Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gíslína BergþóraValdimarsdóttir, oftast kölluð Lóa, fæddist á Akureyri 10. ágúst 1918. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Frí- mannsdóttir frá Hvammkoti í Húna- vatnssýslu og Valdi- mar Jónsson frá Harastaðakoti í Vindheimahreppi. Þau eignuðust saman fjögur börn, Bergþóru (Lóu), sem hér er kvödd, Skarphéðin, f. 1916, lést ungur, Huldu, f. 1920, lést ung, og Jakobínu, sem búsett er á Sauðárkróki. Valdimar hafði áður eignast fjögur börn; Unu, Öldu, Valdimar og Valdimar yngri. Jak- obína er ein eftirlifandi þeirra systkina. Lóa var aðeins 4 ára þegar móð- ir hennar lést. Eftir lát móður sinnar dvaldist hún í tvö ár hjá móðurforeldrum sínum, Hall- veigu Ósk Gísladóttur og Frí- manni Guðjónssyni, að Skálavík í Húnavatnssýslu, en þá tóku Har- aldur Frímannsson, móðurbróðir hennar, og Valgerður Ólafsdótt- ur, frá Fossá í Kjós, unnusta hans, Lóu í fóstur. Þau voru þá barnlaus en eignuðust síðar þrjú börn; Ás- björgu, f. 1926, d. 1961, Matthías, f. 1929, d. 1990, og óskírðan dreng er lést á fyrsta aldursári. Frá 7 ára aldri ólst Lóa upp á Njálsgötu 32b í Reykjavík. Að loknu hefðbundnu barna- skólanámi var hún í vistum í Reykjavík og vann á sjúkrahús- inu Hvítabandinu í nokkur ár. Árið 1940 hóf Lóa búskap með unnusta sínum, Ágústi Guðjónssyni, f. 30. september 1905, d. 23. desem- ber 1993, frá Furu- firði, en áður hafði Bergþóra eignast soninn Garðar Val Halldórsson. Hann er kvæntur Huldu Magnús- dóttur. Þau eiga þrjár dætur, Bergþóru Ásu, Sigurlaugu Guð- rúnu og Halldóru og sjö barna- börn. Ágúst og Lóa áttu saman tvö börn og tvö fósturbörn: 1) Grétu, maki Grétar Jón Magnús- son. Þau eiga þrjú börn: Ágúst, Rósu Maggý og Magnús, og fimm barnabörn. 2) Guðjón, kvæntur Sigrúnu Öldu Michaelsdóttur. Þeirra börn eru Guðrún Ragna, Ágúst og Halldór. Barnabörnin eru átta. 3) Valgerður Morthens, gift Stefáni Halldórssyni. Börn þeirra eru Bergþór og Daggrós. 4) Hinrik Morthens, kvæntur El- ínu Vigfúsdóttur. Þau eiga tvo syni, Vigfús og Orra, og tvö barnabörn. Útför Bergþóru (Lóu) verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Mér koma þessi orð í hug þegar ég minnist Lóu, tengdamóður minnar, sem lést hinn 30. maí sl. Hún var ein- stök kona; falleg, ljúf og góð. Ég var 18 ára þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Lóu og Ágústar í Sólheimunum. Ég man hvað þau tóku vel á móti mér og hvað ég heill- aðist af þeim. Hún svo fínleg og fal- leg. Hann svo stór og stæltur. Mörg voru sporin mín eftir það til þeirra og mikið saknaði ég góðs vinar er Ágúst lést í desember 1993. Hann hafði ver- ið mér sem ljúfur faðir og nú kveð ég Lóu mína sem alltaf var mér svo góð. Þegar börn okkar Guðjóns voru lítil lét Lóa ekki sitt eftir liggja að hjálpa til ef á þurfti að halda og kær- leikurinn og hlýjan var alltaf til stað- ar. Í nokkur ár kom hún til okkar nánast á hverjum virkum degi og við til hennar um helgar. Ef út af bar lét hún okkur heyra að það væri svo langt síðan hún hefði séð okkur. Hún var einstök móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Gjafirnar henn- ar voru líka einstakar, valdar af smekkvísi og kærleika til þeirra sem þeim voru ætlaðar. Hún hafði list- ræna hæfileika sem fáum duldist nema kannski henni sem alltaf var svo hæversk á alla