Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S umarið er góður tími. Ég ætla að nota sum- arið til að blanda afr- ískum áhrifum inn í tímahugtakið mitt. Ef til vill undarlegt ætlunarverk, en vestræna tímahugtakið er lína en það afríska hringur, og á þessu er óneitanlega nokkur munur. Tímann er líka hægt að ímynda sér á annan hátt, t.d. sem spíral; hringir sem lokast aldrei, þetta felur í sér þróun og er eins konar jafnvægisstig milli (boginnar) línu og hrings. Vesturlandabúinn gerir punkt og svo annan punkt í fjarska, dregur beina línu á milli og stekkur af stað á eftir henni; línuhlaup- arinn er fljót- ur á áfanga- stað. Segja má að þetta viðhorf Vest- urlandabúa til tímans sé meginforsenda framþróunar, því það gerir mögulegt að skipuleggja fram- tíðina og gera sem mest á sem stystum tíma. Vesturlandabúinn hefur tamið sér að lifa eftir klukkunni eða stundaskrá. Tíminn er mæli- kvarðinn og stjórnar því klukkan hvað einstaklingurinn fram- kvæmir ákveðnar athafnir, dæmi: Vakna klukkan: 07:25. Hefja vinnu kl. 8:15. Kaffihlé 10:10. Hádegishlé 12:20. Ljúka vinnu 17:00. Snæða 19:00. Sinna börnum 20:00. Sofna 23: 30. Hvert tímaskeið er einnig skipulagt innbyrðis, og ávallt þarf að gera ákveðna hluti í stundatöflunni klukkan eitthvað, og heyrir það til algjörra und- antekninga að brjóta þetta skipulag upp, það skapar usla og tefur fyrir árangrinum. Hjá mörgum er of mikið á dagskrá í stundatöflunni og þeir þurfa því að spretta úr spori. Ég þekki fólk sem hleypur allan daginn vegna þess að það hefur ákveðið eða látið aðra ákveða fyrir sig að allt þurfi að renna upp á ákveðnum tíma. Það veit sennilega ekki að tíminn stjórn- ar þeim. Á Vesturlöndum og víðar er flestallt látið hefjast á ákveðnum tíma og enda á öðrum tíma. Börnum er kennt að lifa eftir stundaskrá og viðhorfið til tím- ans verður hluti af sálarlífinu án þess að þau komi vörnum við. Hins vegar mætti velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að segja þeim að þetta viðhorf sé ekki náttúrulögmál heldur ákvörðun, og til séu önnur viðhorf sem yrðu þeim ef til vill heilladrjúg. Það var mér hugsvölun þegar ég uppgötvaði að viðhorf Vest- urlandabúa til tímans er lært, og að borgarbúarnir hafa bara van- ið sig á að lifa eftir klukkunni. Einnig fannst mér stórmerkilegt að tíminn skuli vera afstæður eða háður hverri persónu. Sér- hver manneskja upplifir tímann undir áhrifum menningarinnar, eigin taugakerfis og hugar- ástandi: Það sem einum finnst hratt finnst öðrum vera hægt. Sama á við um langt eða stutt. Eftir heimildum að dæma virðast Vesturlandabúar áður fyrr hafa fundið fyrir hringrás tímans, jafnvel fram á 19. öld. Lífinu var ekki raðað stíft upp í stundatöflu heldur atburðum og árstíðum; vorverk, haustverk. Heyskapur, réttir, sauðburður, sláturtíð, tíminn var háður at- burðum. Á vetrum leið tíminn á annan veg en á sumrin, hann var oft ekki eins ríkur af atburðum. Framtíðin var ekki eins sterkur þáttur í vitund fólks því tíminn var atburðarás eða safn viðburða í nútíð og fortíð. Einnig voru það atburðirnir sem gáfu lífinu merkingu, ekki tíminn sjálfur eða aldurinn, svipað og í Afríku, og eflaust í fleiri samfélögum. Á Vesturlöndum er tíminn peningar, hann þarf að hagnýta, selja eða kaupa. Tíminn líður og annað hvort nota menn hann eða tapa. Andstætt viðhorf er þekkt í hefðbundnum samfélögum í Afr- íku, en þar skapa menn tímann, hann er búinn til í því magni sem til þarf. Þar er ekki hægt að eyða tímanum