn umsjónarmaður Henie Onstad-safnsins átti frum- kvæðið að uppsetningu sýningar- innar og fékk til liðs við sig Jón Proppé, sem valdi listamennina. Jón er vel kunnur í íslenskum list- heimi. Hann hefur skrifað listgagn- rýni bæði í DV og Morgunblaðið og verið virkur í listumræðu um árabil. Níu myndlistarmenn eiga verk á sýningunni. Þau eru Svava Björns- dóttir, Bjarni Sigurbjörnsson, Guð- jón Bjarnason, Jón Óskar Haf- steinsson, Ómar Stefánsson, Anna Líndal, Margrét Blöndal, Þorvaldur Þorsteinsson og Birgir Andrésson. Listamennirnir spanna ólík svið myndlistar og gefur það ágæta mynd af íslenskri samtímalist þar sem engin hugmyndafræði ríkir yfir annarri eins og oft hefur verið. Myndlistarsýning sem þessi verður því ekki auðveldlega metin í heild sinni, heldur metum við einstök listaverk eða framlag hvers lista- manns. Framlag Svövu Björnsdóttur er lágmyndir gerðar úr pappamassa. Verkin byggjast á hringformi og ferningsformi. Hvít hlið formanna snýr fram á við en bakhliðin er lit- uð. Liturinn endurvarpast á vegg- inn og getur áhorfandi auðveldlega gleymt sér í sjónarspilinu. Málverk Bjarna Sigurbjörnsson- ar „Óskilgreint ekkert“ hefur sams- konar hugleiðslugildi og verk Svövu en byggist á litaflæmi umfram formfræði. Bjarni málar á plexigler og snýr ómálaðri hlið glersins frá veggnum. Við sjáum því bakhlið málverksins eða fyrsta lag þess. Verkið er 840 cm á hæðina og hang- ir á sérsmíðuðum vegg í porti safns- ins. Þykir mér umgjörðin og um- hverfið óhentugt fyrir annars einfalt og hrífandi málverkið. Skúlptúrum Guðjóns Bjarnason- ar hefur einnig verið komið fyrir í portinu og njóta þeir sín vel þar. Guðjón mótar skúlptúra sína með því að sprengja þá með dýnamíti. Aðferð hans minnir á endurvinnslu- og niðurrifsheimsspeki Frakkans Jacques Derrida þar sem eyðilegg- ing skúlptúranna er í senn sköpun þeirra. Jón Óskar varpar atburðarás splatter-tölvuleiksins „Counter strike“ á vegg í einu herbergi safns- ins. Í öðru herbergi sýnir hann mál- verkaseríu af sérsveitarlegum görp- um leiksins. Verkin bera með sér strákslega ofbeldis- og hetjudýrkun sem tölvu- og kvikmyndaiðnaðurinn hefur hingað til notið góðs af. Gróft málað og þétt hlaðið mynd- efnið í málverkum Ómars Stefáns- sonar er skemmtileg svörun við stíl- hreinni verkum eins og eftir Svövu og Bjarna. Ég er ósammála því sem Jón Proppé heldur fram í sýning- arskránni að verk Ómars líkist engu sem þekkist annars staðar í alþjóðlegri samtímalist. Verk hans falla vel undir svokallaðan „pop- surrealisma“ sem kenndur er við listamenn eins og Kenny Scharf og Carrol Dunham. Líkt og Scharf og Dunham fylgdi Ómar uppgangi málverksins á níunda áratugnum með því að blanda saman súrreal- ískri fantasíu og teiknimyndagerð. Innsetning Önnu Líndal er sér- lega vel heppnuð. Hún skiptist í tvo þætti. Annars vegar ljósmyndir og myndbandsverk sem sýna ólíkar myndir af íslenskri náttúru og hins vegar húsgögn og hluti sem hún saumar í og bindur saman með tvinna. Önnu tekst að blanda saman umhverfi heimilis og náttúru á sannfærandi hátt. Margrét Blöndal vinnur með not- aða hluti. Það eru gamlar dýnur, boltar, vindlausar blöðrur og tau, sem flestir myndu henda. Hún spil- ar hlutunum saman í formalíska skúlptúra ásamt ljósmyndum. Skúlptúrarnir geyma í sér sögu sem er ekki í hefðbundinni frásögn heldur í næmri tilfinningu