sína kosti. Það mátti ekki tala um að hún gerði eitt- hvað best af öllum. Þá átti hún það til að horfa á mann með stóru fallegu augunum sínum, undrandi á svip. En verkin töluðu sínu máli. Að mínu mati, og eflaust munu fleiri vera á sama máli, var maturinn sem hún útbjó og kökurnar sem hún bakaði með því besta sem hægt er að fram- reiða og snyrtimennskan til fyrir- myndar í öllu sem hún gerði. Lóa var einkar hjálpsöm og fórn- fús kona, gestrisin og ljúf í viðmóti. Umburðarlyndi hennar var mikið og glaðlyndið var aldrei langt undan. Þeim sem kynntust henni þótti mjög vænt um hana. Hún vildi öllum vel og sýndi það svo sannarlega í verki, því á hverjum laugardegi í mörg ár eld- aði hún grjónagraut og keypti brauð, álegg og fleira góðgæti handa fjöl- skyldumeðlimum og vinum sem hitt- ust hjá henni í Sólheimunum. Oft var fjölmennt og glatt á hjalla í „grjóna- grautnum“ hjá Lóu. Hún á mikinn þátt í þeirri samheldni og kærleika sem stór-fjölskylda hennar býr yfir. Ævidagar Lóu voru samt ekki allt- af dans á rósum. Hún missti marga sem hún unni en alltaf var sama æðruleysið til staðar. Umhyggja hennar fyrir sínum nánustu var líka sérstök. Þegar fóstursystir hennar og frænka Ásbjörg Haraldsdóttir lést árið 1961, frá þremur ungum börnum, þá tóku Lóa og Ágúst tvö börnin að sér. Hún hlúði líka að mörgum sem á þurftu að halda. Um tíma dvaldi fósturmóðir hennar, al- varlega veik, á heimili Lóu og Ágúst- ar, og þar annaðist Lóa hana þar til hún lést árið 1950. Ágústi hjúkraði hún í mörg ár í erfiðum veikindum hans þar til hann kvaddi þennan heim, hinn 23. desember 1993. Sú óeigingirni og fórnfýsi sem hún sýndi þá er ekki öllum gefin. Margir hafa einnig dvalið hjá henni í stuttan og langan tíma í senn við atlæti sem fáum er gefið að veita. Lóa átti líka góða vini sem vildu henni vel. Á engan er hallað þótt þökkuð sé sú mikla umhyggja sem Erna Guðbjarnadóttir sýndi henni fyrr og síðar. Ég og fjölskylda mín viljum þakka henni fyrir vináttu hennar og góðvild við Lóu. Þegar heilsu hennar fór að hraka bar hún sig sem hetja. Þegar henni var tilkynnt að hún væri með alvar- legan sjúkdóm tók hún því með sama æðruleysinu og einkenndi hana alla tíð. Þessi fallega, fínlega kona bar harm sinn í hljóði. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Alda Michaelsdóttir. Elsku tengdamamma, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guð blessi minningu þína. Hulda. „Lóa litla á Brú, hún er lagleg enn...“ hljómaði í eyrum mínum þeg- ar ég horfði á þig hverfa úr þessum heimi yfir á annan. Lagið sem ég tengdi alltaf við þig og var þess full- viss að textinn væri saminn um þig og enga aðra. Mér fannst hann eiga svo vel við þig. Ég hef alltaf verið stolt af því að eiga þig sem ömmu. Þú varst alltaf svo glæsileg og fín en það sem meira er þú kenndir mér vissa yfirvegun. Þú varst alltaf svo sátt við það sem þú hafðir og þessi ró sem hvíldi yfir þér fékk mig til að sýna þér mikla virðingu. Þú varst alltaf svo glöð að sjá mig og syni mína og vildir mér alltaf svo vel. Þegar ég kom óvænt í heimsókn sagðir þú stundum að ég væri leið- inleg að koma núna því þú ættir ekk- ert handa mér. Auðvitað áttir þú allt- af eitthvað handa mér. Þér fannst það bara ekki nóg. Brosin þín og björtu augun blíðlega sögðu mér; að alltaf væri ég velkomin amma mín