til einskis eða misnota hann. Það er róandi hugmynd. Í Afríkulöndum, ósnertum af vestræna tímahugtakinu, ræður tíminn ekki því hvenær hlutirnir eru gerðir, heldur ráða unnin verk yfir því hvenær tíminn líð- ur. Tíminn er líka háður nátt- úrunni, en þegar hún byrjar að endurtaka sig hefur lífið farið einn hring. Mannlífið þar hefur sterkan náttúrurytma. Vest- urlandabúar kenndu Afríkönum um tímann sem línu og um mik- ilvægi framtíðarinnar, aftur á móti höfðu þeir því miður lítinn áhuga á að læra um hringinn. Nútíma borgarbúinn finnur stundum, þrátt fyrir allt, fyrir hringrás tímans, hann skynjar óm endurtekningarinnar, jafnvel þótt hann búi í algjörlega tilbúnu umhverfi. Endurtekningin er hringur, dagurinn er eins konar hringur, þótt hann sé óljós. Ákveðin tímabil lifa lengur í minningunni en önnur, hvar á jörðinni sem menn búa, og ástæðan er sú að þau geyma marga atburði. Einu sinni tók ég viðtal við fullorðna konu sem sagði: „Fyrstu tuttugu ár ævinn- ar eru svo viðburðarík að þau jafnast á við næstu 60 ár, en það eru einmitt atburðirnir sem ráða huglægri lengd tímans.“ Tíminn er því ungu fólki oft kröfuharður húsbóndi, það skynjar lífið líkt og hraðklippt músíkmyndband, og það hefur sífellt á tilfinningunni að það sé að missa af einhverju. Eldra fólk er oft ekki eins bundið af tím- anum, það nær stundum að hemja hann eða að hefja sig yfir hann. Það keppir ekki við tím- ann, en það sér oft eftir því sem það gerði ekki á ákveðnum tíma- skeiðum í lífi sínu; tækifærum sem það lét líða hjá, hugsanleg- um atburðum. Ef til vill er vert að læra af þeirri reynslu. Þannig ætla ég að æfa mig í tvennu í sumar; að stjórna tím- anum, og að þora að gera það sem mig langar til að gera í stað þess að hika. Ég stjórna tímanum! . . . en þar skapa menn tímann, hann er búinn til í því magni sem til þarf. Þar er ekki hægt að eyða tímanum til einskis eða misnota hann. Það er róandi hugmynd. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is STEINN Jónsson, læknir, ritar grein í Morgunblaðið hinn 18. maí sl. sem hann nefnir „Vistvæn orkunýting á Íslandi“. Þar víkur hann fyrst að hættunni af gróðurhúsaáhrifunum og í framhaldi af því að hugmyndum um aukn- ingu áliðnaðar á Íslandi og segir: „Þó svo að ál- iðnaður á Íslandi sé vistvænni en víðast hvar annars staðar er álframleiðsla að sjálf- sögðu ekki eina leiðin til að nýta þessa mikil- vægu auðlind og auk þess hleypur hún ekki frá okkur þótt eitthvað sé beðið með framkvæmdir.“ Þetta er út af fyrir sig satt og rétt. En hér vil ég vekja athygli á því að ál- iðnaður á Íslandi hefur ekki aðeins í för með sér minni losun gróðurhúsa- lofttegunda en samskonar iðnaður víða í heiminum, heldur leiðir hann beinlínis af sér minni losun þessara lofttegunda á heimsvísu en ef ál væri alls ekki framleitt og notað. Ástæðan er sú, að sá hluti álsins sem notaður er í samgöngutæki dregur, vegna létt- leika síns, meira úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá þeim, borið saman við að önnur og þyngri efni væru notuð í þess stað, en sem nemur þeirri losun sem fylgir framleiðslu alls álsins, ef rafmagn til framleiðslunnar er unnið úr vatnsorku eða jarðhita við íslensk- ar aðstæður og besta aðgengilega vinnslutækni notuð eins og áformað er að gera hér á landi. Heildarútkom- an fyrir andrúmsloftið er þannig minni losun en án álsins. Þessu er öf- ugt farið ef rafmagnið er unnið úr eldsneyti. Þetta er afar mikilvægt atriði. Það er losunin á heimsvísu sem