Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DEILISKIPULAG nýs íbúðahverfis í Mosfellsbæ, svokallaðs Teigahverfis, er nú í auglýsingu. Áætlað er að 122 nýjar íbúðir verði á svæð- inu. Skipulagssvæðið er suð- austur af miðbæ Mosfellsbæj- ar, norðan Hafravatnsvegar á milli Jónsteigs og Vestur- landsvegar, að því er fram kemur í skilmálum skipulags- ins. Nýja byggðin þarf að taka mið af einbýlishúsum og rað- húsum sem fyrir eru á jaðri skipulagssvæðisins og segir í skilmálunum að með hliðsjón af því verði lágreist sérbýlis- húsabyggð á jaðrinum en hærri og þéttari byggð á miðju svæðinu og suður- og vesturhluta þess. Gert er ráð fyrir tveggja hæða byggð rað-, par- og fjöl- býlishúsa á jöðrum hverfisins en í miðju þess er gert ráð fyrir sambyggðum þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús- um. Þessi hús verða umhverf- is mótaðan húsagarð og í þeim verður lyfta og tenging við bílageymslur neðanjarð- ar. Í norðausturhorni svæð- isins er síðan ráðgert að komi fjögur einbýlishús við Birki- teig og eitt parhús við Engi- teig. Leitast við að styrkja göturýmið Í skilmálunum kemur fram að deiliskipulagið miði að því að byggingar standi að mestu leyti meðfram húsgötum með aðalinngangi þeim megin. „Gert er ráð fyrir litlum for- garði að götunni og bílastæð- um handan gangstéttar. Garðrými og leiksvæði mynda annað og ólíkt rými að húsabaki. Flestum göturýmum er lokað með byggingum við enda gatnanna til að styrkja göturýmið.“ Allt skipulagssvæðið er um 5,8 hektarar að stærð en af því fara um 4,1 hektari undir nýbyggingar. Um hverfið liggur megin- göngustígur frá miðbænum til austurs meðfram gömlu hitaveituæðinni en aðkomu- leið fyrir bíla að svæðinu er frá Hafravatnsvegi um Jóns- teig. Er miðað við að göturn- ar í hverfinu verði eingöngu húsagötur með 30 kílómetra hámarkshraða. Ráðgert er að tvö bílastæði fylgi hverri íbúð í sérbýli en að auki er gert ráð fyrir um 45 gestastæðum sem ýmist eru staðsett á bæjarlandi við götu eða á lóðum fjölbýlishús- anna. Sem fyrr segir verður bílageymslum komi fyrir neð- anjarðar á lóðum fjölbýlis- húsanna í miðju hverfisins en ofan á bílageymsluna er áætl- að að komi garðrými. Lækjarfarvegur endurgerður Í skilmálunum kemur fram að gert sé ráð fyrir hljóðmön- um sem muni hlífa svæðinu við hávaðamengun frá Vest- urlandsvegi og Hafravatns- vegi. Þá segir að lækjarfar- vegur, sem er um svæðið meðfram hljóðmöninni, verði færður til og endurgerður „með markvissri landmótun á jaðri hljóðmanar og lóða.“ Hönnuðir skipulagsins er Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar og hef- ur Akureyrarútibú stofunnar átt ríkan þátt í hönnuninni. Að sögn Tryggva Jónsson- ar, bæjarverkfræðings í Mos- fellsbæ, stendur kynningar- tími deiliskipulagsins til 12. júlí næstkomandi og er unnt að skila inn athugasemdum vegna þess inn til Bæjar- skipulags Mosfellsbæjar fram til þess tíma. Gangi deili- skipulagið eftir segir Tryggvi að hann telji að unnt verði að hefja uppbyggingu á svæðinu næstkomandi haust, en það sé þó háð ákvörðunum bæj- aryfirvalda. Teikning/Teiknistofa arkitekta Lágreist byggð verður á jaðri skipulagssvæðisins en þéttari og hærri byggð í miðju þess. Ný íbúða- byggð í Teigahverfi Mosfellsbær BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu borgarstjóra um að fram fari endurskoð- un á skipulagi verslunar- og þjónustusvæðanna við Eddufell og Leirubakka í Breiðholti en borgarráði hef- ur borist fyrirspurn um hvort eitthvað sé því til fyr- irstöðu að opna vínveitinga- stað í Eddufelli 8. Fram kemur í umsögn skipulags- og byggingasviðs að slík starfsemi samræmist gild- andi deiliskipulagi svæðisins en lögreglan bendir á mikla nálægð fyrirhugaðs veitinga- staðar við íbúðarbyggð. Eddufell 8 hýsti áður mat- vöruverslunina KRON og síðar 10–11 og er óskað eftir því að veitingastaðurinn, sem þar yrði, fái leyfi til að veita áfengi til klukkan 1 virka daga en til klukkan 3 um helgar. Kemur fram í umsögn fulltrúa skrifstofu- stjóra borgarstjórnar að lög- reglumaður í forvarnardeild hafi ritað greinargerð um málið. Þar segi að Eddufell 8 sé í mikilli nálægð við íbúða- byggð, auk þess sem í ná- grenninu sé mikið af lokuð- um svæðum og göngustíg- um, sem erfiði eftirlit og aðkomu lögreglu að svæð- inu. „Þá er í umsögn Um- hverfis- og heilbrigðisstofu einnig varað við því að fyr- irhugaður veitingastaður muni líklega valda nágrönn- um ónæði vegna nálægðar.