Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2002, Blaðsíða 1
143. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. JÚNÍ 2002 HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að aftaka þroska- hefts fólks gengi í berhögg við það ákvæði bandarísku stjórnarskrárinn- ar sem bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar. Þrír hæsta- réttardómarar greiddu atkvæði gegn þessari niðurstöðu, en sex með. Með úrskurðinum í gær hnekkti hæstiréttur þeirri niðurstöðu sinni frá 1989 að aftaka þroskaheftra saka- manna væri ekki brot á stjórnar- skránni vegna þess að almennings- álitið í Bandaríkjunum væri ekki andsnúið slíku. Þá bönnuðu aðeins tvö af þeim 38 ríkjum Bandaríkjanna, þar sem dauðarefsingum er beitt, aftökur þroskahefts fólks, en nú eru þær bannaðar í 18 af ríkjunum 38. Breytingarnar í sömu átt „Það sem vegur þyngst er ekki fyrst og fremst fjöldi þessara ríkja, heldur það, að breytingarnar hafa stöðugt verið í sömu áttina,“ skrifaði John Paul Stevens hæstaréttardóm- ari í áliti meirihlutans. William H. Rehnquist, forseti hæstaréttarins, og dómararnir Antonin Scalia og Clar- ence Thomas voru á móti úrskurðin- um. Rehnquist sagði m.a. í áliti sínu, að hann teldi meirihlutann taka of mikið tillit til skoðanakannana og við- horfa alþjóðlegra og bandarískra sér- fræðinga. Áhrifa úrskurðarins í gær mun til að byrja með aðallega gæta í þeim 20 ríkjum er hingað til hafa leyft aftökur þroskaheftra. Má búast við að tugir dauðamanna í þessum ríkjum muni áfrýja dómum sínum á þeim forsend- um að þeir séu þroskaheftir. Fram- vegis mun fólk sem ákært er fyrir morð í þeim ríkjum er leyfa dauða- refsingar ekki eiga dauðadóma yfir höfði sér geti það sýnt fram á að það sé þroskaheft, sem yfirleitt miðast við greindarvísitöluna 70 eða lægri. Hæstiréttur Bandaríkjanna snýr við blaðinu Aftökur þroskaheftra brot á stjórnarskránni Washington. AFP, AP. MIKILL og vaxandi ágreiningur er innan Ísraelsstjórnar um þá stefnu að hernema hluta af Vesturbakkanum í hvert sinn sem Palestínumaður gerir sjálfsmorðsárás í Ísrael. Varnarmála- ráðherrann, sérfræðingar í hermál- um og fjölmiðlar segja að í henni sé ekkert tillit tekið til þeirra skyldna sem hún leggi Ísraelum á herðar, né til gífurlegs kostnaðar henni samfara. Fimm Ísraelar voru myrtir í land- nemabyggð gyðinga á Vesturbakkan- um í gærkvöldi, og átta særðust. Þrír hinna myrtu voru börn. Að sögn ísra- elska útvarpsins felldu ísraelskir her- menn innrásarmennina. Samtökin Al- þýðufylking fyrir frelsun Palestínu lýstu sig ábyrg fyrir morðunum. Ísraelskt herlið lagði í gær undir sig borgirnar Betlehem, Tulkarem og úthverfi Ramallah en í fyrradag hélt herinn inn í Jenín, Qalqilya og Nablus. Var skotið af skriðdrekum er farið var inn í borgirnar og útgöngu- banni komið á. Í Tulkarem voru sjö Palestínumenn handteknir en enginn þeirra tengist þó Al-Aqsa-hreyfing- unni, sem segist hafa borið ábyrgð á hryðjuverkinu í Ísrael í fyrradag sem kostaði átta manns lífið. Talsmaður Hamas-hreyfingarinn- ar á Gaza sagði í gær að ekki yrði orð- ið við áskorun Arafats og annarra Palestínumanna um að hætta sjálfs- morðsárásum. Þær væru öflugasta vopn Palestínumanna. Hamas-hreyf- ingin segist hafa staðið að hryðju- verkinu á þriðjudag en það varð 20 manns að bana. Innan Ísraelsstjórnar er kominn upp mikill ágreiningur um að svara sjálfsmorðsárásum með hernámi. Bi- nyamin Ben-Eliezer, varnarmálaráð- herra og leiðtogi Verkamannaflokks- ins, kveðst algerlega andvígur varan- legu hernámi. Bendir hann á að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafi ekki skýrt hvað í stefnunni felist, hvort setja eigi upp varðstöðvar við borgirnar eða taka þar öll völd. Eigi það síðara við verði Ísraelum einnig skylt að skipa fyrir um allt annað, allt frá sorphreinsun til