ein skiptir máli fyrir gróð- urhúsaáhrifin en ekki hvernig hún skiptist á lönd og álfur. Steinn ræðir í grein sinni um vonir manna um vetni sem orkubera í framtíðinni. Orkubera, en ekki orkugjafa, því orku þarf til að fram- leiða vetnið. Það er rétt hjá honum að miklar vonir eru við það bundnar og hafa verið um nokkurn tíma. Hinsvegar er vetni enn ekki markaðshæfur orkuberi. Flestir sem til þekkja munu vera sammála um að allnokkur tími, jafnvel áratugir, muni líða áður en vetni hefur náð verulegri hlutdeild í orkumarkaði heimsins, enda þótt skiptar skoðanir séu um hve langur sá tími sé. Í lok greinar sinnar segir Steinn: „Stjórnvöld ættu því að bíða með áform um álver í Reyðarfirði og ein- beita sér að stækkun Norðuráls á Grundartanga og Ísals, ef áhugi er fyrir hendi, en þetta eru áreiðanlega hagkvæmari kostir vegna tengsla við þá starfsemi sem fyrir er og aðgangs að öðrum mannvirkjum.“ Hér er að mínu mati misskilningur á ferð. Engin ástæða er til að bíða með álver á Reyðarfirði vegna vetn- isframleiðslu. Notkun vetnis á Ís- landi, eins og í öðrum löndum heims, mun fara hægt og sígandi af stað en aukast hraðar síðar. Við eigum nógar orkulindir til vetnisvinnslu þótt Kára- hnjúkavirkjun sé nýtt til álvinnslu, enda hentar henni ekki hægt vaxandi nýting. Um eða yfir 80% af stofn- kostnaði Kárahnjúka-virkjunar ligg- ur í stíflum og neðanjarðarmann- virkjum sem endast öldum saman með eðlilegu viðhaldi. Með því að end- urnýja vélar og rafbúnað hennar á nokkurra áratuga fresti má reka virkjunina í margar aldir. Endingar- tími álvers er miklu styttri og venju- legur afskriftartími þess enn styttri. Ekkert er því til fyrirstöðu að Kára- hnjúkavirkjun, og aðrar svipaðar virkjanir, séu nýttar til álvinnslu í ein- hverja áratugi, en til vetnisvinnslu eftir það. Þá væri álvinnslan búin að greiða niður verulegan hluta stofn- kostnaðarins og raforkukostnaður til vetnisvinnslunnar gæti af þeim sök- um orðið lægri. Í samkeppnisum- hverfi ræðst það þó af því hvor býður betra verð, álvinnsla eða vetnis- vinnsla, í hvora rafmagnið er notað. Bæði álvinnsla og vetnisvinnsla fela þannig í sér vistvæna nýtingu ís- lensku orkulindanna. En vert er að hafa í huga að þegar vetni hefur náð verulegri hlutdeild í orkumarkaði heimsins verður það sjálft, eða vetn- isríkar afurðir eins og metanól, orðið verslunarvara á heimsmarkaði, svip- að og olían er í dag. Rafgreining er alls ekki ódýrasta aðferðin til að fram- leiða vetni. Það er því engan veginn sjálfgefið að vetni framleitt með raf- greiningu úr íslenskum orkulindum muni standast samkeppni við heims- markaðsverð þegar svo er komið, þótt það sé á hinn bóginn ekki útilokað. Um vistvæna orkunýtingu á Íslandi Jakob Björnsson Orkulindir Bæði álvinnsla og vetn- isvinnsla, segir Jakob Björnsson, fela í sér vistvæna nýtingu ís- lensku orkulindanna. Höfundur er fyrrverandi orku- málastjóri. ,,Ólögleg verslun“ er hugtak sem flestir tengja við eiturlyf og áfengi, en ekki málm- hylki með lofttegundum til notkunar á kæli- og slökkvikerfi. Ólöglegur innflutningur ósoneyð- andi efna svo sem klórflúorkolefna, vetnisklórflúorkolefna, halóna og fleiri er far- inn að ógna alþjóða- samningnum um um- hverfi og verslun. Afleiðingin er aukin eyðing ósonlagsins sem verndar jörðina fyrir skaðlegum geislum sól- arinnar. Minna óson í háloftunum hefur í för með sér meiri útfjólubláa geislun á jörðunni með alvarlegum afleiðingum fyrir menn, plöntur og dýralíf. Montrealbókunin