hjá þér. Elsku amma, takk fyrir minning- arnar sem þú hefur gefið mér frá því ég var barn. Oft var ég í pössun hjá þér og voru þá háhæluðu skórnir, sem þú geymdir í sérstökum skó- poka, mjög spennandi leikföng. Ósjaldan velti ég því fyrir mér hvernig þú gætir gengið á þessu og hvað þá hlaupið, eins og þú gerðir svo oft. Sem lítilli stúlku var mér þetta óskiljanlegt. Ég heillaðist líka af öllum mynd- unum þínum sem þú hafðir handunn- ið, bæði með því að sauma út og smyrna. Ung fór ég að gera slíkt hið sama. Takk fyrir minningarnar sem ég á með þér sem unglingur um vinnuna þína í Héðni. Það var nú meira æv- intýrið. Fyrst þurftum við að sitja í strætó í klukkutíma áður en við kom- umst í vinnuna þína. Þeim tíma eydd- um við með því að spjalla saman og svo hjálpuðumst við að þegar inn í Héðin var komið. Ferðin sem við fórum saman til Belgíu verður mér alltaf minnisstæð fyrir margar sakir. Þetta var til dæmis fyrsta utanlandsferðin okkar beggja. Ég er glöð yfir því að hafa fengið að vera ferðafélagi þinn þá. Og sá sem fylgdi þér úr þessum heimi trúi ég að hafi verið hann afi, því hann kom svo oft í huga minn kvöldið áður en þú kvaddir. Ég talaði um það við litla son minn að nú værir þú komin til Guðs. Hann hugsaði sig um smá stund og sagði síðan: „Hún er þá með Súpermanni, hann kann líka að fljúga.“ Í hans huga fór amma fljúgandi með „Súpermanni“ til Guðs en hann kom líka með rétta nafnið yfir þig amma mín því þú varst sann- kölluð „súper-amma“. Morguninn eftir teiknaði hann mynd af húsi og sagði mér að þetta væri Lóu ömmu hús. Hún væri inni í húsinu sínu að baka kökur. Ég spurði hann hvernig kökur amma væri að baka, þá svaraði hann: „Hún er að baka blómakökur.“ Ég trúi því að þú sért stödd í Paradís þar sem allt er svo fagurt og fallegt því Guð veit að það átt þú skilið amma mín sem gafst okkur öllum svo mikið og þáðir svo lítið. Guðrún Ragna Guðjónsdóttir. Elsku amma. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin. Það er svo sárt að hugsa til þess. Eftir að ég flutti frá Hveragerði (7 ára gömul) eyddum við miklum tíma saman og mikið var brallað og alltaf glatt á hjalla. Við spiluðum mikið, t.d. Lúdó, og svo kenndir þú mér Rommý. Einnig dönsuðum við oft við gömlu lögin sem þú þekktir svo vel og kann ég núna ansi mörg gömul íslensk lög. Við spiluðum líka á varir okkar og hin átti að geta á meðan hvaða lag það var. Aldrei mátti ég vera svöng, þú vildir endalaust troða í mig kökum og sætindum. Einnig fannst þér mjög gaman að gefa mér þjóðarrétt íslenskra barna, pitsu. Heyrðist oft innan úr eldhúsi: „Viltu pinnsu, Daggrós mín?“ Þú sagðir alltaf pinnsa í stað pitsu og aldrei datt mér í hug að leiðrétta þig, amma mín. Ég man svo vel að þegar ég var átta ára og var í pössun hjá þér og hafði ég hjólið mitt meðferðis, að þú vildir endilega prófa hjólið mitt í garðinum í Sólheimum 27, ekki gekk sú hjólaferð vel og dast þú í grasið og gafst upp. Svo þegar ég var 16 ára og kom yfir til þín á línuskautunum varðstu endilega að prófa þá. Þú sórst að prófa þá aldrei aftur enda dastu aftur fyrir þig og ég greip þig. Þar vorum við heppnar. Nú um daginn, stuttu eftir að veik- indin uppgötvuðust, var ég að læra undir próf hjá þér, þú varst nú meiri harðstjórinn, ég mátti varla kíkja fram í kökur og pönnsur, þú sendir mig alltaf aftur