Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UMHVERFISÁHRIFvegna fyrirhugaðsNorðlingaöldulóns íÞjórsárverum voru í
brennidepli á fundi sem Land-
vernd efndi til á Grand hóteli í vik-
unni. Meðal þess sem fram kom á
fundinum var að líkur væru til að
lónið myndi fyllast á skemmri tíma
en hingað til hefur verið haldið
fram. Þá var bent á að ekki væri
hagkvæmt að reka Norðlingaöldu-
lón í þeirri vatnshæð sem gert er
ráð fyrir og framkvæmdir við 6.
áfanga Kvíslarveitu og hækkun
lóns væru óhjákvæmileg á síðari
stigum.
Á fundinum héldu erindi Arnþór
Garðarsson, prófessor í dýrafræði
við Háskóla Íslands, Hörður Krist-
insson, grasafræðingur við setur
Náttúrufræðistofnunar Íslands á
Akureyri, Gerður Steinþórsdóttir,
bókmenntafræðingur og áhuga-
manneskja um útvist og Már Har-
aldsson, fulltrúi hreppsnefndar í
Gnúpverjahreppi. Til fundarins var
einnig boðið fulltrúum fram-
kvæmdaraðila og Ásahrepps en
þeir voru ekki viðstaddir.
Arnþór Garðarsson, prófessor í
dýrafræði við HÍ, ræddi annars
vegar um Þjórsárver og náttúru
þeirra almennt og hins vegar um
áhrif virkjunar. Fram kom í máli
hans að votlendi í Þjórsárverum
væri um helmingur af gróðurlendi
á þessum slóðum eða um 50 fer-
kílómetra landsvæði. Arnþór benti
á að þurrlendi væri á hinn bóginn
leifar af samfelldri gróðurþekju
sem lá yfir öllu miðhálendi Íslands
og teygði sig upp í 1.000 metra
h.y.s.
Fram kom í máli hans hversu
mikilvæg Þjórsárver eru fyrir
heiðagæsina en um 30–40% af
stofninum byggir sína tilvist á
svæðinu, að hans sögn, bæði sem
varpfuglar og fuglar í
sárum. Sem kunnugt er
er heiðagæs, eins og
aðrir landfuglar, í sár-
um í júlí og ágúst og
myndar þá gríðarstóra
hópa á nokkrum stöðum á hálend-
inu en fyrst og fremst á Austur-
Grænlandi. Alls er talið að Austur-
Grænland-Íslands stofninn telji um
230 þúsund fugla.
Arnþór sagði frá eigin rannsókn-
um á stofnstærð heiðagæsarinnar í
Þjórsárverum sem hófust fyrir
röskum 30 árum. Þá rannsakaði
hann ásamt fleirum umhverfið við
Þjórsárver og samspil gæsarinnar
og jarðvegs og beitarplantna. Með-
al þess sem fram kom var að fjöl-
breytnin í landinu var mjög þýð-
ingarmikil fyrir fuglinn. Þá komust
menn að því að hreiðurgerð heiða-
gæsarinnar hefur töluverð áhrif á
umhverfið í kring.
32 ferkílómetrar
undir vatn
Arnþór rakti sögu Þjórsárvera
og deilur um svæðið sem leiddi til
þess að þau voru gerð að friðlendi
árið 1981. Þá fjallaði hann um al-
þjóðlegt mikilvægi Þjórsárvera í
ljósi þess að svæðið væri svokallað
Ramsar-svæði sem skuldbindur Ís-
land til að tilkynna um allar fram-
kvæmdir á svæðinu og vernda
samsvarandi svæði og verður fyrir
röskun.
Arnþór benti á að Norðlinga-
ölduveita hefði nokkur augljós
áhrif sem ekki væri ágreiningur
um.
Rúmlega 32 ferkílómetrar af
landsvæði kæmu til með að fara
undir vatn og í öðru lagi myndi
stíflan yfir ána dreifa áhrifasvæði
virkjana frá austurbakka árinnar
yfir á vesturbakkann og þar með á
eitt ósnortnasta svæði miðhálend-
isins.
Arnþór benti á að rennsli til
fossa myndi minnka, m.a. í Dynki
og Skjálftaversfossi.