sem fylgir gömlum efniviðnum. Verkið „Tapað – Fundið“ eftir Þorvald Þorsteinsson er einnig samsett úr gömlum og notuðum hlutum. Það eru tölvur, símar, lykl- ar, föt og hjól sem fólk hefur glatað og Þorvaldur fengið að láni úr vörslu lögreglunnar í Reykjavík. Þorvaldur raðar hlutunum eins og hann sé að bjóða okkur að athuga hvort við eigum einhvern þeirra. Birgir Andrésson hefur ritað texta á tvo veggi safnsins. Annar textinn segir „Hlutirnir eru nær en þeir birtast,“ og hinn textinn segir „Hlutirnir eru fjær en þeir sýnast“. Textaverk Birgis hafa oftar verið í formi lýsinga. Í þessu tilfelli notar hann texta til að skapa rými sem hugurinn nær illa að festa í mynd. Hvort hann á við hluti á sýning- unni, hluti almennt eða ímyndaða hluti verður hver að gera upp við sig. Sýningin er hin ágætasta og á vel erindi inn í Hafnarhúsið. Samt hefði ég viljað sjá forstöðumenn Lista- safns Reykjavíkur leggja metnað í eigið verkefni fyrir Listahátíð 2002 í stað þess að sækja ársgamla sýn- ingu á íslenskri samtímalist sem var gerð fyrir erlent safn. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi Sýningin er opin alla daga frá kl. 11–18 og á fimmtudögum til kl. 19. Stendur til 30. ágúst. SAMSÝNING NÍU ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA Marg- þætt mynd Verk Guðjóns Bjarnasonar, „Krómuð veröld“, og málverkið „Óskilgreint ekkert“ eftir Bjarna Sigurbjörnsson. Jón B.K. Ransu ÍSLENSK menningarhátíð hófst í gær í Literaturhaus Salzburg í Aust- urríki. Hátíðin stendur í þrjá daga og samanstendur af upplestri íslenskra rithöfunda úr verkum sínum, mynd- listarsýningu og sýningu kvik- myndanna Atómstöðin og Djöflaeyj- an. Í gær flutti Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur, erindi um verk Halldórs Kiljan Laxness og í dag mun Einar Kárason lesa upp úr skáldverk- um sínum. Á morgun munu rithöf- undarnir Elín Ebba Gunnarsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Sjón lesa úr skáldverkum sínum en þá verður jafnframt móttaka sendiráðs Íslands í Austurríki fyrir gesti. Yfirstandandi er sýning Sigurðar Guðmundssonar á ljósmyndaverkum og nýjum skúlptúrum (Fotos, Poems, Bonbons) í Literaturhaus Salzburg. Samstarfsaðilar með Literatur- haus Salzburg vegna menningar- hátíðarinnar eru sendiráð Íslands í Vínarborg, Flugleiðir hf., Bók- menntakynningarsjóður, Kvik- myndasjóður Íslands, Gallerí i8, Edda-Miðlun og Goethe-zentrum á Íslandi. Íslensk menning í Austurríki Guð og gamlar konur nefnist ný plata með söng Önnu Pálínu Árna- dóttur. Hún syng- ur um lífið og til- veruna og ýmsar af þeim áleitnu spurningum sem leita á okkur þeg- ar við gefum okkur tíma til að líta yfir líf okkar. Flestir textanna eru eftir Að- alstein Ásberg Sigurðsson helsta samstarfsmann Önnu Pálínu, en lögin eru úr ýmsum áttum, sænsk, norsk, frönsk, bandarísk og finnsk. Öll tónlistin á disknum á það sam- merkt að hafa verið á efnisskrá Önnu Pálínu um langt árabil. Á plötunni leika með Önnu Pálínu samstarfsmenn hennar til margra ára, þeir Gunnar Gunnarsson píanó- leikari, Gunnar Hrafnsson bassaleik- ari, Pétur Grétarsson, sem leikur á slagverk, og Kristinn Árnason gít- arleikari. Útgefandi er Dimma ehf., upptöku annaðist Valgeir Sigurðsson. Dreifing er í umsjá Dreifingarmiðstöðvarinnar. Vísnasöngur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.