“ Í umsögn skipulags- og byggingasviðs segir að ekki sé gerð athugasemd við að veitt verði leyfi til reksturs- ins þar sem hann samræmist gildandi deiliskipulagi svæð- isins. Er landnotkun þar skilgreind sem svæði fyrir verslunar- og þjónustumið- stöð. Hins vegar hefur leyfið ekki verið veitt þar sem ekki hefur borist formleg umsókn frá fyrirspyrjendum. Fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar segir í um- sögn sinni að hann telji að veita bæri leyfi til áfengis- veitinga á þessum stað en hæpið sé að heimila veit- ingatíma til klukkan 1 á virkum dögum og til kl. 3 um helgar. Samkvæmt máls- meðferðarreglum borgar- ráðs sé heimilt að takmarka þennan veitingatíma og jafn- vel synja um leyfi ef veit- ingastaður er í mjög mikilli nálægð við íbúðarbyggð og talið sé að hann falli ekki að henni. Í tillögu borgarstjóra er því beint til skipulags- og byggingarnefndar að hefja vinnu við endurskoðun á skipulagi ofangreindra svæða við Eddufell og Leirubakka. Segir ennfrem- ur í tillögunni að af þeim sökum sé ekki hægt að gefa jákvætt svar við fyrirspurn varðandi umræddan vínveit- ingastað. Á fundi borgarráðs í gær var þessi tillaga borg- arstjóra samþykkt. Innt eftir afstöðu til vín- veitingastaðar í Eddufelli Breiðholt ÞAÐ vantaði ekki fjörið í Melaskóla í gær en þá voru nýstárleg leiktæki á skóla- lóðinni formlega vígð. Tækin eru þau fyrstu sinnar teg- undar hér á landi. Í frétt frá skólanum segir að skólalóðin hefi lengi verið í slæmu ástandi, meðal annars vegna byggingarframkvæmda við einsetningu skólans. Því hafi verið ráðist í söfnun fyrir veglegum útileiktækjum. Þeir voru ófáir sem lögðu hönd á plóg svo að hægt væri að kaupa tækin og má þar nefna foreldrafélag skólans, fyrirtæki í Vesturbænum, núverandi nemendur, gamla nemendur, skólann sjálfan og Reykjavíkurborg. Leiktækin eru frá Barna- smiðjunni en eru framleidd í Danmörku og er Melaskóli fyrsta stofnunin sem kaupir slík tæki. Morgunblaðið/Golli Nýstárleg leiktæki við Melaskóla Vesturbær ENGU munaði að aflýsa þyrfti flugdrekadegi sem foreldra- félag Klébergsskóla stóð fyrir á Kjalarnesi um síðustu helgi vegna logns. Þetta er í annað sinn sem rokið bregst Kjalnes- ingum á þennan hátt því síðast þegar flugdrekadagur var haldinn féll hann niður vegna stillunnar. Hallgrímur Árnason, for- maður foreldrafélagsins, segir þetta í annað sinn sem for- eldrafélagið stendur fyrir flug- drekadegi og í hið fyrra hafi honum verið aflýst vegna veð- urblíðunnar. „Núna þegar ég ætlaði að gera tilraun til að af- lýsa þessu var fólk ekkert á því og hljóp bara þeim mun hrað- ar með drekana,“ segir hann. Þrjóskan virðist hafa verið logninu yfirsterkari því að sögn Hallgríms tókst fólki að koma drekunum á loft. Fjórir bikarar voru síðan veittir: fyr- ir drekann sem fór hæst, þó ekki færi hann hátt, og svo fyr- ir frumlegasta, fallegasta og liprasta flugdrekann. Segir Hallgrímur að dagurinn hafi verið vel sóttur og margir skemmtilegir og frumlegir flugdrekar hafi komið við sögu. Meðalvindhraði lækkaði í Reykjavík En er rokið farið að bregð- ast Kjalnesingum? „Það hefur stundum komið fyrir og þetta áréttar kannski það sem ég hef alltaf sagt um veðrið á Kjalarnesi að það er alltaf verst í fjölmiðlum,“ segir Hall- grímur. „Magnús Már snjó- flóðafræðingur býr þarna uppfrá á Skrauthólum sem eiga nú vindhraðamet lands- ins. Þegar Kjalarnes samein- aðist Reykjavík þá gerði hann að gamni sínu svona tölvuút- skrift og hún sýndi að meðal- vindhraðinn í Reykjavík lækk- aði við sameininguna. Hann getur vissulega blásið hérna en við eigum líka mikið af góð- um dögum.“ Logn hamlar flugdreka- keppni Kjalarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.