Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 57 SAAB 9-5 + raki! + teygjanleiki! NÝTT! HYDRA FLEX Útsölustaðir: Höfuðborgarsvæðið: Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Smáralind, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Mjódd. Landið: Bjarg Akranesi, Konur og menn Ísafirði. SUMARTILBOÐ: 20% afsláttur á vörum sem vinna gegn appelsínuhúð. BIOTHERM NÝJUNG:  Elastex™ (sojatrefjar + ný kynslóð strekkjandi fjölliðu) fyrir styrkari og teygjanlegri húð.  Seyði af Aloe vera með ein- staklega öfluga rakagjöf. Fljótandi húðmjólk með ferskri áferð með sítrusseyði. Á auga- bragði er húðin flauelsmjúk og rakanærð. Hún er styrk og öðl- ast aukinn teygjanleika. Húðin verður sem ný. Fyrsta endurmótandi húðmjólkin með Elastex ™ samsetningu. KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 128. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 25. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. 124 nýstúd- entar voru brautskráðir að þessu sinni og hlaut Sigríður Birna Elías- dóttir, nemandi á náttúrufræði- braut, hæstu einkunn á stúdents- prófinu, en hún útskrifaðist með einkunnina 9,19. Dúx skólans á bekkjarprófi var Hrönn Guðmunds- dóttir, nemandi á náttúrufræði- braut í 1. bekk, með einkunnina 9,8. Verðlaun voru afhent fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum á stúdentsprófi. Baldvin Donald Pet- ersson hlaut Stúdentspennann 2002 úr verðlaunasjóði dr. Guðrúnar P. Helgadóttur fyrir bestu stúdents- ritgerðina. Aðalverðlaun skólans, verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvenna- skólans í Reykjavík, fyrir hæstu meðaleinkunn og besta heildar- árangur á stúdentsprófi 2002, hlaut Sigríður Birna Elíasdóttir. Í skólaslitaræðu sinni ræddi Ingi- björg Guðmundsdóttir, skólameist- ari, um húsnæðisvanda skólans og aðbúnað framhaldsskólanna í Reykjavík. Í máli hennar kom fram að menntamálaráðuneytið hafi falið arkitekt að vinna forsögn að nýju skólahúsi fyrir Kvennaskólann en lóðina vanti. Elín Ösp Gísladóttir flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta. Við útskriftina voru 12 konur sem útskrifuðust frá skólanum fyrir 60 árum og afhenti Björg Einarsdóttir söguverðlaun fyrir þeirra hönd til minningar um sögukennarann frk. Ragnheiði Jónsdóttur, þriðja skóla- stjóra Kvennaskólans. Þessi verð- laun hlaut Baldvin Donald Pet- ersson. Skólaslit Kvennaskólans LANDSÞING Bindindissamtak- anna IOGT á Íslandi var haldið laug- ardaginn 1. júní síðastliðinn og voru níu einstaklingar, auk samtakanna Vímulaus æska, heiðraðir fyrir góð- an stuðning við baráttuna fyrir fögru og heilbrigðu mannlífi án fíkniefna. Einstaklingarnir sem heiðraðir voru eru Árni Gunnlaugs- son hrl., Dögg Pálsdóttir hrl., Haf- steinn Guðmundsson íþróttafrömuð- ur, Jón Helgason fyrrverandi ráðherra, Karl Sigurbjörnsson bisk- up Íslands, Ólafur H. Oddsson lækn- ir, Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Sig- mundur Sigfússon læknir og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Að sögn Karls Helgasonar starfsmanns IOGT, hafa þessir einstaklingar komið að baráttunni með ýmsum hætti, meðal annars með greina- skrifum, en allt er þetta starf utan samtakanna. Karl segir að landssamtökin hafi verið stofnuð 1886, en fyrsta deildin tveimur árum fyrr. „Þetta nefndist lengi Stórstúka Íslands en haustið 2000 var breytt um form, þannig að Bindindissamtökin IOGT tóku yfir það sem var Stórstúka Íslands. Áður voru þetta allt stúkur en nú getur fjölbreytni starfsins verið meiri,“ segir hann. Gunnar Þorláksson, nýkjörinn formaður Bindindissamtakanna IOGT, bendir á að þetta hafi verið fyrsti landsfundurinn eftir breyt- inguna og telur hann að það hafi sýnt sig að breytingin sé af hinu góða. „Við höfum fengið nokkra nýja félaga, sem sætta sig betur við þetta félagsform en hina svokölluðu stúkusiði, sem hafa verið hjá hreyf- ingunni í gegnum tíðina. Nýja breyt- ingin gerir þó ráð fyrir að menn geti starfað áfram í stúkum, þeir sem það vilja. Nú eru meðal annars starfandi um tíu stúkur í Reykjavík, ein í Hafnarfirði og ein á Akureyri og eru stúkurnar hluti af landssamtökun- um.“ Karl lýsir hinni fjölbreyttu starf- semi hreyfingarinnar og nefnir starfið í Galtalækjarskógi, en þar sjá samtökin um skóginn, tjaldstæðið og ýmsa þjónustu við þá sem þangað koma. „Það hefur verið unnið að ýmsum verkefnum undanfarin ár, til dæmis var gefin út bók sem að heitir Skrefi á undan og fjallar um mis- þroska börn og þá sérstöku hættu sem að þau eru í að ánetjast fíkniefn- um. Þessi bók var gefin öllum sem eru í foreldrafélagi misþroska barna og hefur svo verið dreift miklu víðar. Þá má nefna bindindisdag fjölskyld- unnar sem er á hverju hausti, þar sem unnið er með öðrum samtökum, ekki síst í forvarnaskyni. Þá er kvatt til þess að áfengi sé ekki haft um hönd um jól og áramót, enda eru börn afar viðkvæm fyrir því,“ segir hann. Að sögn Gunnars leggja Bind- indissamtökin IOGT kapp á að minnka heildarneyslu áfengis og benda fólki jafnframt á að þó að drykkur sé nauðsyn þá sé áfengi óþarft. Góður félagsmálaskóli Gunnar segir, aðspurður hvernig hafi gengið að fá ungt fólk til liðs við hreyfinguna, að því miður hafi það látið á sér standa. „Við rekum barnahreyfingu þar sem krakkar á aldrinum 6–13 ára starfa og eina litla deild ungmenna 13–17 ára. Ég hef heyrt marga segjast hafa haft gott af þátttöku í barnastarfinu og minnast þess líka vegna þess að í því starfi fengu þau tækifæri til að koma fram og taka þátt í fundarsiðum og stjórn og þess háttar, svo ég tali nú ekki um að koma með dagskráratriði. Við höfum nú sagt að þetta starf sé góð- ur félagsmálaskóli,“ segir hann. Karl segir að félagsmenn séu nú vel á annað þúsund og bendir á að í fram- haldi af landsfundinum sé blásið til sóknar og stefnt sé að frekari út- breiðslu samtakanna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Helgi Seljan, fráfarandi formaður IOGT, Árni Gunnlaugsson, Dögg Pálsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Jón Helgason, hr. Karl Sigurbjörnsson biskup, Ólafur Hergill Oddsson, Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Sólveigar Pétursdóttur, Fanný Kristín Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Gíslasonar og mætti fyrir hans hönd, Elísa Víum, fulltrúi Vímulausrar æsku, og Gunnar Þor- láksson, nýkjörinn formaður IOGT. Landsþing Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi Viðurkenningar fyrir störf að forvarnamálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.