„Eins og er er rennslið með
Kvíslaveitu um 60 prósent en verð-
ur 45% eftir veitu.“
Fram kom í máli hans að freð-
mýrarústir skerðast um 11–12% og
varplönd heiðagæsa um 1–2%.
Arnþór benti á að í
13. kafla í skýrslu um
mat á umhverfisáhrif-
um Norðlingaöldulóns
kæmi fram að aurkeila
kæmi til með að safnast
í lóninu og norðan við lónið sem
gæti leitt til áfoks síðar meir. Arn-
þór benti á að aurburður í Efri-
Þjórsá væri áætlaður um 1,5 millj-
ónir tonna á ári. Í skýrslunni kem-
ur einnig fram að lónið verður að
þriðjungi fullt á 60 árum og hálf-
fullt á 100 árum.
Arnþór benti á að samkvæmt
niðurstöðum verkefnisstjórnar
rammaáætlunar um nýtingu vatns-
afls væri Norðlingaölduveita ekki
hagkvæm en á móti væ
sóknir langt á veg komnar
Hins vegar benti hann
væri tekið tillit til kostn
mótvægisaðgerðir vegna
aurmyndunar.
Taldi Arnþór að þrír mö
væru í stöðunni: að hef
kvæmdir strax – sem e
samlegt að hans mati, fre
kvæmdum meðan beðið
reynslu frá öðrum miðlu
hætta við framkvæmdir
friðland.
Sjaldgæf flétta og sv
á lónssvæðinu
Hörður Kristinsson gr
ingur hélt erindi um
Þjórsárverum og við N
öldulón og fjallaði þar u
mýrarústir, fjölbreytni teg
sjaldgæfar tegundir og
þekju og jarðveg.
Fram kom í máli Ha
freðmýrarústir Þjórsárve
sérstæðar vegna þess hve
felldar og þéttar þær væ
staðar á stórum svæðum o
margar mismunandi gerði
finna í verunum. Fram
rústir neðst í Tjarnarveri
ur lítil rústasvæði austan
við Svartá og neðan Sóley
myndu fara undir Norðl
lón en samtals þekja rús
um 1,3 ferkílómetra eða
10% af öllum rústasvæðu
árvera í heild. Fram kom
un lónshæðar úr 581 m
myndi bjarga mikilvægu
svæðum neðst í Oddkelsv
Þúfuveri.
Hörður fjallaði í erindi
tegundafjölbreytni og sj
tegundir á svæðinu og be
fundist hefðu rúmlega 180
ir blómplantna og byrknin
er fjölbreytnin í nágrenni
í efstu verunum, t.d. við
hið mikla og Kerfjall. Þeg
er niður á flatlendi Þjórsá
litið til fyrirhugaðs Norðl
lóns verður tegundafj
minni, að sögn Harðar, og
sjaldgæfar tegundir á l
Hörður benti á að í Eyvaf
aðeins fundist um 46 h
samanborið við 86 tegund
Fundur Landverndar um fyrirhugað N
Líkur á að lóni
ist á skemmri
en áður var t
Með Norðlingaöldulóni
við Þjórsárver fara um
7,2 ferkílómetrar af
grónu landi í lónstæðinu
í kaf. Vísindamenn, sem
rannsakað hafa dýralíf
og gróðurfar á þessum
slóðum, áhugafólk og
heimamenn komu sam-
an í vikunni og ræddu
áhrif þessarar umfangs-
miklu framkvæmdar á
svæðið í heild sinni.
Gerður Steinþórsdóttir, Arnþór Garðarsson, Hörður Kristinsso
uðum framkvæmdum við Norðlingaöldulón í Þjórsárver
Gróðurlendi
í lónstæði í
mikilli framför
VALDAAFMÆLI ELÍSABETAR II
Bretar fögnuðu samfellt í fjóra daga ítilefni af 50 ára valdaafmæli Elísa-
betar II drottningar. Talið er að milljón
manns hafi hyllt drottninguna á lokadegi
hátíðahaldanna á þriðjudag og um allt
Bretland voru haldnar veizlur á götum
úti. Jafnframt var haldið upp á tímamót-
in víða í samveldislöndunum, en Elísabet
er þjóðhöfðingi sextán ríkja auk Bret-
lands sjálfs.
