Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 43 SAMNINGURINN um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) sem tók gildi árið 1994 hefur haft þær afleiðingar í för með sér að sveit- arfélög eru orðin einn stærsti fram- kvæmdaraðili reglugerða sem koma frá Evrópusambandinu (ESB). Sér- staklega varðar þetta vinnumark- aðinn, heilbrigðis- og öryggismál, sorpmál en einnig skipulags- og byggingarmál. Með EES-samn- ingnum ber Íslendingum skylda til að taka við flestöllum tilskipunum ESB er varða innri markaðinn. Í ljósi þessara miklu áhrifa sem að utan koma er það umhugsunar- vert af hverju sveitarstjórnarmenn eru ekki virkari í umræðunni um þessi mál sem varða hagsmuni sveitarfélaga. Ég vil ekki segja að þeir hafi verið sofandi í þessum málum, en nú rúmum 8 árum eftir að EES-samningurinn tók gildi eru einhverjir að vakna innan Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Gott dæmi um það er viðtal við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann SÍS, í Morgunblaðinu 16. september síð- astliðinn þar sem hann segir: „Nú erum við með Evrópumálin, þ.e. ESB og EES, til sérstakrar skoð- unar í framhaldi af heimsókn okkar til Brussel í vor og hyggjumst kynna okkur betur þá möguleika sem felast í nánari samskiptum…“ Manni létti að heyra þessi tíðindi að rúmum 8 árum eftir að EES-samn- ingurinn tók gildi ákváðu menn að skreppa til Brussel og kynna sér málið! Ýmsir kunna að vera á móti ESB og öllu því skrifræðisbákni sem finna má í Brussel, en það kemur þó ekki í veg fyrir það að um 70% af tilskipunum og reglum ESB hafa bein áhrif á sveitarfélög hér á landi miðað við núverandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Áhrifin eru mikil, en hvað á að gera? Menn geta gert tvennt, annars vegar haldið þeim vinnubrögðum áfram sem margir sveitar- stjórnarmenn hafa til- einkað sér en það er að vona það besta, t.d. að álögur verði ekki of miklar og þeir geti þannig hugsað um eitt- hvað annað eða hins vegar kynnt sér málin og þá möguleika sem leynast í Evrópusam- starfinu. Gott dæmi um skatt sem sveitarfélög borga án þess að hafa haft nokkur áhrif á setningu hans er tilskipunin um fráveitumál sem kostað hefur og kosta mun sveitarfélögin marga milljarða. Þessi tilskipun kann að vera jákvæð en það verður ekki fram hjá því lit- ið að umrædd tilskip- un var ekki sett fram með íslenskar aðstæð- ur í huga. Hvað geta sveitar- félög fengið út úr Evrópusamstarfinu? Eins og staðan er í dag eru möguleikarn- ir takmarkaðir, það er hægt að taka þátt í nokkrum verkefnum innan EES-samnings- ins. Þau eruhins veg- ar smá í sniðum og aðallega á sviði skóla- mála. Meðan Ísland er ekki í ESB eru áhrif sveitarfélaga svipuð og íslenska ríkisins, að taka við tilskipunum þegjandi, en mögu- leg áhrif eru aðeins á frumstigi allra mála. Í dag treysta sveitar- félög á að starfsmenn ráðuneyta sem starfa í Brussel séu væntan- lega að líta eftir hagsmunum þeirra. Það er hins vegar ekki alltaf hægt að treysta á það enda sýna tölur okkur að um 300 skrifstofur sveitarfélaga og landshlutasamtaka eru nú í Brussel. Tilgangur þeirra er að fylgjast með því hvað er að gerast til þess að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Í dag er því nauðsynlegt að tryggja betra upp- lýsingastreymi til sveitarstjórna og reyna að hafa áhrif á þá þætti innan ESB sem snúa að sveitarstjórnar- málum því að margt mun vafalaust hafa bein áhrif á sveitarsjóðinn í framtíðinni. Leyndur skatt- ur frá Brussel Pétur Berg Matthíasson ESB Í dag treysta sveitarfélög á að starfsmenn ráðuneyta sem starfa í Brussel, segir Pétur Berg Matthíasson, séu væntanlega að líta eftir hagsmunum þeirra. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við HÍ. Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.