Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 43

Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 43 SAMNINGURINN um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) sem tók gildi árið 1994 hefur haft þær afleiðingar í för með sér að sveit- arfélög eru orðin einn stærsti fram- kvæmdaraðili reglugerða sem koma frá Evrópusambandinu (ESB). Sér- staklega varðar þetta vinnumark- aðinn, heilbrigðis- og öryggismál, sorpmál en einnig skipulags- og byggingarmál. Með EES-samn- ingnum ber Íslendingum skylda til að taka við flestöllum tilskipunum ESB er varða innri markaðinn. Í ljósi þessara miklu áhrifa sem að utan koma er það umhugsunar- vert af hverju sveitarstjórnarmenn eru ekki virkari í umræðunni um þessi mál sem varða hagsmuni sveitarfélaga. Ég vil ekki segja að þeir hafi verið sofandi í þessum málum, en nú rúmum 8 árum eftir að EES-samningurinn tók gildi eru einhverjir að vakna innan Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Gott dæmi um það er viðtal við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann SÍS, í Morgunblaðinu 16. september síð- astliðinn þar sem hann segir: „Nú erum við með Evrópumálin, þ.e. ESB og EES, til sérstakrar skoð- unar í framhaldi af heimsókn okkar til Brussel í vor og hyggjumst kynna okkur betur þá möguleika sem felast í nánari samskiptum…“ Manni létti að heyra þessi tíðindi að rúmum 8 árum eftir að EES-samn- ingurinn tók gildi ákváðu menn að skreppa til Brussel og kynna sér málið! Ýmsir kunna að vera á móti ESB og öllu því skrifræðisbákni sem finna má í Brussel, en það kemur þó ekki í veg fyrir það að um 70% af tilskipunum og reglum ESB hafa bein áhrif á sveitarfélög hér á landi miðað við núverandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Áhrifin eru mikil, en hvað á að gera? Menn geta gert tvennt, annars vegar haldið þeim vinnubrögðum áfram sem margir sveitar- stjórnarmenn hafa til- einkað sér en það er að vona það besta, t.d. að álögur verði ekki of miklar og þeir geti þannig hugsað um eitt- hvað annað eða hins vegar kynnt sér málin og þá möguleika sem leynast í Evrópusam- starfinu. Gott dæmi um skatt sem sveitarfélög borga án þess að hafa haft nokkur áhrif á setningu hans er tilskipunin um fráveitumál sem kostað hefur og kosta mun sveitarfélögin marga milljarða. Þessi tilskipun kann að vera jákvæð en það verður ekki fram hjá því lit- ið að umrædd tilskip- un var ekki sett fram með íslenskar aðstæð- ur í huga. Hvað geta sveitar- félög fengið út úr Evrópusamstarfinu? Eins og staðan er í dag eru möguleikarn- ir takmarkaðir, það er hægt að taka þátt í nokkrum verkefnum innan EES-samnings- ins. Þau eruhins veg- ar smá í sniðum og aðallega á sviði skóla- mála. Meðan Ísland er ekki í ESB eru áhrif sveitarfélaga svipuð og íslenska ríkisins, að taka við tilskipunum þegjandi, en mögu- leg áhrif eru aðeins á frumstigi allra mála. Í dag treysta sveitar- félög á að starfsmenn ráðuneyta sem starfa í Brussel séu væntan- lega að líta eftir hagsmunum þeirra. Það er hins vegar ekki alltaf hægt að treysta á það enda sýna tölur okkur að um 300 skrifstofur sveitarfélaga og landshlutasamtaka eru nú í Brussel. Tilgangur þeirra er að fylgjast með því hvað er að gerast til þess að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. Í dag er því nauðsynlegt að tryggja betra upp- lýsingastreymi til sveitarstjórna og reyna að hafa áhrif á þá þætti innan ESB sem snúa að sveitarstjórnar- málum því að margt mun vafalaust hafa bein áhrif á sveitarsjóðinn í framtíðinni. Leyndur skatt- ur frá Brussel Pétur Berg Matthíasson ESB Í dag treysta sveitarfélög á að starfsmenn ráðuneyta sem starfa í Brussel, segir Pétur Berg Matthíasson, séu væntanlega að líta eftir hagsmunum þeirra. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við HÍ. Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.