Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  ! "#$ %% &" ' ( (           LOKAHÁTÍÐ LEIKÁRSINS 01/02 Leikur, söngur, dans, uppistand ofl. Listamenn í Borgarleikhúsinu gleðjast með áhorfendum eftir velheppnað leikár Í kvöld kl 20 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Fö 7. júní kl 20 Fi 13. júní kl 20 ATH: Síðustu sýningar í vor MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. júní kl 20 - AUKASÝNING Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart Óperustúdíó Austurlands Stjórnandi Keith Reed Lau 15. júní kl 20 - Frumsýning í Rvík Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Lau 8. júní kl 20 Síðasta sýning í vor JÓN GNARR Í kvöld kl 20 Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI þri 11. júní kl 20:30 í Miklagarði Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is LEIKFERÐ 3. hæðin                                                              !                  !      ! "# $   "# $   # $   #   $    %  # '     DJ. Baddi í kvöld Sumarstuð Fimm í fötu á dúndur verði kveðja rugl.is Sumartilboð 1/2 l Víking, hamborgari og franskar kr. 990 LANDSLIÐ Íslands í matreiðslu er á leið til Seoul í Suður-Kóreu í þessum mánuði, þar sem það ætl- ar að taka þátt í alþjóðlegri mat- reiðslukeppni sem haldin er á matvælasýningunni Seoul Int- ernational Expo 2002. Að sögn Gissurar Guðmundssonar, for- seta Klúbbs matreiðslumanna, hafa Íslendingar verið að sækja í sig veðrið í matargerð á síðustu árum og stendur landsliðið orðið mjög framarlega, þá sérstaklega er kemur að heitum máltíðum, en Íslendingar tóku fyrst þátt í al- þjóðlegu keppninni árið 1972. Liðsmennirnir eiga það sameig- inlegt að vera yfirkokkar á helstu veitingastöðum bæjarins. Gissur segir liðið hafa staðið fyrir ýmiss konar kynning- arstarfsemi á síðustu árum sem nú er farin að skila sér í boðum um þátttöku í matreiðslukeppn- um og sýningum víða um heim. „Við höfum fengið tvö heimboð á innan við mánuði. Við erum til dæmis á leiðinni til Austurríkis í mars á næsta ári, þar sem við tökum þátt í keppnum og hátíðarhöldum í tilefni af afmæli matreiðslu- klúbbsins þar,“ segir Gissur. Hann nefnir að eitt stærsta fagblaðið í greininni, Rolling Pin, kosti ferð- ina og er það í kjölfar sýningarinnar Matur 2002. Að hans sögn fær sú sýning mun meiri athygli erlendis en hér á landi og hafa fjölmörg erlend blöð og tíma- rit fjallað um hana. Íslendingar hafa tekið þátt í Ólympíuleikunum í matreiðslu frá 1992, en þeir leikar eru haldnir fjórða hvert ár í Þýskalandi. „Okkur hefur gengið mjög vel á leikunum, nema við höfum ver- ið svolítið veikir í kalda matnum, enda leggjum við mikla áherslu á hann núna,“ bendir Gissur á, en liðið fór í stífar æfingabúðir við Rangá á dögunum. Hann segir, aðspurður hvernig dæmt sé í matreiðslukeppnum, að erfitt sé að lýsa stigagjöfinni nákvæmlega. „Það er farið eftir alþjóðlegum reglum og gefið fyr- ir hina ýmsu þætti matreiðsl- unnar, svo sem vinnubrögð í eld- húsi, bragðið, hvernig réttunum er stillt upp og allt þar á milli. Aðspurður hvað liðið ætli að bjóða upp á í keppninni í Seoul, svarar hann að í aðalrétt verði ís- lenskt lambakjöt að sjálfsögðu á boðstólum. „Í forrétt bjóðum við upp á íslenskan fisk, bæði lax og humar, en við notum ávallt ein- göngu íslenskt hráefni,“ heldur Gissur áfram. Hann segir það stundum vera vandkvæðum bundið að flytja hráefnið á milli landa, en þeir hafi rætt við ræð- ismanninn í Suður-Kóreu, sem ætli að vera þeim innan handar ef eitthvað kemur upp á. Sýningin í Seoul stendur yfir á sama tíma og Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu, en Gissur er ekki bjartsýnn á að liðsmenn nái að fara á leik í keppninni. „Við erum náttúrlega að fara þangað til að keppa sjálfir og verðum í vinnu stanslaust allan tímann en það er enginn spurning að við munum koma til með að upplifa stemmninguna,“ segir hann og bendir á að sýningin hefjist með opnunarhátíð sem beri yfirskriftina HM á strætum úti. Ætla að bjóða upp á íslenskt lambakjöt Gissur Guðmundsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Íslenska landsliðið í matreiðslu keppir í Seoul Morgunblaðið/Golli HÚN er rétt sú staðhæfing Halls Ingólfssonar, Þrettán-manns með meiru, að hljómur