sjúkrahúsmála. Illa grunduð stefna Sérfræðingar í ísraelskum hermál- um og ýmsir fjölmiðlar segja líka, að stefna Sharons sé illa grunduð vegna þess, að hún kalli á herútboð meðal varaliðsins en það sé ákaflega kostn- aðarsamt og erfitt eins og ástandið sé í efnahagsmálunum. Ísraelsher verði síðan að auki og með miklum kostnaði að koma upp nýju skrifstofubákni til að útvega palestínskum borgurum nauðsynlega þjónustu. Ísraelsher hóf í gær að kalla inn varaliða en ekki er ljóst hve margir verða kvaddir til að þessu sinni. Þeir eru alls rúmlega 400.000 og tóku 20.000 þeirra þátt í sex vikna innrás- inni, sem hófst í marslok. Ísraelsher leggur undir sig fleiri borgir Palestínumanna á Vesturbakkanum Miklar deilur innan stjórn- arinnar um stefnu Sharons Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP. INDVERSKAR verkakonur klædd- ar hefðbundnum Rajasthan-fötum ganga til vinnu sinnar í Thar- eyðimörkinni skammt frá borginni Jaisalmer í Rajasthan-héraði á Indlandi í gær. Konurnar fara oft fótgangandi um langan veg í steikjandi hita og bera verkfæri á höfði sér. Þær fá alla jafna lægri laun en karlar fyrir sömu störf. Reuters Verkakonur í Rajasthan GENGI dollarans féll í gær gagn- vart helstu gjaldmiðlum eftir að töl- ur sýndu, að viðskiptahallinn í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meiri en nú. Var gengi evrunnar gagnvart dollara 0,9615 í gær og hef- ur ekki verið hærra í tvö ár. Adrian Schmidt, hagfræðingur hjá Royal Bank of Scotland, sagði í gær, að viðskiptahallinn í Bandaríkj- unum hefði verið meiri en búist hefði verið við og spáði því, að gengi doll- arans myndi halda áfram að lækka lengi enn. Sagði hann, að hallinn á greiðslujöfnuði Bandaríkjanna við útlönd væri meiri en svo, að hægt væri við að búa. Nýjar tölur sýna, að viðskiptahallinn var 35,9 milljarðar dollara í apríl á móti 32,5 milljörðum í mars en spáð hafði verið, að apríl- hallinn yrði 33 milljarðar dollara. Þá var greiðslujöfnuðurinn óhagstæður um 112,5 milljarða dollara á fyrsta fjórðungi ársins en búist hafði verið við, að hann yrði 108 milljarðar. Á evrusvæðinu, sem tekur til 12 ríkja, var viðskiptajöfnuðurinn hag- stæður um 3,1 milljarð evra í apríl og um 12,1 milljarð í mars. Var hann hagstæður samtals um 22,7 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ef tekin eru með þau þrjú Evrópusam- bandsríki, sem ekki nota evruna, Bretland, Danmörk og Svíþjóð, þá var hins vegar halli á viðskiptunum upp á 4,5 milljarða evra í apríl og um 8,8 milljarða alls á fyrstu fjórum mánuðunum. Evran að nálg- ast dollarann Washington, Brussel. AFP. LOFTSTEINN á stærð við knattspyrnuvöll fór naumlega framhjá jörðinni í um 120 þús- und km fjarlægð í síðustu viku og er ekki vitað til þess að steinn af þessari stærð hafi komið nær jörðinni í marga áratugi, að því er vísindamenn greindu frá í gær. „Ef svo ólíklega hefði viljað til, að loftsteinninn hefði rekist á jörðina á byggðu svæði, hefði manntjón orðið töluvert,“ sagði Grant Stokes, yfirmaður Lin- coln-rannsóknaverkefnisins í Nýju-Mexíkó, en steinninn sást í stjörnusjónauka þar. „Orku- losunin hefði orðið á við stóra kjarnorkusprengju.“ Loftsteinninn var á 38.000 km hraða þegar hann sást, þremur dögum eftir að hann fór næst jörðinni. Stokes sagði að reikna mætti með að um 50 sinnum á ári færu loftsteinar af þessari stærð nær jörðinni en nemur fjarlægðinni til tungls- ins. Einungis væri þó vitað með vissu um fáa þeirra. Reiknað væri með að svona steinar lentu á jörðinni með nokkur hundruð ára millibili. Þessi steinn er sagður hafa verið það stór, að hefði hann lent á jörðinni hefði hann getað valdið álíka eyðingu og loft- steinn sem lenti í Síberíu 1908 og eyddi um 2.000 ferkílómetra skóglendi. Munaði mjóu London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.