Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 62

Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  ! "#$ %% &" ' ( (           LOKAHÁTÍÐ LEIKÁRSINS 01/02 Leikur, söngur, dans, uppistand ofl. Listamenn í Borgarleikhúsinu gleðjast með áhorfendum eftir velheppnað leikár Í kvöld kl 20 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Fö 7. júní kl 20 Fi 13. júní kl 20 ATH: Síðustu sýningar í vor MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. júní kl 20 - AUKASÝNING Ath: ALLRA SÍÐASTA SÝNING COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart Óperustúdíó Austurlands Stjórnandi Keith Reed Lau 15. júní kl 20 - Frumsýning í Rvík Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Lau 8. júní kl 20 Síðasta sýning í vor JÓN GNARR Í kvöld kl 20 Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI þri 11. júní kl 20:30 í Miklagarði Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is LEIKFERÐ 3. hæðin                                                              !                  !      ! "# $   "# $   # $   #   $    %  # '     DJ. Baddi í kvöld Sumarstuð Fimm í fötu á dúndur verði kveðja rugl.is Sumartilboð 1/2 l Víking, hamborgari og franskar kr. 990 LANDSLIÐ Íslands í matreiðslu er á leið til Seoul í Suður-Kóreu í þessum mánuði, þar sem það ætl- ar að taka þátt í alþjóðlegri mat- reiðslukeppni sem haldin er á matvælasýningunni Seoul Int- ernational Expo 2002. Að sögn Gissurar Guðmundssonar, for- seta Klúbbs matreiðslumanna, hafa Íslendingar verið að sækja í sig veðrið í matargerð á síðustu árum og stendur landsliðið orðið mjög framarlega, þá sérstaklega er kemur að heitum máltíðum, en Íslendingar tóku fyrst þátt í al- þjóðlegu keppninni árið 1972. Liðsmennirnir eiga það sameig- inlegt að vera yfirkokkar á helstu veitingastöðum bæjarins. Gissur segir liðið hafa staðið fyrir ýmiss konar kynning- arstarfsemi á síðustu árum sem nú er farin að skila sér í boðum um þátttöku í matreiðslukeppn- um og sýningum víða um heim. „Við höfum fengið tvö heimboð á innan við mánuði. Við erum til dæmis á leiðinni til Austurríkis í mars á næsta ári, þar sem við tökum þátt í keppnum og hátíðarhöldum í tilefni af afmæli matreiðslu- klúbbsins þar,“ segir Gissur. Hann nefnir að eitt stærsta fagblaðið í greininni, Rolling Pin, kosti ferð- ina og er það í kjölfar sýningarinnar Matur 2002. Að hans sögn fær sú sýning mun meiri athygli erlendis en hér á landi og hafa fjölmörg erlend blöð og tíma- rit fjallað um hana. Íslendingar hafa tekið þátt í Ólympíuleikunum í matreiðslu frá 1992, en þeir leikar eru haldnir fjórða hvert ár í Þýskalandi. „Okkur hefur gengið mjög vel á leikunum, nema við höfum ver- ið svolítið veikir í kalda matnum, enda leggjum við mikla áherslu á hann núna,“ bendir Gissur á, en liðið fór í stífar æfingabúðir við Rangá á dögunum. Hann segir, aðspurður hvernig dæmt sé í matreiðslukeppnum, að erfitt sé að lýsa stigagjöfinni nákvæmlega. „Það er farið eftir alþjóðlegum reglum og gefið fyr- ir hina ýmsu þætti matreiðsl- unnar, svo sem vinnubrögð í eld- húsi, bragðið, hvernig réttunum er stillt upp og allt þar á milli. Aðspurður hvað liðið ætli að bjóða upp á í keppninni í Seoul, svarar hann að í aðalrétt verði ís- lenskt lambakjöt að sjálfsögðu á boðstólum. „Í forrétt bjóðum við upp á íslenskan fisk, bæði lax og humar, en við notum ávallt ein- göngu íslenskt hráefni,“ heldur Gissur áfram. Hann segir það stundum vera vandkvæðum bundið að flytja hráefnið á milli landa, en þeir hafi rætt við ræð- ismanninn í Suður-Kóreu, sem ætli að vera þeim innan handar ef eitthvað kemur upp á. Sýningin í Seoul stendur yfir á sama tíma og Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu, en Gissur er ekki bjartsýnn á að liðsmenn nái að fara á leik í keppninni. „Við erum náttúrlega að fara þangað til að keppa sjálfir og verðum í vinnu stanslaust allan tímann en það er enginn spurning að við munum koma til með að upplifa stemmninguna,“ segir hann og bendir á að sýningin hefjist með opnunarhátíð sem beri yfirskriftina HM á strætum úti. Ætla að bjóða upp á íslenskt lambakjöt Gissur Guðmundsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Íslenska landsliðið í matreiðslu keppir í Seoul Morgunblaðið/Golli HÚN er rétt sú staðhæfing Halls