þessa verkefnis hans hafi lýstst upp í gegnum árin í takt við umslög platnanna. Þetta kom fram í spjalli við Morgunblaðið sem birtist 12. maí síðastliðinn. Þann- ig var fyrsta plat- an, Salt, stór rokktónlist með got- neskum blæbrigðum og véltónlistarlegum (e. industrial) grunntóni. Næsta plata, Serpentine, var öllu hefðbundnara rokkverk, en mikilfengleikinn, sem hefur í raun réttri verið inntak Þrettán frá upp- hafi, viðloðandi sem fyrr. Og nú sjö árum síðar kemur þriðja platan út. Meðgangan var löng, og á stundum ströng. Og hljómurinn all- ur annar en við eigum að venjast, þótt andi hins upprunalega hafi ekki vikið langt frá. Að vissu leyti mætti segja að tón- listin væri poppaðri en áður ... jafn- vel aðgengilegri. En þar með er ég ekki að segja að einhverjum listræn- um metnaði hafi verið fórnað. Nei, því fer fjarri. Hallur hefur undanfarin ár gert mikið af því að semja tónlist fyrir kvikmyndir, dansverk og þess hátt- ar. Áhrifa þessa gætir að vísu ekki beint á þessari plötu en sú vinna hef- ur greinilega opnað pilt fyrir nýjum möguleikum. Platan byrjar á „stóru“ lagi, „Transmission“. Með lýsingunni „stórt“ á ég við að um það leikur dramatík, bæði í texta og uppbygg- ingu. Eins og áður segir hefur þetta stílbrigði fylgt Þrettán alla tíð, og það skýtur upp kolli hér og þar á plötunni. Fyrri hluti plötunnar er næsta pottþéttur. Opnunarlaginu er fylgt eftir af afar melódískum, vel sam- settum rokksmíðum. Tárin falla jafnvel þegar maður hlustar á „Cold- er“. „Love is colder than death“ syngur Hallur af einlægni með ljúfri en kraftmikilli röddu (mér misheyrð- ist reyndar í fyrstu, heyrðist hann segja „Love is older than pain“. Hví- líkt drama hjá mínum!). Fjórða lagið er svo alger risasmellur, glæsilegt rokklag að nafni „Wishbone“, skreytt skemmtilegri raddsetningu og flugbeittum króki. „Amorica“ er síðan rokkballaða dauðans. Stór- brotið verk, þar sem sá er flytur stendur einn á veðurbörðum kletti, með hretlegan vind í hári. Það er a.m.k myndin sem maður fær í hug- ann. Það er nefnilega auðvelt að lesa allnokkra kímni úr þessari plötu. Á vissan hátt, eins og í „Wishbone“ og „Amorica“, er farið yfir strikið, þó ég þori ekki að fullyrða hvort það er með vilja gert eða ekki. Það sem fólk áttar sig sjaldan á er að alvarleg- ir listamenn hafa jafnan mikla kímni- gáfu fyrir sjálf- um sér. Mig grunar að Hall- ur hafi fæturna sterklega á jörð- inni hér, um leið og metnaðurinn skín undan- bragðalaust í gegn. Kröftug falsettan í „Wis- hbone“, dóms- dagsbragurinn yf- ir „Amorica“ - bæði eru þetta góð dæmi um glúrna sýn Halls, hann svona lítur framan í mann kersknislega yfir rokksólgler- augun íbyggnu augnaráði. Seinni helmingur plötunnar er ekki jafn innblásinn og sá fyrri. Lagasmíðarnar eru traustar og gæðastaðallinn lækkar ekki en rest- ina vantar þó einhvern neista sem einkenndi plötuna framan af. „New Years Day“, „Daisy Chain“ og „Wir- ed“ eru dæmi um lög sem fljóta full- auðveldlega fram hjá manni. Tíunda lagið, „Miracle Sun“ (plat- an inniheldur að sjálfsögðu þrettán lög), er gott uppbrot á þessu, þar sem áhrifa frá gítarvísindafólkinu í hinni sálugu áhrifasveit My Bloody Valentine gætir. Magnifico Nova er vel unnið verk og furðu heilsteypt, sé tillit tekið til þess að hún var unnin á mjög löngu tímabili, með hléum og þar að auki út um hvippinn og hvappinn. Sú stað- reynd að platan er eins manns verk gefur henni líka á einhvern hátt aukna vigt í huga manns. En burtséð frá þessu öllu er þetta fyrst og fremst svalt verk; poppað, véltónlist- arlegt rokk að hætti Halls Ingólfs- sonar þar sem römm höfundarein- kenni mynda sterka heildarmynd. Eina umkvörtunin er áðurnefndur bensínskortur sem gerði vart við sig um miðbikið. Að öðru leyti, sáttur. Tónlist XIII sendir út TH1RT3EN Magnifico Nova Hallur Ingólfsson/XIII Bis Records Magnifico Nova, þriðja plata Thirteen, sem er einherjasveit Halls Ingólfs- sonar. Lög, textar, hljóðfæraleikur, upptökustjórn, upptaka og hljóð- blöndun voru í höndum Halls. Þorvaldur B. Þorvaldsson tók upp raddir. Björgvin Smári Haraldsson aðstoðaði við „rusltarnir“. Arnar Eggert Thoroddsen Hallur Ingólfsson er heilinn á bakvið Þrettán. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.