inn í herbergi að læra! Ég hafði nú bara gaman af því. Þú varst svo fyndin og ákveðin, amma mín, einnig varstu mjög snið- ug í tilsvörum. Elsku amma, þú varst svo góð kona, sem auðvelt var að þykja vænt um, þú vildir öllum svo vel. Takk fyrir allt, amma mín, þín Daggrós. Elsku amma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín, Bergþóra, Sigurlaug og Halldóra. Nú sé ég ljósið, það laðar mig að sér, ég heyrir raddir, sem kalla blítt að mér, samt er svo margt sem þarf að gera, margtsem þarf að sjá, leyf mér að leggjast og hvíldina löngu fá. Leyf mér að hvílast, mér líður svo vel, ljósið það dofnar, nú svefni ég stel, samt er svo margt sem þarf að gera, margt sem þarf að sjá, leyf mér að leggjast og hvíldina löngu fá. (Eyjólfur Kristjánsson.) Bergþóra og fjölskylda. Elsku Lóa amma mín, þú veist ei hve sárt ég sakna þín. Ég mun minn- ast þín svo lengi sem þú manst mig. Nú ert þú horfin á braut og liggur í fagurri himnalaut, því lokið er lífsins þraut. Hildur. „Oft finnst mér almættið vera einsog snjó- titlíngur sem öll veður hafa snúist í gegn. Svona fugl er á þýngd við frímerki. Samt fýkur hann ekki þó hann standi útá berángri í fárviðri... Hann beitir þessu veikbygða höfði mót veðr- inu, með gogginn við jörð, leggur vængina fast uppað síðunum, en stélið vísar upp og veðrið nær ekki taki á honum heldur klofnar. Jafnvel í verstu hrinunum bifast fuglinn ekki. Hann er staddur í logni. Það hreyfist ekki einusinni á honum fjöður.“ (Halldór Kiljan Laxness í Kristnihaldinu). Bergþóra sem hér er kvödd var jafnan kölluð Lóa. Vel var það við hæfi enda fínleg sem fugl og skartbú- in ætið líkt og vorboðinn ljúfi, lóan sjálf. Frá á fæti og fögur ævina á enda stóð þessi snöfurmannlega kona af sér hríðarbylji frá unga aldri án þess að haggast. Lífssöngur Lóu var vinningslag eins og lóunnar þrátt fyrir margt hreggið á langri ævi. Hreggviðri er það að missa móður sína barnung eins og raunin var hjá Lóu. En oft leggst líkn með þraut því hún var tekin í fóstur af móðurbróð- ur sínum Haraldi Frímannssyni og ungri heitmey hans Valgerði Ólafs- dóttur. Þar lék lánið við hana Lóu. Oft dáðist ég að óvenjuríkum höfð- ingskap og fórnfýsi Lóu og oft hef ég dáðst að áræðni og mannkærleika Valgerðar, tengdamóður minnar, sem ógift og barnlaus hikaði ekki við að taka að sér móðurlaust telpukorn- ið sex ára gamalt og ala upp sem sitt eigið. Uppeldissystkini Lóu urðu þrjú, drengur sem dó í vöggu, Ás- björg, sem lést ung kona frá þremur litlum börnum, langt fyrir aldur fram og Matthías, eiginmaður minn sem andaðist árið 1990. Valgerður, fósturmóðir Lóu og fyrirmynd, var falleg kona í raun og sann. Þegar Lóa var að alast upp bjó fjölskylda hennar góðu búi í reisu- legu húsi sem húsasmiðurinn, Har- aldur reisti þeim á Njálsgötu 32B í Reykjavík. Valgerður var góð hús- móðir og gjafmild svo af bar. Á Njálsgötunni var ætíð veitt af rausn og alltaf fannst þar húsaskjól fyrir þá BERGÞÓRA VALDIMARSDÓTTIR                                      ! "    #  $  %% %&&'  !"#$! %!! ! !"#$&! '((  (#!! '(( &)!!  !' !   *+!! '(( &!!, ! - # (.!! '(( / !'0 1#$! ! 1 ! ! *   !! '(( !2! '(( &! %!  )# ! "!"$!3         &      !# 45  %6#.6 (         !       ) *!+,     - -  *+!7 '(( '.  .87 '(( &! 7 ! 9 ':!'(( ; '#! !3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.