Þátttakan í hátíðahöldunum og mikill
og einlægur áhugi almennings í Bret-
landi hefur jafnvel komið stuðnings-
mönnum konungdæmis í Bretlandi á
óvart, því að undanfarin ár hafa vinsæld-
ir konungsfjölskyldunnar farið dvínandi,
ekki sízt vegna hjónabands- og fjöl-
skylduvandamála barna drottningarinn-
ar. Elísabet varð fyrir harðri gagnrýni
fyrir fimm árum, þegar hún þótti ekki
sýna nægilega hluttekningu vegna svip-
legs fráfalls Díönu, prinsessu af Wales.
Undanfarna daga hefur drottningin hins
vegar allajafna fengið hlýjar og jafnvel
óvenjulega tilfinningaþrungnar kveðjur
frá þegnum sínum.
Þegar litið er yfir fimmtíu ára feril El-
ísabetar sem drottningar hefur hann í
heild verið farsæll. Hún hefur ríkt á tíma
gífurlegra breytinga, bæði á stöðu Bret-
lands í heiminum og á flestum sviðum
brezks samfélags. Drottningin hefur
verið í augum margra Breta tákn stöð-
ugleika og einingar á þessum miklu
breytingatímum.
Konungdæmið er mikilvægur hluti af
sjálfsmynd brezku þjóðarinnar eins og
almenn þátttaka í hátíðahöldunum nú er
til vitnis um. Þá skiptir ekki öllu þótt
margir bendi á að það sé bæði órökrétt
og ónútímalegt fyrirbæri í lýðræðisþjóð-
félagi. Hagfræðingurinn og blaðamaður-
inn Walter Bagehot benti á það á 19. öld,
í valdatíð Viktoríu, langa-langömmu El-
ísabetar, að svo lengi sem hjarta manna
réði fremur en rökhyggjan, yrði konung-
dæmið sterkt, því að það höfðaði til ill-
skilgreinanlegra tilfinninga fremur en til
skynsemdarinnar. Sjálfsagt er talsvert
til í þessu enn í dag.
Rúmlega tvítug sagðist Elísabet
myndu helga líf sitt, hvort heldur það
yrði langt eða stutt, þjónustu við land
sitt. Það hefur hún staðið við; í fimmtíu
ár hefur hún verið óþreytandi að taka
þátt í alls konar opinberum viðburðum
og verið fulltrúi Bretlands um allan
heim. Hún hefur farið í 251 opinbera
heimsókn til 128 landa, þar á meðal hing-
að til lands árið 1990. Skyldurækni henn-
ar og dugnaður hefur ekki sízt orðið til
þess að afla henni virðingar meðal Breta.
Elísabet hyggst ekki afsala sér völd-
um á næstunni og gæti jafnvel orðið
langlífari í embætti en Viktoría, sem var
drottning í 63 ár. Bretar eru heldur ekki
líklegir til að afleggja konungdæmið á
næstunni – jafnvel Ástralar völdu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu að halda í drottn-
inguna fremur en að kjósa sér þjóðhöfð-
ingja úr eigin röðum. Hins vegar mun
það vafalaust ráða miklu um framtíð
konungdæmisins í Bretlandi hvort yngri
kynslóðir konungsfjölskyldunnar reyn-
ast færar um að afla sér sömu virðingar
og Elísabet II.
ÍÞRÓTTIR OG LYFJANOTKUN
Íþróttamenn skipa sérstakan sess áokkar dögum. Þeir, sem ná árangri,verða þjóðhetjur og fyrirmyndir um
allan heim. Flestir menn eru nokkuð
svipaðir frá hendi náttúrunnar og árang-
ur er undantekningarlaust afrakstur
þrotlausra æfinga. Oft getur verið erfitt
að standast þá freistingu að leita út fyrir
mörk hins leyfilega til að uppskera ávöxt
erfiðisins. Nýlega komust vísindamenn
að þeirri niðurstöðu að komið væri að
mörkum mannlegrar getu í afreksíþrótt-
um og héðan í frá yrðu heimsmet ekki
bætt nema tilviljun réði eða með neyslu
lyfja, sem efla snerpu og hæfni líkamans
til að standast álag.