við Vínar- samninginn um efni sem rýra óson- lagið var gerð til að sporna við eyð- ingu ósonlagsins. Svartur markaður með ósoneyðandi efni Um leið og einhver efni eru bönnuð myndast sjálfkrafa svartur markaður fyrir þau og ósoneyðandi efni eru engin undantekning frá þeirri reglu. Um miðjan tíunda áratuginn þegar útskipting klórflúorkolefna átti sér stað á Vesturlöndum hófst ólögleg verslun með ósoneyðandi efni. Talið er að á árinu 1995 hafi ólögleg verslun með klórflúorkolefni í Evrópu numið allt að 70.000 tonnum. Þessi efni koma aðallega frá fyrrverandi Sov- étríkjunum og löndum Austur-Evr- ópu. Þetta var mögulegt vegna þess að Montrealbókunin gerir ráð fyrir 15 ára seinkun á útskiptingu óson- eyðandi efna í þróunarlöndunum og í löndum Austur-Evrópu og því er enn leyfilegt að framleiða og nota þar ósoneyðandi efni. Nú er búið að gera samninga um að tak- marka framleiðslu ósoneyðandi efna í Rússlandi og Kína, og eru vonir bundnar við að þeir hjálpi til við að minnka flæði ólöglegra ósoneyðandi efna frá þessum löndum til Evr- ópu og Bandaríkjanna. Virkt eftirlit með innflutningi er nauðsynlegt Talið er að hægt hefði verið að koma í veg fyrir ólöglega verslun með ósoneyðandi efni ef hugsað hefði ver- ið út í þessi vandamál á fyrstu árum Montrealbókunarinnar. Í fyrsta lagi hefði verið best ef tekið hefði verið á vandanum strax í upphafi og öll ríki heims fylgt sömu áætlun um útskipt- ingu ósoneyðandi efna. Það var þó talið óraunhæft vegna efnahagslegra ástæðna. Í öðru lagi hefði verið mögu- legt að setja strax kvóta á notkun og/ eða sölu efnanna, eins og Íslendingar hafa gert frá því 1994. Í þriðja og síð- asta lagi hefði verið hægt að leysa vandamálið á landsvísu ef stjórnvöld hefðu haft pólitískan vilja til að taka beint á ólöglegu versluninni með virkara eftirliti og fræðslu til lögreglu og tollstarfsmanna. Það er þekkt staðreynd að lögregla og tollstarfs- menn hafa ekki mikla reynslu af um- hverfisglæpum. Aðferðir við ólöglega verslun með ósoneyðandi efni eru margskonar. Í fyrsta lagi er leyft að flytja sum efnin endurunnin milli landa og er nýfram- leidd vara seld og merkt sem endur- unnin, einkum í Bandaríkjunum. Í öðru lagi er fölsun á tollapappírum al- geng og notuð röng tollnúmer ásamt rangri merkingu umbúða. Í þessu til- felli treysta smyglararnir á vankunn- áttu tollstarfsmanna vegna flókinna efnafræðiheita efnanna og mismun- andi verslunarheita. Í þriðja lagi eru ólöglegu efnin sett inn í falskar um- búðir, sem eru merktar sem löglegt efni. Í fjórða lagi eru notaðar ýmsar aðferðir við umskipun og ýmsir felu- leikir við að raða ólöglegu efni aftast í flutningagáma en löglegt efni haft fremst. Í þessum tilfellum treysta smyglararnir á að tollstarfsmenn skoði aðeins fremst í gáminn, en ekki aftar í hann. Ný tækni kallar á nýjar aðferðir Rafræn tollafgreiðsla er víða farin að ryðja sér til rúms, þar á meðal hér á Íslandi. Notkun rafrænna sam- skipta við tollafgreiðslu getur boðið upp á misnotkun og smygl. Innflytj- endur geta merkt við að þeir séu með leyfi fyrir innflutningi ákveðinna efna, en tollayfirvöld ganga ekki eftir því að leyfið sé sýnt, enda byggir kerfið á trausti milli innflytjenda og tollayfirvalda. Umhverfisstofnun Sameinuðu Ólögleg verslun með ósoneyðandi efni Heiðrún Guðmundsdóttir Andrúmsloft Notkun rafrænna sam- skipta við tollafgreiðslu, segir Heiðrún Guðmundsdóttir, býður upp á misnotkun og smygl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.