Ingólfssonar, Þrettán-manns með meiru, að hljómur þessa verkefnis hans hafi lýstst upp í gegnum árin í takt við umslög platnanna. Þetta kom fram í spjalli við Morgunblaðið sem birtist 12. maí síðastliðinn. Þann- ig var fyrsta plat- an, Salt, stór rokktónlist með got- neskum blæbrigðum og véltónlistarlegum (e. industrial) grunntóni. Næsta plata, Serpentine, var öllu hefðbundnara rokkverk, en mikilfengleikinn, sem hefur í raun réttri verið inntak Þrettán frá upp- hafi, viðloðandi sem fyrr. Og nú sjö árum síðar kemur þriðja platan út. Meðgangan var löng, og á stundum ströng. Og hljómurinn all- ur annar en við eigum að venjast, þótt andi hins upprunalega hafi ekki vikið langt frá. Að vissu leyti mætti segja að tón- listin væri poppaðri en áður ... jafn- vel aðgengilegri. En þar með er ég ekki að segja að einhverjum listræn- um metnaði hafi verið fórnað. Nei, því fer fjarri. Hallur hefur undanfarin ár gert mikið af því að semja tónlist fyrir kvikmyndir, dansverk og þess hátt- ar. Áhrifa þessa gætir að vísu ekki beint á þessari plötu en sú vinna hef- ur greinilega opnað pilt fyrir nýjum möguleikum. Platan byrjar á „stóru“ lagi, „Transmission“. Með lýsingunni „stórt“ á ég við að um það leikur dramatík, bæði í texta og uppbygg- ingu. Eins og áður segir hefur þetta stílbrigði fylgt Þrettán alla tíð, og það skýtur upp kolli hér og þar á plötunni. Fyrri hluti plötunnar er næsta pottþéttur. Opnunarlaginu er fylgt eftir af afar melódískum, vel sam- settum rokksmíðum. Tárin falla jafnvel þegar maður hlustar á „Cold- er“. „Love is colder than death“ syngur Hallur af einlægni með ljúfri en kraftmikilli röddu (mér misheyrð- ist reyndar í fyrstu, heyrðist hann segja „Love is older than pain“. Hví- líkt drama hjá mínum!). Fjórða lagið er svo alger risasmellur, glæsilegt rokklag að nafni „Wishbone“, skreytt skemmtilegri raddsetningu og flugbeittum króki. „Amorica“ er síðan rokkballaða dauðans. Stór- brotið verk, þar sem sá er flytur stendur einn á veðurbörðum kletti, með hretlegan vind í hári. Það er a.m.k myndin sem maður fær í hug- ann. Það er nefnilega auðvelt að lesa allnokkra kímni úr þessari plötu. Á vissan hátt, eins og í „Wishbone“ og „Amorica“, er farið yfir strikið, þó ég þori ekki að fullyrða hvort það er með vilja gert eða ekki. Það sem fólk áttar sig sjaldan á er að alvarleg- ir listamenn hafa jafnan mikla kímni- gáfu fyrir sjálf- um sér. Mig grunar að Hall- ur hafi fæturna sterklega á jörð- inni hér, um leið og metnaðurinn skín undan- bragðalaust í gegn. Kröftug falsettan í „Wis- hbone“, dóms- dagsbragurinn yf- ir „Amorica“ - bæði eru þetta góð dæmi um glúrna sýn Halls, hann svona lítur framan í mann kersknislega yfir rokksólgler- augun íbyggnu augnaráði. Seinni helmingur plötunnar er ekki jafn innblásinn og sá fyrri. Lagasmíðarnar eru traustar og gæðastaðallinn lækkar ekki en rest- ina vantar þó einhvern neista sem einkenndi plötuna framan af. „New Years Day“, „Daisy Chain“ og „Wir- ed“ eru dæmi um lög sem fljóta full- auðveldlega fram hjá manni. Tíunda lagið, „Miracle Sun“ (plat- an inniheldur að sjálfsögðu þrettán lög), er gott uppbrot á þessu, þar sem áhrifa frá gítarvísindafólkinu í hinni sálugu áhrifasveit My Bloody Valentine gætir. Magnifico Nova er vel unnið verk og furðu heilsteypt, sé tillit tekið til þess að hún var unnin á mjög löngu tímabili, með hléum og þar að auki út um hvippinn og hvappinn. Sú stað- reynd að platan er eins manns verk gefur henni líka á einhvern hátt aukna vigt í huga manns. En burtséð frá þessu öllu er þetta fyrst og fremst svalt verk; poppað, véltónlist- arlegt rokk að hætti Halls Ingólfs- sonar þar sem römm höfundarein- kenni mynda sterka heildarmynd. Eina umkvörtunin er áðurnefndur bensínskortur sem gerði vart við sig um miðbikið. Að öðru leyti, sáttur. Tónlist XIII sendir út TH1RT3EN Magnifico Nova Hallur Ingólfsson/XIII Bis Records Magnifico Nova, þriðja plata Thirteen, sem er einherjasveit Halls Ingólfs- sonar. Lög, textar, hljóðfæraleikur, upptökustjórn, upptaka og hljóð- blöndun voru í höndum Halls. Þorvaldur B. Þorvaldsson tók upp raddir. Björgvin Smári Haraldsson aðstoðaði við „rusltarnir“. Arnar Eggert Thoroddsen Hallur Ingólfsson er heilinn á bakvið Þrettán. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.