Í Morgunblaðinu í gær er greint frá
því að þrír verðlaunahafar á Íslands-
mótinu í hreysti hafi verið úrskurðaðir í
keppnisbann eftir að lyfjapróf, sem tekin
voru að keppni lokinni, reyndust jákvæð.
Í sýni eins keppandans mældist efnið
efedrín, sem er iðulega að finna í fæðu-
bótarefnum og svipar til amfetamíns að
því leyti að það hefur áhrif á taugakerfið
og starfsemi hjartans. Fjöldi sjúkdóma
hefur verið rakinn til efnisins og jafnvel
dauðsföll. Annar keppandinn mældist
með niðurbrotsefni af hormóninu stanoz-
ol og sá þriðji með efedrín, niðurbrots-
efni af nandrolon og stanozol og of hátt
hlutfall testosterons. Stanozol og
nandrolon eru ónáttúruleg hormón, sem
eru skyld náttúrulega hormóninu test-
osterone. Þau auka styrk, úthald og
vöðvamassa, en neyslu þeirra fylgja tals-
verðar hættur.
Nandrolon er umdeilt efni og hafa
íþróttamenn sagt að merki um neyslu
þess hafi mælst í líkama þeirra án þess að
þeir hafi neytt þess. Þekktustu dæmin
eru knattspyrnumennirnir Frank de
Boer og Edgar Davids og frjálsíþrótta-
mennirnir Linford Christie og Merlene
Ottey. Þau höfðu neytt fæðubótarefna,
sem samkvæmt lýsingu innihéldu engin
ólögleg efni, en nokkrum klukkustundum
síðar mældist óleyfilegt magn nandrol-
ons í sýnum þeirra. Hafa vísindamenn
sagt að í ýmsum fæðubótarefnum séu
efnasambönd, sem séu forstig að vaxt-
arhormónum og eftir neyslu myndist nið-
urbrotsefni nandrolons og fleiri vaxtar-
hormóna, sem síðan mælist í prófum.
Sigurður Magnússon, formaður lyfja-
ráðs Íþróttasambands Íslands, segir í
Morgunblaðinu í dag að ómögulegt sé að
vita hvað fæðubótarefni innihalda. Stór
hluti fæðubótarefna, sem séu ólögleg hér
á landi, en flutt hingað inn ólöglega, inni-
haldi efni á bannlista Alþjóðlegu Ólymp-
íunefndarinnar, án þess að það komi
fram í innihaldslýsingu. Síðasta haust
hafi nefndin ráðið íþróttamönnum að
nota ekki fæðubótarefni þar sem ómögu-
legt væri að vita hvað væri að finna í
þeim. Keppendurnir tveir, sem dæmdir
hafa verið í tveggja ára keppnisbann,
segja í Morgunblaðinu í dag að þeir hafi
ekki vitað að efnin, sem þeir tóku, hafi
innihaldið vaxtarhormón eða ólögleg
efni. Þeir hafi keypt þau á svörtum mark-
aði og verið fullvissaðir um að þau væru í
lagi. Annar keppandinn talar um að
margir, sem stundi líkamsrækt, kaupi
ólöglegar töflur á svörtum markaði.
Þegar íþróttamaður fellur á lyfjaprófi
er viðkvæðið iðulega að hann hafi verið
klaufi að láta ná sér. Sumar greinar
íþrótta eru svo gagnsýrðar þeim hugs-
unarhætti að án ólöglegra efna sé ógern-
ingur að ná árangri að sá, sem ákveður að
sniðganga þau, virðist fyrirfram dæmdur
til að vera miðlungsmaður í sinni grein.
Vitaskuld er ekki hægt að halla á íþrótta-
menn, sem standast lyfjapróf, en íþrótta-
hugsjónin virðist þó oft vera utanveltu í
íþróttaheimi nútímans. Af og til fáum við
að sjá hina hlið þess heims þegar íþrótta-
menn falla á lyfjaprófum, en síðan er
snarlega fyllt upp í götin á glansmynd-
inni og leikurinn heldur áfram.